Dagur - 24.06.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 24.06.1999, Blaðsíða 5
 FRÉTTIR mti \Vi\jv .1s aaai-ninHEVi FIMMTUDAGUR 24. IÚNÍ 1999 - Ottast ekki frest- irn Norsk Hydro Finniir Ingólfsson tel- ur þrýsting náttúru- vemdarsamtaka á Norsk Hydro ekki trufla viöræöur um álver á Reyöarfiröi. Forráðamenn Norsk Flydro gáfu sem kunnugt er út þá yfirlýsingu að ákvörðun um þátttöku þeirra í álveri á Reyðarfirði yrði ekki tek- in fyrr en eftir eitt ár eða svo. Yf- irlýsingin kom m.a. eftir þrýsting frá náttúruverndarsamtökunum World Wide Fund for Nature og ábendingar þeirra um að íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að Iáta fara fram umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar. Aðspurður hvort þessi yfirlýsing væri ekki á skjön við áform stjórnvalda, sagði Finnur Ingólfsson, iðnað- arráðherra, svo ekki vera þegar Dagur ræddi við hann. I næstu viku hefði verið áætlunin að ná samkomulagi um nákvæmt vinnuferli næstu mánuðina. Hann óttaðist ekki að þrýstingur náttúruverndarsamtaka á Norsk Hydro truflaði þessar Hðræður. „Endaleg ákvörðun verður ekki tekin fyrr en eftir ár, hvort af þessu verður eða ekki,“ sagði Finnur. Hann var þvínæst spurð- ur hvort ekki ætti að nota þann tíma til að framkvæma umhverf- ismat og svaraði Finnur því til að Landsvirkjun væri að fram- kvæma mat á umhverfisáhrifum vegna Fljótsdalsvirkjunar, líkt og hún ætti að gera samkvæmt lög- um. Umfangsmiklar rannsóknir færu fram á svæðinu í sumar og frummatsskýrsla yrði tilbúin í haust. „Það er alveg eins staðið að þessu umhverfismati, eins og lögin gera ráð fyrir, að öðru leyti en því að fyrirtækið hefur rétt til að ákveða sjálft hvort það ætlar að senda málið í kærufarveginn í gegnum skipulagsstjóra.“ Norðurál bankar á dyrnar Finnur minnti á að þótt viðræð- ur við Norsk Hydro sigldu í strand þá væri stóriðja á Austur- Iandi ekki úr sögunni. Það væri stefna ríkisstjórnarinnar „að nýta íslenskar orkuauðlindir til at- vinnusköpunar, byggðaþróunar og aukinnar velmegunar í land- inu“. Fleiri en Norsk Hydro eru líka inni í myndinni. Eins og kom fram í Degi í gær hafa eig- endur Norðuráls á Grundar- tanga, Columbia Ventures, lýst yfir vilja til að reisa álver á Reyð- arfirði, náist um það samkomu- lag við íslensk stjórnvöld. Finnur sagði þetta erindi engin áhrif hafa á fyrirhugaðar viðræður við Norsk Hydro í næstu viku. - BJB Hörður Blöndal, hafnarstjóri á Akureyri. Bjartsýnn ásátt Hörður Rlöndal, hafnarstjóri á Akureyri, er bjartsýnn á að far- sæl lausn náist við Færeyingana sem ollu tjóni á Austurbakka Ak- ureyrarhafnar í síðustu viku. Engin formleg niðurstaða er fengin enda fyrsta skref að sátt náist um óvilhalla aðila sem taki út skemmdirnar. Sjóprófum er lokið og Hörður segist fullviss um að ásættanleg niðurstaða fá- ist fyrir höfnina. Hins vegar treystir hann sér ekki til að meta tjónið að svo stöddu. Fyrir utan óhappið, þegar dýpkunarskipið Vitin gróf undan hafnarbakkanum, hefur verk Færeyinganna gengið ágætlega að sögn Harðar. Þeir eru þó á eftir áætlun með verkið enda var búist við að því yrði Iokið um miðjan júní. Færeyingarnir vinna nú að snyrtingu eftir sig og frágangi og er skammt að bíða verkloka þeirra. - BÞ Aflur í Alþjóða- hvalveiðir aöiö ? Ami M. Mathiesen, sj ávarutvegsráðherra, segir það fuUkomlega koma til greina að ganga í ráðið ef það styrkir stöðu okkar - japanski forsætisráð- herrann segir Japani styðja íslendinga í málinu. Forsætisráðherra Japans, Keizo Obuchi, sagði í viðræðum við Davíð Oddsson, forsætisráðherra, að Japanir væru tilbúnir til að styðja inngöngu Islendinga aftur í Alþjóða hvalveiðiráðið. Davíð hef- ur lýst því yfir að innganga okkar í ráðið verði skoðuð. Þetta mál heyrir undir sjávarút- vegsráðherra, Árna M. Mathiesen. Hann var spurður að því í gær hvort innganga okkar í ráðið væri komin á eitthvað meira en skoðunarstig. Sagði hann svo ekki vera. Málið hefði ekki verið Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra útilokar ekki inngöngu í Al- þjóða hvalveiðiráðið ef það hjálpar okkur. rætt formlega innan ríkisstjórnar- innar síðan hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra. Þarf að meta „Ef við teljum