Dagur - 12.06.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 12.06.1999, Blaðsíða 8
8- LAVGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 FRÉTTASKÝRING rD^tr Við stondum frammi íyrir gerbreyttum heimi í ferðamáluu- um. Okkar möguleik- ar liggja að verulegu leyti í þessum miklu breytingum, segir Magnús Oddssou ferðamálastjóri. Fyrir nokkrum árum var ætíð sagt í sumarbyrjun að nú færi ferða- mannatímabilið í hönd. Það segja menn á Islandi ekki lengur. Ferðamannatímabilið stendur orðið nær allt árið að sögn Magn- úsar Oddssonar ferðamálastjóra. Sú tilraun ferðaþjónustumanna hér á landi til að fá erlenda ferða- menn til að heimsækja Island á öðrum tímum en yfir hásumarið tókst. Tölur sýna þetta best því árið 1993 komu 157.926 erlend- ir ferðamenn til Islands. Arið 1997 voru þeir 201.654. í fyrra, árið 1998, komu 232.219 erlend- ir ferðamenn til landsins. I ár er gert ráð fyrir að þeir fari yfir 250 þúsund. Magnús Oddsson segir að á næsta ári muni í fyrsta sinn í sögunni koma til landsins fleiri erlendir ferðamenn en íbúar landsins eru, ef allt gengur eftir. Ferðamannaþjónustan er hrað- vaxandi atvinnugrein hér á landi. Það sést auðvitað gleggst á þeirri aukningu ferðamanna sem fyrr var nefnd. Arið 1993 námu tekjur af erlendum ferðamönnum 15,7 milljörðum króna. I fyrra námu tekjurnar 26,3 milljörðum króna og höfðu þá aukist um 4 milljarða frá árinu áður. Hér er því ekki um neitt smáræði að ræða. Það sem skiptir hér sköpum er að tekist hefur að fá ferðamenn til að koma til Iandsins yfir vetrarmán- uðina. Það er stór hópur fólks um allt land sem hefur atvinnu sína af ferðaþjónustu. Rútufyrirtækin, hótelin, gistiheimilin, bændagist- ingin og ferðaþjónusta bænda yf- irleitt. Hvers konar þjóðlegt handverk sem selt er ferðamönn- um sem minjagripir, sem og ýms- ir aðrir minjagripir. Leigubílstjór- ar, veitingahús, verslanir, já yfir- leitt öll veitinga- og þjónustufyrir- tæki landsins njóta góðs af ferða- þjónustunni. Borgarferðir „Það sem mest hefur breyst varð- andi ferðamannaþjónustuna á undanförnum árum er að menn hafa lagt mesta áherslu á að ná ferðamönnum til landsins yfir allt árið en ekki bara yfir sumarið,11 segir Magnús Oddsson ferða- málastjóri. „Það liggur svo gríðar- leg fjárfesting í hótelum, rútum og öðru sem snertir ferðamanna- þjónustuna að það er lífsspurs- mál að auka nýtinguna frá því sem verið hefur. Sem dæmi um hvað þetta hefur gengið vel má nefna að í fyrra gerðist það í fyrsta skipti að meira en helming- ur erlendra ferðamanna kom á öðrum tímum til landsins en yfir sumarmánuðina þijá. Það þýðir að um 117 þúsund gestir, eða um helmingur þeirra sem komu til landsins á árinu, komu á mánuð- unum níu utan sumarsins. Fyrir 10 árum síðan var skipting 60% yfir sumarið en 40% alla hina mánuðina." Allir Islendingar kannast við borgarferðirnar sem farnar eru frá Islandi á haustin. London, Glasgow, Edinborg og fleiri borg- ir fyllast af búðarþyrstum Islend- ingum á haustin. Nú er það orðið svo að Islendingum hefur tekist að gera Reykjavík að eftirsóttri borg fyrir sambærilegar borgar- ferðir yfir vetrarmánuðina og bresku borgirnar eru fyrir Islend- inga á haustin. „Borgarferðir eru ekki bara ís- lenskt fyrirbæri," segir Magnús Oddsson. „Það er breytt ferða- munstur um allan heim. Okkur hefur tekist að gera Reykjavík eft- irsótta borg fyrir þá sem vilja fara svona borgarferðir. Fyrir svo sem 25 árum síðan var það þannig að fólk fór í 3ja til 4ra vikna sumar- frí. Ekki bara Islendingar heldur allir sem rétt eiga á orlofi. Islend- ingar fóru þá gjarnan í 3 eða 4 vikur til Spánar. Þetta er breytt. Nú er það svo að fólk fer í stuttar borgarferðir að hausti, jafnvel í skíðaferð yfir veturinn, knatt- spyrnuferð til ýmissa staða í Evr- ópu og svo kannski stutta ferð á sólarströnd yfir sumarið. Fólk skiptir fríinu sínu niður. Þessi þróun á sér stað um alla veröld- ina. í stað þess að fara í eina langa orlofsferð fer fólk í margar styttri ferðir og ekki endilega bundnar við sumarfrí.