Dagur - 20.07.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 20.07.1999, Blaðsíða 5
e e t> t u\\u .os. a .i.aauiu , ÞRIÐJUDAGUR 20.JÚLÍ 1999 - S D^wir--- FRÉTTIR Þefrænt ofbeldi hjá Krossanesi íbúar á Akureyri hafa kvartað imdan megnri lykt frá Krossanes- verksmiðjuimi inii helgina. Jóhairn Skímisson, íbúi í Giljahverfi, segist hafa þurft að taka inn þvott svo að lyktin hærist ekki í hann. Talsvert fannst mönnum bera á fylu frá Krossanesverksmiðjunni síðastliðna helgi. „Þetta er með alversta móti núna. Þetta er bara ýldulykt, þeir eru augljóslega að vinna með mjög lélegt hráefni og mér finnst þetta í sjálfu sér vera yfirgangur af þessari verksmiðju. í rauninni finnst mér þetta ekki vera neitt annað en „þefrænt" of- beldi,“ sagði Jóhann Skírnisson, íbúi í Giljahverfinu á Akureyri. Jóhann segir að sjaldan beri á mikilli Iykt í þessu hverfi, en nú hafi hún verið megn vegna veð- ursins. „Verksmiðjan segir að það sé verið að reyna að bæta ástandið, en það er sama hvað þeir segja, það er ekki það sem skiptir máli. Það er fýla úr verk- smiðjunni og ég get ekki leyft mér að ausa rusli yfir garð ná- granna míns og segja svo að ég ætli að ausa aðeins minna rusli næsta ár. Það er alveg jafn angrandi fyrir þann hinn sama.“ Jóhann segir að Iyktin hafi verið svo slæm að hann hafi þurft að taka inn þvott af snúrum til þess að hann kæmi ekki illa þefjandi inn og sagði það vera algjörlega óásættanlegt. Gott hjá Ingibjörgu „Eg fellst ekki á það, að það gildi eitthvað annað hérna en í Reykjavík, þar sem borgarstjóri hefur nú, af mikilli röggsemi, hótað verksmiðju þar að hún verði svipt starfsleyfi, ef að ástandið ekki lagast. Þar bræddu þeir Iélegan farm og voru greini- lega teknir í bakaríið. Hérna hafa menn verið að bræða allan Ijandann og öllum þykir gott,“ sagði Jóhann og bætti því að hann hafi verið á loðnuveiðiskipi um tíma og þekkti vel ef að farm- urinn væri ekki góður og lyktina sem því fylgdi. Framhvæuidastjóriun fann lyktina Jóhann Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri Krossanesverk- smiðjunnar, sagðist ekki kannast við að Iyktin hafi verið neitt verri en venjulega þessa helgi, en hann hafi þó fundið hana. Hann sagði einnig að alltaf væri verið að standa í einhverjum fram- kvæmdum við verksmiðjuna til að bæta ástandið, en menn mættu ekki búast við því að það allt yrði í lagi á einni nóttu. „Við erum að gera þessa hluti í von um að ástandið batni og þetta sem við erum að leggja til núna er langt umfram það sem er í nokkurri annarri verksmiðju í landinu,“ sagði Jóhann Pétur. Hann bætti því hins vegar við að ef það kæmi Iykt frá verk- smiðjunni væri það vegna þess að hráefnið væri eitthvað farið að eldast. - AÞM Matthías Eiðsson hefur selt stóð- hestinn Ofsa fyrir íbúðarverð. Ofsi seldur Stóðhesturinn Ofsi frá Akureyri, sem hefur verið í eigu Matthías- ar Eiðssonar á Möðrufelli í Eyja- firði, hefur verið seldur til Hrossaræktarsamtaka Eyfirð- inga og Þingeyinga og er sölu- verðið tæpar 5 milljónir króna. Ofsi verður afhentur nýjum eig- endum í lok ágústmánaðar. Ofsi er 4 vetra, bleikálóttur að lit, undan hinni frægu hryssu Osk frá Brún en faðirinn er Þorri frá Þúfu, sem er sonur Orra frá Þúfu sem talinn er vera einna mestur hesta hérlendis í dag. Hann fékk í dómum á Melgerð- ismelum í vor 7,95 í einkunn, 8,05 fyrir byggingu og 7,84 fyrir hæfileika. „Það eru ekki alhæstu eink- unnir sem sáust á Ijögurra vetra hestum en við teljum okkur sjá mikinn grip í þessum hesti og hann eigi eftir að bæta sig mikið í framtíðinni. Við teljum þetta gott verð fyrir Ofsa,“ segir Guð- mundur Birkir Þorkelsson, for- maður Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga. - GG Landakot sktrkj a tilnefnd hasilíka Stjómamefnd helgi- síða í Róm tilnefndi nýlega Kristskirkju á Landakoti „hasilíku“, en engin önnur kirkja í N-Evrópu hefur hlot- ið þann heiður. „Á næsta ári verður því hátíðlega lýst yfir að vegsmunum kaþólsku dómkirkjunnar í Reykjavík verði Iyft á hærra stig og hún nefnd „basilica minor“,“ segir Jóhannes Gijsen, biskup, í Kaþólska kirkjublaðinu. Stjórnardeild helgisiða í Róm gaf nýlega út til- skipun um þetta mál. „Því ber Kristskirkja í Reykjavík héðan í frá titilinn „basilica minor“,“ seg- ir biskup. Einkenni basilíku seg- ir hann bæði byggingarstílinn og aðdráttarafi hennar vegna þess að þar er dýrlingur heiðraður. Auk þess einkennist hún af sterkum tengslum við páfann og stól Péturs postula. Basilíka megi þess vegna nota opinber- lega skjaldarmerki páfans. Lengi sú stærsta á Norður- löndtun „Fram að þessu hefur engin kirkja í Norður-Evrópu hlotið þann heiður að vera tilnefnd basilíka," segir biskup. Þær kirkj- ur sem komið gætu til greina fyr- ir byggingarstfl sinn, þýðingu út fyrir sínar heimabyggðir og sér- staka helgi - t.d. grafarkirkja heilagrar Birgittu í Vadsena í Sví- þjóð eða dómkirkjan í Niðarósi í Noregi - tilheyri ekki Iengur kaþ- ólsku kirkjunni. „Eina mikilfeng- lega kaþólska kirkjan af þessu Kaþótska kirkjan vill heiðra minn- inguna um að íslendingar gengust friðsamlega undir vald hennar fyrir 1000 árum. Titillinn „basilíka" á að tjá á sérstakan hátt tengsl trúar- samfélags við páfann og Róm. tagi frá síðari tímum er kaþólska dómkirkjan í Reykjavík - Krists- kirkja. Árum saman var hún ekki aðeins stærsta kirkja landsins heldur stærsta kaþólska kirkjan á öllum Norðurlöndunum fimm. Hún er mikils metin af mörgum kunnáttumönnum fyrir hinn ný- gotneska byggingarstíl sem hefur heppnast svo vel á henni,“ segir Jóhannes biskup. Hvað er basilíka? Upprunalega merkingu orðsins segir biskup höll konungs eða keisara, og komið úr grísku. Heitið hafi síðar verið notað um musteri og enn síðar um opin- berar byggingar, einkum dóms- hús. Þannig „basilíkur11, oft mik- ilfenglegar byggingar, hafi verið reistar í mörgum borgum Mið- jarðarhafslandanna frá 5. öld f.Kr. til 5. aldar e.Kr. Margar þeirra hafi síðan verið gerðar að kirkjum og líka margar nýjar kirkjur byggðar í þessum gamla basilíkustíl. í aldanna rás hafi orðið „basilíka" líka fengið sér- staka kirkjulega merkingu: Kirkja sem tengist páfanum beint. I henni er stóll hans og altari. Frá lokum 18. aldar veittu páfarnir titilinn „basilica minor“ (lítil basilíka) ýmsum framúr- skarandi kirkjum sem höfðu sér- staka útgeislun og þýðingu sem náði lengra en til heimabyggðar- innar (m.a. Sacre Coeur í París). Reykhóla-Maria Þann fjölda manna sem oft komi í Kristkirkju, innlenda sem út- lenda, segir biskup einkum vegna þess að þar er gömul Mar- íustytta, sennilega gerð á 14. öld. Sú stytta hafi öldum saman ver- ið geymd á Reykhólum og e.t.v. í Skarði, en að lokum falin kaþ- ólsku kirkjunni til varðveislu og heiðrunar og sé að jafnaði kölluð „Reykhóla-María“. Við komu sína til íslands 1989 hafi Jó- hannes Páll II páfi krýnt stytt- una, sem síðan hafi haft aðsetur sem „drottning“ í kaþólsku dóm- kirkjunni í Reykjavík. - HEI Samskip hættir með Bruno Bisdioff Samskip hafa ákveðið að draga sig út úr þýska flutningafyrirtækinu Bruno Bischoff Reederi, sem félagið eignaðist meirihluta í fyrir rúmu ári. Um leið hafa Samskip stofnað eigið dótturfélag í Þýskalandi til að tryggja viðskiptavinum fyrirtækisins áframhaldandi þjónustu, að því er segir í fréttatilkynningu sem send var út í gær. Dótturfélagið hóf starfsemi í gær með aðsetur í Bremen og framkvæmdastjóri hefur ver- ið ráðinn Baldur Guðnason. Hann verður einnig áfram framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs erlendrar starfsemi fyrirtækisins. Oskað hefur verið eftir greiðslustöðvun fyrir Bruno Bischoff, en Samskip töpuðu verulegum ljármunum á þeim rekstri. Reiknað er með að velta Samskipa og dótturfélaga dragist saman um 2 milljarða við þennan gjörning. Reglur til höfuðs nektardansinuui „Þetta vinnst fremur seint vegna sumar- leyfa, en mér reiknast þó til að síðsumars eða snemma í haust muni koma í Ijós hverju viðleitni okkar skilar. I ljósi um- ræðunnar að undanförnu má segja að það verði æ brýnna að taka þessi mál til end- urskoðunar, en það verður að vera tryggt að nýjar reglur byggi á lagastoð," segir Gissur Pétursson, forstöðumaður Vinnu- málastofnunar, í samtali við Dag. Gissur leiðir vinnu er lýtur að því að endurskoða veitingu atvinnuleyfa og þá með nektardansmeyjar í huga. Þær hafa almennt fengið tímabundið atvinnuleyfi í skjóli þess að dans þeirra félli undir list- dans. Þær raddir gerast háværari að stemma þurfi stigu við vexti þessarar at- vinnugreinar, ekki síst eftir að tvær nektardansmeyjar voru staðnar að e-pillusmygli og fréttir um að starfsemi nektardansstaða auki hætt- una á eyðnismiti. „Allt styður þetta hvað annað um að endurskoðunin sé brýn og nú reynum \ið að átta okkur á því hvað hægt sé að gera innan ramma gildandi laga og hvort nauðsynlegt sé að grípa til lagabreytinga, sem þá tæld lengri tíma. Við höfum haft reglugerð í smíðum um atvinnu- leyfi fyrir útlendinga og má búast við því að þessi mál rúmist þar inn- an, svo fremi sem lagastoðin sé á hreinu," segir Gissur. - FÞG Gissur Pétursson hjá Vinnumálastofnun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.