Dagur - 12.08.1999, Blaðsíða 7
í- I'M M IWD'A'WU BS í 2H 'VÞtí mm Í M!) -lV7
ÞJÓÐMÁL
Við breytiun iörðinni
hraðar en nokkru sinni
GUÐSTEINN
BJARNASON
skrifar
Gróður á hafsbotni
eyðist nú mun hraðar
en skdgar á þurrlendi
jarðar.
Vísindamenn hafa margir hverjir
verið að benda á að afleiðingar
þeirra breytinga sem orðið hafa á
náttúru jarðar af mannavöldum
gætu orðið heldur óskemmtilegar.
I síðustu viku kynntu banda-
rískir vísindamenn niðurstöður
nýrra rannsókna, sem þeir hafa
verið að gera á umfangi slíkra
breytinga sem orðið hafa og eru
að eiga sér stað á jörðinni af völd-
um okkar mannanna.
Þar fullyrtu þeir að breytingar á
náttúru jarðarinnar af manna-
völdum eigi sér nú stað hraðar en
nokkru sinni áður, og mestu
breytingarnar segja þeir að séu
ekki endilega þær sem auðveldast
er að koma auga á, eins og til
dæmis þær sem eiga sér stað á
hafsbotni.
Finuntíu „dauð svæði“
í höfuuuui
Það er dr. Jane Lubchenco, sjáv-
arlíffræðingur við ríkisháskólann í
Oregon í Bandaríkjunum, sem
kynnti niðurstöðurnar á alþjóð-
Iegri ráðstefhu grasafræðinga í St.
Louis f síðustu viku. Þessar rann-
sóknir eru annar áfanginn í viða-
mikilli úttekt á þeim breytingum
sem menn hafa valdið á náttúru
jarðar, og voru þær unnar í sam-
vinnu við tvo líffræðinga við Stan-
ford-háskóla, dr. Harold Mooney
og dr. Peter Vitousek.
Meðal þess sem hún benti á er
að togarar hafa verið að skrapa
burt allt líf á stórum svæðum á
botni sjávar og að sú þróun er
mun hraðari, allt að 150 sinnum
hraðari að sögn Lubchenco, held-
ur en sú eyðing skóga á yfirborði
jarðar, sem umhverfisverndar-
sinnar hafa verið duglegir að
benda á undanfarin ár.
Einnig eru nú orðin til um það
bil 50 „dauð svæði" í höfunum
sem stafa af því að gróðuráburður
hefur borist til sjávar og eytt þar
öllu súrefni þannig að þar þrífst
ekkert líf lengur. Stærsta dauða
svæðið af þessu tagi er í Mexík-
óflóa, en það er um 1600 ferkíló-
metrar að stærð og hefur stækkað
um helming frá því 1993.
Þá benti hún á að þótt fiskeldi
hafi aukist um helming á árunum
1986 til 1996 hafi veiðar úr opnu
hafi ekki minnkað neitt, og það
segir hún stafa af því að bæði
rækja og lax, sem eru mikilvæg-
ustu eldistegundirnar, þurfi fiski-
mjöl sér til næringar, en fiski-
mjölið er ekki unnið úr eldisfiski
heldur er fiskurinn í það fenginn
á opnu hafi.
Vandamálin að koma í ljós
Að sögn Lubchenco hefur mann-
kynið sett mark sitt svo um mun-
ar á um helming alls þurrlendis
jarðar og enn fremur hefur það
breytt verulega efnafræðilegri
samsetningu andrúmsloftsins
með brennslu kola, olíu og annars
jarðefnaeldsneytis.
Utrýming dýrategunda er að
sögn Lubchenco orðin gífurleg,
en nú er svo komið að dýrateg-
undir týna tölunni á bilinu 100 til
1000 sinnum hraðar heldur en
vera myndi ef áhrif mannsins
kæmu ekki til. Meðal annars
stafar þetta af þeim breytingum
sem gerðar hafa verið á þurrlendi
jarðar, en einnig hafa menn verið
að flytja dýr og plöntur milli
heimshluta og sem oft verður til
þess að framandi tegundir ná að
festa rótum á heimkynnum ann-
arra tegunda og ýmist hrakið þær
á brott eða útrýmt þeim.
