Dagur - 28.07.1999, Page 9
8 -MIÐVIKVDAGVR 28. JÚLÍ 1999
MIDVIKVDAGVR 28. JÚLÍ 1999 - 9
FRÉTTASKÝRING
Xkypur
FRÉTTIR
HugtaMð hópuppsagnir endurskoðað?
GEIRA.
GUÐSTEINS-
SON
SKRIFAR
Þróimin í kjarabar-
áttu kennara táknar
ekki að mati formanns
Kennarasambandsins
að kjarasamningar
kennara sáu orðnir
markleysa. Samningi
borgarinnar er al-
mennt fagnað en
vinnuveitendur telja
aðgerðir kennara ólög-
legar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, hefur
ákveðið að verja 170 milljónum
króna til grunnskóla Reykjavíkur
á skólaárinu 1999/2000 til efling-
ar skólastarfs. Hliðstæð íjárveit-
ing kemur haustið 2000 til þess
að innleiða nýja starfshætti í skól-
unum, efla samvinnu kennara,
foreldrasamstarf og sjálfstæð
vinnubrögð nemenda. Veija á allt
að 65 milljónum króna á árinu
2000 til launagreiðslna til kenn-
ara vegna vinnu sem tengist und-
irbúningi og breytingum á skóla-
starfi. Viðbrögð kennara í kjara-
hópi kennara eru þau að þeir
hafa ákveðið að draga uppsagnir
sínar til baka og hvetja aðra
grunnskólakennara í Reykjavík að
gera slíkt hið sama. I óefni
stefndi í kennslumálum í Reykja-
vík að öllu óbreyttu. Það vekur
nokkra athygli að þessar ráðstaf-
anir koma eftir viðræður Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttir,
borgarstjóra, við kjarahóp
kennnara, sjö manna hóp, en
ekki stéttarfélög kennara, Kenn-
arasamband Islands og Hið ís-
lenska kennarafélag.
Eiríkur Jónsson, formaður
Kennarasambands Islands, segist
ekki eiga von á að innlegg borgar-
stjóra í kjarabaráttu kennara
muni koma inn á borð Kennara-
sambandsins. Kennarasambandið
hafi ekki haft áhrif á samninga
annara sveitarfélaga við kennara
svipaðs eðlis.
„Mörg sveitarfélög hafa gert
samninga við kennara þar sem til-
greindur er t.d. sá tímafjöldi á
mánuði sem kennarar í viðkom-
andi sveitarfélagi fái greiddan en
í þessu tilfelli er sett ákveðin fjár-
upphæð í hvern skóla sem útfærð
verður síðan á hverjum stað.
Reykjavíkurborg var á eftir öðrum
sveitarfélögum hvað varðar auka-
greiðslur til kennara. Þessi þróun
táknar ekki að mínu mati að
kjarasamningar kennara séu
orðnir markleysa. Þegar gerður er
jafn langur samningur eins og við
gerðum síðast, þ.e. til þriggja ára,
sem að mínu mati er hæpið, tek-
ur hann ekki tillit til breytinga
sem ófrávíkjanlega verða á svo
löngu samningstímabili,11 segir
Eiríkur.
Eiríkur bendir á að ný aðal-
námskrá sé að koma út sem komi
til framkvæmda á næstu árum.
Til hennar hafi ekki verið hugsað
við undirskrift núverandi kjara-
samnings, eða hver áhrif hennar
gætu orðið. Þannig væri einnig
Mikið hefur gengið á frá því að kennarar í Reykjavík skiluðu inn uppsagnarbréfum. Eftir samkomulag við borgarstjóra er búist við því að flestir dragi umsóknirnar til baka.
með aðrar breytingar í vinnuum-
hverfinu.
„Það hefur verið rætt í viðræð-
um okkar við fulltrúa f Iauna-
nefnd sveitarfélaga að í framtíð-
inni væri skynsamlegt að gera
miðlægan samning um stærri
mál, og skilja eftir ákveðnar upp-
hæðir sem yrði ráðstafað heima í
sveitarfélögunum eða skólunum
þar sem þarfirnar væru mismun-
andi. Við erum enn að læra á þær
breytingar sem urðu við það að
viðsemjendur urðu sveitarfélög
Iandsins í stað ríkisvaldsins," seg-
ir Eiríkur Jónsson.
