Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 2
18-FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍÁGÚST fD^wr LÍFIÐ í LANDINU ÞAD ER KOMIN HELGI Hvað ætlarþúað gera? Skógræktarfundur á Þingvöllum. Siguröur G. Tómssson. Á skógræktarfundi „Um helgina verð ég á aðalfundi Skógræktar- félags Islands austur á Laugarvatni. Þetta er fyrsti fundur félagsins sem ég sæki, en hann verður með hátíðlegum blæ þar sem nú eru Iiðin hundrað ár síðan skipulögð skógrækt hófst hér á landi, það er á ÞingvöIIum,“ segir Sigurður G. Tómasson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. „Eg veit svo sem ekki annað og meira um þennan fund en ég hlakka til þess að sækja hann og hitta þar Ijöldann allan af skemmtilegu fólki. A leið- inni í bæinn aftur á sunnudaginn ætla ég svo að koma við £ Þingvallasveit og vökva plönt- urnar mínar sem eru á landsvæði mínu við Kárastaði. Ekki veitir af því að planta í þessari blíðu sem ríkt hefur síðustu daga.“ Heyskapur og sumar- gestir. Halldóra Jónsdóttir. Góðir sumargestir „Eg reikna með að ég verði að sinna búverk- unum um helgina, rétt einsog gerist á virkum dögum. Það þarf að eitthvað að sinna hey- skap, enda þó við séum hér á bæ komin nokk- uð langt með hann. Síðan þarf að mjólka kýrnar og hver veit nema að hingað komi líka einhverjir góðir sumargestir, einsog oft er í sveitum á sumrin," segir Halldóra Jónsdóttir í Grímshúsum í Aðaldal, formaður Kaupfélags Þingeyinga. „Talsverður tími hefur að undan- förnu farið hjá okkur í að innleiða hér hina nýju stórbaggatækni við heyskapinn, við erum að læra tökin á henni núna. - Um helgar koma barnabörnin gjarnan í heimsókn og hver veit nema þau verði hér á ferð um helg- ina.“ Með þingforsetum á Svalbarða. Halldór Blöndal. Norður til Svalbarða „A föstudagsmorgun fer ég út til Noregs og þaðan svo norður til Svalbarða þar sem ég verð á vikulöngum fundi með þingforsetum hinna Norðurlandanna," segir Halldór Blön- dal, forseti Alþingis. „Aldrei áður hef ég kom- ið þarna norður, en ég geri ráð fyrir því að ferðin verði bæði forvitnileg og skemmtileg og ég hlakka til að fara. Með mér fer Friðrik Olafsson, skrifstofustjóri Alþingis, og þó ég geri ekki ráð fyrir því að við teflum saman í þessu ferðalagi þá finnst mér ekki ólíklegt að Friðrik hafi skákbækur með sér og leggist yfir skákir svo hann verði sem best undirbúinn fyrir einvígi sitt við Larsen, síðar í þessum mánuði." / Vestur á ísafirði er aðdáandi Rollings Stones nr. 1 á íslandi, sýslumaðurinn Ólafur Helgi Kjartanasson. Og fjallið kom til Múhameðs um sl. helgi þegar söngvari Rollinganna, Mick Jagger, sást óvænt á ferð vestra og I spássitúr um götur bæjarins. Sýslumaður tók nýjasta vini Vestfjarða fagnandi. Þessi mynd af Ólafi Helga var tekin fýrir um hálfum öðrum áratug, en þá var hann löngu orðinn aðdáandi Rollinganna, aðdáunin er í raun barnatrú hans. ■ LÍF OG LIST Teiknmiynda- Kalli „Síðast var ég að lesa bók- ina um Teiknmynda-Kalla eftir Gene Walz, en hann hélt einmitt fyrirlestur um efni bókarinnar hér í safninu í fyTrakvöId. Karl Þórsson var af íslenskum ættum en bjó alla sína tíð fyrir vestan haf, þar sem hann starfaði við gerð teiknimynda hjá helstu fyrirtækjunum á þeim vettvangi. Þessi bók varð mér mikil opin- berun, enda um hornstein fjöldamenningar 20. aldar að ræða,“ segir Hannes Sigurðsson, sem er nýlega tekinn við starfi forstöðumanns Lista- safhsins á Akureyri. „Þá er ég einnig að lesa bók- ina „Path to the Future", sem fjallar um framtíð- arsýn og hugmyndir Bill Gates. Satt best að segja varð ég fyrir mildum vonbrigðum með þessa bók, mér finnst í hana vanta allan brodd og svo virðist sem ritstjórar bókarinnar hafi fyrst og fremst haft að markmiði að halda hlífiskildi yfir Bill Gates." Sýrudjassinn „Eg er