Dagur - 12.06.1999, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
I c I. •. j I* ' i x <r j- ;I r , t
4 -LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999
Hafnarfjarðarbær með fréttablað
Út er komið nýtt Fréttablað Hafn-
arfjarðarbæjar, nýjung í upplýs-
ingamiðlun sveitarfélagsins. Blað-
ið er gefið út í 6 þúsund eintökum
og dreift án endurgjalds inn á
hvert heimili í Hafnarfirði. Rit-
stjóri blaðsins er Jóhann Guðni
Reynisson, upplýsingastjóri bæjar-
ins. I fyrsta leiðaranum segir Jó-
hann Guðni m.a. að áhersla hafi
verið lögð á að kynna málefni bæj-
arins á heimasíðu hans á Internet-
inu, www.hafnarfjordur.is, og svo
verði áfram. „Hins vegar nægir Jóhann Guðni Reynisson.
ekki að treysta eingöngu á þessa
nýjung, hefðbundnar Ieiðir í upp-
lýsingatækni verða einnig farnar eins og þetta blað ber með sér,“ seg-
ir ritstjórinn sem, auk ýmissa upplýsinga um starfsemi bæjarins, boð-
ar Iéttmeti í blaðinu innan um alvöruþrungna umræðu. Fréttablaðið
á að koma út fjórum sinnum á ári og næsta blað er væntanlegt í
haust.
Sendiherrar til viðtals
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið
að bjóða fyrirtækjum, stofnunum,
samtökum og einstaklingum við-
talstíma við sendiherra íslands
þegar þeir verða staddir hér á landi
í sumar til þess að ræða hags-
munamál sín erlendis. Fyrstur til
viðtals verður Kornelíus Sig-
mundsson, sendiherra í Finnlandi,
nk. þriðjudag. Fimmtudaginn 24.
júní verður hægt að hitta Olaf Eg-
ilsson, sendiherra í Kína, og 29.
Utanríkisráðuneytið. júní verður Svavar Gestsson, ræð-
ismaður í Kanada, staddur í ráðu-
neytinu. Þriðjudaginn 13. júlí
verða þrír sendiherrar á svæðinu, Jón Baldvin Hannibalsson, sendi-
herra í Bandaríkjunum, Jón Egill Egilsson, sendiherra í Rússlandi, og
Þorsteinn Ingóifsson, fastafulltrúi hjá SÞ. Miðvikudaginn 4. ágúst er
komið að Helga Agústssyni, sendiherra í Danmörku, og loks verða
Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra hjá Evrópusambandinu, og
Benedikt Jónsson, fastafulltrúi hjá EFTA, til viðtals þriðjudaginn 17.
ágúst. Nánari upplýsingar og tímapantanir eru veittar í utanríkis-
ráðuneytinu.
Innflytjendur stofna mannréttindasamtök
Innflytjendur á Islandi ætla að stofna mannréttindasamtök í dag,
Iaugardag. Stofnfundur verður haldinn í sal Miðstöðvar nýbúa við
Skeljanes kl. 14. Samtökin munu m.a. starfa að beinum hagsmuna-
málum innflytjenda á Islandi. Stofnfélagar eru þegar orðnir 60 og er
öllum einstaklingum og lögaðilum heimilt að skrá sig í samtökin.
Einnig má skrá sig á netfangi samtakanna: humanice@hotmail.com
Þörungaverksmiðjan vottuð
A aðalfundi sínum næstkomandi mánudag fær Þörungaverksmiðjan
á Reykhólum afhenta viðurkenningu frá vottunarstofunni Túni um
að starfsemin sé lífrænt vottuð. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur
sjávargróður og afurðir hans hljóta vottun sem lífræn framleiðsla.
Tún er eftirlitsaðili fyrir bandarísku vottunarstofuna Quality Ass-
urance International, QAI, sem mun heimila verksmiðjunni að nota
vörumerki sitt. Vörumerld QAI er vel þekkt í Bandaríkjunum og víða
um heim, að því er fram kemur í tilkynningu frá Þörungaverksmiðj-
unni.