Kennarar fagna yfirlýsingu
borgarstjóra
Einn af forsvarsmönnum kjara-
hóps kennara, sem er þrýstihópur
kennara sem myndaðist úr þeim
hópi sem sagði upp í vor vegna
óánægju með kaup og kjör, er Ei-
ríkur Brynjólfsson. Hann segist
mjög ánægður með að inn í skóla-
starfið í Reykjavík náist 325 mill-
jónir króna á því eina og hálfa ári
sem eftir er af samningstímabil-
inu til að kaupa af kennurum
vinnu með tveimur eingreiðslum.
Þriggja manna nefnd innan hvers
skóla sem skipuð verður skóla-
stjóra og tveimur kennurum mun
síðan gera tillögur um nýtingu
þess fjármagns sem til viðkom-
andi skóla berst. Eiríkur segir að
kennarar álíti að verið sé að
greiða fyrir störf sem kennarar
vinnu nú þegar en hafi ekki verið
metin í síðasta kjarasamningi.
Með yfirlýsingu borgarstjóra sé
verið viðurkenna gildi þessara
starfa kennara í skólunum.
„Við fögnum yfirlýsingu borgar-
stjóra þess efnis að hafin verði
undirbúningur að þróun og breyt-
ingu í skólastarfi á vegum
Fræðslumiðstöðvarinnar í sam-
ráði við stéttarfélög og Skóla-
stjórafélag Reykjavíkur áður en
gildandi kjarasamningar renna út
í árslok ársins 2000. Ég hef haft
afskipti af kjarapólitík í 20 ár en
aldrei kynnst svipuðu ástandi og
nú hefur ríkt. Kennarar í Reykja-
vík settu fram kröfur fyrir hart-
nær ári síðan en því var ekki svar-
að. Það leiddi til þess að kennar-
ar fóru að segja upp í vor. Það
voru alls ekki skipulagðar hóp-
uppsagnir og alls engin samráð
milli kennara, óánægjan ein og
sér var nægjanleg ástæða til þess
að kennarar sögðu upp störfum.
Það var eftir uppsagnir sem við
hittumst og stofnuðum m.a.
kjarahópinn, fullyrðingar um
annað eru einfaldlega rangar.
Auðvitað tala kennarar saman
eins og aðrar vinnandi stéttir.
Kennarar í Reykjavík voru ein-
faldlega orðnir á eftir kennurum
á landsbyggðinni. Uti á landi hafa
menn t.d. fengið húsnæðishlunn-
indi og á síðustu árum hafa verið
gerðir samningar við kennara um
hlunnindi umfram kjarasamn-
inga. Reykjavík og Kópavogur
voru einu sveitarfélögin sem áttu
eftir að semja við kennara. A
fundi sem haldinn var í Kennara-
húsinu á mánudagskvöld voru
allflestir kennarar ánægðir með
yfirlýsingu borgarstjóra og al-
mennt muni kennarar draga sínar
uppsagnir til baka, en einhverjir
eru komnir í aðra vinnu og aðrir
sætta sig ekki við þetta tilboð.
Óánægja kennara hefur verið
mikil og staðið lengi svo það var
nauðsynlegt að koma á einhverri
sátt til tveggja eða þriggja ára. I
framtíðinni þurfa þessar ráðstaf-
anir sem við sjáum nú að vera
hluti af kjarasamningum við
kennara, þ.e. byrjað verður í
næstu kjarasmningum að tala út
frá gamla samningnum og síðan
a.m.k. 20% álag,“ segir Eiríkur
Brynjólfsson.
Nokkrir höfðu í gær dregið sín-
ar uppsagnir til baka en ekki er
búist við neinni „skriðu“ fyrr en
eftir verslunarmannahelgina.
Sátt um sainning á Akureyri
Kennarar á Akureyri gerðu sér-
stakan samning við bæjafyfifvöTd
á Akureyri fyrir síðasta skólaár.
Stefnt var að því að reyna að ná
nýjum samningum um vinnutíma
fyrir komandi skólaár. Náist það
ekki mun samningurinn fram-
lengjast næsta skólaár, eða þar til
samningar hafa náðst. Gunnar
Gíslason, skólafulltrúi, segir að
sátt sé um þennan samning í
skólunum en það sé viðtekin
regla að erfiðara reynist að fá
kennara til starfa þegar þensla sé
í þjóðfélaginu. Ástæðan sé ein-
faldlega sú að laun kennara séu
of lág, ekki síst í ljósi menntunar
kennara.
