Dagur - 20.08.1999, Síða 4

Dagur - 20.08.1999, Síða 4
20-FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 rD^tr LÍFIÐ í LANDINU Með dylgjum á Hólahátíð færðiDavíð Oddsson „kjaftasögur upp á hápólitískt plan, og hann verður að skýra sitt mál frekar. Maður talar ekki undir rós með svona voldugum þyrnum og skilur okkur SW3 eftir í lausu !ofti.“ Undir Rós Allt er í heiminum hverfult, orti Jónas Hall- grímsson, og það höfum við rækilega fengið að reyna undanfarin ár. Sú var tfðin að hér voru í veröldinni tvö stórveldi alheimskommúnismans, Rússland og Kína, og ógnuðu ekki aðeins Vesturlöndum, heldur einnig hvort öðru, svo að ófriðvænlegt virtist stundum með afbrigð- um. Sem betur fer gengu stórveldi al- heimskommúnismans þó aldrei al- mennilega hvort á hólm við annað; til þess var andstæðingurinn of öflugur. En í áróðursstríði hinna máttugu stórvelda var ýmsum brögðum beitt. Rússar komu sér upp þeim sið að þegar þeir töldu sig þurfa að gagnrýna Kínverja, án þess þó að styggja um of hina voldugu nágranna sína, þá skömmuðu þeir Albaníu, sem heita mátti leppríki Kínverja í Evrópu. Og Kínverjar vildu heldur ekki hætta á of opinskáar deilur við Rússa og skömmuðu þess vegna Búlgaríu eða Tékkóslóvakíu þegar þeir meintu Rúss- land. Þetta allt saman urðu menn brátt leiknir í að ráða í og með þessu móti varð togstreita stórveldanna sýnileg, án þess að verða um of hættuleg. Því hver vill styggja Kína ef dugar að skamma Al- baníu, eða fá Rússland upp á móti sér ef hægt er að láta sitja við að skamma Búlgaríu? En nú er hún Snorra- búð stekkur, orti Jónas líka, og stórveldi alheimskommúnismans ekki svipur hjá sjón. Menn reyna að vísu enn með flest- um ráðum að komast hjá því að styggja Kínverja, en fyrir hinu mikla stórveldi Rússa er svo komið að enginn óttast það lengur. Menn þurfa ekki lengur að skamma Búlgaríu ef þeir meina Rúss- Iand. Og reyndar er Rússland nú komið í óvænt hlutverk, eða hvernig á annars að skýra það að forsætisráðherrann í smáríkinu Islandi virðist ekki líta stærra á þetta fornfræga stórveldi en svo að nú skammar hann Rússland þegar hann meinar Jón Olafsson í Skífunni. Eg er að sjálfsögðu að vísa til ræðu Davíðs Oddssonar á Hólahátíð um daginn. Samkvæmt því sem birt var úr ræðunni í Morgunblaðinu virðist hún hafa verið mesta prýðisræða, hugleiðingar um stöðu okkar Islendinga í heiminum og hvernig við getum stuðlað að því að þjóðin týni ekki sjálfri sér í öllu því ölduróti og ólgusjó og þeim hvassa vindi sem nú þarf að sigla. Þrátt fyrir að við tækjum nú síaukinn þátt í alþjóðlegu samstarfi og átökum á alþjóðlegum mörkuðum væri okkur engin nauðsyn á því að fórna öllu sem íslenskt sé, né heldur að færa síðasta orðið í okkar málum í annarra hendur. Eiturlyfj abarónar og blóöpeningar Gott og vel. En svo kom þessi kafli hér: „Það mikla land Rússland með öllum sínum náttúrukynstrum og kostum fær ekki notið sín, því stjórnkerfið og efna- hagslífið nær ekki að þroskast og virðist um þessar mundir einkum Iúta lögmál- um glæpalýðs og eiturlyfjabaróna. Blóð- peningar þeirra flæða um Evrópu og skapa þar ótta og öryggisleysi. Menn sem engar leikreglur virða, leitast við að þvo illa fengið fé sitt í fjármálakerfum þjóðanna. Margir stjórnmálaforingjar telja þetta mestu ógnun sem nú sé við að eiga á Vesturlöndum. Við íslending- ar, sem svo nýlega höfum opnað okkar hagkerfi, þurfum að gæta þess að verða ekki leiksoppur slíkra afla.