Dagur - 12.08.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 12.08.1999, Blaðsíða 9
Tfsyur' FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 - 9 t eignafólk Thorsteinsson, Erna Finnsdóttir, Garðar Halldórsson fv. húsa- meistari, Harald Sveinsson, Matthías Jóhannessen, Indriði Pálsson, Jón Ingvarsson (Granda), Páll Asgeir Tryggvason, Sigríður Valdimarsdóttir, Sveinn Valfells og Sveinn Eyjólfsson. í þessum 170 manna hóp voru yfir tveir tugir tekjulausir (útsvars- lausir) og áttu því ónýttan per- sónuafslátt upp í eignaksattana. Tekjur og eignir fara ekki saman Hér að framan hefur skattskráin einkum verið skoðuð út frá sjón- arhóli eignaskattsins - en ennþá fróðlegra er að skoða hana út frá útsvarinu, þ.e. tekjum manna. Degi telst til að nær 240 borgar- búum sé gert að standa Reykvík- urborg skil á 1 milljón í útsvar eða meira, sem samsvarar 8,9 millj- óna árstekjum, eða þar yfir, þ.e. yfir 740 þús.kr. á mánuði. I þess- um hópi eru aðeins 12 konur svo karlarnir eru næstum 20-sinnum fleiri. Ríflega fjórðungur hópsins borgar ekki eina krónu í eigna- skatt. Athyglivert er, að aðeins ein af konunum eru í þeim hópi, eða 8% borið saman við 28% karl- anna. 70 yfir milljón á mánuði Um 70 manns í hópnum höfðu yfir milljón í tekjur á mánuði í fyrra, þar af 5 konur. I þessum há- launahóp ber hvað mest á banka- stjórum, forstjórum stórfyrirtækja ásamt nokkrum Iæknum, verktök- um og skipstjórum. Athygli verkur að „eignaleysið" grasserar ekki síður í hópi þessa hátekjuaðals og jafnvel enn frekar en meðal þeirra iem aðeins hafa Iítið brot af laun- inum. þeirra. Fjórðungurinn borgar engann eignaskatt og að- eins um fjórðungur virðist hafa tekist að safna sér meiri eignum en nemur svona einum árslaun- um - sem þætti ekki merkilegur sjóður meðal miðaldra lágtekju- fólks. Ríflega þriðjungur hópsins er fólk á sextugsaldri, álíka marg- ir eldri en það, en tæplega þriðj- ungur yngri, þeirra á meðal efni- legur hópur sem enn eru undir fertugu. Nokkur þekkt nöfn eignalítilla úr þessum hátekjuhópi eru rakin hér annars staðar á síðunni. En meðal eignamanna eru Gunnar I. Hafsteinsson (34 m), Guðlaugur Geirsson (72 m), Hörður Sigur- gestsson (32 m.), Indriði Pálsson (46 m) og Sverrir Sigfússon (43 m), en spurning hvort hægt er að telja Sigurð Gísla Pálmason til þessa hóps þrátt fyrir tæplega 23ja milljóna eignir. Læknar fjölmemur í 10-12 m hópmun Um fjórir tugir komust hérumbil í milljónarhópinn, þ.e. höfðu tekj- ur á bilinu 900 þús. - 1 millj. á mánuði (milli 10,8 og 12 milljón- ir á árinu). En kannski á hann eft- ir að komast yfir milljónina, því þetta er heldur yngra fólk, meiri- hlutinn enn innan við fimmtugt og fáir eldri en sextugir. Læknar eru yfirgnæfandi stétt í þessum hópi, eða næstum helmingur þeirra sem Degi tókst að stétt- greina. Meðal annarra þekktra nafna eru t.d. Ágúst Einarsson í Lýsi, Geir A. Gunnlaugsson, framkv.stj., Gunnar Helgi Hálf- dánarson (Landsbanka), Jóhann Már Maríusson, verkfr., Júlíus Vífill Ingvarsson og Már Elíasson, hagfræðingur. Fáir þessara manna virðast loðnir um lófana og sumir eignalausir. Fjórðungur þessa tekjuhóps er eignalaus, alls 65% með eignir undir 10 milljón- um og aðeins tíundi hver á meira en 20 milljónir. EignaUtlir/lausir forystusauðir Á sjöunda tug manna var með tekjur á bilinu 800-900 þús.kr. á mánuði (9,6 til 10,8 milljóna árs- tekjur). Um 3/4 þessa hóps er á fimmtugs- og sextugsaldri og að- eins tíundi hver hefur eignast meira en 15 milljónir umfram skuldir í eignum sem taldar eru fram til eignaskatts. Læknar eru einnig áberandi fjölmennir í þess- um bóp, ásamt mörgum við- skipta/hagfræðingum, slatta af tækni/verkfræðingum og forstjór- um og síðast en ekki síst tveim stjórnmálamönnum; forsætisráð- herra vorum Davíð Oddssyni (með 890 þús.kr. mánaðartekjur og 13,4 milljóna eignir) og Össuri Skarphéðinssyni (með 848 þús.kr. mánaðartekjur og eignalaus). í hvað eyða memi 8-10 milljónum á ári? Af öðrum frægum má nefna Ás- mund Stefánsson, hagfræðing (5,8 milljóna eignir), Daníel Helgason, hagverkfræðing (eigna- laus), Eystein