Dagur - 12.08.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 12.08.1999, Blaðsíða 2
2 - FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 B^«r FRÉTTIR Valgerður Bjarnadóttir: „Mér finnst spennandi að sjá hvort nefndin treystir sér til að meta þetta hiutiaust og setja fram sína skoðun á því óháð því hvort það er í samræmi við skoðanir bæjarráðs eða ekki." Dæmigerð reynsla kvernta vaiunetin MiMlvægt að fá úr ]ní skorið hvort dæmigerð stjómimarreynsla kvenna á einhvem möguleika gegn dæmigerðri stjóm- unarreynslu karla. „Mér finnst spennandi að sjá í þessu máli hvort jafnréttisnefnd bæjarins treystir sér til að meta gerðir bæjar- ráðs, sem er yfír nefndinni í pýramda- kerfínu," segir Valgerður H. Bjarna- dóttir, einn umsækjenda um starf sviðsstjóra félagssviðs Akureyrarbæjar. Hún óskaði eftir rökstuðningi frá bæj- arráði vegna ráðningarinnar og hefur fengið tvö bréf frá bæjarstjóra. Valgerð- ur sendi einnig jafíiréttisnefnd bæjar- ins erindi og spurði hvort það væri álit nefndarinnar að ráðningin væri í sam- ræmi við jafnréttisáætlun bæjarins. Hún segist bíða róleg eftir því svari og FRÉT TA VIÐTALIÐ muni íhuga framhaldið út frá því en er- indið til nefndarinnar sé í raun „dálítið prófmál" eins og hún orðar það. Reynsla kvenna vanmetin „Mér finnst spennandi að sjá hvort nefndin treystir sér til að meta þetta hlutlaust og setja fram sína skoðun á því óháð því hvort það er í samræmi við skoðanir bæjarráðs eða ekki,“ segir Val- gerður. Hún segir mikilvægt að fá úr því skorið hvort dæmigerð stjómunar- reynsla kvenna, eins og hún sjálf hefur, eigi einhvern möguleika á móti dæmi- gerðri stjórnunarreynslu karla, sem sé ólík. „Eg er ekki að segja að þetta skipt- ist alveg í karla og konur en það er nokkuð dæmigert að karlar stjórni frystihúsum, sveitarfélögum og svo framvegis. Það er nokkuð dæmigert að konur vinni brautryðjendastörf, stjórni viðamiklum verkefnum sem fela í sér óbein mannaforráð án þess að sitja fyr- ir ofan fólk í pýramídanum." Valgerður segist vilja fá svar við því hvað kona með dæmigerða stjórnunarreynslu þurfí að hafa til að bera til að slá út karl sem hefur stjórnað fyrirtækjum. Hún bað um umsögn ráðgjafarfyrir- tækisins KPMG-Sinnu um hennar umsókn en fyrirtækið lagði mat á um- sækjendur fyrir bæjarráð. „Eg fékk enga umsögn í hendur, heldur töflu sem ráðgjafarfyrirtækið hafði tekið saman. Þar er yfirlit um umsækjendur, núverandi starf, skólagöngu, starfs- reynslu og stjórnunarreynslu. Það sem mér fínnst athyglisvert í þessari töflu er að þar kemur fram það sem heitir stjórnunarreynsla. Þar er greinilegt að er eitthvert sérstakt mat á stjórnunar- reynslu, sem er ekki það sama og ég nota,“ segir Valgerður og bendir á að reynsla hennar af setu í bæjarstjórn í fjögur ár, setu í bæjarráði, sem forseti bæjarstjórnar og formaður nefnda í öll- um þeim deildum sem við koma félags- sviðinu komi ekki fram í umræddri töflu. — HI Ný forusta í sameinuðiun Vimiu- veitendasamtökum er mikið rædd í heita pottinum. Meðal þess sem menn velta nú íýrir sér er hvort frain sé komin Ijóshærð útgáfa af Þorsteini Pálssyni, þar scm Ari Edwald er, en Ari var sem kunnugt er aðstoðannaður Þor- stein lengi. Ari hefur verið virkur og áberandi í migliðahreyfingu Flokksins eins og Þorsteinn var. Ari gerðist ritstjóri á blaði, Við- skiptablaðinu, rétt eins og Þorsteinn gerði þegar hann var ritstjóri á Vísi. Svo hættir Ari í rit- stjórastólnum til að verða framkvæmdastjóri hins nýja VSÍ rétt eins og Þorsteinn hætti til að verða framkvæmdastjóri VSÍ. Nú er það spum- ingin hvort Ari hættir hjá VSÍ til að fara á þing rétt eins og Þorsteinn gerði, fari í formannsslag eins og Þorsteinn, verði svo ráðherra eins og Þor- steinn og endi síðan sem sendiherra eins og Þor- steinn... Og meira úr þessari átt. Pottverji úr atvinnurekendastétt sagði í gær að Jónas Friðrik Jónsson lög- fræðingur hafi hafnað starfi framkvæmdastjóra hins nýja vinnuveitendasambands. Ástæð- an var ágreiningur um laun, en sögunni fylgir að „smáaura hafi horið á milli“. Jónas Friðrik starf- aði áður hjá Verslunarráðinu en starfar nú út í Brussel. Hermt er að