alæta á tónlist, en mest er ég fyrir klassík og djass. Um þessar mundir er ég að fikra mig áfram í sýrudjassinum, þar sem blandað er saman rafmagnsgítar, rafmagns- hljóðum og ýmsum fönkstefnum. En annars stendur hinn gamli sígildi djass alltaf fyrir sínu og ekki síst þá flytjendur og lagahöfundar fjórða og fimmta áratugs aldarinnar, menn eins og Oscar Peterson, Duke Ellington og Gipsy Gelepsi. Þessir höfundar eru nánast sí- gildir, líkt og Kalli kanína, sem okkar maður, Karl Þórsson, hannaði." „Ég hef mest lítinn tíma til að glápa á sjónvarp, en gríp öðru hverju til bandarískra afþreyingar- mynda einsog sönnum Islendingi sæmir. Þess fyrir utan er forvitnilegt að fylgjast með doku- menta-stefnu sem er að ryðja sér til rúms í kvik- myndum Evrópu og kennd er við danska leik- stjórann Lars Von Trier. í stuttum máli sagt gengur hún út á að hafa hlutina sem eðlilegasta hvað varðar handrit, leik og tökur. Það er ánægjulegt til þess að vita að ný bylgja í kvik- myndum eigi sér upphaf í Danmörku. Það gefur fyrirheit um að norrænar þjóðir geti almennt farið að láta meira að sér kveða.“ -SBS. ■ FRA DEGI TIL DflGS “Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking sé hjarta ei með sem undir slær.“ Einar Benediktsson. „Aldamót.“ Þau fæddust 6. ágúst • 1881 fæddist skáldkonan Hulda (Unnur G. Bjarldind) sem m.a. orti: Hver á sér fegra föðurland með fjöll og dal og bláan sand... • 1931 fæddist Matthías Á. Mathiesen, fv. ráðherra. • 1945 fæddist Ken Norton, hnefaleik- ari. • 1952 fæddist Sigurður L. Hall, mat- reiðslumeistari. • 1954 fæddist Jón Ólafsson, hljóm- plötuútgefandi með meiru. • 1959 fæddist Sigríður Hrönn Elías- dóttir er mikið mæddi á þegar hún var sveitarstjóri á Súðavík 1995 þegar mannskæð snjóflóð féllu þar. Þetta gerðist 6. ágúst • 1809 Jörundur hundadagakonungur efndi til dansleiks í Klúbbnum í Reykjavík, þar sem nú er hús Hjálp- ræðishersins. • 1945 Sprengju var varpað á japönsku borgina Hirosima frá bandarískri sprengjuvél af gerðinni Boeing B29. • 1960 Steingrímsstöð, virkjun við Efra-Sog, var vígð við hátíðlega at- höfn. Afl hennar er 26 megavött. • 1962 Jamaica varð sjálfstætt ríki eftir að hafa verið bresk nýlenda í 300 ár. • 1992 Kvikmyndin Veggfóður var frumsýnd. Leikstjóri var Júlíus Kemp. Vísan Kristjáni Stefánssyni frá Gilhaga eru gæðingarnir hugleiknir en þeir geta verið af ýmsum sortum. Stnum ctugum silfrið lítur hver sífellt meir ú ferðalög við stólum. Gæðingur þá veit ég víst að er , ,með vakvastýri.ogidrjfíéMlwnihjóhym Afmælisbam dagsins Geri Estelle Halliwell fæddist í Watford á Englandi 6. ágúst 1972. Hún er ein af Spice girls stúlkunum vinsælu sem eiga aðdáendur út um allan heim. Áður en hún varð fræg söngkona starfaði Geri sem kynnir á tyrkneskri sjónvarpsstöð, módel, eróbikkennari og afgreiddi á bar. Geri er mjög sjálfstæð í skoðunum og er þekkt fyrir að fara eigin leiðir í stíl og klæðaburði. Hún ku ganga með hring í nafla og nokkur tattú á hinum og þessum stöðum. ti 6»>ii. < .utifc .cl ifiíi.t) »■IjíI í„ Brandarinn Helgi í Birtingarholti var hefðarbóndi á sínum tíma og framfaramaður. Hann hélt mjög fram þeirri skoðun að bændur ættu að fækka við sig hrossum. Nokkuð sem oft hefur borið á góma á undanförnum miss- erum. Síst af öllu fannst honum menn ættu að hafa eins mikið af merum og al- gengt væri. Einhverju sinni bar svo til að hann sá hjá sveitunga sínum fallegan fola sem honum leist mjög vel á og lagði fölur á hann. „Já, en hann er stórgallaður, Helgi minn,“ sagði sá er átti folann. „Nú, hvernig þá?“ spurði Helgi. „Hann er undan meri,“ svaraði hinn. (Islensk fyndni) Veffang Ótal góða söngtexta úr flokki þjóð- og dægurlaga er að finna á vefnum *huD » •mgvuVr.wld

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.