„Við erum að spilla vatninu,
breyta strandlengjunum, fylla upp
í árósana og breyta ánum,“ er haft
eftir Lubchenco í frétt frá
Reuters fréttastofunni. „Við erum
að verða vitni að mörgum merkj-
um þeirra vandamála sem þessar
breytingar munu valda, meðal
annars útbreiðslu eitraðra þör-
unga, upplitun sjávarkórala og
skyndilegu hvarfi fiskistofna af
helstu fiskveiðmiðum."
Öfugþróun uppbyggingartnn-
ar
Mikið af þessum breytingum, sem
mennirnir hafa valdið, hafa bein
og mikil áhrif á viðkvæm vistkerfi
sem við sjálf þurfum nauðsynlega
á að halda, enda er þar í mörgum
tilfellum beinlínis um að ræða
sjálfan grundvöll tilveru okkar. Líf
manna er háð því að hreint loft og
hreint vatn sé fyrir hendi, við
þurfum fæðu og skjól fyrir veðri
og vindum ásamt lágmarks vernd
gegn náttúruhamförum á borð við
flóð og þurrka. Ollu þessu er að
einhveiju leyti stefht í voða með
þeim breytingum sem við sjálf
erum að valda á náttúru jarðar-
innar.
Þessar breytingar geta enn-
fremur haft beinar og illfyrirsjá-
anlegar pólitískar afleiðingar.
„Takmarkaðar auðlindir á borð
við vatn eða fiskveiðiréttindi valda
átökum milli ríkja og þjóða,“ segir
Lubchenco að sögn fréttastof-
unnar Environmental News
Network. Sömuleiðis bendir hún
á að matarskortur, sem stafar af
náttúruskemmdum, Ieiði oft til
óróa í þjóðfélögum og fólksflutn-
inga milli landa.
Flestar eru þessar gríðarlegu
breytingar unnar í nafni uppbygg-
ingar. Við erum að rækta jörðina,
byggja okkur heimkynni, bæta
samgöngur og tryggja okkur lífs-
viðurværi. En öfugþróun upp-
byggingarinnar birtist í því að um
leið erum við að grafa undan til-
veru okkar, stefna lífi okkar og
framtíð á jörðinni í voða.
„Sem íbúar jarðarinnar þurfum
við að gera úttekt á þessum gríð-
arlegu breytingum, átta okkur á
því sem þær hafa í för með sér og
breyta stefnu okkar,“ sagði
Lubchenco. „Sem stendur erum
við sinnulausir ábyrgðarmenn.
Það er sjálfum okkur fyrir bestu
að leggja okkur meira fram um að
tryggja okkar eigið heilbrigði, vel-
megun og velferð."
Dreifð eignaraðild eða
þannig... Davíö Oddsson!
SIGURÐUR G.
GUÐJÓNSSON
hæstaréttarlögmaður
skrifar
Áður en viðskipti hófust á Verð-
bréfaþingi Islands þriðjudaginn
3. ágúst barst þinginu tilkynning
frá eignarhaldsfélaginu Orca
S.A. í Lúxemborg um kaup þess á
26,5% hlut í Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins hf. Hlutur þessi
mun að mestu hafa verið í eigu
sparisjóðanna íslensku og Kaup-
þings hf., í gegnum einhvers kon-
ar eignarhaldsfélag í Lúxemborg.
Á sama tíma var Davíð Oddsson,
forsætisráðherra, í Iaxi norður í
landi, ef marka má DV frá 4.
ágúst.
Þegar Davíð kom í bæinn og
veitti viðtöl eða svaraði fyrir-
spurnum vegna þessara við-
skipta, kqm í Ijós að hann var allt
annað en ánægður, enda sagði
hann við Morgunblaðið 8. ágúst
1998, að hans skoðun væri sú, að
einstakir aðilar eða tengdir aðilar
ættu ekki að eiga nema tiltölu-
lega lítinn hlut í banka. Þessa
skoðun virðist Davíð Oddsson
ekki hafa Iátið í ljós í umræðum
á Alþingi, þó að fullt tilefni hafi
verið til þess fyrir hann t.d. þann
17. desember 1998 þegarAlþingi
hafði til annarrar umræðu frum-
varp til breytinga á lögum nr.