Helgason, við- skiptafr. (8,6 m. eignir), Hallgrím B. Geirsson (21 m eignir), Hauk Sævaldsson, tannlækni (18 m eignir), Heimi V. Hannesson, endurskoðanda (eignalaus), Jó- hannes Nordal, fyrrv. seðlabanka- stjóra (12 m eignir), Kristján Loftsson (17 m eignir), Kristján Ragnasson, LÍÚ (11 m eignir), Ólaf Ragnarsson, útgefanda (13 m), Ólaf B. Thors (7,5 m), Pál Sigurjónsson, verkfræðing (14 m) og Þorstein M. Jónsson, fram- kvæmdastj. (eignalaus). Milljarðiir af 170 milljarða eignum Sem fyrr segir er 22 þúsund Reyk- víkingum gert að greiða rúmlega 1 milljarð í eignaskatt. Það sam- svarar skatti af 86 milljarða eign- um umfram þá 82 milljarða sem eru skattfrjálsir (3,7 m. á mann), eða um 170 milljarðar. Gefum við okkur að 62.000 eignaskattslausir borgarbúar eigi 1,5 milljónir að meðaltali (93 milljarða) gætu nettóeignir borgarbúa numið kringum 260 milljörðum (3 millj. að meðaltali á hvern útsvarsgreið- anda). Til samanburðar má benda á að m.v. 8 miiljóna meðalverð á 43.000 íbúðum í borginni væru þær 350 milljarðar að verðmæti. Og 65 þúsund bílar eru varla minna en 50 milljarða verðmæti, en þá eru t.d. ótalin öll hlutabréf- in og annað. „Skattaskjól“ Þar erum við einmitt komin að einu „skattaskjólinu“. Hlutabréf eru nefnilega talin fram á nafn- verði þótt raunvirði þeirra sé oft margfalt (t.d. rúmlega 8-falt í Eimskip). Húseignir eru líka tald- ar fram á fasteignamati, en ekki söluverði sem oft er miklu hærra. Menn geta líka átt eignaskatt- frjálsar innistæður í bönkum og skattfrjáls spariskírteini ríkissjóðs - sem „skattklókir“ menn kaupa jafnvel í stórum stíl til að eiga bara á gamlársdag og nýársdag. Björgvin VHmundar- son, 15,3 millj. árstekjur. Friðrik Pálsson, 12,5 millj. árstekjur. Baldvin Tryggvason, 12,4 millj. árstekjur. Sindri Sindrason, 15,8 miiij. árstekjur. Sigurður Helgason, 14 millj. árstekjur. Þórólfur Árnason, 13,2 millj. árstekjur. „Fátækir6t með ndlljón á mánuði Um 70 emstaklingar í Reykjavík höfðu hærri tekjur en eina milljón á mánuði á síð- asta ári, flestir á sextugsaldri - 65 karlar og 5 konur. Næstum fjórðungur þessa hóps horgaði ekki eina krónu í eignaskatt, annar fjórðungur átti minna en 10 milljónir og 2 af hverjum þrem virðist ekki hafa tekist að öngla saman einum árslaunum sínum. Nöfn nokkurra þjóðþekktra úr þeim hópi getum við séð hér fyrir neðan. Laun yfir milljón ú múnuði: Baldvin Tryggvas. fv. sp.sj.stj. Bergþór Konráðs. Sindrastál Benedikt B. Jónsson í Genf Björgvin Vilmundarson Eggert Þorfínnsson skipstj. Friðrik Pálsson forstj. SH Geir Magnússon forstj. Ol.fél. Guðm. Vikar Einarsson lækn. Guðm. Örn Hauksson SPRON Hjörtur Á. Eiríksson VMS Jón Adolf Guðjónsson bankastj. Jón Þóroddur Jónsson verkfr. Júlíus Valsson læknir Karl Haraldsson læknir Kristinn Björnsson forstj. Magnús Skúlason Óttarr Möller Pálmar Guðm. húsasm.m. Pálmi V. Jónsson læknir Sigurður Helgason Flugleiðum Sigurður Matthíasson þjálfari Sigurður Sigurðss. framkv.stj. Sindri Sindrason Pharmaco Stefán Pálsson bankastj. Sverrir Hermannss. fv.bankastj. Sæmundur Haraldss. læknir Tómas A. Tómasson hótelstj. Tómas Sæmundss. skipstj. Tryggvi Jónss. endurskoðandi Vilhjálmur Jónsson fv. forstj. Þorvaldur H. Gissurars. hús.sm. Þórólfur Árnason verkfr. Þröstur Sigurðss. viðskiptafr. Árslaun: Eignir: 12,4 millj. 9,2 millj. 12,9 millj. 9,0 millj. 15,1 millj. eignaskattsl. 15,3 millj. 7,4 millj. 12,6 millj. 7,1 millj. 12,5 millj. 13,1 millj. 18,7 millj. 11,9 millj. 14,4 millj. 9,0 millj. 12,0 millj. eignalaus 13,5 millj. 9,3 millj. 13,3 millj. 9,5 millj. 18,6 millj. eignalaus 12,6 millj. eignalaus 18 millj. eignalaus 19,8 millj. 17,4 millj. 19,8 millj. eignalaus 15,3 millj. 16,6 millj. 17 millj. 13,9 millj. 12,4 millj. 4,8 millj. 14 millj. eignalaus 13,3 millj. eignalaus 19,7 millj. eignalaus 15,8 millj. eignalaus 14,9 millj. 10,4 millj. 15,1 millj. 8,2 millj. 12,7 millj. eignalaus 11,5 millj. 19,3 millj. 14,2 millj. 13,3 millj. 12,4 millj. 13,8 millj. 14,3 millj. 14,3 millj. 15,8 millj. 11,5 millj. 13,2 millj. eignalaus 13,5 millj. eignalaus

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.