Dagur - 20.07.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 20.07.1999, Blaðsíða 6
6 - ÞRIDJUDA GV R 2 0. JVLÍ 1999 Thyptr ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVIK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.800 KR. Á mánuði Lausasöluverð: íso kr. OG 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdéttir Sfmbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavíK) Erfðaprins faUinn í fyrsta lagi Enn einu sinni hefur hörmulegur atburður orðið til þess að nafn Kennedy-fjölskyldunnar er á hvers manns vörum. Að þessu sinni var það eini sonur John F. Kennedys, hins dáða forseta Bandaríkjanna, sem mætti örlögum sínum með svip- legum hætti. John F. Kennedy yngri fórst ásamt eiginkonu sinni og mágkonu þegar einkaflugvél hans hrapaði í hafið. Hann var í blóma lífsins, aðeins 38 ára að aldri, og virtist eiga sér bjarta framtíð. í öðru lagi Nafnið Kennedy er ekki einungis samtvinnað bandarískri sögu sjöunda áratugarins - áhrif forsetans unga, sem tók við völd- um í ársbyrjun 1960, náðu um allan hinn vestræna heim og reyndar mun víðar. Kjör hans var tákn um endurnýjun og djörfung í stjórnmálum, glæsileika á opinberum vettvangi og aukna bjartsýni á möguleika einstaklinga og þjóða til að vinna hin merkustu afrek í þágu samfélagsins og mannkynsins alls. I kjölfarið fylgdi harmleikurinn í Dallas þegar John F. Kennedy var myrtur. Nokkrum árum síðar féll bróðir hans, Robert, einnig fyrir morðingjahendi þegar hann leitaðist við að feta í spor bróður síns leiðina til Hvíta hússins. í þriðja lagi Það er ekki aðeins í Bandaríkjunum sem Kennedy-nafnið vek- ur enn sterkar tilfinningar. Þeir sem muna ofsafengna atburði sjöunda áratugsins líta alltaf á Kennedybræður sem boðbera nýrra tíma og kröfunnar um aukið réttlæti í heiminum - bar- áttumenn sem féllu fyrir launmorðingjum áður en þeim tókst að gera hugsjónir sínar að veruleika. Síðari tíma hneykslismál fjölskyldunnar breyta þar engu um. I hugum ýmissa demó- krata vestanhafs var John F. Kennedyyngri eins konar pólitísk- ur erfðaprins og manna hæfastur til að feta í fótspor þeirra bræðra - ef hann fengist á annað borð til að hella sér út í stjórnmálabaráttu. En honum voru ráðin önnur og grimmari örlög, og er mörgum harmdauði. 5 & 8 Elias Snæland Jónsson ----' Ballett í bankanuin Garri hefur lengi velt fyrir sér sambandi listamanna og at- vinnulífsins. Fróðir menn segja að mjög vaxandi sé sú til- hneiging fyrirtækja að vilja styrkja listir og listamenn. Ekki er nema gott eitt um það að segja að listamenn hafi úr meiri fjármunum að spila en hingað til hefur verið en Garri hefur áhyggjur af nokkrum keldum sem gætu orðið á leið listamannanna. Frétt af samn- ingi Landsbankans og Islenska dansflokksins á liðnum vetri vakti til dæmis athygli Garra. Hafa ýmsir þankar sótt svo sterklega á allar götur síðan að ekki verður lengur vikist undan að koma þeim á fram- færi. Garri veit Fyrir það fyrsta vakn- ar spurning um til- gang einkafyrirtækis sem ákveður að styrkja einhvers kon- ar listastarfsemi. Þeg- ar hið opinbera styrkir Iista- og menningarstarfsemi hvíla ekki að baki - eða ættu að minnsta kosti ekki að gera það - eigin hagsmunir þess sem ákvörð- unina tekur. Þess vegna þykir ekkert athugavert við það að hið opinbera styrki slíka starf- semi, nema þá helst