Dagur - 20.08.1999, Síða 8
24- FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999
ro^ir
Kvennatónlist í Sigurjónssafni
Á næstu þriðjudagstón-
leikum, þann 24. ágúst,
í Listasafni Sigurjóns
Ölafssönar kómaþær
Angeta Spohr, sópran,
og Þóra Friða Sæ-
mundsdóttir, píanóleik-
ari, fram og flytja þá
eingöngú yerk sépi:
saminvoru af konumá
tímaþilinu 1098 til
1998, m.a. eftirMan'u
Stúart Skotadrottningu
og Ann Boleyn tónskáld
við hirð Hinriks áttunda.
Tónleikarnir liefjast ki.
20.30.
Litfr
ÍJOí’
Sumartónleikar í
Stykkishólmskirkju
Sunnudaginn 22. ágúst verða haldnir lokatónleikar í sumartónleikaröð
Stykkishólmskirkju 1999. Þá munu Camilla Söderberg, blokk-
flautuleikari, og Snorri Örn Snorrason, lútu- og gitarleikari, koma
fram. Camilla mun leika á blokk-
flautur af ýmsum gerðum og
stærðum og Snorri Örn mun
leika ýmist á lútu eða gítar. Efnis-
skrá tónleikanna sýnir mikla
bneidd í tónlistarsögunni allt frá
miðöldum til vorra tíma. Yfirleitt
eru verkin stutt og sýna þau þá
möguleika sem þessi hljóðfæri
bjóða upp á. Tónleikarnir hefjast
á sunnudaginn kl. 17 og er að-
gangseyrir kr. 500.-
Berjadagar í Ólafsfirdi
Um helgina verður tónlistarhátíðin Berjadagar haldin í fyrsta sinn í
Ólafsfirði. Hátíðin verður sett í Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 21.
ágúst kl. 16 með opnun sýningar á málverkum eftir Ólöfu Þorláks-
dóttur, „Grímu“, og kammertónleikum. Sunndaginn 22. ágúst kl. 14
verða flutt einleiksverk fyrir gítar og söngrödd í Kvíabekkjarkirkju og
um kvöldið kl. 20:30 hefst lokahátíðin „Bláber og rjómi" í félagsheimil-
inu Tjarnar-
borg. Samtals
níu þekktir ís-
lenskir hljóð-
færarleikarar
ogÆöngvarar
koma fram á
hátíðinni.
■ HVflfl ER Á SEYfll?
Umdæmisþing Kiwanis
29. umdæmisþing Kiwanisumdæmisins
Island-Færeyjar verður haldið í Iþrótta-
höllinni á Akureyri nú um helgina.
Árlegt umdæmisþing Kiwanisfólks er
aðal vettvangur hreyfíngarinnar til
stefnumótunar, innbyrðis kynna Kiwan-
isfólks og maka þeirra, ásamt því að fara
yfir störf líðandi starfsárs.
Þingið verður sett í Akureyrarkirkju kl.
20.30 á föstdagskvöld. Það stendur svo
yfir allan laugardaginn og lokahóf hefst í
íþróttahöllinni kl. 19.00. Kl. 13.00 á
sunnudag lýkur þinginu svo með stjórn-
arskiptum.
Aglow á Akureyri
Aglow Akureyri, kristileg samtök
kvenna, standa fyrir fyrsta Aglow-
fundi eftir sumarfrí mánudagskvöldið
23. ágúst kl. 20.00. í félagsmiðstöð
aldraðra, Víðilundi 22.
Gestur fundarins verður Dögg Harð-
ardóttir frá Húsavík.
Fjölbreyttur söngur og fyrirbæna-
þjónusta. Allar konur eru hjartanlega
velkomnar. Kaffihlaðborð. Þátttöku-
gjald kr. 350.
www visir is
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
Á eftir nótt kemur dagur
...menningardagur á sunnu-
daginn kemur.
Menningardagur verður haldinn f
Hafnarfirði 22. ágúst sem er daginn
eftir menningarnóttina í Reykjavík og
því ættu Hafnfirðingar og nærsveita-
menn að geta átt sannkallaða menning-
arhelgi. Afréttarinn í Hafnarfirði eða
dagurinn sem fylgir nóttinni gefur þér
möguleika á að heimsækja hin fjöl-
breyttu söfn í Firðinum og einnig verð-
ur Bæjarbíó með öðruvisi bíómyndir
sem hæfa sögulegu og nýuppgerðu bíó-
húsinu á Strandgötunni. Okeypis er inn
á allar sýningar safnanna. Þá má nefna
sagnagöngu, kynningu á bókum, hand-
verksmenn að störfum, leikara í göml-
um búningum og fornbílaklúbbinn.
