Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 12
12 -FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 19 9 9 LANDB ÚNAÐUR John Deere sækirá Þór hf. hefur undanfarin fimm ár flutt inn dráttarvél- ar af gerðinni John Deere. „Þær eru að sækja á með hverju árinu,“ segir Oddur Einarsson hjá Þór hf. Drátt- arvélar af þessari gerð höfðu þá ekki verið fluttar til landsins frá því á sjöunda áratugnum. Oddur segir Þór hf. stefna að því að John Deere verði ein vinsælasta dráttarvél á landinu innan fárra ára. „Þetta er stærsti dráttar- vélaframleiðandi heims í dag. I miklum samdrætti hjá dráttarvélaframleiðendum og erfiðleikum hefur John Deere staðið upp úr og orð- ið sterkari með ári hveiju. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur. Fyrirtækið er upprunnið í Bandaríkjunum en með verksmiðjur úti um allan heim. Hingað koma vélarn- ar aðallega frá Þýskalandi. John Deere dráttarvél Nýlína traktora Ný og endurbætt fram- Ieiðslulína 6010 dráttarvéla er komin á markað frá John Deere. „Helstu nýjungar þar eru nýir mótorar sem svara og fullnægja ströngum kröf- um sem gilda í Bandaríkj- unum og taka gildi einhvern tíma á næstu öld. Þetta er fyrsti dráttarvélaframleið- andinn sem fullnægir þess- um kröfum. Vélarnar eru með fjaðr- andi framhásingu, vökva- fjöðrun með loftdempun. Þessi fjöðrun er frábrugðin fjöðrun á öðrum traktorum að því leyti að ekki þarf að slökkva á henni ef dráttar- vélin er undir álagi. John Deere er með full- komnari skiptingu en drátt- arvélar almennt í dag, sjálf- skiptingu, cruise control. Ymist er hægt að stilla á ákveðinn vinnsluhraða á aflúrtaki eða ákveðinn öku- hraða. John Deere er byggð á grind sem er óvanalegt. Mótorarnir eru á venjuleg- um gúmmípúðum Iíkt og í bílum. Gírkassinn og skipt- ingin er þannig að hægt er að bæta inn í eftir á t.d. skriðgír eða fjölga gírum eða drifum. Svo gerir grindin það að verkum að hægt er að hengja ýmislegt utan á traktorinn og hann ræður við meira álag, getur t.d. verið með öflugri ámokst- urstæki og þyngra tæki á afturlyftunni því álagið dreifist á grindina en leggst ekki á mótorhúsið eins og á öðrum dráttarvélum. Vélin er búin blautkúplingu sem endist líftíma vélarinnar, það hefur reynslan sýnt. -OHR Fyrir daga íj órhj ó I Heyið fór á vagnlnn með ýmsum hætti. Ýttmeð bflnum.... / ágúst 1954 var þurrheysgöltunum ýtt í heilu lagi upp á vagninn með Fergusyninum á túnunum á Steinum undir Eyjafjöllum. - mynd: úlafur guðmundsson Ýtt með Ferguson.... Mokað með Ferguson.... Gisli Jónsson innri Skeljabrekku mokar á vörubílinn með Fergusyninum. - mynd: ólafur guðmundsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.