að snauð- um öndum þyki oft sem seilst sé heldur langt í því hvað menn kalla list. Garri ætlar ekki að hætta sér út á þá hálu braut að skilgreina hvað er list og hvað ekki. Garri veit hvað list er, ætlar að njóta hennar og Iáta aðra „list“ sem vind um eyru þjóta. En hugsunin um það hvort með samningi sínum við dans- flokkinn vilji Landsbankinn fá að hafa hendur í hári með skil- V greiningu á því hvað er list hefur ekki látið Garra í friði. Listin lireytist ekki „Listin breytist ekkert," var haft eftir Valgeiri Valdimars- syni framkvæmdastjóra Is- lenska dansflokksins í fréttum Sjónvarps þegar undirritaður hafði verið samningur milli Landsbankans og Islenska dansflokksins. En Garri hlýtur að spyija sig hvort ekki búi annað að baki þegar Lands- banki íslands hf. skuldbindur sig til að styðja ís- lensku dansarana. Voru þeir að detta? Vel má vera að þarna búi ekkert að baki annað en vilji banka- stjórnenda til að við- halda góðu og grósku- mildu danslífi í Iand- inu. Og það veit sá sem allt veit að ís- lenski dansflokkurinn hefur þörf fyrir fastar tekjur, meiri tekjur en hann hefur haft. Og þá eru all- ir sáttir, því listin breytist ekk- ert. Eða hvað? Sverðdansinn hefur auðvit- að nú þegar verið dansaður í Landsbankanum (Dansbank- anum?) en það verk var óvenjulegt fyrir þær sakir að þar voru karldansarar í meiri- hluta: Finnur, Rendi, Sverrir, Halldór og Björgvin ... á móti Jóhönnu. En listin breytist ekkert. Eða hvað? Garri er hræddur um að línudans muni verða á dagskrá dansflokksins innan ekki svo margra ára. Já, Námsmannalínudans, vaxta- lfnudans og svo framvegis. En listin breytist samt ekkert. GARRI. L Landsbanki íslands / forystu til framtíðar Verður dansaður vaxtalínudans? ODDUR ÓLAFSSON skrifar Ef Ingólfur Arnarson hefði séð fyrir öll þau búsetuvandamál sem leiddu af landnámi hans hefði karlinn beint stafni skipa sinna til búsældarlegri stranda. Enda gerðu það margir eftir að hafa kynnst þeim vandkvæðum sem þeir Naddoður, Garðar og Flóki snéru frá. Þegar þrengja fór að fyrir alvöru fluttu menn fremur til Grænlands köldu stranda og leituðu Ianda enn vestar, fundu þau og týndu aftur. Þeim mark- íausu atburðum búsetusögunnar ætla þeir að fagna að ári, félagi Ólafur Ragnar og félagi Svavar, sem glötuðu hugsjónum sfnum, eins og Leifur heppni Ameríku. Fom félagi þeirra, jón Baldvin, er einnig á kafi við að undirbúa há- tíðahöld í tilefni þess að þúsund ár eru liðin frá Ameríkumissi ís- lendinga. Þeir sem ílentust á Islandi hófu landamerkjadeilur löngu áður en Landnáma var fest á skinn og Allir era fyrir öHuin hafa þær staðið yfir látlaust allt síðan. Enda hefur aldrei fengist fullgilt svar við spurningunni: hver á Island? Hins vegar eru LIU og Fiskistofa með allt á hreinu hvað varðar fiskislóðina. Nú er deilt um hver á eyðimörkina köldu og blautu, sem er sögð arð- gæf náttúruperla og köll- uð hálendi. Áður nefndu landsmenn flæmið óbyggðir, af augljósum ástæðum. Handaskol Þegar fólk flytur af einum stað á annan heitir það bú- seturöskun og fer nísdngshrollur um stjórnmálagarpa þegar fyrir- bærið ber á góma. Enda ætlast sumir til að þeir geri eitthvað í málinu. Svo gera þeir eitthvað og allt fer að í handaskolum og hef- ur búsetuvalið sinn gang eins og hvert annað náttúrufyrirbæri. Svo þegar fólkið er búið að þétta sig