Dagur - 03.06.1999, Qupperneq 7

Dagur - 03.06.1999, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 - 7 Vagur. PJÓÐMÁL Hinn þríeini flokk- ur niarkaðarins ÞORSTEIN ANTONSSON SKRIFAR UM LÍFSGILDIN - FYRSTA GREIN Jöfnuður Það þarf enga jafnaðarstefnu, markaðurinn sér sjálfkrafa um jöfnuð manna í milli. Hvernig? Tröppugangurinn er þessi: 1) Flestir eru alltaf að spá í hvað aðrir vilja. 2) Þeir sömu gera sér grein fyrir að maður á allt sitt undir annarra samþykki, neysluvarn- ing, atvinnu, félagsskap, tilfinn- ingar. 3) Til hliðsjónar um þessi at- riði er haft almenningsálit sem þessum málum stýri og þar með verður að stjómanda. 4) Menn eru látnir gjalda þess eða þeim umbunað fyrir hversu trúir þjónar þeir eru þessu al- menningsáliti. Því mati ræður ekki þekking heldur tilfinning. Við þessi býti temur hinn al- menni maður sér framkomu sem einkennist af kurteisi, alþýð- leika, frjálslyndi, tillitssemi, enda allt undir því komið að fá ekki almenningálitið upp á móti sér og missa þar með af velsæld- inni. Nær sósíalisma verður ekki komist. A kreppuárunum upp úr 1930 tókust á fyrri tíma siðferði og markaðsþarfir með þessari af- leiðingu sem nú hefur verið lýst í stórum dráttum. Urlausn Þjóð- verja við Kreppunni Miklu er öll- um kunn. Bandaríkjamenn voru síður en þeir og flestar aðrar Evrópuþjóðir háðir fortíðinni á þessum tíma eins og endranær. Þeir tóku alvarlega úrræði breska hagfræðingsins Maniard Keynes við efnahagskreppum; úrræði sem hlotið hafa vaxandi vinsæld- ir og nú undir aldarlokin breið- ast út um allar jarðir. Sístreymi fjármagns er komið af stað með „Börn eru ekki alin upp heima þóttþau búi þar. í staðinn eru þau upplýst í skólum samkvæmt fræðum sem bera sama svipmót allstaðar." opinberu framlagi og svo haldið við með auglýsingum og öðrum mark- aðshvetjandi að- gerðum meðan verið er að byggja upp almenninga- álit, markaðnum í hag. Þessa úr- lausn hafa íslend- ingar tileinkað sér tiltölulega seint, nærri hálfri öld eftir Marsjal- hjálpina; fjár- magn sem Banda- ríkjamenn lögðu öðrum þjóðum til í þessu skyni og þar á meðal Is- lendingum. En nú er svo komið að myllur mark- aðarins snúast hérlendis, ekki síður en í ná- grannalöndun- um, fyrir vestan- vindi sem aldrei lægir - eins og myllurnar mörgu á Jótlands- strönd gera. Það gekk hægt að kenna Is- lendingum fræðin um sístreymi fjármagnsins, einkum vegna þess að heimsstríð og hernám leysti íslensku þjóðina úr viðjum kreppunnar utan frá og svalaði efnahagslegum þörfum þjóðar- innar lengi fram eftir öldinni án þess að Islendingar þyrftu að pæla að ráði í efnahagslögmál- um. Auk þess var fram til síðustu ára sterk hefð fyrir þvi að taka ekki mark á almenningsáliti á Is- landi. A uppvaxtarárum mínum, milli ‘50 og ‘70, var það eitt tal- inn manndómur að brjóta af sér hlekki almenningsviljans í nafni einstaklingshyggju. Frá stríðs- lokum og fram á áttunda áratug- inn var það að láta stjórnast af almenningsáliti talið jafngilda því að láta fáráðling stjórna sér, enda gerði enginn maður með sjálfsvirðingu ráð fyrir upplýstu almenningsáliti eins og nú hefur alllengi verið talið sjálfsagt mál. Orökstudd uppivöðslusemi ung- lings þótti hæpin meðal jafn- aldra fyrir það eitt hve stutt var í milli „rebel without