Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 10
10 — FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 Xkyftr LANDB ÚNAÐUR Gyltan gefur hálft annað tonn Bræðumirsem reka svínabúið á Hraukbæ í Glæsibæjarhreppi, Eyjafirði, byggja á gömlum merg þvífaðir þeirra og afi hófu svínaræktum 1950. „Þetta er líklega að verða með elstu starfandi svínabúum á landinu," segir Auðbjörn F. Krist- insson einn bræðranna. Hinir bræðurnir eru Andrés og Kjartan. „Það urðu þáttaskil í rekstrin- um 1982 en þá byggðum við svínahús í Hraukbæ í Glæsibæj- arheppi en rekstrarfélagið heitir Hlíð hf. Við vorum fyrst á Kotá sem er komin undir bæinn núna og svo vorum við með þetta suð- ur á Hamraborgum beint upp af flugvellinum. En í rauninni stækkaði búið fyrst verulega þeg- ar við byggðum í Hraukbæ og í dag erum við með 240 gyltur," segir hann. Stöðug söluaukning Það er stöðug aukning í sölu á svínakjöti og Auðbjöm segir aukn- inguna hafa verið hátt í 10% ár- lega til margra ára. „Að vísu stóð salan í stað á síðasta ári bara fyrir að það var ekki meiri framleiðsla, það hefði hugsanlega verið hægt að selja meira. Menn héldu að það væri kominn einhver tappi í markaðinn. En svo er útlit fyrir að það verði jafnvel 12,5% aukning á þessu ári. Það er framundan meiri framleiðsluaukning en verið hefur hjá okkur og hún kemur til með að seljast öll. Verðiö Ia»lt1tar Seinasta áratuginn hefur verðið á kjötinu verið að lækka hægt og sígandi. Fyrir örfáum árum var bóndinn að fá 340 krónur fyrir kílóið en nú er þetta verð komið niður í 240 krónur þannig að maður sér hver þróunin hefur verið. Þessi þróun verður örugg- lega svona ogjafnvel örari í firam- tíðinni. Það sem við höfum gert til að bregðast við þessu og geta rekið búin almennilega er að flytja inn nýja stofna bæði frá Noregi og Finnlandi. Þeir eru fljótvaxnari og með minni fitu og nota minna fóður til að stækka en stofninn sem fyrir var. Rekst- urinn hefur því gengið ágætlega þó afurðaverðið sé alltaf að lækka. Við erum búin að reyna að hagræða eins og við höfum getað. Búin eru að stækka stór- lega. Það má segja að þegar búin voru flest voru þau um 140 en núna eru þau komin niður fyrir 60. Seinustu árin hafa 10-12 bú dottið út á hverju ári. Þetta er þróunin í þessu eins og öðru. Það má segja að þróunin sé búin að vera ennþá hraðari í svínaræktinni fyrir það að við erum ekki á neinum opinberum styrkjum þannig að við höfum þurft að beijast mildu meira fyrir okkur. Það hefur, má segja, hjálpað okkur stórlega að vera ekki á neinni jötu.“ Styrkjaleysiö kostur Auðbjörn segir það hafa verið kost fyrir greinina til lengri tíma Iitið að vera lausa við opinbera styrki. „Menn voru kannski sum- ir mjög ósáttir þegar það var mik- ill stuðningur við aðrar greinar en í mínum huga hefur þetta ver- ið mjög stór kostur fyrir okkur. Menn eru almennt komnir á þá skoðun núna að þetta hafi jafnvel verið það sem reddaði okkur. Við sluppum algerlega við að Ienda inni í kvóta og það hefur í raun- inni verið björgunin okkar. Enda sjáum við að hinar greinarnar eru að reyna að komast út úr kvótan- um. Maður sér líka þar sem eng- inn kvóti er lengur, eins og í kjúklingunum, að sala á kjúklingakjöti hefur stóraukist á seinasta ári, eftir að þeir losnuðu við salmonelluna og gátu farið að selja kjúklinginn ófrosinn. Við erum líka að horfa til þess að kjötmarkaðurinn hérlendis er miklu minni en víðast hvar í Evr- ópu, að ekki sé talað um Banda- ríkin. Við erum að borða 64-65 kíló á mann af kjöti þegar ann- arsstaðar er verið að borða yfir 100 kíló af kjöti á mann árlega. Kaninn er held ég í 120 kílóum, alveg óhemju. Með lækkandi verði búumst við við meiri kjöt- sölu í heildina. Fiskurinn er líka alltaf upp á við. Við álítum að svínakjötið verði girnilegri kostur fyrir fólk í framtíðinni." Svín uin aldamótin Landnámsmenn komu með svín með sér til Iandsins en Auðbjörn segir þann stofn hafa dáið út á miðöldum. „Síðan vorum við svínalausir í þó nokkuð margar aldir en í byrjun aldarinnar voru flutt inn svín aftur. Þau komu frá Danmörku, Noregi og trúlega Englandi líka. Víðast úti í Evrópu var verið að reyna að rækta hrein kyn, Land- rasse eða þessi landkyn sem eru nánast til í öllum löndum í heim- inum. Þá er stofn sem heitir Yox- er sem kemur frá Yoxer á Englandi. Þetta