60/1997 um stofnun Fjárfesting-
arbanka atvinnulífsins hf., þar
sem þingmenn stjómarandstöð-
unnar vísuðu hvað eftir annað í
Morgunblaðsviðtalið. Auk þess
sem þá lá fyrir að einstakir aðilar,
svo sem Kaupþing hf., hafði náð
allt að 9% hlut í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins hf. Davíð
kaus að þegja, enda gat hann vart
snúist gegn frumvarpi samráð-
herra síns.
Spurningar til Daviðs
Af þessu tilefni er rétt að beina
þeirri spurningu til Davíðs Odds-
sonar, hvers vegna reglur um
eignarhald að bönkum voru ekki
leiddar í lög áður eða samtímis
því, sem ríkisstjórn sú, sem hann
veitti forsæti á síðasta kjörtíma-
bili, hófst handa um einkavæð-
ingu ríkisbankanna. Getur verið
Burðarás hf. „ræður
fhigsamgöngum til
og frá landinu, sigl-
ingum til og frá land-
inu að mestu og söls-
ar nú undir sig völdin
í hverju útgerðarfé-
laginu á fætur öðru;
stundum án raun-
verulegs meirihluta,
eins og í Útgerðarfé-
laginu Skagstrend-
ingi hf.“
að ástæða þess sé sú, að skoðan-
ir þær sem Davíð Oddsson, for-
sætisráðherra, viðrar að þessu
leyti í Morgunblaðsviðtölum,
hafi ekki hljómgrunn meðal
þeirra, sem hafa verið hvað
drýgstir við að safna fé f flokks-
sjóð Sjálfstæðisflokksins á um-
liðnum árum; ekki hafi mátt
styggja menn eins og Sigurð
Gísla Pálmason á kosning'aári?
En samkvæmt Morgunblaðinu 4.
ágúst s.l. hafði Sigurður Gísli
hug á að kaupa ásamt öðrum öll
hlutabréf sparisjóðanna og
Kaupþings hf. í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins hf. Ætli
Davíð hefði boðað lagasetningu
til að tryggja svokallaða dreifða
eignaraðild, hefði Sigurður Gísli
keypt 26,5% hlut í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins hf.?
Vonandi eiga hugmyndir Dav-
íðs Oddssonar um lögþvingaða
dreifða eignaraðild að bönkum
ekki nokkurn hljómgrunn, þó svo
að formaður einkavæðinganefnd-
ar ríkisstjórnarinnar telji slíka
lagasetningu ekki ómögulega í
blaðaviðtali í Degi í gær. Vandséð
er líka að almennigsþörf kalli sér-
staklega á að lögbjóða takmarkað
eignarhald að hlutabréfum í
bönkum. Vilji Davíð vera sam-
kvæmur sjálfum sér á hann að
boða lögþvingaða dreifða eignar-
aðild að öllum fyrirtækjum, þar
sem hlutabréf geta gengið kaup-
um og sölum á opnum markaði
án forkaupsréttar annarra hlut-
hafa. Á þessari stundu sýnist mér
að Davíð Oddsson ætti að hafa
miklu meiri áhyggjur af apparöt-
um, eins og Vátryggingafélagi Is-
lands hf., og félögum tengdum
því, sem enginn virðist eiga, og
útþenslu Hf. Eimskipafélags Is-
lands beint eða óbeint í gegnum
dótturfélagið Burðarás hf. Félag-
ið ræður flugsamgöngum til og
frá landinu, siglingum til og frá
landinu að mestu og sölsar nú
undir sig völdin í hverju útgerð-
arfélaginu á fætur öðru; stund-
um án raunverulegs meirihluta,
eins og í Útgerðarfélaginu Skag-
strendingi hf. Kannski fær það
Landssíma Íslands hf., nema
Davíð tryggi dreifða eignaraðild
við sölu hans.