Dagur - 12.06.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 12.06.1999, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR L. Rússar vilja eigið eftírlitssvæði Frá fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag, þar sem álykt- unin um Kosovo var samþykkt. Bandaríkjameim segja að Evrópuríki verði að bera hitaun og þimgaun af upp- tyggiugu í Júgóslavíu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti ítrekaði það í gær að Bandaríkin myndu ekki taka þátt í uppbygg- ingarstarfi í Júgóslavíu meðan Slobodan Milosevic er þar við völd. Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði áður sagt að Evrópuríki þyrftu að bera hitann og þung- ann af uppbyggingarstarfinu í Júgóslavíu. Bandaríkjamenn munu hins vegar verða í lykilhlutverld í frið- argæslustarfinu í Kosovo, sem verða mun margra ára ef ekki áratuga verkefni ef að líkum læt- ur. Fyrstu hermennirnir í alþjóð- legu friðargæslusveitunum héldu í gær inn í Ivosovo-hérað, og Michael Jackson, vfirmaður hersveitanna, kemur til Pristina, höfuðborgar Kosovo, í dag. Rússneskir hermenn fóru strax í gærmorgunn landveginn frá Bosníu til Júgóslavíu og voru um 500 hermenn komnir að Iandamærum Kosovo um miðjan dag. Þá skjfðu Rússar frá því að um 1000 hermenn myndu fljúga frá Rússlandi til Pristina í Kosovo. Þessir herflutningar komu yfirstjórn Nató á óvart, enda var ekki búið að ganga frá því hvernig þátttöku Rússa í frið- argæslunni yrði háttað. Strobe Talbott, fulltrúi Banda- ríkjastjórnar, fór frá Moskvu í gær eftir að samningaviðræður um þátttöku Rússa sigldu í strand. Rússar hafa ekki viljað að hermenn sínir verði undir yf- irstjórn Nató, en Nató hefur staðið fast á því að fara með yfir- stjórn alls herafla friðargæslu- liðsins, um 50.000 manna liðs. Rússar hafa einnig Iagt áherslu á að fá úthlutað ákveðnu landsvæði í Kosovo, líkt og nokk- ur helstu ríki Nató, til þess að hafa þar umsjón með friðar- gæslustarfinu. Bandaríkin og Nató hafa ekki viljað fallast á þá kröfu af ótta við að sú skipan myndi í raun hafa það í för með sér að Kosovo-hérað klofni í tvennt, þar sem rússneski hlut- inn verði nátengdur serbneskum stjórnvöldum en hinn hlutinn slitni úr tengslum við Júgóslavíu. Rússar hafa hins vegar sagt að ef ekki næst samkomulag um sérstakt friðargæslusvæði þeirra í Kosovo þá muni Rússar ekki hafa samráð við Nató um friðar- gæslustarf sitt heldur komast sjálfir að samkomulagi þar um, við stjórnvöld í Júgóslavíu. Stærsta vandamál Rússa í þeim efnum yrði þó Ijármögnun friðargæslustarfsins, sem vænt- anlega verður margra ára verk- efni. Efnahagur Rússlands er nánast í rúst og sömuleiðis er ástand rússneska hersins ekki upp á marga fiska. — GB EIGHT MILUMETER mT P : / /W-W W.NET.IS/BORG AR bMÓ ■l □□ fpQLBY 1 ■ % O í G I T A L D I G I T A L m Framsóknarflokkurinn Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1999 Dregið var í sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 8. júní 1999. Dregnir voru út 15 vinningar sem hér segir: 1 . Vinningur 1665 2 . Vinningur 39570 3 . Vinningur 28938 4 . Vinningur 3083 5 . Vinningur 39675 6 . Vinningur 8480 7 . Vinningur 16983 8 . Vinningur 17981 9 . Vinningur 14544 10. Vinningur 24771 11. Vinningur 28880 12. Vinningur 6170 13. Vinningur 31327 14. Vinningur 248 15. Vinningur 24492 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinninga skal vitja innan árs frá útdrætti. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 552 8408 og 562 4480 F ramsóknarflokkurinn / / / nyjfl bio RÁÐHÚSTORGI SÍMI 461 4666 TTTX nnip°LBYi D I G I T A t btigs life Sýnd um heiglna kl. 3 Sýnd kl. 3, 5 og 7 Sýnd mánud. kl. 5,7 og 9 Sýnd kl. 5,9 og 11 Sýnd kl. 7 - síðustu sýningar Sýnd kl. 9 og 11 Sýnd mánud. kl. 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.