Dagur - 28.07.1999, Side 2
2 - MIÐVIKUDAGUIl 28. JÚNl 1999
FRÉTTIR
Ungt fólk er eitt á
leigumarkaðnum
Aðeins 2-4% Islendinga
yfir 35 ára aldri eru á al-
mennum leigumarkaði og
einungis 1% ellilífeyris-
þega.
Ungt fólk, 34 ára og yngra, er svo að
segja eini aldurshópurinn sem standa
þarf í slagnum um þær allt of fáu íbúð-
ir sem ævinlega virðast á hinum svokall-
aða almenna íslenska leigumarkaði. Sá
aldurshópur sem flestir ráðamenn þjóð-
arinnar tilheyra fyrirfinnst varla á al-
mennum Ieigumarkaði, og aldraðir
raunar enn færri, eða innan við 1%, að
því er fram kom í könnun um húsnæð-
isaðstæður landsmanna, sem að vísu
miðast að mestu við aðstæður áður en
sú „sprengingin" sem nú stendur yfir á
fasteignamarkaðnum gekk í garð. Frá
könnuninni segir í nýlegri skýrslu um
lífskjör eldri borgara - þar sem sýnt er
hvað húsnæðisaðstæður landsmanna
eru gífurlega breytilegar eftir aldri.
Meirihluti leigjenda
undir þrííugu
Um 3/4 allra leigjenda á hinum almenna
leigumarkaði eru í aldurshópnum 18-34
r ., . • • r:
FRÉTTA VIÐTALIÐ
ára. En breytingamar gerast líka hratt á
þessum aldri. Af 18-19 ára hópnum eru
3/4 ennþá í foreldrahúsum en fjórðung-
urinn þegar kominn í slaginn á almenna
leigumarkaðnum.
Helmingur 20-24 ára hópsins býr enn
leigulaust á „hótel mömmu“, en 15%
eru enn á almenna leigumarkaðnum og
ríflega Ijórðungurinn í einhvers konar
leiguhúsnæði, þ.e. hjá sveitarfélagi, ætt-
ingjum eða öðrum. En næstum fimmt-
ungur þessa unga fólks er þegar kominn
í hóp stoltra húseigenda og farinn að
skulda.
A aldrinum 25-34 ára eru tæplega
12% ennþá á almenna Ieigumarkaðnum
og alls um fimmti hver að borga húsa-
leigu. Tíundi hver er ennþá heima á
„Hótel mömmu“ og sparar leigugreiðsl-
ur. En á þessum aldri eru hátt í 70% ís-
lendinga orðnir húseigendur - og komn-
ir í skuldaklafann. Þeir sem eru áratugn-
um eldri eru nær allir fluttir úr föður-
húsum og næstum 90% fluttir í sitt eig-
ið húsnæði.
Erfiðleikaárm milli 25-44
Aldurshópurinn 25-44 ára skuldar að
meðaltal 3 milljónir í húsnæðislánum
600 þús.kr. í námslánum og alls um 4
milljónir. Skýrsluhöfundar taka raunar
' S ■"•' ' H*’
fram að skuldir heimilanna hafi aukist
töluvert fá því þessi könnun var gerð, svo
skuldasúpan sé vísast meiri, en skulda-
hlutfall milli aldurshópa væntanlega
enn áþekkt. Þessi 25-44 ára hópur er sá
sem berst við langsamlega hæstu
greiðslubyrðina, milli 25 til 30 þús.kr. á
mánuði að meðaltali. Enda fjórði hver
lent í vandræðum vegna húsnæðislána
og þriðji hver vegna annarra heimilisút-
gjalda. En þessi hópur á þegar orðið
meira en 4 milljónir í íbúðinni sinni.
Drjúg eignasöfnimarár frá 45
Aðal eignasöfnun Islendinga fer þó fram
næstu tvo áratugina, milli 45 og 66 ára
aldurs. A þeim aldri hafa skuldimar
minnkað um helming (námslánaskuldir
búnar) og greiðslubyrði af lánum þar
með, þrátt fyrir að þessi hópur eigi al-
mennt þriðjungi verðmeiri íbúð/hús, eða
10,5 milljónir að meðaltali, hvar af 9
milljónir eru hrein eign. Það samsvarar
210-220 þús.kr. eignasöfnunar á ári,
þ.e. að þvf gefnu að þessi hópur hafi á
fertugsaldrinum átt svipaðar eignir og
þeir sem nú eru á fertugsaldri. Þar sem
94% þessa hóps eru íbúðareigendur
virðist hann blessunarlega byija sín elli-
ár við nokkuð góðar fjárhagsaðstæður.
-HEI
r>H.
í pottinum var verið að tala
um norska skipið Österhris,
sem Lamlhelgisgæslan hcfur
tvívegis tekið í landhelginni
síðustu daga ineð meinta
ólöglega möskvastærð á nct-
unum. Fannst pottverjum
málatilbúnaður allur vera
með hreinum ólíkindum.
Skrípaleikur, sagði einn þeirra hneykslunar-
röddu. Annar kom með kenningu sem er
kannski ekki fjarri lagi. Skipstjórinn hafi með
seinni tökunni verið að spara útgerðinni olíu-
kostnað og látið Gæsluna draga sig til Akur
eyrar með yfirfullt skipið af fiski. Enn önnur
kenningin gekk út á það að skipverjar hefðu
krækt sér í eyfirskar hlómarósir og viljað ná
endurfundum með þeim hið fyrsta. Hvort
tveggja áhugaverðar kenningar...
Star Wars.