Kristján Ragnarsson, sem sagður er orðinn sterki maðurinn í þessum nýju samtökum, hafi notað tækifærið þegar launa- deilan við Jónas kom upp og ekkert gefið eftir vegna þess að hann vildi alltaf fá Ara Edwald í starfið. Ástæðan er sú að Ari var aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra á síðasta kjörtlmabili og sagður handgenginn kvótakóngunum. Kristjáni líM vel við hann og auðvitað telja menn nú að hann ætli að stjóma nýja vinnuveitendasam- Páll Snævar Brynjarsson franikvæmdasijóri Vestnorræna ráðsins Aðálfundur Vestnorræna ráðsins ferfram þessa dag- ana á Brjánsstöðum á Skeð- um með þátttöku þing- manna íslands, Grænlands og Færeyja. AuMð vestnorrænt samstarf - Hvoð er Vestnorræna róðið? „Vestnorræna ráðið er samstarfsvettvangur þjóðþinga Grænlands, Islands og Færeyja. Ráðið var stofnað árið 1985 þar sem menn sáu fyrir sér að efla þyrfti samstarf þessara þjóða á sem flestum sviðum. í gegnum árin hefur mest áhersla verið lögð á auðlindamál- in, sér í lagi auðlindir sjávar, sem eru að sjálf- sögðu afar mikilvægar fyrir allar þessar þjóð- ir. Einnig hefur töluverð áhersla verið lögð á menningarsamstarf og á sviði samgöngumála. Að auki hefur samstarf átt sér stað í umhverf- ismálum. Um þessi mál hefur mest verið fjall- að á þeim árum sem ráðið hefur starfað." - Hvað er helst veríð að ræða ú aðalfundin- um núna? „Að þessu sinni erum við með sérstakt þema sem er menningarsamstarf þjóðanna. Við höfum fengið tvo fyrirlesara til okkar, Karftas Gunnarsdóttur úr menntamálaráðu- neytinu og Þórunni Sigurðardóttur frá verk- efninu Reykjavík, menníngarborg Evrópu árið 2000. Þær fjalla um þetta samstarf. Einnig verður hjá okkur Arni M. Matiesen, sjávarút- vegsráðherra, og gerir grein fyrir samstarfi ríkisstjórna landanna, sér í lagi er varðar sjáv- arútvegsmál. Fyrir fundinum liggja átta álykt- anir og sjö þeirra fjalla um jafnréttismál og bættan hag kvenna í þessum löndum. Alykt- anirnar eiga rætur sfna að rekja til ráðstefnu sem við héldum í Færeyjum í byrjun júní sl. um stöðu kvenna á Vestur-Norðurlöndum." - Er það afbrýnni nauðsyn sem jafnréttis- múl kvenna í þessum löndum eru tekinfyr- ir? „Ráðið hefur starfað að þessum málum, var m.a. þátttakandi í stórri vestnorrænni kvennaráðstefnu á Egilsstöðum árið 1992. Eftir þá ráðstefnu var mikill áhugi meðal vestnorrænna kvenna að endurtaka Ieikinn. Tækifæri fékkst til þess í Færeyjum. Sé litið sérstaklega á þátttöku kvenna í stjórnmálum þá hefur hún verið mun minni á Vestur-Norð- urlöndum en á öðrum Norðurlöndum. Breyt- ing hefur orðið til batnaðar á Islandi en enn- þá er lítill hluti þingmanna konur í Færeyjum og á Grænlandi, um 15% í báðum Iöndum. Við erum einnig almennt að fjalla um jafn- réttisáætlun, t.d. að bæta hag fólks varðandi barnseignaleyfi." - Hefur raunverulegaur árangur náðst af þessu starfi ráðsins í gegnum tiðina? „Já, árangur hefur sést af þessu samstarfi. Margt hefur gerst í samstarfí ríkisstjórna landanna sem runnið er frá Vestnorræna ráð- inu. Það hefur einnig mikla þýðingu að vest- norrænir þingmenn hittast og kynnast. Það auðveldar allt samstarf, á hvaða sviði sem það er síðar meir. Fyrir tveimur árum voru gagn- gerar endurbætar gerðar á skipulagi ráðsins, bæði vegna þess að alþjóðastofnanir í ná- grannalöndunum hafa verið að breytast vegna breyttrar heimsmyndar. Lok kalda stríðsins þýddi að aðilar gátu farið að starfa saman sem ekki höfðu gert það áður, t.d. í norðurskauts- samstarfí. Norðurlandaráð breytti sínu skipu- lagi og þetta kallaði á að Vestnorræna ráðið gerði hið sama. Breytingarnar hafa eflt sam- starfíð og það er komið í fastari skorður. Einnig höfum við haft úr auknu fjármagni að spila." - Þetta er þvi samstarf sem á mikla fram- tíðfyrír sér? „Já, við teljum það. Vestnorrænt samstarf er að aukast á mörgum sviðum þjóðfélagsins. Fyrirtæki í þessum löndum hafa með sér gott og aukið samstarfi. Ríkisstjórnir landanna starfa saman af meiri krafti en áður. Það er t.d. orðinn fastur liður á hverju ári að forsæt- isráðherrar landanna hittast og bera saman bækur sínar." - bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.