Dagur - 12.08.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 12.08.1999, Blaðsíða 8
8- FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 FRÉTTASKÝRING ro^tr Ríknstí Reykjavík Samkvæmt álögðum gjöldum áttu eftirtalin 36 heiniili í Reykjavik yfir 100 milljóna skattskyldar eiguir umfram skuldir uin síð- ustu áramót. Heimilistekjur þessara 36 100 miUjóna-heimila eru reiknaðar út frá álögðu útsvari einstaklinga, eða hjónanna beggja þarsemum hjón er að ræða. Nærhelming- urhópsins er með undir 250.000 kr. mán- aðartekjum á inaim og niður í engar tekjur. 1. Ingibjörg Guðmundsdóttir (ekkja Þorvaldar Guðmundssonar) eignir 862 milljónir (tekjur 13,2 millj.) 2. Guðjón Ármann Jónsson lögfræðingur og Herborg Jónsdóttir 345 milljónir (samanlagðar tekjur 9,1 millj.) 3. Jón Ólafsson fjölmiðlakóngur og Helga Hilmarsdóttir 300 milljónir (t. 4,2 millj.) 4. Hákon Magnússon skipstjóri og Rósa Sigurðardóttir 260 milljónir (t. 6,2 millj.) 5. Margrét Garðarsdóttir (ekkja Halldórs H. Jónssonar) 179 millj. (t. 6,8 millj.) 6. Hálfdán Hannesson bifvélavirki og Inga M. Hannesson, 173 millj. (t. 3,7 millj.) 7. Ólafur Johnson forstjóri og Guðrún G. Johnson, 167 milljón- ir (t. 7 millj. ) 8. Asberg Kr. Pétursson og Bjarnveig Guðnad. Hverafold, 173 milljónir (t. 3,3 millj. ) 9. Davíð S. Jónsson Bauganesi 30 eignir 163 milljónir (útsvars- laus). 10. Guðmundur Kristinsson múrarameistari og Sigríður Matthí- asdóttir 155 milljónir (t. 5,3 millj. ) 11. Björn B. Traustason húsamsíðam. og Sigríður K. Frímannsd. Vogalandi 1 eignir 152 milljónir (t. 7,3 millj.) 12. Sigurður Egilsson verslunarm. og Kristín Henriksdóttir 150 milljónir (t. 8 millj.) 13. Jón Snorrason í Húsasmiðjunni og Þóra Bienring 145 millj- ónir (t. 6,1 millj.) 14. Jónína S. Gísladóttir (ekkja Pálma í Hagkaup) eignir 139 milljónir (t. 5,8 millj. ) 15. Hjalti Geir Kristjánsson forstjóri og Sigríður T. Erlendsdóttir 138 milljónir (t. 4,1 millj. ) 16. Emil Hjartarson húsgagnasmiður og Elín Guðjónsdóttir 137 milljónir (útsvarslaus) 17. Jón Hjartarson kaupm. í Húsgagnahöllinni og María J. Sig- urðardóttir 134 milljónir (t. 6,2 millj. ) 18. Ámi Samúelsson bíóstjóri og Guðný S. Albertsdóttir 132 milljónir (t. 6,4 millj. ) 19. Ketill Axelsson og Margrét Gunnlaugsdóttir Ægissíðu 70 eignir 130 milljónir (t. 23,5 millj. ) 20. Gísli V. Einarsson forstjóri og Edda I. Eggertsdóttir 127 millj- ónir (t. 7,1 millj. ) 21. Jón I Júlíusson kaupmaður 126 milljónir (t. 4,1 millj. ) 22. Nils Hafsteinn Zimsen og Ásta Sylvia Rönning 123 milljónir (t. 3,9 millj.) 23. Ævar Guðmundsson og Guðrún Jóhannesdóttir Malarási 9 eignir 122 milljónir (t. 9,7 millj. ) 24. Sigurður Oddsson og Erla Aðalsteinsdóttir 120 milljónir (t. 8,5 millj. ) 25. Sigurður R. Helgason framkv.stj. Björgunar og Kristín Þ. Flygenring 119 milljónir (t. 13 millj. ) 26. Kjartan Gunnarsson framkv.stj. Sjálfstæðisflokksins og Sigríð- ur Snævarr sendiherra 118 milljónir (t. 10,5 millj.) 