Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 8
24- FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 Szamosi í Hallgrímskirkju Ungverski organistinn Szabolcs Szamosi leikur á tónleikum Kirkjulist- arhátíðar í Hallgrímskirkju á sunnudaginn kl. 20.30. Á efnisskránni er bæði ungversk tónlist og þekkt verk úr orgelbókmenntunum. Sza- mosi er tæplega þrítugur, með próf í tónlist, stærðfræði og kennslu- fræðum en starfar sem dómorganisti f heimabæ sín- um í Ungverja- landi, Pécs. Hann hefur einnig spilað víða í Mið-Evr- ópu á org- eltónleikum og leikið inn á geisladiska. fjör Þýskur kór á íslandi Kammerkór Háskólans i Karlsruhe í Þýskalandi er í heimsókn og ætl- ar að syngja fyrir landann á tónleíkum í sal Tónlistarskólans í Hafnar- firði á sunnudaginn kl.17.00. Kammerkórinn var stofnaður árið 1989 og telur um 25 meðlimi en efnisskrá kórsins spannar iðulega verk frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar, mótettur, madrigala, kórverk og samtímakórverk. Hér mun kórinn flytja kirkjulega tónlist frá siðustu fimm öldum. Hestamannamót á Einarsstöðum Stórmót hestamannafélaganna Þjáifa og Grana hefst á laugardaginn að Einarsstöðum í Reykjadal. Búist er við þátttakendum víða að, allt frá Skagafirði að Vopnafirði. Dagskráin hefst kl. 11 með forkeppni í öllum flokkum nema öldungaflokki. Síðdegis verður farið í reiðtúr, um kvöldið er grillveisla og kvöldvaka og á sunnudag kl. 13 verður úrslita- keppni. Að- stæður fyrir keppendur og áhorfendur á Einarsstöðum þykja mjög góðar frá nátt- úrunnar hendi. ■ HVAB ER Á SEYBI? ■ Á DAGSKRÁNNI 14.-15. ágúst: Gönguferð í Hvalvatns- fjörð yfir í Flateyjardal. Brottför kl. 09.00, ekið að morgni í Kaðalstaði í Hvalvatnsfirði, gengið þaðan um Bjarnarfjallsskriður á Flateyjardal og gist þar. Daginn eftir verður gengið Ytri-Brettingsstaðadal og Jökulbrekku í Kaðalsstaði og ekið heim. Tjaldgisting. 16.-22. ágúst. Síðasta ferðin á Oskju- veginn í sumar. Nokkur sæti laus. Ekið í Herðubreiðarlindir og gist þar. Geng- ið þaðan í Bræðrafell og gist. Þaðan er gengið í Dreka. Næsta dag er Askja skoðuð og gist í Dreka. Síðan er gengið um Jónsskarð í Dyngjufell og gist. Síð- an er gengið að Suðurárbotnum og gist í Botna. Síðasta daginn er gengið í Svartárkot og ekið heim. Skráning í ferðir er á skrifstofu félags- ins í s. 462-2720. Skrifstofan er opin kl. 16.00-19.00 virka daga. OG SVO HITT... Minjasafiiið á Akureyri Sunnudaginn 8. ágúst hcldur Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur, fyrirlest- urinn „Gullöld íslenskrar kirkjulistar“. Fyrirlesturinn er haldinn í Zontasaln- um, Aðalstræti 54 og hefst kl. 14. Til- efnið er sýning í Minjasafninu á Akur- eyri þar sem eru nokkrir dýrgripir úr kirkjum í Eyjafirði, varðveittir í Þjóð- minjasafni Islands. Þóra mun fjalla um helstu gripi úr kaþólskum sið sem varðveist hafa úr norðlenskum kirkjum, og um kirkju- listamenn fyrri alda. Aðgangur er ókcypis og allir velkomnir. Gjörningur í göngugötu Eins og venjulega á föstudögum, flytur Anna Richardsdóttir hreingjörninginn sinn og spunadansinn í göngugötunni á Akureyri. Að þessu sinni fær hún til liðs við sig