“ Forskot í samgöngum Magnús segir að um leið og fór að örla á þessari breyttu ferða- mennsku hafi menn brugðist við með því að bjóða borgarferðir til Islands og koma Reykjavík inn í þetta nýja ferðamunstur. Það hef- ur tekist. Magnús segir að næsta skrefið sé að fá fólkið til að fara enn frekar en nú er út frá Reykja- vík yfir veturinn. Hann segir að það sé erfitt en ekki óleysanlegt verkefní. Menn velti vöngum yfir því um þessar mundir með hvað hætti eigi að fá ferðamenn til að fara víðar um yfir veturinn. Síðan eru það fundir og ráð- stefnur, sérstaklega á haustin og vorin. Magnús segir að það færist mjög í vöxt að félög og fyrirtæki haldi fundi eða ráðstefnur hér á landi. „Við höfum ákveðið forskot yfir marga í sambandi við ferðaþjón- ustuna en það eru samgöngurnar. Það er ein spurning sem ég fæ oft frá erlendum blaðamönnum og hún pirrar mig mikið en það er þegar þeir spyrja hvernig sé að búa svona einangrað. Þarna er um algera vanþekkingu að ræða. Við erum með betri samgöngur við Evrópu og Ameríku heldur en nokkurt annað 270 þúsund manna þjóðfélag í veröldinni. Við getum farið yfir heiminn allan og menn munu ekki finna 270 þús- und manna borg í nokkru landi með betri samgöngur við um- heiminn. Við njótum þess for- skots sem samgöngurnar eru. Vegna tengiflugsins milli Evrópu og Ameríku erum við með sama fcrðafjölda í febrúar og júní milli Islands og annarra Ianda. Meðal annars vegna þessara tíðu ferða getum boðið fundi og eða ráð- stefnur hvort sem er í einn dag, tvo daga eða fimm daga, svo dæmi sé tekið. Ef samgönguþátt- urinn væri ekki jafn góður og hann er værum við í sömu að- stöðu og nágrannar okkar í Fær- eyjum og á Grænlandi að fá ekki ferðamenn til landsins nema yfir hásumarið," segir Magnús. Hann segir að hér á Iandi sé komin ágætis aðstaða fyrir minni ráðstefnur og fundi. Enn sem komið er vanti aðstöðuna til að taka á móti verulega stórum al- þjóðlegum ráðstefnum. Þess vegna m.a. sé svo mikið rætt um nauðsyn þess að reisa hér ráð- stefnumiðstöð. Viðdvöl ferðamanna I vetur er Ieið birtust niðurstöður rannsókna um hvar erlendir ferðamenn stoppuðu á Ieið sinni um landið. Þá kom í Ijós að á ákveðnum landsvæðum stoppa ferðamenn sáralítið en ákveðin svæði og ákveðnir staðir á land- inu dragi þá flesta til sín. Norð- vestursvæði landsins kom verst út í könnuninni. Magnús Oddsson bendir á varðandi þetta atriði að það sé í sjálfu sér ekkert náttúru- lögmál að þetta eigi að koma jafnt út á öllu landinu. Fjarri því. „Þess vegna var ég mjög ósáttur við þegar menn voru að bera landsvæðin saman í þessum efn- um og töluðu um að eitthvað hafi farið úrskeiðis á þeim svæðum sem lakast komu út. Það þarf alls ekki að vera að neitt sé að hjá þeim. Forsendur eru auðvitað misjafnar til að byggja í þessari atvinnugrein eins og öðrum. Það er ekki Iandað jafn miklum þorskafla í öllum höfnum lands- ins. Hins vegar skal ég viður- kenna að mér finnst að Norðvest- ursvæðið hafi verið verulega mik- ið lægra en ég tel að það ætti að geta verið. Þessi svæði hafa alla möguleika til að fá til sín fleiri er- lenda ferðamenn en þeim hefur tekist síðustu árin, þótt þau hafi ekki Mývatnssvæði, Gullfoss og Geysi eða aðrar náttúruperlur Magnús Oddsson: Það sem mest hefur breyst varðandi ferðamannaþjón- ustuna á undanförnum árum er að menn hafa lagt mesta áherslu á að ná ferðamönnum til landsins yfir allt árið en ekki bara yfir sumarið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.