Dagur - 12.06.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 12.06.1999, Blaðsíða 6
6 -LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 rDgptr ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: eli'as snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.soo kr. á mánuði Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV(K)563-i615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjav(K) Brothættur friöur í fyrsta lagi Það er mikið fagnaðarefni að friður er nú kominn á í Kosovo og að tekist hefur að hrinda þeirri ógeðfelldu árás á mannrétt- indi sem fólst í þjóðernishreinsunum Serba. Serbar eru sem óðast að flytja brott hersveitir sínar úr héraðinu og veita Nató upplýsingar um jarðsprengjur. Eftir viku eiga allar hersveitir að vera á bak og burt. En friðurinn er enn afar brothættur. Það þurfa mörg púsl að falla saman til að dæmið gangi upp og miðað við þá saminga og þær áætlanir sem fyrir liggja er nokk- uð á reiki hvort þau muni öll falla saman. Menn vita meira að segja ekki fyrir víst hvernig sum þeirra líta út. í fyrsta lagi Þótt vopnin hafi verið kvödd í bili þýðir það ekki að sjálfur grundvöllur átakanna, gjörólík sjónarmið og pólitík, hatrið, og hefndarþorstinn, séu horfin. Hryllingurinn og sárin hafa verið dýpri en svo að nokkur leið sé að vinda ofan af þeim á skömmum tíma. Það er ekki óeðlilegt að hefnd svelli í brjóstum margra Kosovo Albana. Það er heldur ekki ólíklegt að ýmsum Serbum finnist þeir sviknir. Afvopnun frelsishers Kosovo er því t.d. ekki síður þýðingarmikið skref til þess að takast megi að púsla saman friðnum, en að koma Serbum burt. í íyrsta lagi Segja má að Nato hafi náð hernaðarmarkmiðum sínum í Kosovo. En verkefni Alþjóðasamfélagsins á svæðinu er þó rétt að byrja. Það þarf að tryggja friðinn og endurbyggingu samfé- lagsins. Hæpið er að Islendingar geti gert mikið gagn í beinni aðkomu að friðargæslunni. Hins vegar getur þátttaka okkar skipt mjög miklu máli í uppbyggingunni. Við höfum staðið okk- ur vel í því að taka við flóttafólki og við eigum enn að láta að okkur kveða í uppbyggingarstarfinu. Það sannast æ betur að „enginn er eyland einhlýtur sjálfum sér og að sérhver maður er brot meginlands". Því viðbótarfé sem Islendingar hafa ákveðið að veija í uppbygginu og aðstoð í Kosovo er vel varið. Birgir Guðmundsson Þj óðhátíðarræða Þessa dagana situr hópur manna með sveitta skalla og semur ræður. Þetta eru þeir háttvirtu einstaklingar sem hafa fengið það háleita hlut- verk að flytja þjóðhátíðarræð- urnar 17. júní n.k. Það eru engir meðalhálfvitar sem velj- ast til þessara verka, þetta eru gjarnan fyrrverandi þingmenn, hreppsstjórar, lands- mótsmeistarar í drátt- arvélaakstri, formenn kvenfélaga, nýstúd- entar og framsóknar- menn. Garri er því miður ekkert af þessu og kemur því ekki til greina, en hann hefur alltaf haft óstjórnlega löngun til að semja og flytja þjóðhátíðarræðu. Og gerir það hér og nú og veitir um leið raunverulegum ræðumönn- um, þeim að kostnaðarlausu, heimild til að nota þessa ræðu óbreytta 17. júní, enda ætti hún að geta gengið hvar sem er á Iandinu Regnhlífasalan „Ágætu íslendingar! Eg veit vel að þið heyrið ekki til mín í augnablikinu þar sem skaflajárnaður hestur hjó sundur hátalarasnúruna rétt áðan. En meðan við bíðum eftir að okkar laghentu tækni- menn komi þessu í lag skulum við bara fá okkur kók og Prins Póló og hugleiða ættjörðina og rifja upp orð þjóðskáldanna. Og ég vil benda mönnum á að í tjaldinu þarna til hægri fást regnhlífar við vægu verði en allur ágóði af sölu þeirra renn- ur til fijálsíþróttadeildar hér- aðssambandsins.