Byggingarframkvæmdir á Laugum
Fyrsta skóflustungan að Tröllasteini við Framhaldsskólann að Laug-
um verður tekin í dag, laugardag, kl. 17. Um er að ræða tveggja hæða
hús með 28 tveggja manna herbergjum með baði og verður húsið
nýtt sem hótel á sumrin en heimavist á veturna. A sama tíma mun
Fosshótel ehf. taka formlega við rekstri Hótel Lauga úr höndum skól-
ans. Aætlað er að byggingu hússins ljúld um næstu áramót.
Réttindi erlendra launþega á íslandi
Ráðstefna um réttindi érlendra launþega á Islandi verður haldin á
ísafirði í dag. Félagið Fjölbreytni auðgar stendur fyrir ráðstefnunni,
sem verður haldin í Framhaldsskóla Vestfjarða. Markmið félagsins er
að vinna að jafnrétti á Islandi með því að fyrirbyggja misrétti á grund-
velli kynþáttar, litarháttar, þjóðernis, uppruna, trúarbragða eða ann-
arra ástæðna.
Dæmdur fyrir vsk-s vindl
í fyrradag var maður dæmdur í Hæstarétti í 4 mánaða fangelsi fyrir
m.a. brot á lögum um virðisaukaskatt en fresta skal fullnustu refsing-
ar í tvö ár frá birtingu dómsins og skal hún falla niður að þeim tíma
liðnum haldi ákærði almennt skilorð. Maðurinn var dæmdur sekur
fyrir að hafa sem framkvæmdastjóri og varastjórnarmaður verktaka-
fyrirtækis ekki staðið sldl á virðisaukaskatti, sem innheimtur hafði
verið í nafni félagsins, að fjárhæð 5.493.008 krónur og að hafa ekki
staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af
launum starfsmanna félagsins að fjárhæð 2.817.109 krónur. Hæsti-
réttur jók fjárhæð sektarinnar sem maðurinn fékk upp í 16.625.000
krónur en í héraðsdómi hafði hann fengið 4.000.000 króna sekt. -AÁ
Tilboó í Kísiliðj-
una frá Allied EFA
Eftir nokkiirra vikna
viðræður er nú komið
tilboð í hlut World
Minerals í Kísiliðj-
unni frá Allied EFA,
sem Eignarhaldsfélag-
ið Alþýðuhankinn á
40% hlut í.
Undanfarinn mánuð hafa staðið
yfir þríhliða viðræður viðskipta-
og iðnaðarráðuneytisins, Allied
EFA og World Minerals um
hugsanleg kaup Allied EFA á
48,5% hlut World Minerals í Kís-
iliðjunni við Mývatn. Að sögn
Þórðar Friðjónssonar ráðuneytis-
stjóra er tilboð komið frá Allied
EFA og hlé hefur verið gert á við-
ræðum á meðan afstaða er tekin
til tilboðsins. Aðspurður sagði
hann fulla alvöru vera í þessum
viðræðum, ekki síst þegar tilboð
væri komið fram.
Allied EFA er í eigu bandaríska
fyrirtækisins Allied Resource og
Eignarhaldsfélagsins Alþýðu-
bankans, sem á 40% hlut. Auk
World Minerals eru íslenska rík-
ið og sveitarfélög við Mývatn sem
kunnugt er eigendur að verk-
smiðjunni. Viðræðurnar hafa
m.a. snúist um að framleiðsla
kísildufts fari fram samhliða
vinnslu á kísilgúr en Allied EFA á
einmitt hiuti í tveimur kísildufts-
verksmiðjum í Noregi ásamt
heimamönnum þar.
Hákon Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Allied EFA, var
einmitt staddur í Noregi í gær að
kynna sér aðstæður í verksmiðju
í Bergen þegar Dagur náði tali af
honum. Hann fékkst ekki til þess
að skýra nánar tilboð Allied EFA
í Kísiliðjuna. Samningsaðilar
hefðu sammælst um að gæta
fyllsta trúnaðar og á meðan við-
ræður stæðu yfir væri upplýs-
ingaskyldan hjá ráðuneytisstjóra
iðnaðarráðuneytisins, Þórði Frið-
jónssyni.
Kísiliðjan við Mývatn hefur
vinnsluleyfi til ársins 2010 en
mun fyrr, jafnvel árið 2003, er
talið að verksmiðjan verði uppi-
skroppa með hráefni til kísilgúrs-
framleiðslu. Ef ekki kemur til
frekara vinnsluleyfi eða stækkun
á hráefnissvæði í náinni framtíð,
þá liggur í augum uppi að fram-
leiðsla fyrirtækisins stöðvast.