það okkur til styrkt- ar eða hjálpar í stöðunni, tel ég það fullkomlega koma til greina að ganga aftur inn í Alþjóða hval- veiðiráðið. A þessari stundu vil ég ekki fullyrða neitt um það hvort innganga í ráðið hjálpi okkur, það verður að meta það hveiju sinni út frá þeim markmiðum sem við erum að reyna að ná. Það hefur enn ekki verið metið,“ segir Arni M. Mathiesen. Sem kunnugt er kom tillaga um að helja hvalveiðar á Islandi enn einu sinni fram á Alþingi sl. vor. Eins og ávallt sögðust flestir al- þingismenn vera því sammála að hefja veiðar, en þegar til kastanna kom, eins og oft áður, var tillaga um að heQa veiðamar svæfð. Þess í stað var samþykkt að skipa nefnd til að hefja kynningu á mál- stað Islendinga erlendis varðandi hvalveiðar. A sínum tíma, þegar Island gekk úr Alþjóða hvalveiðiráðinu, var það gert í þeirri trú að Noreg- ur myndi fylgja í kjölfarið. Norð- menn sögðu sig hins vegar ekki úr ráðinu og þar með var brostin sú samstaða þjóða sem vilja heija hvalveiðar, sem vænst var. Þess vegna er nú aftur farið að ræða um inngöngu íslands í ráðið ef það gæti orðið til þess að vinna þeim málstað okkar lið innan ráðsins, að he§a hvalveiðar að nýju. - s.DÓR BHM ekki á hausaveiðum „Við fögnum því auðvitað þegar félög telja sig eiga samleið með okkur í þeirri baráttu sem við Ieggjum upp með,“ segir Björk Vilhelmsdóttir formaður Banda- lags háskólamanna, BHM. Hún hafnar því alfarið að bandalagið sé á einhveijum „hausaveiðum" til að fá félög til að ganga til liðs við bandalagið. Þroskaþjálfafélag íslands, ÞÍ, hefur gengið í BHM, en innan þess eru 26 stéttarfélög háskólamenntaðs fólks. Sólveig Steinsson, formaður ÞI, segir að félagsmenn telji sig eiga meiri samleið með aðildarfélögum BHM en t.d. BSRB, enda séu við- miðunarhópar þroskaþjálfa innan BHM. Þess utan sé þroskaþjálfa- nám á háskólastigi í þroskaþjálfa- skor Kennaraháskóla íslands. Fé- lagið sé fag- og stéttarfélag með um 400 félaga og hefur ÞI samn- ingsrétt fyrir um 270 þeirra. Áður var ÞI í Starfsmannafélagi ríkis- stofnana sem er eitt stærsta aðild- arfélag BSRB. - GRH Klofningiir í Skagafírði Meirihluti bæjarstjómar í Skagafirði klofnaði í fyrradag í afstöðu sinni til skólastjóraráðningar sameinaðs grunnskóla á Hólum, Hofsósi og Fljót- um. Fulltrúar Framsóknarflokks og Skagaljarðarlistans greiddu Guðrúnu Helgadóttur atkvæði sín en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Bimi Björns- syni. Guðrún hlaut því meirihlutastuðning nefndarinnar, eða 3 atkvæði, en Bjöm 2 atkvæði. Sveitarstjómarfundur verður væntanlega að viku liðinni og ræður hann úrslitum í málinu. Ráðningu í starf skólastjóra sameinaðs tónlistar- skóla var frestað vegna þarfar á samráði við áheyrnarfulltrúa Akrahrepps. - BÞ íslendingar 275.264 Hagstofan hefur sent frá sér endanlegar tölur um mannljölda á Islandi 1. desember 1998. Samkvæmt þeim vom Islendingar 275.264 talsins, þar af 137.874 karlar og 137.390 konur. Bráðabirgðatölur ffá því í des- ember sl. sýndu 275.277 íslendinga. Við gerð endanlegra talna er tekið tillit til síðbúinna tilkynninga um flutninga milli sveitarfélaga og flutn- inga til og frá landinu. Jafnffamt eru felldir brott úr tölunum þeir sem létust fyrir 1. desember en höfðu ekki verið teknir af íbúaskrá þegar bráðabirgðatölur vom birtar. Samkvæmt þessu hafa íbúatölur einstakra sveitarfélaga ýmist hækkað eða Iækkað. Endanleg íbúatala lækkaði um 13 manns frá gerð bráðabirgðatalna. Hinn 1. desember 1997 voru íbúar á landinu 272.069. Þeim hefur því fjölgað um 3.195 eða 1,18% milli ára. Fjölgun íbúa milli áranna 1996 og 1997 var 0,87%. Sveitarfélög voru 124 á landinu 1. desember 1998. Þau vom 165 árið áður og hefur því fækkað um 41 á einu ári. Hinn 1. des- ember 1988 vom sveitarfélög 214, samkvæmt tilkynningu frá Hagstof- unni. Aldraðir í golfi í Hvammsvík Samningur var undirritað- ur í gær milli Orkuveitu Reykjavíkur og Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni um notkun golfvall- arins í Hvammsvík, en Orkuveitan á landið. Samninginn undirrituðu Alfreð Þorsteinsson, stjóm- arformaður veitustofnana og Ólafur Ólafsson, for- maður Félags eldri borgara.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.