27. Guðmundur Axelsson í Klausturhólum 114 milljónir (mt. 1,7 millj.) 28. Þorgrímur Þorgrímsson og Jóhanna Kjartansdóttir Skildinga- nesi 23 eignir 114 milljónir (t. 5,7 millj.) 30. Olafur R. Magnússon og Helga Kristinsdóttir Grenimel 43 eignir 112 milljónir (t. 1,6 millj. ) 31. Gunnar Geirsson á Vallá og Hjördís Gissurardóttir 110 millj- ónir (mt. 9,2 millj.) 32. Poul Jansen og Ásta Elsass Jansen Malarási 12 eignir 107 milljónir (útsvarslaus) 33. Friðrík Kristjánsson og Bergljót Ingólfsd. Sunnuvegi 29 eign- ir 104 milljónir (t. 1,2 millj. ) 34. Pétur M. Antonsson og Sigrún Jónsdóttir Miðleyti 6 eignir 102 milljónir (t. 200 þús.kr. ) 35. Kristinn Guðbrandsson í Björgun 101 milljón (t. 10,9 millj.) 36. Ólafur B. Ólafsson framkv.stj. Miðness og Hildur Guð- mundsd. 100 milljónir (t. 1,1 millj.) , :á HEIÐUR HELGA- DOTTIR SKRIFAR Eftir margföldim/deil- ingar í tölur skatt- skráriunar í Reykjavík kemur margt athygli- vert í ljös - þótt e.t.v. sé jþaö aöra athygli- verðast sem ekki kem- ur í ljós. Af skatt- skránni verður t.d. ekki auuað ráðið en að meirihluti hæstlauu- aðra manna á íslandi séu alveg eða aUt að því eignalausir og margt ríkasta fólk landsins nánast, ef ekki alveg, tekjulaust. Álögð útsvör Reykvíkinga, sem eru tæplega 40% landsmanna, eru um 40% af álögðum útsvörum í landinu. En af öðrum sköttum er hlutfall borgarbúa hærra og jafn- vel miklu hærra. Þannig eiga Reykvíkingar að borga um helm- ing allra hátekjuskatta (sérstakra tekjuskatta) og 55% allra álagðra eignaskatta í landinu. Skattskráin í Reykjavík ætti því ein og sér að geta gefið nokkuð góða mynd af tekjum þeirra launahæstu í land- inu og eignum þeirra ríkustu - en þetta tvennt virðist hreint ekki endilega fara saman, nema jafnvel síður sé. Þrátt fyrir mildar launa- hækkanir og 10% fjölgun tekju- skattsgreiðenda í höfuðborginni þá hækkar álagður eignaskattur á borgarbúa og greiðendum hans sáralítið. Há laun - engar eignir Kringum fjórðungur hálaunaað- alsins borgar ekki eina krónu í eignaskatt - sem þýðir að nettó- eignir þeirra eru undir 3,7 millj- ónum króna - og öðrum fjórðungi til viðbótar hefur aðeins tekist að öngla saman sem svarar nokkurra mánaða launum sínum, oft á langri ævi. Skoðun álagðra eigna- skatta virðist raunar fyrst og fremst færa okkur þann fróðleik að eignaskattar séu aðallega greiddir af „fávísum" almenningi sem kann ekki mjög vel á skatta- Iögin og skattkerfið. Hinir raun- verulegu stóreignamenn kunni hins vegar margir hveijir að koma eignum sínum fyrir í þeim „skattalegu skjólum" sem löggjaf- arnir okkar hafa búið til og „nenni ekki“ að borga eignaskatt, eins og einn þeirra orðaði það svo skemmtilega í fyrra. Enda borgar sá hinn sami nú einungis skatta af um 18 milljóna eignum - þótt engum kæmi á óvart að þær væru a.m.k. tíu sinnum meiri. Fjórðimgur borgar eignaskatt Aðeins fjórðungur 84 þúsund út- svarsgreiðenda í Reykjavík kemst á blað í eignaskattsdálki skatt- skrárinnar, sem þýðir að aðeins fjórðungur