a cause" og óumdeilanlegrar glæpa- mennsku. Vestræn Iýðræðisþjóðfélög hafa nú, fyrir tilstilli hina áhrifa- ríku kenninga um sístreymi fjár- magnsins, rutt úr vegi hefð- bundnum valdstuðlum, s.s. kirkju, föðurvalds og yfirstéttar, foreldravalds. I staðinn ríkir nú allsherjarvald almenningsálits fyrir þau rök ein að einhver verð- ur, nú sem endranær, að ráð- slaga og leiðsegja um þarfir fólks jafnt sem annað. Fjölmiðlarnir eru rödd þessa almenna vilja. Þessum valdaaðila, almenningi og framkvæmdaarmi hans, fjöl- miðlum, hefur smám saman ver- ið falið forræði flestra mann- legra málefna í nútímasamfélagi. Og þar með að upplýsa almenn- ingsálit. Þjóðmeim- ing Helstur munur á mannlífinu nú og áður, sveitar- og borgarlífs, er sá að til sveita bönnuðu sið- irnir að láta stjórnast af frumþörfum sínum, græðgi, k y n h v ö t , drottnunar- girni o.s.frv., eins og nú er til siðs. I stað- inn lifði venju- legt, grandvart bændafólk, jafnvel það á mölinni, sam- kvæmt réttri skikkan, kristi- legu siðferði. Það ól upp börn sín af strangleika sem miðaðist við siðaboð kristn- innar. Siðir en ekki mannfólk sátu í fyrirrúmi, og enn síður hópþarfir eins og nú er. Borgaralegt sambýli snýst á hinn bóginn einkum um réttinn til að lifa eins og maður kemur af skepnunni. Lifa fyrir áfergju sína, ef manni býður á annað borð svo viö að horfa. Láta skei- ka að sköpuðu þótt skapgerð manns hafi mótast í bernsku á einn veg fremur en annan. I stað mannræktar, sem fyrr á tíð mið- aðist við hinn innri mann, reyn- ist óþarft fyrir mann í markaðs- þjóðfélaginu að gera upp við sig önnur málefni en fjármál. I stað sjálfsþekkingar kemur hann sér upp verksviti, reglum sem ekki hlíta rökum heldur markmiðum. Engin þörf er talin á uppgjöri við neitt annað en framleiðni eigin fyrirtækis og afkastagetu eigin skrokks. Engar réttlætingar þarf fyrir siðakröfum, þarfirnar einar ráða. Við þessi bíti eru fjölskyldu- málefnum komið á rabbstig manna á meðal í stað þess að gera upp slík mál á persónuleg- um nótum. Menn kunna að hafa gert upp við sig árekstrarefni sögupersónu í vinsælli skáldsögu eða leikriti en lifa engu að síður heimafyrir við sama úrlausnar- efni óafgreitt sína tíð. Og það jafnvel þótt vandinn sé frá for- eldrum. Börn eru ekki alin upp heima þótt þau búi þar. I staðinn eru þau upplýst í skólum samkvæmt fræðum sem bera sama svipmót allstaðar. Þar eru vandamál Ieyst, úrlausnarefni ráðin. Heima fyrir læra börnin á hinn bóginn að umbera kenjar for- eldra sinna, tæpitungu þeirra, jafnvel hræsni. Fremur en stóla á foreldravald læra börnin að treysta á dómstóla fjölmiðlanna sem þjóna þó einkum þörfum smáborgara fyrir sjálfsréttlæt- ingu og öryggi. Það að færast úr sveitamenn- ingu yfir í borgarastétt merkir nú eins og alltaf áður að segja skilið við sjálfvirkan þriðja aðila fjöl- skyldulífsins í sveitum sem kom- inn er lengst aftur úr öldum og kallast þjóðmenning. Þessi þriðji aðili sér um að foreldrar jafnt sem börn njóti stuðnings þjóðsagna og ævintýra, máls- hátta og annarra þjóðhátta við að skilja sjálf sig og náungann. Auk þess aðhalds sem siðvenjur veita. Þjóðmenningin var einnig undirsett markaðslögmálin eins og aðrar siðvenjur. Dæmi um þessa þróun er greiðslur til rit- höfunda í dag fyrir útlán