Þess má geta að nýlega sendi
Kennarasamband Islands og Hið
íslenska kennarafélag öllum
sveitarstjórnum landsins bréf
með túlkun sinni á því hvers
vegna slitnaði hafi upp úr viðræð-
um milli kennarafélaga og
Launanefndar um tilraunasamn-
ing um breyttan vinnutíma,
starfshætti og starfskjör í skólum.
Ásgeir Magnússon formaður
bæjarráðs Akureyrar, sem er for-
maður viðræðunefndar Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga við
kennara um breytt vinnutímafyr-
irkomulag segir í bréfi til sveitar-
stjórna að það sé rangt að upp úr
viðræðum hafi slitnað þrátt fyrir
að kennarafélögin hafi samþykkt
tilboð launanefndarinnar með
smáVægilegum breytingum. Hið
rétta sé að breytingartillögur
kennarafélaganna hafi eklu verið
smávægilegar heldur var í raun
einu af meginmarkmiðum samn-
ingsins hafnað. Málið hafi snúist
um það hvort kennarar hafi verið
tilbúnir að gangast undir ger-
breytta starfshætti skóla þar sem
vinnuskylda kennara yrði ekki
skilgreind í einstaka þætti eins og
kennslu og að binding kennara á
hverjum vinnudegi og á starfstíma
skóla ykist til muna.
Einnig sé röng sú fullyrðing að
það kæmi í hlut sveitarfélaga vítt
og breitt um landið að greiða nið-
ur kostnað af kennsluafslætti fyrir
Reykjavíkurborg. Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga jafni kostnað milli
einstaka sveitarfélaga og taki þá
tillit til samningsbundins Iauna-
kostnaðar, þ.m.t. kennsluafsláttar.
ÖIl sveitarfélög landsins geti feng-
ið framlag úr Jöfnunarsjóði sveit-
arfélaga. Aðeins Reykjavíkurborg
er samkvæmt Iögum utan við Jöfn-
unarsjóðinn og því eina sveitarfé-
lagið sem geti lögum samkvæmt
sparað sér fjármuni með því að
fækka kennurum með kennsluaf-
slátt og fjölga 'ninum. Þrátt fyrir
þaðær hæsta hlutfall kennara með
kennsluafslátt í Reykjavík. Því er
einnig hafnað í bréfi Ásgeirs
Magnússonar að í tengslum við
tilraunasamninginri muni ériginn
keniia meira í nýju kerfi. I samn-
ingnum segi orðrétt áð gert sé ráð
fyrir þ\á að kennarar kenni að
jafnaði hvorki meira né minna en
kennari með hámarkskennslu-
skyldu kenndri í eldra vinnutíma-
kerfi.
Engix samingar við kennara í
Kópavogi
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í
Kópavogi, segir að ekki standi fyr-
ir dyrum neinir samningar við
kennara í Kópavogi, en bæjaryfir-
völd í Kópavogi séu tilbúin að
skoða það. Kópavogur er nánast
eina sveitarfélagið þar sem ekki
hefur verið samið sérstaklega við
kennara um aukagreiðslur. Bæjar-
stjóri segist þó bjartsýnn á að skól-
arnir verði vel mannaðir kennur-
um í haust, annað væri nýlunda í
skólastarfinu í Kópavogi.
„Þó vitnað sé til þess hvað kenn-
arar hafi fengið í Bessastaða-
hreppi, á Raufarhöfn eða Isafirði,
þá minni ég á að um helmingur
allra kennara á landinu starfa í
Reykjavík og Kópavogi. Við höfn-
uðum kröfum kennara í fyrravetur
þegar mest gekk á í samningum
\ið þá víðs vegar um landið, en við
gáfum þá í skin að við vildum
greiða fyrir alla aukavinnu og
koma á breyttu skólastarfi. Bæjar-
stjórn vill koma á ákveðnum
breýtingum í skólastarfi hér á
nýrri öld og hefur til þess metnað
en grunnskólastarfið er í ákveð-
inni mótun eftir að sveitarfélögin
tóku við rekstri skólanna," segir
Sigurður Geirdal.
Marka skýrari vinnulöggjöf
Gunnar Bragi Sveinsson, aðstoð-
armaður félagsmálaráðherra, segir
að þessar aukagreiðslur til kenn-
ara hafi ekki verið ræddar sérstak-
Iega í félagsmálaráðuneytinu, en
vissulega hafi þeir orðið varir við
umræðuna úti í þjóðfélaginu.