Þórður sagði að þau mál væru
sett til hliðar í þessum viðræð-
um. Tilboðið hefði ekki áhrif á
umhverfismat á Mývatni og feril-
inn í kringum það. -BJB
Hlaðvarpiim fær hæsta
húsvemdarstyrkinn í ár
Nær 50 hiísdgeiidimi í
gamla bæiiimi í Reykja-
vík liaia veriö sendar til-
kyimmg;ir um styrk nr
Húsvenidarsjóði, tæpar
15 miUjónir samtals.
Hlaðvarpinn hlaut hæsta styrkinn
úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur
þetta árið, 900.000 kr., til alhliða
endurgervingar. Næst hæsti styrk-
urinn, 800.000 kr., fer í Hafnar-
stræti 1-3 og sá þriðji hæsti,
600.000 kr., til endurgerðar- á
framhlið Laugavegs 58. Alls veitti
Húsvemdarsjóður styrki við þessa
þriðju styrkjaúthlutun sína, sam-
tals að upphæð 14.650.000 kr., en
107 umsóknir bámst. I ár vom ein-
ungis veittir styrkir til húsa sem
standa innan marka miðborgarinn-
ar, þ.e. innan Snorrabrautar og
Hringbrautar. Meira en helmingur
styrkjanna er veittur til endumýj-
unar á gluggum eða umgjörð þeir-
ra - einkum glugga á framhlið hús-
anna. Margir hinna em veittir til
endurbóta á ytra byrði, líka einkum
á framhliðinni. Fjórði hluti styrkj-
anna kemur til viðbótar styrkjum
úr Húsfriðunarsjóði ríldsins, sem
nema samtals 4.350.000 krónum.
Hlaðvarpshúsið í Reykjavík.
Meðalstyrkurmn 30S þúsund
Langflestir styrkir Húsverndar-
sjóðs eru á bilinu 200 til 400
þúsund krónur, enda meðalupp-
hæð þeirra allra um 305 þús.kr.
Hvað flestir styrkirnir fara á
Hverfisgötu nr. 12, 44, 45, 60a,
64 og 72 og litlu færri á Skóla-
vörðustíg 4a og b, 5, 22, 35 og
38. Þrír styrkir fara í Tjarnargötu
18, 22 og 24, aðrir þrír í Austur-
stræti 3, 4 og 16 og sömuleiðis á
Laugaveg 22a, 28a og 58. Eini
„innanhússtyrkurinn" fer til Is-
Iensku óperunnar, til endurnýj-
unar í anddyri og forsal.
Borgað fyrir fleiri pósta
Til grundvallar við ákvörðun
styrkjanna lágu tillögur Húsa-
verndarnefndar Reykjavíkur um
friðun og verndun hins reykvíska
byggingararfs, segir Nikulás Úlfar
Másson, arkitekt og deildarstjóri
húsadeildar á Arbæjarsafni.
Styrkirnir séu veittir til endur-
gerðar eða viðhalds á húsum eða
öðrum mannvirkjum, sem hafa
sérstakt varðveislugildi af listræn-
um eða menningarsögulegum
ástæðum. Þeir standi einungis
undir litlum hluta þess sem fram-
kvæmdirnar kosta, gjarnan á bil-
inu 2-8%, enda einkum hugsaðir
til að borga þann mismun eða
viðbótarkostnað sem verður við
að uppfylla þær kröfur sem gerð-
ar eru um endurgerð í uppruna-
Iegt horf. Til dæmis séu yfirleitt
fleiri póstar í gluggum frá gamalli
tíð, þannig að sjóðurinn sé kannski
að borga fólki fyrir að setja fleiri
pósta í glugga en ella.
Nýtt jám aíþví gleyiiulist að
mála
Hvað gríðarlega dýrt það er að
gera upp gömul hús segir Niku-
lás Úlfar oftast af því að við Is-
lendingar séum alveg hræðilega
léleg í að halda húsum við. Af
því leiði, að þegar fólk fer loks-
ins af stað, þá þurfi oft að gera
svo mikið - kannski að rífa af því
járnið, af því það gleymdist í 1 5-
20 ár að mála húsið. -hei