Dagur - 12.08.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 12.08.1999, Blaðsíða 11
FIMMTrUDAGUR 12. ÁG ÚST- .1.9^9 - 11 ry^tr ERLENDAR FRÉTTIR Ktrkjan hvetur Milo- sevic að segja af sér Stjómarandstöðima í Serbíu muiiar mjög iiiii stuðning rétttrún- aðarkirkjunnar. Serbneska réttrúnaðarkirkjan, sem hefur yfirleitt verið treg til þess að taka pólitíska afstöðu gegn stjórnvöldum í Júgóslavíu, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu og Milan Milutinovic, forseti Serbíu, eru hvattir til að láta af embætti. Þetta er í annað sinn sem kirkj- an hvetur Milosevic til að segja af sér. I yfirlýsingunni segir að Milos- evic og Milutinovic hafi leitt hörmungar yfir þjóðina og þeim beri báðum að segja af sér til að „gera öðrum kleift að taka að sér stjórn landsins eins fljótt og hægt er og leiða þjóðina út úr blindgötunni.“ Vegna þess hve mikil áhrif kirkjan hefur í samfélaginu eyk- ur þessi yfirlýsing mjög þrýsting- inn á Milosevic um að segja af sér. Æ fleiri Serbar virðast vera að hallast á þá skoðun að með ákvörðun sinni um að standa gegn NATO frekar en að semja við Kosovo-Albani hafi hann kallað sprengjuárásirnar yfir þjóðina, og stefnt henni í enn meiri fátækt og einangrun á al- þjóðavettvangi. Mótmælaaðgerðir gegn Milos- evic eru nú haldnar nánast á hverjum degi víða í Serbíu og greinilegt að óánægja lands- manna með valdasetu hans vex jafnt og þétt. Milosevic hefur hins vegar Iátið þessi mótmæli sem vind um eyru þjóta hingað til og ríkisfjölmiðlarnir hamra stöðugt á því að leiðtogar stjórn- arandstöðunnar séu á mála hjá Bandaríkjunum og NATO. Pavle patríarki, yfirmaður rétt- trúnaðarkirkjunnar, fór á mánu- daginn á fund með helstu leið- togum stjórnarandstöðunnar þar sem þeir reyndu að fá hann til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hvatt er til afsagnar Milosevic, sem hann síðan hefur nú gert, tveimur dögum síðar. Talið er að einhverjir fulltrúar kirkjunnar, og hugsanlega Pavle patríarki sjálfur, muni taka þátt í mótmælafundi í Belgrað, höfuð- borg Júgóslavíu, sem efnt verður til f næstu viku. — GB Wl m Hagnýtt nám til framtíðar í nútímaskóla. Kennslan í dag byggir á að koma skólanum og nemendum hans inn í 21. öldina. Kennslan er í stöðugu endurmati og henni breytt í takt við þróun tímans. Hin aukna tæknivæðing í sjávarútvegi er höfð að leiðarljósi. Markmið skólans er að útskrifa fiskiðnaðarmenn sem geta tekið að sér gæða- verk- og framleiðslustjórnun. Nemendum skólans hefur vegnað vel í störfum og margir hafa unnið sig upp í toppstöður. Allmargir nemendur hafa haldið áífam námi á háskólastigi. Inntökuskilyrði hafa verið rýmkuð. Almennt er gerð krafa um 52 einingar úr framhaldsskóla. Almennt nám í Fiskvinnsluskólanum er 4 annir. Námið er lánshæft. Hvaleyrarbraut 13 220 Hafnarfírði Sími: 565 2099 Fax: 565 2029 Gsm: 892 0030 Heimasíða: http://rvik.ismennt.is/~fiskvin Netfang: gislier@ismennt.is Hundruð miUjóna fylgdust með sólmyrkva Hundruð milljóna manna í Evrópu og Asíu fylgdust með sólmyrkvanum í gær, þótt reyndar víða hafi verið skýjað og lítið að sjá. Umferðarteppa myndaðist á nokkrum stöðum í Evrópu vegna þess að mikill fólksfjöldi streymdi á bifreið- um sfnum og með almennings- farartækjum þangað sem al- myrkvinn sást og heiðskírt var. Meðan almyrkvinn gekk yfir íranir fylgjast með sólmyrkvanum í stöðvaðist nánast allt mannlíf í gasr. nokkrar mínútur. I London var gert stutt hlé á réttarhöldum til þess að lögmenn og kviðdómarar gætu skroppið út að skoða myrk- vann, en sakborningar fengu reyndar ekki að fara út. Og Jóhannes Páll páfi tilkynnti manníjöldanum, sem safnast hafði saman til að hlýða á vikulegt ávarp hans, að hann myndi stytta mál sitt að þessu sinni svo fólki gæfist tóm til að fylgjast með myrkvanum. écbarrte árPVC-U 011 almenn verkfæri og tæki Áhaldaleig • Háþrýstidælur • Jarðvegsborar • Jarðvegsþjöppur • Sláttuvélar og orf • Kerrur • Rafstöðvar HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.