“' A yf- irborðinu má auðvitað túlka þetta sem almenn varnaðarorð, og kannski ekkert nema gott um þau að segja, þótt vissu- lega sé í sjálfu sér einkennilegt að eitur- Iyfjabarónar Rússlands skjóti upp koll- inum í ræðu á Hólahátíð. Ef meiningin var ekki dýpri en lesa má út úr orðanna hljóðan, þá skuldar forsætisráðherra okkur samt skýringu. Hvers vegna er hann að vara við akkúrat þessu, þegar önnur vá virðist nærtækari? Hefur hann eitthvað fyrir sér í því að rússneskur glæpalýður sé farinn að herja á Islend- inga? Getur ekki verið að í sumum til- fellum sé það jafnvel öfugt? Eða hefur forsætisráðherra ekki tekið eftir rúss- nesku sjómönnunum sem haldið hafa til dögum saman fyrir utan skrifstofu hans, af því þeir hafa verið hlunnfarnir af íslenskum - ég kann ekki alveg við að segja glæpalýð, en alla vega mönnum sem borga ekki umsamin laun? En nú vita það allir sem vilja vita að forsætis- ráðherra var í rauninni ekki að vara við uppgangi glæpalýðs og eiturlyfjabaróna frá Rússlandi hér í íslensku hagkerfi. Við skulum ekki tala neina tæpitungu og það dugar ekki að halda þvi fram að fjölmiðlar hafi oftúlkað þessi orð Davíðs í ræðunni á Hólahátíð. Nógu margir skildu orðin á sama hátt til þess að aug- Ijóst megi heita að Davíð vildi að minnsta kosti Iáta merkingu orða sinna vera tvíræða, og leyfa okkur að skilja ræðuna þannig að þó hann skammaði Rússland þá meinti hann Jón Ólafsson í Skífunni. Og það hefur hann í raun staðfest sjálfur; hann hefur neitað að skýra þessi ummæli sín frekar og þar með veitt okkur fullt leyfi til að skilja þau svona. Þess vegna er algjörlega tómt mál að tala um oftúlkun eða mis- skilning, en þess vegna hefur forsætis- ráðherra heldur engan rétt til þess að neita að skýra orð sín nánar. Forsætisráðherra brúkar kjaftasögur Við vitum öll um tilefnið. Meðal þeirra fjárfesta sem keyptu stóran hlut í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins um dag- inn skipaði Jón Ólafsson öndvegi, og það fór aldrei milli mála að sú stað- reynd fór meira í taugarnar á forsætis- ráðherra og bandamönnum hans heldur en að kaupin í sjálfu sér skyldu gerð. Háskólaprófessor nokkur, sem Davíð sendir gjarnan glaðan á foraðið, hafði þegar skrifað stubb í Morgunblaðið þar sem hann líkti Jóni Ólafssyni við arab- íska fjármálaspekúlantinn A1 Fayed, sem frægur er fyrir að beita mútum og hvers kyns bellibrögðum þegar heiðarleg við- skipti duga ékki til. Kunnur lögmaður sem iðulega er á snærum Jóns Ólafs- sonar hafði að vísu svarað í sömu mynt, þegar hann sakaði forsætisráðherra um að taka að minnsta kosti óeðlilegt tillit til annarra fjármálamanna í störfum sínum, og með þessu öllu saman virtist íslensk stjórnmálabarátta komin á ann- að stig en við höfum átt að venjast lengi. Og það var svo staðfest á Hólahá- tíð, þar sem Davíð Oddsson gerði sér mat úr kjaftasögum um að Jón Ólafsson hafi fjármagnað vaxandi veldi sitt á Is- landi með því að selja eiturlyf. Eg endurtek: við skulum ekki tala neina tæpitungu. Þetta