Gunnar segir að ekki sé ljóst
hvernig beita eigi löggjöfinni til
þess að koma í veg fyrir að kjara-
samningar séu brotnir, t.d. með
hópuppsögnum, en sé þetta eitt-
hvað sem Iaunþegar ætli að fara
að stunda verði að taka fast á mál-
inu.
„Mín persónulega skoðun er sú
að endurskoða þurfi hugtakið
hópuppsagnir og marka það skýr-
ara í vinnulöggjöfinni," segir
Gunnar Bragi Sveinsson.
„Aðferðir kennara ólöglegar“
Hannes G. Sigurðsson, settur
framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambands tslands, segir að vinnu-
veitendur hafi áður lýst yfir and-
stöðu gegn svona samningum til
hliðar við kjarasamninga eins og
kennarar eru að ná hringinn í
kringum landið og andúð á að-
ferðum kennara við að ná þeim.
„Það er ljóst að þessir samning-
ar kennara munu gera samninga á
hinum almenna vinnumarkaði
erfiðari en ella og þessar aðferðir
kennara við að ná þessum kjara-
samningum eru algjörlega ólög-
legar. Hópuppsagnir eru algjör-
lega ólöglegar til þess að knýja
fram frekari kjarabætur og gerir
kjarasamninga í raun alveg
ómerka og einskis virði. Það verð-
ur mjög erfitt að endurnýja kjara-
saminga við þessa hópa aftur. Það
dylst ekki nokkrum manni að þeg-
ar hópur segir upp nánast allur í
einu og myndar samninganefndir,
undirrita saminga, hefur sérstaka
talsmenn, gengur í takt og talar
einni röddu þá þarf ekki frekari
sannanir fyrir þvf. I nágranna-
löndunum er í gildi löggjöf þar
sem skýrt er kveðið á um fébóta-
ábyrgð í hliðstæðum málum. Hér
er engin sérstök fébótaábyrgð
gagnvart brotum af þessu tagi.
Samkvæmt vinnulöggjöfinni er
aðeins hægt að fara með svona
mál fyrir félagsdóm og krefjast
bóta af stéttarfélögunum. Þessi
aðferð sem skilar þessum hópum
svona mildum árangri eru til þess
fallinn að bijóta niður þau sam-
skipti sem hafa verið milli þessara
aðila og annara ef fram heldur
sem hingað til. Löggjafinn og rík-
isstjórn hlýtur að skipa málum
þannig að kjarasamningar séu
virtir,“ segir Hannes.
Hannes segir að aðrir bæjar-
starfsmenn, ekki bara í Reykjavík,
hljóti að horfa til þess hvort þeir
nái ekki sambærilegum árangri, og
síðan smiti þetta út í umhverfið.
„Ég veit ekki til þess að aðilar á
almennum vinnumarkaði hafi
áhuga á að taka upp þessar starfs-
aðferðir, enda hafa talsmenn
þeirra gagnrýnt þær harðlega.
Þetta hefur verið látið óátalið af
sveitarfélögunum og öðrum opin-
berum aðilum að þessum aðferð-
um sé beitt, en breyting þyrfti að
verða á því,“ segir Hannes G. Sig-
urðsson.
Þess má geta að Davíð Odds-
son, forsætisráðherra, hefur boð-
að að flutt verði á Alþingi laga-
frumvarp til að spyrna gegn hóp-
uppsögnum og öðrum ólöglegum
þrýstiatriðum í kjarabaráttu, gerist
þess þörf.
Ekki er enn Ijóst hvort að röð áfalla hjá Coke í Evrópu hafi áhrifá sölu hér
á landi.
íslenskt kók
án áhrífa ESB
Eigandi Vífilfells,
framleiðanda Coca
Cola á íslandi, er í
rannsókn hjá Evrópu-
samhandinu, vegna
meintra brota á sam-
keppnislögum ESB.
Aðgerðir Evrópusambandsins
gegn Coca Cola framleiðendum
í Þýskalandi, Austurríki, Dan-
mörku og Bretlandi, munu ekki
hafa áhrif á Vífilfell, framleið-
anda Coke á Islandi, að sögn
Þorsteins M. Jónssonar, forstjóra
fyrirtækisins. Framkvæmda-
stjórn ESB hefur sett í gang
rannsókn á samkeppnisháttum
framleiðendanna í Evrópu, en
enn hefur ekki verið farið í slíkar
aðgerðir hér á landi.
