Dagur - 28.07.1999, Qupperneq 11

Dagur - 28.07.1999, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Bretar óttast hermdarverk IRA Breska lögreglan er við öllu búin ef hermdarverkamenn írska lýð- veldishersins fara aftur að Iáta á sér kræla. Vopnahlé hefur staðið í nokkra mánuði á meðan á firðar- viðræðum stóð og verið var að undirbúa þing og heimastjóm á Norður-Irlandi. En eftir að Sam- bandsflokkur Ulster neitaði að sitja í stjórninni með fulltrúum Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, nema herinn afvopnaðis þegar í stað hafa herskáir Norður-Irar lát- ið á sér skilja að þeir séu til alls vísir. Lýðveldisherinn kennir bresku stjórninni, breska hernum og mótmælendum á Norður-trlandi einhliða um að ekki tókst að mynda heimastjómina og segja taísmenn hans, að þessir aðilar hafi aldrei ætlað að semja um eitt né neitt. Eru því málin komin aft- ur á byrjunarreit, eða á þann stað þar sem málin stóðu er friðarum- leitanir, sem kenndar eru við föstudaginn langa á síðast ári, hófust. Þeir sem mest létu til sín taka í friðarumræðunum segjast samt bjartsýnir á að viðræður verði teknar upp á ný og að málin muni taka friðsamlega stefnu áður en Iangt um líður. Trúarleiðtogi biður iim aðstoð Leiðtogi Falun Gong hreyfingar- innar, sem kommúnistastjórnin er búin að banna, ákallar nú „al- þjóðasamfélagið“ og biðst hjálpar. Li Hongzhi, sem búið hefur í New York í tvö ár, segir að aðrar þjóðir eigi að grípa í taumana og reyna að hafa áhrif á kínversku stjórnina til að stöðva ofsóknir á hendur áhangendum Falun Gong. Hann segist enn ekki hafa orðið var við nein viðbrögð Bandaríkjastjórnar við þeim mannréttindabrotum sem beitt er í Kína. Hann heldur því fram, að aðför- in gegn Falun Gong sé ekkert skárri en hvernig farið var með fólk í menningarbyltingunni. Þeir kúga fólk og neyða það til að gera ýmislegt á móti vilja sínum. En þeir geta ekki breytt vilja og hjarta- lagi fólks, sagði Li í viðtali við breskt blað. Kommúnistaflokkurinn hefur viðurkennt, að samtökin hafi vald- ið vissum óróa innan flokksins. Nokkrir flokksmenn hafa gengið Falun Gong á hönd og gerst leið- togar söfnuða. Málgagn flokksins, Dagblað alþýðunnar, hvetur til að þegar verði tekið á agavandamál- um sem farið er að bera á innan raða flokksmanna. Talsmenn flokksins segja að Falun Gong eigi sér áhangendur innan hersins og í stjórnarstofn- unum. Blaðið spyr hvort eigi sér meira í flokknum, Marx-Lenín- ismi eða Falun Gong. Kínverskir námsmenn erlendis eru varaðir við villukenningum og íbúar Hong Kong og Macao eru sagðir afneita Falun Gong þegar þeir kynnast hinu sanna innræti kenninga Falun Gong. Dýrasta málverk heims glatað? Metropolitiansafnið í New York mun efna til sýningar á verkum Vincent Van Gogh og átti málverk hans af lækninum Gachet, að vera eitt hels- ta aðdráttarafl sýningarinnar, en læknirinn átti nokkrar myndir eftir meistarann og verða þær á sýningunni. En myndin af lækninum finnst ekki og óttast menn að hún sé glötuð að eilífu. Þetta er það málverk sem hæst verð hefur verið greitt fyrir. Arið 1990 keypti japanskur viðskiptajöfur, Ryoei Saito, myndina fyrir 82 milljónir dollara. Hann hótaði að myndin skyldi brennd fyrir dauða sinn. Hann ætlaði að spara erfingjunum að borga himinháan erfðaskatt. Karlinn dó sex árum síðar og síðan hefur ekkert til myndarinnar spurst. Norðitr-Kóreu- merni varaðir við Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Japans og Suður-Kóreu hafa varað stjórn Norður-Kóreu við að skjóta langdrægri eldflaug á loft. Þeir hafa pata af því að í undirbúningi sé að gera tilraun með eldflaug, sem bor- ið getur sprengjuhleðslur allt til Hawaieyja og Alaska. I fyrra skutu Norður-Kóreumenn eldflaug sem fór yfir Japan og lenti í hafinu skammt frá ströndinni. Japanir mótmæltu harðlega, en eldflauga- skytturnar sögðust aðeins hafa ver- ið að koma gerfihnetti á braut, sem allir vita að er fjarstæða. Dauðasveitir lög- reglu í Pakistan Lögmenn og mannréttindahópar benda á að í Pakistan séu hundruð manna teknir af lífi án dóma og að Iögreglan standi fyrir hreinsunum á glæpamönnum. Gögn liggja fyrir um, að ekki færri en 850 grunaðir afbrotamenn hafi verið myrtir af lögreglumönnum, aðeins i Punjab- héraði, síðan núverandi stjóm mús- lima komst til valda 1997. Ryðfríir norskir hitakútar með sparnaðar- einangrun og termóstýrðum blöndunartækjum Blandar 40-70" inn á kerfið Stærðir: 5,30,50,80, 100, 120, 150,200, og 300 lítra 30 ára frábasr reynsla Hagstaett verð Einar Farestveit & Co. hf Borgartúni 28, sími 562 2900 Sjáðu meistarbílinn við Esso Tryggvabraut í dag milli kl. 15 og 16. Einnig verður 38“ MMC Pajero á svæðinu, einn sá allra fallegasti. HöUurehf. SHI HEKLA

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.