Dagur - 20.07.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 20.07.1999, Blaðsíða 11
Taívan hótað hörðu Deilur milli stjórnanna í Beijing og Taipei magnast dag frá degi. Zemin, forseti Kína, segist ekki hika við að beita hervaldi ef Lee, for- seti Taivans, lætur ekki af yfirlýsingum um að eyjan sé sjálfstætt ríki. Miklar flotaæfingar voru haldnar við Kínastrendur í síðustu viku þar sem m.a. voru æfðir miklir liðsflutningar á sjó. A næstunni munu all- ar deildir kínverska hersins sýna mátt sinn til að ögra Taívanbúum og til að minnast 50 ára valdatöku kommúnista. Clinton forseti hringdi í Zemin forseta á sunnudag og ræddu þeir saman í hálftíma. Þykir það benda til að málið sé alvarlegt og að Bandaríkjamenn hafi af því áhyggur. Clinton segir að ekki verði Iiðið að deilur milli Beijing og Taipei verði leystar með hervaldi og Zemin segir sömuleiðis að afskiptum erlendra stórvelda verði svarað með viðeigandi hætti. Kona stjómar geimferð Eileen CoIIins, 42 ára gamall ofursti í bandaríska flughernum, verð- ur fyrsta konan til að stjórna geimferð. Geimskutlunni verður skotið á loft í dag, þriðjudag, og á að koma 25 tonna sjónauka fyrir úti í geimnum. Vegur hann 25 tonn. Er þetta þyngsti og dýrasti farmur sem geimfar hefur borið út fyrir aðdráttarsvið jarðar. Fjórir aðrir geimfarar verða með í förinni. Ferðaþjónustan Vatni: Gisting við Höfðavatn og á Hofsósi. Bjóðum gistingu í gistihúsunum Sunnubergi og Brimnesi á Hofsósi og í sumarhúsum á Vatni. Svefnpokapláss og uppbúin rúm. í næsta nágrenni eru oþrjótandi möguleikar til útivistar s.s. veiði á stöng og í net, gönguferðir, bátsferðir og margt fleira. Verið hjartanlega velkomin ÖROSENGRENS Öryggis- og peningaskápar ( m | u . J Lm.j. 0 IBM Thinkpad 600. Pentium II 233MHz MMX örgjörvi, 512kb flýtiminni, 32MB SDRAM mínni (288Mb mest), 3,2GB diskur, 12.1" TFT skjár (800x600/16M) Innbyggt hljóökort, hljóönemi og víðóma hátalarar. Lithium lon rafhlaöa, Ný Trackpoint mús með .press to select’ möguleikum (hámarkar afköst og þægindi). Besta leiöin til aö feröast um á internetinu og skoöa stór skjöl. Innbyggt 56Kb alþjóölegt modem (V90). IrDA innrauö þráðlaus samskipti 4 Mbps. Hugbúnaöur sem fylgir: Configsafe (tekur mynd af stýrikerfinu), Smartsuite 97 leyfi, vírusvarnarhugbúnaöur. Þyngd aöeins 2,4Kg, Stærö 300x240x36mm, 3ja ára alþjóðleg ábyrgö (1 ár á rafhlöðu). Tilboösverð 1 89.900 m. vsk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.