á bók- um þeirra af söfnum sem í hönd- um einkarekstursins eru nú ein- göngu miðaðar við vinsældir bókanna en ekki eins og áður við þjóðmenningarlegt gildi þeirra. Með axlaypptingum, hörðum hatti, teinóttum jakkafötum, heildsalafrakka, var neftóbaks- mennskunni vikið til hliðar og í staðinn gengist við alræði frum- þarfa manna. Því þjónar nú hinn þríeini flokkur markaðarins. Opinbert einkalíí SOLA B. O CONNOR AMERÍKU - ÍSLENDINGUR I HEIMSÚKN Á ÍSLANDI SKR/FAR - Hvaða kennitölu ertu tneð? spyr stúlkan í vídeóleigunni þeg- ar ég reyni að leigja mér spólu á reikning bróður míns, „hvers- vegna“ spyr ég, og gruna undir eins að hann hafi lagt bann við að aðrir fjölskyldumeðlimir not- uðu hans reikning og taki þar með yfir einokunina sem hann hefur á snælduáhorf. „Það bara þarf' segir hún og gefur engar frekari útskýringar, „en“ reyni ég, „reikningurinn er á síma- númeri og ég borga fyrirfram í beinhörðum peningum“ (nú þegar seðlar eru ekki lengur not- aðir og allir alltaf með vasana fulla af þungu ldinki). Hún horf- ir á mig eins og hún hafi orðið fyrir raflosti, „ha?“ „jú“ segi ég „til hvers þarftu kennitölu?" „veit það ekki alveg en það á að vera þannig“ segir hún. Þá nenni ég þessum leik ekki lengur og til- kynni að ég hafi enga kennitölu og ekkert \ið því að gera, hún sættir sig við það en botnar ekki neitt í neinu. Sama sagan endurtekur sig í sífellu: I bankanum „Kennitala?" spyr gjaldkerinn snúðugt þegar hún sér að ég hef skilið alla reit- ina eftir auða, nema upphæð á eyðublaðinu sem hún rétti mér fyrst þegar ég reyndi að skipta nokkrum erlendum peningaseðl- um. „Til hvers" segi ég í vígahug, „ég er ekki að taka út peninga, ekkert að gera með neinn banka- reikning og reyndar ekkert sem neinum kemur við“. Hún skrúfar sig upp í sætinu og spennir á mig augun og tilkynnir: „það á alltaf að vera kennitala". Eg gef mig ekki svo auðveldlega enda vel sjóuð í kennitöluheimtingum „sýndu mér þá regluna í reglubók bankans ef þú ert þá með ein- hverja"! Hún lokar glugganum með smelli og hverfur eitthvað á bakvið, ég held hún sé að ráðgast við sér æðri persónu og bíð um stund, hún kemur aftur og skipt- ir orðalaust erlendu seðlunum mínum fyrir fslenska, en er svo reið að ég verð dauðhrædd um að hún geri einhverja vitleysu. Ég fæ mér nýtt Vísakort og þarna er „Kennitalan" í upplyft- um gullstöfum beint á kortinu!!!! „Afsakið“ segi ég „en ég vil fá annað kort án kennitölu". Vísa- fólkið í bankanum safnast sam- an bakvið afgreiðsluborðið og allir stara á mig þegjandi, loksins heyrist „það er ekki hægt“. Ég kann þennan leik, „hversvegna ekki?!“ „Það á bara að vera“. Hjá Rafmagnsveitunni, Pósti og Síma, Hitaveitunni, alltaf sama gamla svarið. Ég get ekki séð neina ástæðu til að gefa upp kennitölu nema þegar um ráðningu og laun á vinnustað er að ræða eða hugs- anlega við sjúkrahúslegu. Veit ekki til þess að það séu til nein lög sem heimta að fylgst sé með hverjum borgara í landinu; hvað hver kaupir, snæðir, horfir á, símtöi og jafnvel hvenær slökkt er á leslampanum á kvöldin. Hvert fara svo allar þessar upp- lýsingar? Hvað er gert við þær? Kannski ekkert enda ólíklegt að nokkur hafi raunverulegan áhuga á þessum smáatriðum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.