eru tvö helstu kynin sem eru notuð til kjötfram- leiðslu í dag. Fyrir nokkrum árum var búið að rækta þessi kyn það mikið að vaxtarhraðinn var orðinn í góðu lagi og fitan lítil en kjötið var orðið þurrt. Til að bregðast við þessu fóru menn að blanda inn í kynjum sem eru feit- ari eins og Durox svínum sem eru upphaflega ættuð frá Kanada, mórauð, og svo Hamps- hire stofninum frá Englandi. Þetta á t.d. við úti í Danmörku og þar er komin þessi fjórblendings- ræktun. Það sem við stefnum á hérna er að vera með þríblendingsrækt- un af því að hjörðin er það lítil hjá okkur, þetta eru ekki nema 3.700 gyltur sem eru í Iandinu. Við í rauninni getum ekki verið með svona stórt ræktunarbatterí. Norðmenn eru með þó nokkuð umfangsmikla svínarækt og eru að stíla inn á þríblendingsrækt- unina Iíka. Norðmenn og Finnar eru komnir í ræktunarsamstarf og við erum að gæla við, ef við fáum leyfi heilbrigðisyfirvalda, að ganga inn í þetta ræktunarsam- starf með þeim til þess að vera alltaf með bestu dýrin á hverjum tíma. Fimm lðnd sjukdómalaus Ef við förum að skoða stöðu sjúk- dóma í svínum yfir heiminn, þá eru einungis fimm lönd í öllum heiminum sem eru laus við skæðustu svínasjúkdómana sem eru að ganga. Það eru Island, Noregur og Finnland hér á norð- urhveli. Og svo eru það Astralía og Nýja-Sjáland hinu megin. Þannig að okkur er mjög þröngur stakkur skorinn hvaðan við get- um tekið erfðaefni. Þess vegna erum við að gæla við að komast í samstarf við þessar þjóðir sem eru lausar við þessa sjúkdóma ennþá." Hver gylta á að meðaltali 2,3 til 2,4 got árlega. Hjá bræðrunum koma 10,5 til 11 grísir í hveiju goti þannig að árlega eru þeir að fá um 25 grísi undan hverri gyltu. Fimm og hálfs til sex mán- aða gömlum er grísunum slátrað en þá eru þeir orðnir 100 kíló á fæti en 70 kíló af kjöti. Bræðurn- ir eru því að fá um eitt og hálft tonn af kjöti árlega undan hverri gyltu. En Auðbjörn viðurkennir að þetta sé yfir landsmeðaltali: „Það gæti verið um 1.200 kíló sem gyltan er að skila almennt. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur enda erum við rótgrónir í þessu. 1,5 tonn undan gyltunni Við erum að fá fjögur got úr hverri gyltu að meðaltali. I rauninni getum við látið hana gjóta oftar en það er hagkvæmara ræktunar- lega séð að skipta lífdýrunum ört út. Fyrsta got er ívið minna en annað og þriðja got eru toppgot- in þeirra. Svo geta þau aðeins farið að fara niður í fjórða goti þannig að úr því fer að vera tröppugangur niður. Þegar þær eru komnar í fimm got þá eru þær komnar niður í það að vera eins og fyrsta got. Þegar það fer að halla niður í kúrfunni aftan til verður maður að slá þær út til að fá nýjar inn hagkvæmnislega séð. Og ef það er einhver erfðafram- för þá eiga yngri dýrin að hafa erfðavísi fyrir að vaxa betur af því að þróunin í þessu er geypilega ör. Það er ótrúlegt hvað hægt er að ná út úr hverri kynslóð. Ef það er góð ræktun á foreldrið ailtaf að vera slakara en afkvæmið. Með mjög ströngu úrvali er þetta hægt.“ Þróunin í svínaræktinni er á þá Ieið að búin eru að stækka. Til skamms tíma voru bræðurnir með næst stærsta bú Iandsins en eru nú með þriðja stærsta búið eftir að svínabúið í Brautarholti á Kjalarnesi stækkaði í fyrra. Bræðurnir huga á stækkun bús- ins i sumar. „Framleiðslan er að færast á færri hendur og það verður þó nokkuð mikil aukning í framleiðni á hvern mann í þessu," segir Auðbjörn. -OHR Samdráttur í út- flutningi reiðhrossa Á síðasta ári vom fluttút 1998 reið- hross frá íslandi sem erfækkunum 22% frá árinu áður. Bændablaðið sagði frá. Hulda G. Geirsdóttir, markaðsfull- trúi, sagði á stjórarfundi Félags hrossabænda að rekja mætti samdráttinn að stærstum hluta til Qögurra mánaða útflutn- ingsstöðvunar vegna hitasótt- arinnar sem Iagðist á íslenska hrossastofninn í íyrra. Flest hross voru flutt til Sví- þjóðar en þó hefur útflutningur þangað dregist saman. Mestur samdráttur varð hins vegar á út- flutningi til Þýskalands, eða 51%. Nokkur smærri lönd halda sínu og hefur t.d. út- flutningur til Danmerkur auk- ist um 19% og er það í fyrsta sinn síðan 1995 sem útflutn- ingur þangað eykst. Útflutn- ingur á þessu ári hefur farið eðlilega af stað og stefnir í að hann verði sambærilegur við síðustu ár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.