Dagur - 12.06.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 12.06.1999, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGUR 12 . JÚMÍ 19 9 9 FRÉTTIR Má fæla fé frá þjóðveg- um með vondu grasi? Sigurður H. Magnússon grasafræðingur segir að sætta þurfi mörg sjónar- mið þegar vegasár og veg- kantar eru græddir upp. Sigurður Björnsson, bóndi á Kvískerj- um, setur fram þá athyglisverðu hug- mynd í Degi í vikunni að Vegagerðin noti jurtir til uppgræslu vegkanta og sára sem græða verður eftir vegagerð, sem búfénaður vill ekki til að fæla það frá vegum landsins. Nú sé staðan sú að í raun sé Vegagerðin að búa til eftirsótt beitiland fyrir sauðfé og annan bú- smala við vegi landsins með því að nota besta grasið til uppgræðslu. „Hér er ekki um einfalt mál að ræða og mörg sjónarmið sem taka þarf tillit til,“ segir Sigurður H. Magnússon, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofn- un Islands, en hann hefur unnið ásamt fleirum að rannsóknum á þessu máli fyrir Vegagerðina. Mörg sjónarmið Hann segir að fyrir um það bil 10 árum síðan hafi verið fjallað um þetta mál hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins og farið út í verkefni sem miðaði að því að ná þessu fram. „En það eru mörg sjónarmið í sam- bandi við þetta. Bæði bændur og öku- menn vilja gera allt til að koma í veg fyrir að búsmali sæki á vegina og auki slysahættu. Síðan eru það þau sjónar- mið að það verði sem minnst breyting á landslagi og gróðurfari þar sem vegir eru Iagðir. Þeir sem þessu halda fram vilja að vegkanturinn falli vel að gróðr- inum. Mín skoðun er sú að það sé mik- ilvægt að gróðurinn í vegköntunum sé sem líkastur því sem er í næsta ná- grenni," segir Sigurður H. Magnússon. Hann segir að á Vestljörðum og á Snæfellsnesi hafi menn sáð Ber- ingspunti, sem hann segist telja að komi ekki til greina á láglendi. Þetta er hávaxin grastegund, sem Landgræðsl- an hefur notað talsvert til uppgræðslu. Hún er harðgerð jurt ættuð frá Alaska, hávaxinn með gulan blæ. Þessi gras- tegund er ekki mikið bitinn af búsmala en hún þykir safna í sig snjó á vetrum sökum þess hve hávaxinn hún er. Þannig að það sé margt sem líta þarf til í þessu sambandi. Ná þarf sátt „Þess vegna er það að menn verða í þessu sambandi að líta á marga þætti. Ég hef til að mynda talið æskilegt að þar sem vegur liggur um hraun eða grámosaþembu, sé grasi ekki sáð í veg- kantinn og sárin, heldur að reyna sé græða þau upp með mosa. Náttúru- verndarsjónarmiðin í sambandi við þetta eru þau að vegkantarnir, og sárin sem grædd eru upp, séu sem líkust næsta nágrenni gróðurfarslega séð. Ég hef hallast að þessu sjónarmiði," segir Sigurður. Hann segist hafa ásamt RALA, Nátt- úrufræðistofnun, Landgræðslunni og Náttúruvernd ríkisins, fjallað um upp- græðslu vegsára með Vegagerðinni, sem hafi mikinn áhuga á að ná ákveð- inni sátt í þessu máli. En sem fyrr seg- ir er hér um ákaflega flókið og raunar viðkvæmt mál að ræða og sjónarmiðin mörg sem þarf að sætta. — S.DÓR í heita pottinum var verið að segja frá stríði „grænu heijanna" á Akureyri. Græni herinn, um- hverfisátak Stuðmanna o.fl. komu til Akureyrar nú um helg- ina til að taka til hendinni og tína rusl og halda Stuðmanna- ball. Jakob Frímami Magnússon, hershöfðingi Græna hersins mun hafa hringt í Áma Steinar Jóhannsson umhverfisstjóra bæjarins og herfor- ingja í Rauðgræna hemum og spurt hvar væri best að Græni herinn tæki til hendinni. Ámi Steinar mun hafa tekið erindhiu stirt og sagt umhverfismál bæj- arins vera fag og það væri hvim- leitt að fá sendingu að sunnan sem ætlaði að fikta í þessu nokkra klukkutíma af sýndar- mennsku til þess eins að auglýsa upp dansleik. Jakob mun hafa orðið klumsa, en eftir að sam- starfsaðilar Græna hersins í bænum - ýmis íýrir- tæki - höfðu líka farið í málið eftirlét Rauð- græni heiinn Græna hemum einhverjar um- ferðareyjar til að hreinsa!... Árni Steinar Jóhannsson. Jakob Frímann Magnússon. Og talandi um átök á Akureyri þá er ljóst að mikil keppni er um stöðu forstöðumanns listasafns- ins í bænum. I pottinum er full- yrt að Hannes Sigurðsson sé nán- ast öraggur um stólinn. Aðrir sem sóttu