“ (Hér er gert 20. mínútna hlé á ræðuflutningi meðan gert er við hátalarakerfið og menn kaupa sér regnhlífar). V Refir í vegi „Jæja, nú heyrið þið Ioksins til mín, ágætu þjóðhátíðargestir sem enn eruð ekki farnir heim. Góðir Islendingar, ég vil í upphafi máls míns minna á það sem ég sagði áðan og þið heyrðuð ekki, að ódýrar regn- hlífar fást þarna í tjaldinu til hægri og fer nú hver að verða síðastur að íjárfesta áður en hættir ða rigna. Við stöndum á tímamótum sem þjóð. Að baki er löng íeið úr fjarlægri for- tíð, oft torfarin og víða ljón í veginum eða öllu heldur refir og minkar því hér er fátt ljóna. (N.b. hér er ágætt ef ræðumaður hlær dulítið að þessum Iétta brandara, til dæmis ha ha ha eða ho ho ho eða eitthvað þvíumlíkt). Já, að baki Iiggur troðin slóð forfeðranna og framundan er sú hin ótroðna og miklu skipt- ir að vér Islendingar kunnum fótum okkar forráð á göngunni aftan úr blámóðu aldanna á vit óvissrar framtíðar sem alltaf er á næstu grösum. Eða eins og þjóðskáldið kvað: Effrcnntíð shú byggja, ei flatur skal liggja. Við verðum að treysta þjóð- areðlið í hverju spori á því æv- intýri á gönguför sem framundan er. Við verðum að sigla inn í framtíðinna undir blaktandi gunnfána þjóð- arstolts og menningararfs. Gleðilega þjóðhátíð, ágætu Islendingar og Bjössi frændi sem húkir þarna á bak við skúrinn og enn og aftur minni ég á að enn eru nokkrar regn- hlífar óseldar í tjaldinu þarna til hægri, frá mér séð.“ -GARRI ODDUR ÓLAFSSON skrifar Sósíalisma andskotans kallaði Vilmundur Jónsson, landlæknir og alþingismaður, það vel þekkta fyribæri í viðskiptum og fyrir- tækjarekstri, að einstaklingar hirtu hagnaðinn en ríkið tók að sér að greiða kostnað og tap. Enn eru sömu viðskiptahættir í heiðri hafðir þótt verið sé að kasta síðustu rekunum á sósíal- ismann, en með breyttum for- merkjum. Nú er það frjálshyggja andskotans, sem er í heiðri höfð en hugmyndafræðin er hin sama. Frjálsa markaðnum er afhent hvert ríkisfyrirtækið af öðru og er það stefna stjórnvalda að losa sig við öll fyrirtæki og stofnanir sem mögulega geta skilað hagn- aði. Flest af þessu er selt fyrir slikk og jafnvel borgað með þeg- ar best tekst upp í einkavinavæð- ingunni. Þótt Landssíminn hafi enn ekki verið seldur, er búið að Frjálshyggja andskotans breyta honum í hlutafélag og verður hann settur á markað einkavinana innan tíðar. Vegna kæru var Samkeppnisstofnun látin fara í saumana á því hvað átti að selja. Niðurstaðan er, að hlutafélagið nýtur 11.5 milljarða ríkis- aðstoðar umfram það sem uppgefið var. Verður það góður bón- us fyrir einkaframtak- ið sem kaupir. Skattborgarinn borgar Þar til viðbótar tekur ríkissjóður að sér 1.5 milljarða lífeyrisskuld- bindingar hlutafélagsins. Sama gerði rikið jiegar það afhenti vild- arvinum Utvegsbankann sáluga. Þá voru gerðir ríflegir starfsloka- samningar við aulana sem sigldu bankanum í strand og skattborgar- ar voru látnir taka að sér hundruð milljóna lífeyrisskuldbindingar. Eitthvað mun það kosta vinn- andi fólk þessa lands þegar það á að fara að greiða áunnin lífeyri og starfslokasamninga starfs- fólks Landsbanka, Búnaðarbanka og FBA með sköttum