Þorsteinn segir að þessar að-
gerðir ESB hafi ekki haft áhrif á
Vífilfell, enn sem komið er, og að
menn þar á bæ ættu síður von á
því. Hann segir hins vegar að ef
að til þess kæmi að samkeppnis-
yfirvöld vildu skoða eitthvað hjá
fyrirtækinu, þá myndi vera mjög
vel tekið á móti þeim og þeim
yrði sýnt allt, sem þeir myndu
vilja sá.
Eigandi Vífilfells í rannsókn
Meðal þeirra framleiðenda, sem
verið er að rannsaka í Evrópu, er
fyrirtækið Coca Cola Nordic
Beverages, sem framleiðir vörur
Coca Cola fyrirtækisins og er
dreifingaraðili þess á Norður-
Iöndunum. Vífilfell er f eigu
þessa fyrirtækis, en að sögn Þor-
steins hefur það ekki haft áhrif
hér eins og er.
Þorsteinn segir að ef að raunin
yrði sú að CCNB yrði fundið
sekt um brot á samkeppnislög
ESB, myndi það ekki hafa áhrif á
Vífilfell. „Við höldum áfram að
reka okkar fyrirtæki eins og ekk-
ert hafi í skorist, enda er ekkert
verið að skoða hér eins og ég
segi. Það er hins vegar mjög ólík-
Iegt að það komi eitthvað upp,
sem ekki er f samræmi við eðli-
lega viðskiptahætti," segir Þor-
steinn. Hann bætti því við að
Vífilfell væri rekið sem algjörlega
sjálfstæð rekstrareining.
Mðrg áföll hjá Coke í Evrópu
Undanfarnar vikur hefur Coca
Cola í Ewópu orðið fýrir mörg-
um áföllum og ber þar kannski
hæst gallaðir drykkir frá Coke í
Belgíu. Þorsteinn segir að það sé
ekki gott að segja til um hvort að
þessi röð áfalla í Evrópu hafi
áhrif á sölu drykksins hér á
landi, þvf mjög erfitt sé að mæla
það. „Okkar framleiðsla er þekkt
í Coke-heiminum fyrir að vera
góð. Ein ástæðan er eflaust sú að
við eigum besta vatn í heimi en
einnig að gæðastarf fyrirtækisins
er einstaklega öflugt," sagði Þor-
steinn að Iokum. - AÞM
650nýbílastædi
í Laugardal
Borgarráð hefur samþykkt breyt-
ingar á skipulagi í Laugardal sem
gerir ráð fyrir byggingum að gólf-
fleti rúmlega 20.000 m2 (álíka
og 3/4 Kringlunnar) ásamt 650
bílastæðum á tveim lóðum á
milli Engjavegar og Suðurlands-
brautar: Annars vegar er um að
ræða 25.000 m2 lóð ætlaða
Landssímanum undir 4 hæða
hús, 14.000 m2 að gólffleti
ásamt 445 bílastæðum. Og hins
vegar 11.500 m2 lóð undir
6.440 m2 byggingu ásamt rösk-
lega 200 bílastæðum. Áætlað er
að fjórðungur bílastæðarina
verði neðanjarðar.
Bíó tæpast felumál
Þótt tillaga hafi ekki verið kynnt
um uppbyggingu á minni lóð-
inni, sem gagnrýnt var í bókun
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, „er
það tæpast felumál sem bókað er
í fundargerðir borgarráðs, en
þann 13. apríl sl. var borgar-
stjóra falið að taka upp viðræður
\ið forsvarsmenn Bíós hf. um
þarfir fyrirtækisins og hvernig
þær hugmyndir, sem umsókn
þeirra byggist á, falla að notkun
og skipulagi Laugardalsins",
sagði í bókun Reykja\ikurlistans.
Tvær hallir til viðbótar
Borgarráð hefur einnig samþykkt
tíllögur um byggingu fjölnota
íþrótta- og sýningarhúss og yfir-
byggðs knattspyrnuvallar í Graf-
arvogi. Áformað er að stofnað
verði hlutafélag sem mundi
byggja fjölpotahúsið við hiið
Laugardalshallar, sem annaðist
síðan rekstur beggja húsanna.
Hlutafé er áætlað 75 milljónir,
sem skiptist þannig að borgin
eigi 40%, Samtök iðnaðarins
4Ö% og ÍBR 20%. - hei