um stöðuna vom Gerð- ur Róbertsdóttir, sem nú hefur umsjón ineð sumarstarfi Árbæj- arsafns í Reykjavlk, Ólöf K. Sig- urðardóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Lista- safns Reykjavíkur, Kjarvalsstaða og Ásmundar- safns og IJalldóra Amardóttir á Akureyri..... Hannes Sig- urðsson, list- fræðingur. FRÉT TA VIÐTALIÐ Ólaffur Öm Haraldsson alþingismaður ogformaður umhverfis- nefndarAlþingis Ólafur Öm vill aðfram- hvæmdirvið Eyjabakka, í tengslum viðfyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun,fari í um- hveifismat en gegn því hefur Landsvirkjun staðið og segist hafa virkjanaleyfi. Sextán ára sjónarmið í unih verfi s ináliun eru úrelt - Hvers vegna ketmirðu fratn tneð þessa til- lögu núna? „Krafan er ekki ný. Ég setti fram afstöðu mína um mat á umhverfisáhrifum í blaða- grein í nóvember 1997. Síðan ítrekaði ég þessa skoðun mína á flokksþingi Framsóknar- flokksins 1998 og hef sfður en svo legið á þeim síðan og þær hafa ekkert breyst. Náttúr- an á svæðinu er hin sama, ábyrgð okkar er hin sama. Mönnum er æ ljósara náttúruverndar- gildi Eyjabakkasvæðisins ekki bara fyrir Aust- firðinga og aðra íslendinga heldur sú ábyrgð sem við berum á alþjóðamælikvarða. Þess vegna þykir mér nauðsynlegt að láta þetta enn einu sinni koma fram.“ - Ertu hrópandi í eyðitnörkinni í þt'nutn flokki í þessu tnáli eða væntir þú stuðnings? „Ég veit að þeir eru margir sem hafa skiln- ing á þessu en það er enginn af þingmönnum flokksins eða öðrum í forystusveitinni sem hefur tekið sömu afstöðu í málinu og ég.“ - Engum dylst að það er vaxandi áhugi hér á landi sem annars staðar í veröldinni á umhverfisvemd. Gerir þú þér vonir utn að nú verði tneiri skilningur á þessu en verið hefur? „Já, ég held að það sé öllum orðið ljóst að athygli og áhugi þjóðarinnar á náttúruvernd- argildi svæðisins norð-austan Vatnajökuls að ekki er hægt að fara út í þessar framkvæmdir sem byggja á 16 ára gömlu virkjunarleyfi, Ieyfi sem byggt er á sjónarmiðum sem eru hrein- lega úrelt, miðað við þau sjónarmið sem nú rfkja hjá þjóðinni. Bara á síðustu tveimur til þremur árum hafa sjónarmið og pólitísk við- horf í umhverfisverndarmálum breyst það mikið að það er ekki hægt að nýta sér þetta 16 ára gamla leyfi. Menn segja sem svo að Landsvirkjun hafi virkjanaleyfi og geti því haf- ist handa og eigi skaðabótarétt verði það stöðvað. Þetta eru lagatæknileg atriði en allur andinn í málinu er svo gjörbreyttur frá því fyr- ir 16 árum að ekki er hægt að bera það sam- „ (( an. - Menn tóku eftir og höfðu orð á að það hafi kotnið tttörgum þingmönnutn á óvart í fyrra þegar hálendisfrumvarpið var til utn- ræðu í þinginu, setn og fyrirhugaðar fratn- kvætndir við Fljótsdalsvikrjun, hve áhugi fyrir umhverfisvemd er orðinn tnikill hér á landi. Mun þessi aukni umhverfisáhugi hjálpa þér til að ná fram umhverfismati á Eyjabakkasvæðinu? „Ég held að svo mikil vakning sé í umhverf- ismálum um þessar mundir að menn hljóti að staldra við og velta málinu fyrir sér. Um leið og ég segi þetta vil ég benda á að við megum aldrei gleyma þeim gríðarlegu hagsmunum sem eru í húfi fyrir Austfirðinga og raunar þjóðarhag með Austurlandsvirkjun. Virkjunin og álframleiðslan er eitt af því fáa sem menn hafa séð til að byggja upp varnarmúr í byggða- málunum fyrir austan. En ég segi: Við skulum staldra við og endurmeta málin í Ijósi nýrra viðhorfa. Við skulum líka spyxja um hvað ann- að vjð getum gert. Ungt fólk í dag sækist ekki síst eftir vinnu við allt sem tengist tölvum og vaxandi ferðaþjónustu. Ég tel því að við stönd- um frammi fyrir nýjum möguleikum í að meta hvað við viljum gera.“ - Er tnöguleiki á sátt í þessu tnáli án þess að fratnfari umhverfismat? „Ég tel einmitt að ef við skoðum alla þá nýju möguleika sem bjóðast og ég nefndi áðan megi ná sáttum í þessu máli. Sátt í því er al- veg nauðsynleg en það er ekki sátt ef annar aðilinn, sá sem valdið hefur, hefur hinn alger- lega undir. Þá fyrst er hægt að tala um sátt ef sá sterki hlustar á sjónarmið hins aðilans og Ieitar lausna. Án þess verður engin sátt í nokkru máli.“ — s.dór

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.