Dagur - 12.06.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 12.06.1999, Blaðsíða 7
X^Mr' LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 - 7 RITS TJÓRNARSPJALL Landssími dettur niöur úr tré Það var skemmtileg grein um uglustrákinn Pippa og þijár ak- ureyskar menntaskólapíur í blað- inu í vikunni. Stelpurnar höfðu búið til myndasögu um Pippa sem dönskuverkefni í skólanum og tekist svo vel til að myndasag- an var ofin inn á Internetið. Þar hafa erlendir skólar fundið hana og tekið hana upp í kennslu hjá sér og uglustrákurinn Pippi, sem upphaflega var dönskuverkefni í MA er nú orðinn lífsreyndur heimsborgari. Sagan er um uglu- strák sem dettur ofan úr tré og verður undrandi í fyrstu, en uppgvötar svo að nú er engin mamma til að skamma hann og hann getur gert það sem hann vill. Svo fer hann að skoða heim- inn og lendir í ýmsum ævintýr- um. Erlendis eiga börn auðvelt með að tengjast þessum óþekka uglustrák frá Islandi, sem Iærir þó sínar lexíur — og höfundar verksins eru alveg steinhissa á hve vinsælt þetta allt er. „Þetta er ekkert smá skrýtið!" hefur Dagur eftir einni þeirra. Skemmtileg saga um klára krakka. Eleiri hreiöur En það eru fuglar að detta úr hreiðrum víðar þessi misserin. Þannig hefur hvert fyrirtækið af fætur öðru horfið úr ríkishreiðr- inu að undanförnu með öflugri og stundum árangursríkri einka- væðingarstefnu ríkisstjórnarinn- ar. Og við lesum um það í stjórnarsáttmálanum, að einka- væðingin muni halda áfram á þessu kjörtímabili og þar verði stigin enn fleiri og lengri skref til að slíta tengslin milli fyrirtækj- anna og ungamömmunnar, rík- isins og hreiðurs hennar. Sala bankanna og sala Landssímans eru meðal þess sem boðað hefur verið að sé eðlilegt framhald af hlutafélagavæðingunni. Hluta- félagavæðingin var bara fyrsti skellurinn þegar fyrirtækin duttu niður úr trénu. Sporin hræða Óneitanlega setur að manni nokkurn ugg í þessum efnum, því þótt ýmis fyrirtæki geti - ekk- ert síður en Pippi uglustrákur - klárað sig ágætlega eftir sfna fyrstu sögulegu byltu, þá hræða sporin í þessu ferli óneitanlega nokkuð. Það eitt að hugtakið „einkavinavæðing" skuli hafa náð að festast í málinu sem full- komlega merkingarbært hugtak í hugum almennings segir meira en mörg orð. „SR- mjöl“ kallar lfka ósjálfrátt á svipuð hugrenn- ingartengsl. Og í blöðum gær- dagsins mátti lesa langar og ítar- Iegar fréttir um nýjasta málið - niðurstöðu samkeppnisráðs um Landssímann. Sprengja Samkeppnisráð kastaði mikilli sprengju inn þjóðfélagið með áliti sínu um Landssímann og hvernig staðið var að því að meta stöðu fyrirtækisins þegar það var gert að hlutafélagi. Samkvæmt samkeppnisráði var það enginn venjulegur uglustrákur sem datt niður úr trénu, heldur hafði þessi gull og demant á hverri kló. Samkeppnisstofnun talar um að þegar Póstur og Sími var gerður að hlutafélagi um áramótin 1997 hafi fyrirtækinu verið veitt ríkisaðstoð (í skilningi sam- keppnislaga) sem nemur að minnsta kosti 10 milljörðum króna. Eignir voru vanmetnar og viðskiptavild ekki metin og eignafærð auk þess sem lífeyris- skuldbindingar voru lækkaðar um 1,5 milljarð. „Vegna þessarar ríkisaðstoðar nýtur Landssími Is- lands nú ólögmæts forskots í samkeppni á fjarskiptamarkaði," segir í greinargerð samkeppnis- ráðs. Spurningar! Nú er það í sjálfu sér ótrúlegt að þegar fyrirtækið er gert upp og staða þess metin, að svo miklu geti skeikað milli bókkhaldslegr- ar stöðu og raunverulegrar stöðu. 10 milljarðar eru ekki beinlínis skiptimynt! Var Rendi í skógar- ferð?! Enda hringja allar viðvörunar- bjöllur samfélagsins og spurning- arnar brjótast fram á varir alþýð- unnar um Iand allt - sem þrátt fyrir allt og allt er sögð eigandi að hlutabréfinu stóra í Landssíman- um. Hvað ef Tal hefði ekki kært þetta mál og sú umræða sem nú er farin af stað hefði ekki orðið? Hefði það haft áhrif á verð fyrir- tækisins til lækkunar? Hefði ver- ið hægt að treysta því að markað- urinn verðlegði fyrirtækið rétt þegar bókahaldsmatið er svona? Atti kannski að einkavinavæða og lauma þessu yfir til Krabbans með bókhaldsbrellum á góðu verði? Ef þessi ríkiseign er van- metin um 10 milljarða - hvernig hafa aðrar ríkiseignir verið metn- ar og á hvaða verði fóru þær? Eða er það kannski samkeppnis- ráð sem er á Iyfjum? Furður ráðherrans Því miður veit ég ekki svarið við þessum spurningum og einhvern veginn efast ég um að ég muni eiga auðvelt með að trúa þeim sem best þykjast þekkja svörin. Samgönguráðherra, sá maður sem á að bera endanlega ábyrgð á að þessi ugluungi komist á legg, er í öllu falli ekki mjög traustvekjandi. Strax eftir að samkeppnisráð birti niðurstöðu sína gaf hann út þá furðulegu yf- irlýsingu að ekkert væri að marka það og forsendur þess. Það þarf ekki að fara í grafgötur með hvar hann stendur í málinu og þetta er maðurinn sem fer með ráðstöfunarréttinn yfir hlutabréfinu eina og talar um að hraða sem mest sölunni á því! Það er eins gott að almenningur og „markaðurinn“ fylgist vel með aðferðafræðinni í þeirri sölu. Gestur og þrestimir Sannleikurinn er nefnilega sá að það er hreint ekki sjálfgefið að fall fuglsunga niður úr tré verði að sömu gleðisögunni og sagan af Pippa uglustrák. Gestur Ein- ar Jónasson hinn landskunni út- varpsmaður og nágranni minn getur svo sem vitnað um það. Hann hefur í allt vor staðið dygg- an vörð um þrastaheiður á ver- öndinni hjá sér og gætt þess að þangað komist enginn köttur. Varðstaðan gekk vel þangað til ungarnir urðu svo stórir að þeir áttu erfitt með sig í hreiðrinu og duttu niður á jörð. Þar urðu ein- ir þrír köttum að bráð, en tveir komust á legg til að heilsa englum með húfu og rauða skúfa í peysum. Að vanda sig Það er engin ástæða til annars, en að fyrirtæki ríkisins yfirgefi hreiðrið og slíti tengslin við sína fyrri ungamömmu. Hins vegar er Ijóst - og aldrei meira en nú - að það eru ýmsir kettir á sveimi í garðinum. Menn þurfa því að vanda sig, rétt eins og mennta- skólastúlkurnar gerðu í sínu dönskuverkefni. Og þá stöðvar okkur heldur ekkert - ekki frekar en Pippa uglustrák!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.