fjöllistahópinn New Remote en meðlimir hans munu skapa stemmn- ingshljóð með hljóðnemum og áslætti. Uppákoman hefst klukkan 16:30. Kaffisala að Hólavatni Haffisala verður í sumarbúðum KFUM og K sunnudaginn 8. ágúst frá kl. 14.30-18.00. í sumar hafa hópar drengja og stúlkna dvalið á Hólavatni og venjan er að starfinu Ijúki með kaffísölu sem er mikilvægur þáttur þess. Kaffisal- an er liður í fjáröflun sumarbúðanna og gefur hún einnig velunnurum starfsins og öðrum tækifæri til að koma að Hóla- vatni, skoða sumarbúðirnar sem eru í fallegu umhverfi, hittast og talast við. Kaffisalan hefur oft verið mjög vel sótt og greinilegt er að margir líta á það sem fastan þátt að aka Eyjaíjörðinn á sunnu- dagseftirmiðdegi í ágúst og fá sér kaffi að Hólavatni. T UTT?T r* ADTJT A DT nflTC Útilokar ekki formennsku Fluguveiði, krossgáta, Áskriftarsiminn er 800-7080 - Bæði með ferðabakteríuna - Guðmundur Árni Stefánsson í opinskáu helgarviðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur Tískan í regnfatnaði SÝN - FÖSTUDAGUR KL. 20.30: Alltaf í boltanum. Keppnistímabilið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst á morgun með beinni útsendingu á Stöð 2 kl. 13.45. í þættinum Alltaf í boltanum sem er á dagskrá Sýnar í kvöld verður hins vegar farið ítarlega yfir alla leiki helgarinnar sem framundan er og spáð í spilin fyrir komandi keppnistíð. Athyglin mun væntanlega heinast íyrst og fremst að viðureign þrefaldra mcistara frá því í fyrra, Manchester United, og Everton. Liðið sem vermdi annað sæti úrvals- deildarinnar á síðasta ári, Arsenal, mun hins vegar mæta Leicester á heimavelli. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 á laugardögum. STÖÐ 2 - FÖSTUDAGUR KL. 22.30: Eg veit hvað þið gerðuð í fyrrasum- ar. Seinni frumsýningarmynd kvölds- ins á Stöð 2 er bandaríska spennu- myndin Eg veit hvað þið gerðuð í fyrra- sumar (I Know What You Did Last Summer) frá 1997. Fjögur ungmenni í Norður-Karólínu keyra að slysni niður gangandi mann á fáförnum vegi og verða honum að bana. Þau kasta líkinu í sjóinn og heita því að nefna þetta aldrei við nokkurn mann. Ari síðar fara vinunum hins vegar að berast dularfull bréf og virðist sem sendandinn viti allt um það sem gerðist því í bréfunum segir: „Eg veit hvað þið gerðuð í fyrra- sumar“. Með helstu hlutverk fara Jennifer Love Hevvitt (Party of Five), Sara Michelle Gellar (Buffý the Vamp- ire Slayer), Ryan Phillippe og Freddie Prinze. Leikstjóri er Jim Gillespie. SÝN - LAUGARDAGUR KL. 17.00: Islenskt golf í beinni á Sýn. Golfí- þróttinni eru gerð góð skil á Sýn og nú verður sýnt beint frá næstsíðasta keppnisdegi á Landsmótinu í golfi þar sem allir bestu kylfingar landsins keppa um sjálfan íslandsmeistaratitil- inn. Það verður án efa skemmtilegt að fylgjast með þeim Erni Ævari Hjartar- syni, Sigurpáli G. Sveinssyni, Björgvini Sigurbergssyni og Helga Þórissyni í eldlínunni. Vænta má harðrar baráttu á milli Ijórmenninganna en aðrir gætu vissulega blandað sér í slaginn. I kvennaílokki er líklegast að Ragnhildur Sigurðardóttir, núverandi Islands- meistari, og Olöf María Jónsdóttir, berjist um titilinn. Það eru þeir