er það sem málið snýst um og með í hæsta máta tvíræð- um orðum sínum á Hólahátíð bauð Davíð Oddsson viljandi upp á þessa túlkun, og þess vegna skulum við tala hreint út. Jón Ólafsson komst í kast við lögin fyrir margt löngu, eins og oft hef- ur verið rakið í blöðum, honum sjálfum sjálfsagt til lítillar ánægju, en síðan hef- ur það orð gjarnan Ioðað við hann að hann hljóti að hafa kostað uppgang sinn í íslensku efnahagslifi með óheiðarleg- um hætti. Vonandi eru þetta bara kjaftasögur og ég veit það fullvel sjálfur að það þarf ekki að vera minnsti flugu- fótur fyrir kjaftasögum sem fara á kreik og lifa síðan góðu lífi; það er ekki alltaf eldur þó rjúki. Og framganga Jóns Ólafssonar hefur verið svo skjót og svo mikil að það er vart nema við því að bú- ast að einhverjir sem hann hefur troðið um tær í viðskiptalífinu komi á flot svona sögum til að skýra hvernig hann hefur hafist úr engu til þess að verða einhver ríkasti maður á landinu og með ítök æ víðar. En þetta voru kjafta- sögur fyrst og fremst. Með því að viðra þær svona á Hólahátíð, og gefa sterk- lega í skyn - svo ekki sé fastar að orði kveðið - að Jón Olafsson í Skífunni væri með kaupunum á hlut sínum í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins að þvo illa fengið fé sitt, að hann teldist til manna sem engar leikreglur virða, og svo l’ram- vegis - með þessu færði Davíð Oddsson kjaftasögur upp á hápólitískt plan, og hann verður að skýra sitt mál frekar. Maður talar ekki undir rós með svona voldugum þyrnum og skilur okkur svo eftir í lausu lofti. Það var forsætisráð- herra þjóðarinnar sem talaði á þeim stað þar sem síðasti Islendingurinn á sextándu öld réði ríkjum. Skýring óskast Tvennt kemur til mála. Annað hvort veit Davíð Oddsson eitthvað sem við vitum ekki um umsvif Jóns Ólafssonar, og þá ber honum skylda til þess að gera eitt- hvað meira í málinu en að dylgja á Hólahátíð og neita svo að segja nokkuð meira. Gleymum því ekki að uppgangur Jóns Ólafssonar hefur orðið mestur nú í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar; það er Davíð sjálfur sem annaðhvort hefur skapað honum skilyrði til að koma svona ljómandi vel undir sig fót- unum, eða - og það sem uggvænlegra væri - ekki staðið sig í stykkinu við að hemja þessa ógnun. Hefur Davíð þá ekkert vald haft þessi síðustu átta ár; hafi hann vitað eitthvað um óheiðarleg- ar aðferðir Jóns Ólafssonar hefur hann þá ekki haft nein ráð til að sporna við því, fyrr en nú að hann talar á Hólahá- tíð? Eða þá að forsætisráðherra veit £ rauninni ekkert meira en við hin, vegna þess að kjaftasögurnar eru bara kjafta- sögur. En þá hefur Davíð Oddsson Iíka fært sig niður á eitthvað einkennilega Iágt plan, með því að ráðast undir rós á mann sem allir vita hver er og saka hann um að vera glæpalýður og eitur- lyfjabarón. Er Davíð Oddsson bókstaf- lega genginn af göflunum af illsku yfir því að Jón Ólafsson í Skífunni en ekki vinir hans skyldu ná tangarhaldi á Fjár- festingarbanka atvinnulífsins, eða hvað er eiginlega á seyði? Forsætisráð- herra skuldar okkur altént skýringu. Pistill Illuga var fluttur t morgunút- varpi Rásar 2 í gær. UMBUÐfl- LAUST

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.