Sumarsýning Hafnarborgar, Iista- og
menningarmiðstöðvar Hafnarfjarðar
heitir „Nokkurt yfirlit yfir landslags-
hefðina í íslensku málverki“. Þjóðlaga-
flokkurinn Bragarbót flytur síðan ís-
lensk þjóðlög með fræðilegu ívafí kl. 17
í Hafnarborg. Meðlimir Bragarbótar
eru Diddi fiðla, Krístín Ólafsdóttir, KK
og Ólína Þorvarðardóttir. Kvikmynda-
safn Islands verður með þrjár ólíkar
sýningar í Bæjarbíói: „Punktur, punkt-
ur, komma, strik“ vcrður sýnd kl. 15,
„Playtime“ eftir Jacques Tati klukkan
21 og klukkan 23 verður sýnd hin frá-
bæra tónleikamynd „lime is on my
side“, tónleikafcrð Rolling Stones. Til-
valið að skella sér á miðnæturtónleika-
mynd.
Byggðasafn Hafnarfjarðar efnir til
sagnagöngu undir leiðsögn Jónatans
Garðarssonar. Farið verður af stað kl. 13
frá mótum Herjólfsgötu og Dranga-
götu. Gengið um byggðina f kringum
malirnar. I Smiðjunni Strandgötu 50 er
leikfangasýningin Og litlu börnin leika
sér og Sögu- og minjasýningin Þannig
var..., þær eru opnar frá 13 -17. Forn-
bílaklúbburinn verður með bíla til sýnis
á planinu við Smiðjuna og börnunum
gefst kostur á að keyTa rafbíla í portinu
við safnið.
Sívertsenshús Vesturgötu 6, elsta hús
Hafnaríjarðar og hluti Byggðasafnsins,
verður auðvitað opið og leikarar frá
Leikfélagi Hafnarfjarðar verða við leik
og störf í húsinu. Kynning á bókunum
Einfalt matreiðsluvasakver íyrir heldri-
manna húsfreyjur eftir Mörtu Maríu
Stephensen og Uppkast til forsagna um
brúðkaupssiði hér á landi eftir Eggert
Ólafsson.
Siggubær Kirkjuvegi 10, sýnishorn af
verkamanns- og sjómannshcimili í
Hafnarfirði á fyrri hluta þessrarar aldar
verður einnig til sýnis og boðið er upp á
hestakerruakstur á milli Siggubæjar og
Sívertsenshúss frá 13-17.
Sjóminjasafn Islands er í Hafnarfirði og
þar verður opnuð sýning á málverkum
eftir Svein Björnsson. Félagar úr
Kvæðamannafélaginu Iðunni kveða
hafrænar vísur og rímur kl. 14 og aldr-
aðir fiskimenn sýna handbrögð við sjó-
vinnu. Harmonikuleikur og leikarar í
sjóklæðum og búningum fyrri tíma
verða í húsinu. Þá verður Póstminja-
safnið opið frá klukkan
13-17.
Askriftarsíminn er800-7080
Eins og banana-
lýðveldi í sam-
keppnismálum
- Bryndís Hlöðversdóttir í
helgarviðtalinu við Lóu
Aldísardóttur
Keyptur til
Grikklands
Fluguveiði, krossgáta,
matargatið, bókahillan, bíó, o.m.fl.
■ Á DAGSKRÁNNI
SÝN -FÖSTUDAGUR
KL. 21.00:
Duflað við demanta. Breska bíómyndin
duflað við demanta, eða Eleven Harr-
owhouse, er frá 1974 og fær þrjár
stjörnur í kvikmyndhandbók Maltins.
Myndin fjallar um fremur lítils virtan
demantakaupmann sem þiggur gott boð
um að fá að meðhöndla ristastóran
íyrsta flokks demant. En þegar dýrgripn-
um er stolið er hann kúgaður til að ræna
stærstu demantamiðstöð heims sem
stendur við Harrowhouse 11 í Lundún-
um. Sá verknaður á hins vegar eftir að
hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för
með sér fyrir blessaðan karlinn. I helstu
hlutverkum eru Charles Grodin, Cand-
ice Bergen, James Mason og John
Gielgud. Leikstjóri er Aram Avakian.