Páll Kctilsson og Úlfar Jónsson sem verða við hljóðnemann og lýsa gangi mála í beinni útsendingu. STÖÐ 2 - LAUGARDAGUR KL. 21.10: Andvökudraumur. Andvökudraumur, eða Dream for an Insomniac, nefnist rómantfsk gamanmynd frá 1997 sem Stöð 2 sýnir. Aðalsögupersónan er gengilbeinan Frankie sem hugsar um fátt annað en að finna hinn eina rétta karlmann. Hún getur yfirleitt ekkert sofið á næturnar og annaðhvort stafar það af ástarþrá cða of mikilli kaffi- drykkju. Dag einn kemur hún auga á David og stúlkukindin ákveður að kló- festa hann umsvifalaust. Frankie lætur ekki einu sinni hugfallast þótt í ljós komi að David er lofaður annarri. Það má alltaf finna einhver ráð... I helstu hlutverkum eru Ione Skye (dóttir söngvarans Donovans), Jennifer Ani- ston (úr Vinum eða Friends) og Mac- Kenzie Astin. SÝN - SUNNUDAGUR KL. 17.00: Islenskt golf í beinni á Sýn. Golf- íþróttinni eru gerð góð skil á Sýn og nú verður sýnt beint frá síðasta keppn- isdegi á Landsmótinu f golfi þar sem allir bestu kylfingar landsins keppa um sjálfan Islandsmeistaratitilinn. Spenn- an er nú í hámarki og verður án efa skemmtilegt að fylgjast með þeim Erni Ævari Hjartarsyni, Sigurpáli G. Sveinssyni, Björgvini Sigurbergssyni og Helga Þórissyni í eldlínunni. Vænta má harðrar baráttu á milli fjórmenn- inganna en aðrir gætu vissulega bland- að sér í slaginn. I kvennaflokki er lík- legast að Ragnhildur Sigurðardóttir, núverandi Islandsmeistari, og Olöf María Jónsdóttir, berjist um titilinn. Það eru þeir Páll Ketilsson og Ulfar Jónsson sem verða við hljóðnemann og lýsa gangi mála í beinni útsendingu. STÖÐ 2 - SUNNUDAGUR KL. 21.30: Síðasta bíómynd Hitchcocks. Seinni hluti heimildarþáttarins um leikstjór- ann Alfred Hitchcock er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20.40 en þar strax á eftir verður sýnd síðasta bíómyndin sem þessi mikli kvikmyndajöfur leikstýrði. Þar er um að ræða myndina Maðkur í mysunni, eða Family Plot, frá 1976. Sagan hefst á miðilsfundi þar sem Blanche Tyler setur sig í samband við hulda heima með það fyrir augum að finna systurson hinnar forríku Juliu Rainbird. Sagt er að systir Juliu hafi gefið drenginn frá sér í æsku til að forðast hneyksli. En hér er ekki allt sem sýnist. Blanche hefur aflað sér upplýsinga fyrirfram og er í raun ekk- ert annað en loddari. Með helstu hlut- verk í myndinni fara Karen Black, Bruce Dern og Barbara Harris. SÝN - MÁNUDAGUR KL. 18.55: Tottenham og Newcastle í beinni! Enska knattspyrnan er nú að komast á fullt skrið og að sjálfsögðu verður henni gert hátt undir höfði á Sýn. Ahorfendur hafa úr nægu að velja og í kvöld verður boðið upp á beina út- sending frá viðureign Tottenham Hotspur og Newcastle United á White Hart Lane. Eftir síðasta keppnistímabil voru Iiðin bæði íyrir neðan miðja deild og hafa eflaust valdið áhangendum sinum nokkrum vonbrigðum. Gamla stórveldið Tottenham má inuna fífil sinn fegurri og það sama má í raun segja um Newcastle. Nú verða liðs- menn þeirra einfaldlcga að bíta á jaxl- inn ef þeir ætla að ná að blanda sér í toppbaráttuna í vctur. iflfe nm ucjuwJ I myi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.