borgarbúa á hreina skattskylda eign umfram 3,7 milljónir króna (tvöfalt hærri hjá hjónum). Og meirihluti þeirra á eitthvað lítilræði þar umfram, því minnihluta þessa hóps, eða að- eins 11% útsvarsgreiðenda, er gert að borga „stóreignaskatt", (tfmabundna Þjóðarbókhlöðu- skattinn sem varð eilífur). En hann er lagður á hreinar eignir umfram 5,3 milljónir (lífeyrisþeg- ar sleppa við þennan aukaskatt). Þessar tölur sýnast benda til að flestir séu einungis að borga eignaskatta af íbúðunum sínum, sem sumir hverjir eru svo vit- grannir að vilja helst ekkert skul- da í ef þeir komast hjá því (en þeim mun nú að vísu fara fækk- andi). Hálfgerðir fátæUdngar Raunar eru borgarbúar flestir óttalegir fátaeklingar ef marka má skattskrána. I skattskrá Reykjavík- ur fann Dagur t.d. aðeins um 170 einstaklinga sem gert er að greiða yfir 400.000 kr. í eignaskatt, sem svarar til þess að þeir eigi meira en 37 milljóna króna skuldlausar eignir. Ogþessi 170 manna hópur borgar meira en níunda hluta allra eignaskatta í Reykjavík. Upp - og niður Dagur fann 36 heimili í borginni sem borga eignaskatta af meira en 100 milljóna króna eignum. Ingi- björg Guðmundstóttir er þar langefst á blaði. Með rúmlega 10 milljónir í eignaskatt er henni gert að borga af rúmlega 860 milljón króna eignum, eða tvöfalt meiri en sameiginlegar eignir þeirra Þorvaldar Guðmundssonar voru samkvæmt skattskýrslu síðasta árs. Athygli vekur að sonur. þeirra (Skúli) og tengdadóttir, sem í fyrra voru í 100-miIljónahópnum, virðast nú orðin eignalaus og borga engan tekjuskatt. Tvær konur rikastar I öðru sæti er Guðjón Ármann Jónsson lögfræðingur og frú, með 345 milljónir, í því þriðja Jón Ólafsson Ijölmiðlakóngur og frú með nákvæmlega 300 milljónir samkvæmt álagningu, 4. sæti Há- kon Magnússon skipstjóri og frú með 260 milljónir og því 5. Mar- grét Garðarsdóttir (ekkja Halldórs H. Jónssonar) með 179 milljónir - og því raunverulega næst ríkasti Reykvíkingurinn á eftir Ingi- björgu. Eignir hinna í 100-milIj- óna + hópnum eru á bilinu 100- 173 milljónir, og í flestum tilfell- um sameiginlegar eignir hjóna. Þó nokkuð margir sem nú eru á þessum Iista náðu ekki inn á hann í fyrra og hafa því auðgast á árinu - en aðrir hafa dottið út. Á þessum stóreignalista eru ótrúlega margir með tiltölulega lágar tekjur og í stöku tilfellum með ekkert álagt útsvar. 170 eignamenn Rúmlega tveir tugir einstaklinga í borginni fengu yfir 900 þús.kr. eignaskatt (yfir 78 milljóna eign- ir), um 25 eru með skatt á bilinu 700-900 þúsund (62 -70 milljóna eignir) og um 45 eru með 500- 700 þús.kr. skatt (45-62 milljóna eignir). En eignaskattur yfir 400 þús.kr. (37 milljóna eignir) var lagður á samtals um 170 borgar- búa - og þessi hópur á að greið. rúmlega níunda hluta af öllum álögðum eignaskatti í borginni, sem var ríflega einn milljarður að þessu sinni. Meðal þekktra nafna eru; Bár Sigurjónsdóttir, Bent Schevin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.