STÖÐ 2 - FÖSTUDAGUR
KL. 22.35:
Herra áreiðanlegur...? Stöð 2 sýnir
vinsæla ástralska bíómynd sem byggð
er á sannsögulegum atburðum. Þetta
er myndin Herra áreiðanlegur, eða Mr.
Reliable, frá 1996. Hér er á ferðinni
hárbeitt háðsádeila um Wally Mellish
sem varð frægur um alla Astralíu og
víðar um heim þegar hann, ásamt kær-
ustu sinni og barni hennar, stóð af sér
átta daga umsátur lögreglunnar um
heimili hans. Það hefði kannski ekki
þótt í frásögur færandi nema fyrir þá
sök að enginn skildi aðgerðir lögregl-
unnar eða vissi hvað Wally hafði sér til
saka unnið. 1 aðalhlutverkum eru Col-
in Friels og Jaqueline McKenzie. Leik-
stjóri er Nadia Tass.
STÖÐ 2 - LAUGARDAG
KL. 21.10
Athvarf í Fuglastræti. Athvarf í Fugla-
stræti eða Island on Bird Street er
áhrifarík bfómynd 1997 sem gerist í gyð-
ingahverfi Varsjárhorgar á tímum seinni
heimsstyijaldarinnar. Alex er ellefu ára
drengur sem hýrist í litlu skoti eftir að
nasistar hafa flutt ættingja hans í útrým-
ingarbúðir. Á meðan hann bfður björg-
unar líkt og skipbrotsmaður á eyðicyju
notfærir hann sér þá þekkingu sem
hann hefur úr bókinni um Robinson
Krúsó og lærir að bjarga sér í þessari
ömurlegu tilveru. Myndin er gerð eftir
skáldævisögu Uris Orlcvs og hefur hlot-
ið verðlaun á ýmsum evrópskum kvik-
myndahátíðum. Með aðalhlutverk fara
Jordan Kiziuk, Patrick Bergin, Jack War-
den og James Bolam. Leikstjóri myndar-
innar er Sören Kragh Jacobsen.
SÝN - LAUGARDAGUR
KL. 22.40:
Steve Johnston boxar á Sýn. Hnefa-
leikameistarinn í WBC-léttvigt, Steve
Johnston, verður í essinu sínu á Sýn
þegar hann mætir áskorandanum Ang-
el Manfredy. Bardaginn fór fram fyrir
fáeinum dögum í Mashantucket í
Connecticut og má búast við mikilli
flugeldasýningu. Steve Johnston gefur
ekki þumlung eftir, enda frægur rotari
sem hefur aðeins einu sinni beðið
lægri hlut í keppninni um meistaratit-
ilinn. Það var í júní 1998 þegar hann
mætti Cesar Bazan og varð að játa sig
sigraðan eftir 12 lotur. Kappinn endur-
heimti hins vegar titilinn átta mánuð-
um siðar þegar hann hafði Bazan und-
ir í spennandi bardaga. Hvað gerir
Angel Manfredy núna? Hann hefur
verið á góðri siglingu undanfarið og
allt getur gerst í boxinu.
SÝN - SUNNUDAGUR
KL. 14.55:
Stórleikur í enska boltanum! Leikur
dagsins á Sýn er sannkallaður stórleik-
ur. Þar mætast tvö efstu lið úrvals-
deildarinnar frá því í fyrra, Manchester
United og Arsenal. Flestir eru á þvf að
Manchester United muni tróna á
toppnum og hreppa meistaratitilinn
enn einu sinni á þessari leiktíð sem nú
er hafin. Rætt er um að Arsenal sé
eina liðið sem geti ógnað stöðu þeirra
og að önnur lið muni varla blanda sér í
einvígi þessara liða. Þótt Arsenaí hafi
sigrað í Ieiknum um góðgerðarskjöld-
inn nú á dögunum segir það okkur lít-
ið um framhaldið því hið sama var
uppi á teningnum í fyrra. Manchester
United stóð samt sem áður uppi sem
þrefaldur sigurvegari í lokin.
I-I •