Frá stríði Gæslunnar við norska
loðnudalla yfir í allt annað og
stærra stríð, nefnilega
Stjörnustríðið. Pottverjar
voru að tala um nýjustu kvik-
myndina og hvort þeir ættu kannski að panta
sér miða í forsölu. Spenningur reyndist inis-
jafn en hins vegar hafði einn pottverji heyrt
útvarpsviötal við yfirlýsingaglaðan markaðs-
mann frá bíóhúsi hérlendis. Hafði sá greini-
Iega hlotið uppeldi sitt íýrir framan mynd-
bandstækið ef marka mátti orðfærið. Þegar
liann talaði um forsöluna sagði hann citthvað
um 600 miða fama „as we speak“ og að þetta
yrði líklega mesta aðsókn „ever“. Ljósvíking-
amir höfðu ckkert fýrir því að þýða manninn
og þessu tekið eins og liverri annarri mál-
lýsku. Enda hughreystu pottvcrjarnir okkar
mann og sögðu bara „don’t bother...“
Einar Bollason
stofnandi íshesta.
Landbúnafarráðherra
tók í síðustu viku fyrstu
skóflustungu af 60 milljóna
króna hestamiðstöðíshesta í
Hafnatfirði. Umeraðræða
fjölnota ajþreyingarmiðstöð,
þarsem boðiðverðurupp á
hestafetðir, hestasýningar,
reiðnámskeið, hestasölu og
göngufetðir.
Blað er brotiö í sögu
hestaferða á Islanoi
- Hvemig er þessi hestamiðstöð uppbyggð?
„Hún samanstendur af rúmgóðu hesthúsi
fyrir 54 hesta, hlöðu, saggeymslu og aðstöðu
fyrir starfsmenn ásamt millibyggingu þar sem
hægt er að setja hópa á bak innandyra. Bún-
ingsherbergi eru fyrir gesti með hjálmum,
stígvélum og kuldagöllum eða regngöllum.
Miðstöðin mun einnig hýsa skrifstofur, veit-
ingastað og verslun þar sem áhersla verður
Iögð á minjagripi og reiðfatnað. Aðgengi að
stöðinni verður mjög gott, malbikað er upp að
dyrum og áhersla er lögð á að raska sem
minnst hinum skemmtilega gróðri f kring,
sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hefur lagt
mikla vinnu í. Bæjaryfirvöíd f Hafnarfirði
hafa sýnt þessu máli öllu mikla velvild og
kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.“
- Einhver hefði kannski sagt fyrir
nokkrum úrum að þetta væri óðs manns æði
en væntanlega ráðist þið i framkvæmdimar
nú afgefnu tilefni?
„Já, þetta er búið að eiga sér Iangan aðdrag-
anda. Að Ishestum standa orðið sterkir aðilar.
Kynnisferðir og Ferðaskrifstofa Islands eru
komnir inn sem hluthafar og fleiri sterk fyrir-
tæki eru á leiðinni inn. Þetta gerum við til að
styrkja okkar sölunet. Það eru spennandi tím-
ar fram undan á þessu sviði. Starfsemi okkar
hefur verið að stigmagnast síðustu árin og í
sumar erum við með 50-60 hesta í notkun.
Við þekkjum orðið þessa rekstrarstærð og
hestamiðstöð sem þessi er alveg borðleggj-
andi.“
- Hestamiðstöð af þessu tagi er þvt löngu
tímahær?
„Já, löngu tímabær. Búið að bíða eftir henni
í mörg ár. Vonandi er þetta bara byrjunin og
að við eigum eftir að sjá mörg svona hús risa
um Iandið allt. Með miðstöðinni verður án
efa brotið blað í sögu hestaferða á íslandi,
enda óhætt að telja að aðsókn verði mikil ef
rétt er á spilum haldið. Enginn vafi er á að
margfeldisáhrif verði mikil, til góðs fyrir alla
þá sem koma að ræktun og sölu á íslenska
hestinum. Áætlanir gera ráð fyrir 14 til 15
þúsund gestum í hestamiðstöðina árið 2000
og að árlegur Ijöldi gesta verði kominn í 25
þúsund manns árið 2003.“
- Útheimtir þetta ekki meiri mannskap
og útvíkkun á starfseminni?
„Nei, í rauninni ekki. Okkar rekstur í dag er
þessi Ijöldi af hestum og við erum með mann-
skap í það. Með því að reisa þessa miðstöð
náum við enn sterkari markaðshlutdeild og
betri nýtingu á mannafla og hestum. Þjónust-
an við viðskiptavinina eykst til muna.“
- Þið leggið mikið kapp á að vtgja mann-
virkiðfyrir áramót. Afhverju er það?
„Já, hingað streymir óhemjuljöldi af ferða-
mönnum sem ætla að fagna aldamótunum á
Islandi. Hér hefur ferðamönnum um jól og
áramót fjölgað mikið og við leggjum áherslu á
að hestamiðstöðin verði tilbúin fyrir þann
tíma. Við verðum í slæmum málum ef það
tekst ekki því við höfum fengið svo margar
bókanir. Mér skilst að ástandið sé svona al-
mennt í ferðaþjónustunni, hótel eru orðin
nærri fullbókuð um næstu jól og áramót."
- Það verður þvtfjör við Sörlaskeiðið næstu
mánuðina?
„Já, sveiflan verður mikil. Smiðirnir munu
ekki láta sitt á eftir liggja. Tæknin er líka orð-
in svo mikil að þeir eru farnir að skila skóla-
byggjngum á hálfu ári. Þeir fara létt með
þetta.“ bjb