saman í henni Reykjavík fer það að agnúast hvað við ann- að vegna þess að þar eru allir fyr- ir öllum og allir eru fyrir mér, eins og þjóðskáldið orðaði það. Götur stíflast af um- ferð og smápartur af Miklubrautinni er óbyggilegur vegna há- vaða, íbúar lengst uppi í friðsælum holtum heimta hljóðmanir við lúxushús auðkýfinga á Kirkjusandi, víðáttuvitlaus staðsetning barnaspítala þrengir að lífsrými íbúa í suð- urslakka Skólavörðuholts. Sleppum Miðbæjarflugvellin- um að sinni, en hann á eftir að hita þjóðinni meira í hamsi en sjálft Uppkastið og rakarfrum- varpið til samans. Friður kemst á I hringiðu Miðbæjarins hafa örfá- ir náttúruvinir hreiðrað um sig í litlu þorpi þar sem sveitasæla aldamótanna síðustu er sá lífsstíll sem almættið ákvað að skyldi ríkja í örreitiskotinu Gijóta og torfunni þar suður af, sem raun- ar er einhver óþverralegasti drulludammur höfuðborgarinnar og hefur verið lengi. Hann er friðhelgur, enda bæði ljótur og heilsuspillandi. íbúarnir hafa nokkurt ónæði af borginni kringum þá. Einkum er þeim klúbburinn Clinton þyrnir í augum og halda frygðarhljóðin, sem þaðan berast, vöku fyrir þorpurum og raska heimilisfriði. Nú verður Clinton sendur í ann- að hverfi og ró kemst á í Gijóta með friðsælum nóttum. Þar með mun ljúka nágranna- eijum og búsetuvandamálum í landnámi Ingólfs, þar til næstu hysterísköst ganga yfir, sem ekki mun Iangt að bfða ef að líkum lætur. SPUItEH évarao Hvaðaskoðun hefur þú á framgangi og lokum máls Kio Briggs? Kári Þorgrímsson bóndi í Garði íMývatnssveit. „Einsog þetta mál lít- ur út í frétt- um hefur það bæði já- kvæða hlið en einnig ótrúverðuga. Mér finnst ekki trúverð- ugt að maðurinn sé sýkn saka, því einsog saksóknari benti á er ekki líklegt að menn komi á sum- arfötunum einum til landsins með svona mikið magn fíkiefna með sér - án þess að vita af því. En hinsvegar finnst mér jákvætt að dómstóíarnir séu farnir að Iíta á það sem raunverulegan mögu- leika að fíkniefnum sé komið fyr- ir í farangri fólks, án þess að það sjálft viti af því.“ HaUdór Bachman hdl. íReykjavík. „Að því er virðist hefur ekki tekist að sanna yfir allan vafa að með ráðnum hug hafi Kio Briggs haft í hyggju að flytja þessi efni til landsins. Frekar en aðrir menn hef ég engar hugmyndir um hvort Kio er sekur eða ekki, en það er einu sinni hlutverk ákæruvaldsins að sýna fram á að svo sé. Það virðist ekki hafa tek- ist. Svona mál eru alltaf vafa undirorpin, en málsmeðferð snýst um hvort líkur á sekt vegi þyngra en sakleysi." IUugi Jökulsson bladamaður. „Ég hef ekki aðra skoðun á þessu máli en þá að ég vona að maðurinn sé blásaklaus. En mér finnst það svolítið fynd- ið þegar ég sé Kio á gangi í bæn- um að börn þyrpast að honum einsog kvikmyndastjörnu. Þetta er óvenjulega stæðilegur saka- maður þannig að svona lýðhylli er líklega einsdæmi." Katrin Fjeldsted þingmaðurogfltr. í allsherjamejttd. „Ég trúi því að Hæsti- réttur Is- lands, sem er skipaður valinkunn- um sæmdar- mönnum sem ekki tjó- ir að deila við, hafi komist að réttri niður- stöðu í þessu máli. Mér hefur ekki reynst auðvelt að fóta mig í þessu máli, en fréttir af því hafa meira verið upphrópndi en upp- lýsandi. En þetta mál er annars fullt af lagakrókum sem erfitt er fyrir venjulegan iækni að skilja."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.