Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 7
Th*ur\ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 - 7 LANDBÚNAÐUR Smáverkefnasjóður landbúnaðarins var stofnaður í árslok 1990. Starfsféhans kemur úr Framleiðni- sjóði landbúnaðarins. Tilgangur sjóðsins er að styðja við framtak og þær hugmyndir fólks í dreifbýli, sem leitt gætu til atvinnusköpunar t.d. á sviði handiðna eða minni framleiðslu- og/eða þjónustuverkefna. Sjóður- inn veitir styrki en ekki lán. Arlega kemur fjárveiting í Smáverkefnasjóð Iandbúnaðar- ins frá Framleiðnisjóði landbún- aðarins. Smáverkefnasjóðurinn hefur ekki fasta fjárveitingu held- ur er sótt árlega um til Fram- Ieiðnisjóðs í ljósi þeirrar fjárþarf- ar sem var árið áður. „Smáverkefnasjóður sinnir dá- lítið öðruvísi verkefnum en Framleiðnisjóður, keimlíkum en með öðrum áherslum. Smáverk- efnasjóðurinn er meira í smærri verkefnum, umfangsminni og veitir aldrei hærra en 300.000 krónur á verkefni, á meðan Framleiðnisjóður metur hvert verkefrii sem um er að ræða. Til- gangur Smáverkefnasjóðsins er fyrst og fremst að styrkja atvinnu og nýsköpun í dreifbýli. Það er ekki bundið við lögbýli. Það kem- ur býsna margt til greina, hand- verk í fjölbreytilegu formi hefur verið nokkuð ráðandi en þó hef- Árni Snæbjörnsson er starfsmaður smáverkefnasjóðs landbúnaðarins. ur sjóðurinn styrkt mjög fjöl- breytt verkefni í dreifbýli í gegn um tíðina," segir Arni Snæ- bjömsson hjá Bændastamtökum Islands, sem jafnframt er starfs- maður Smáverkefnasjóðs. Handverk stærsti flokkurinn Arni segir erfitt að nefna dæmi um verkefni sem sjóðurinn hafi veitt styrkjum til þar sem hann sé bundinn trúnaði að tíunda ekki hjá einstökum umsækjendum. En hann nefnir handverk í fjöl- breyttu formi, bæði einstaklinga sem séu að vinna að handverki, þeirra hópa eða félög sem séu að koma sér upp aðstöðu og mjög margt í kring um það. „Þetta er kannski einna stærsti flokkurinn. Það er alls konar framleiðsla sem fólk getur sýnt fram á að það er mögulegt að eiga við. Fyrst og fremst ef það sýnir sig að skapa atvinnu. Það getur verið fram- leiðsla fyrir almenna sölu eða koma framleiðslunni á markað í viðeigandi búðir, hvort sem það er matvara, fatnaður, áhöld eða eitthvað slíkt. Það getur verið ýmis konar þjónusta, nýbreytni í henni og þannig mætti Iengi telja. Það kemur allt til greina ef þetta er í dreifbýli og er ekki al- veg þetta hefðbundna og skapar nýja vinnu.“ Um styrk í sjóðnum ber að sækja á sérstökum umsóknar- eyðublöðum sem liggja frammi hjá öllum búnaðarsamtökum landsins og hjá Bændasamtökun- um. Reglur sjóðsins eru á sömu stöðum. Umsóknir eru afgreidd- ar fjórum sinnum á ári. Sjóðurinn hefur eigin stjórn. Arni er í hlutastarfi sem starfs- maður sjóðsins, formaður stjórn- arinnar er skipaður af landbún- aðarráðuneyti og það eru fulltrú- ar frá Bændasamtökum Islands og Framleiðnisjóði landbúnaðar- ins, einn frá hvorum. Umsóknir fleiri í upphafl Það er mjög breytilegt hversu margar umsóknir sjóðurinn fær árlega, þær eru nú nokkrir tugir. „Þær voru fleiri í upphafi. Sjóð- urinn var stofnaður 1990 og var kominn til fullra starfa 1991. Á þeim árum var svolítið annað at- vinnuástand. Það var nokkuð mikið veitt úr honum fyrst. Það eru komnar 462 umsóknir og fjöldi styrkja er 359 þannig að af þeim sem hafa sótt hefur tæplega 78% verið veittur styrkur. Þetta er ekkert eyrnamerkt eftir kynj- um en það hefur þróast þannig að konur eru þarna í meirihluta þannigaðafþessum 359 eru 180 konur, 105 karlar og 74 félög.“ Árni segir að það sé ágætt að þeir sem séu að velta því fyrir sér að sækja í sjóðinn hafi samband við hann hjá Bændasamtökum Islands. Ef fólk er með ákveðna hugmyndi þá ræðir Árni við það og í sameiningu er reynt að kom- ast nær því hvort hugmyndin sé Iíkleg eða ekki. I reglum sjóðsins segir að ekki sé veittur styrkur nema einu sinni út á hvert verkefni. -OHR GrOtt ástand á nautakjötsmarkaði þeim sökum hafa bændur óskað frekar eftir slátrun gripa. Á Suð- urlandi hefur verið mikil slátrun undanfarnar vikur og er nánast hægt að fá gripum slátrað án telj- andi biðtíma. Góðar horfur eru á sölu nauta- kjöts í sumar en gert er ráð fyrir nokkurri aukningu á framboði ungneyta til slátrunar upp úr miðju sumri. Magnús Stefánsson fv. alþingismaður ræðst á kjötfjaiiið. Staða á markaði nautakjöts er góð um þessar mundir og slátrun með meira móti nú en oft áður. Frá þessu greinir í Bændablað- inu. í mars var heildarsala á naut- gripakjöti um 312 tonn en það er 7,8% meiri sala en á sama tíma í fyrra. Aukningin á síðustu tólf mánuðum er 3,4% miðað við sama tímabil fyrir ári og nemur heildarsalan um 3.560 tonnum. Biðlistar eftir slátrun nautgripa hjá sláturleyfishöfum eru víðast stuttir þó einhver bið sé eftir slátrun norðanlands og austan. Á nokkrum stöðum á Norðurlandi er farið að gæta heyleysis og af HEILDSALA OG SMÁSALA Osta- og smjörsalan Bitruhólsi 2. simi 569 1600 Qóðan dag Þaö er ekkert slen í kálfunum sem fá kálfafóðrið frá okkur. Ef þú vilt tryggja góða fóðr- un ungkálfa þá gefur þú þeim kálfafóður og kraftfóður frá 4ra daga aldri og fram til 12 vikna aldurs. Kálfafóðrið er undanrennumjöl, blandað tólg. Eitt kg af kálfafóðri á að hræra út í 8 lítrum af vatni. Hæfilegt er að gefa kálfum 2,0 til 4,5 li'tra af blöndunni á dag. Það fer eftir aldri og öðru fóðri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.