sínum þegar frjálshyggja and- skotans hremmir þa feitu bita. Þegar Áburðarverk- smiðja ríkisins var seld, fylgdi með í kaupunum ársfram- leiðsla af áburði sem þegar var seldur og dugði til að greiða tvo þriðju hluta kaupverðsins. Ekki markadshyggja Hið opinbera á að borga einka- skóla, keppnisíþróttaiðkun, menningarhaílir af öllu mögu- Iegu og ómögulegu tagi, skatta forsetans, stinningarlyf og fiski- rannsóknir fyrir kvótaeigendur, laun presta, búnaðarþing og landafundahátíðir í fleiri heims- álfum og fleira og fleira og fleira. En sé nokkur von til þess að ríkisstofnun standi undir sjálfri sér og skili jafnvel hagnaði skal hún seld með skilmálum sem eru móðgun við allt eðlilegt fjár- málavit. Svo getur ríkið verið að vasast í skringilegheitum eins og út- varpsrekstri og brennivínssölu. Auglýsingar og „kostun" plús nefskattur standa undir kaupi ríkisstarfsmanna útvarpsins og við hvað á að kenna þann and- skota skal orðhögum mönnum látið eftir sem og starfsheiti sprúttsala ríkisins. Fijálshyggjan verður að hafa sinn skrykkjótta gang en það er undarlegt að ráðamenn þjóðar- innar skuli ekki enn hafa skilið markaðshyggjuna. Þá myndu þeir ekki begða sér eins og fávit- ar þegar þeir einkavæða fyrirtæki fólksins í landinu. LANDS SÍMINN Hver hefur leyfí til að gefa Landssimann? snuiia svairauð Á að hækka ökuleyfis- áldurinn? (Samkvæmt nýrri könnun valda bku- menn á aldrinum 17-20 áralSXum- ferðaslysa en borgaaðeins 3% aföllum iðgjöldum) Lngvar Björnsson, ökukennari á Akureyri. „Nei, meinið liggur alls ekki þar. Ég er full- komlega ósáttur við þessar hækk- anir, ég held að það hafi ekki ver- ið grundvöllur fyrir þessum hækkunum, en mér finnst þetta ekki tengjast eins og margir vilja meina. AuðHtað eru ungir ökumenn mikið á ferðinni, en ég held að vandinn liggi ekki þarna. Til þess að lækka þessa háu slysatíðni ungra ökumanna þarf forvinnan að verða miklu betri, umferðarfræðslan þarf að verða markvissari." Ólafur Thors, SjóvaAlmennum. „Mfn persónu- lega skoðun er sú að það eigi að hækka ökuleyfis- aldurinn upp í 18 ár. Ég held bara að reynslan sýni það að of margir hafa ekki nægilegan þroska til að fara með stjórn bifreiðar 17 ára gamlir, þó að á því séu auðvitað undantekningar. Ég tel því að það séu hagsmunir heildarinnar að ökuleyfisaldur verði hækkað- ur upp í 18 ár. Með aukinni vel- megun hér á landi og aukinni birfreiðaeign hefur ungt fólk hér á landi meiri aðgang að bílum en áður og það er hluti vandans. En ég held að það muni um þetta eina ár, menn séu komnir aðeins meira niður á jörðina 18 ára heldur en þegar þeir eru 17.“ Stemimn Vala Sigúsdöttir, ungur ökumaðurogfonnaður nem- endefélags MA. „Mér finnst í rauninni að það eigi ekki að hækka aldurinn, en mér finnst að það eigi að herða ökunámið. Ég get nefnt það sem dæmi að ég veit um öku- menn sem hafa fengið bílpróf, en verið gjörsamlega óhæfir sem ökumenn. Mér finnst aðallega að það eigi að herða verklega námið, því eg tel að flestir þeirra ungu ökumanna, sem lenda í slysum, haldi að þeir hafi meira vald á bílnum en þeir raunveru- lega hafa.“ Óli H. Þórðarsson, Umferðarráði. „Meðan ekki finnast betri leið- ir til að draga úr þeim hörmulegu slysum, sem ung- ir ökumenn valda, þá hlýtur að þurfa að skoða alvarlega hugmyndir um að hækka ökuleyfirsaldurinn um til dæmis eitt ár.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.