Dagur - 03.09.1999, Page 5

Dagur - 03.09.1999, Page 5
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 - 21 X>^wr_ LEIKHUS KVIKMYNDIR TONLIST SKEMMTANIR Myndlist og skipulag Þ rjársýningarverða opnaðará Kjarvalsstöðum á morgun, tvær á málverkum og ein í bygging- arlist. Hafsteinn Austmann sýnir verk í austursaln- um sem hann hefur unnið að síðustu 15 ár, flest eru frá þessum áratug. Þar er um að ræða bæði olíumálverk og vatnslitamyndir. Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Kjarvals- staða segir myndir Hafsteins á sýningunni bera þess vott að hann hafi hvergi slakað á kröfum sínum til listsköpunar. „Hann hefur frá upphafi verið boðberi hins óhlutbundna myndmáls í íslenskri myndlist og er trúr þeirri stefnu sinni. Hafsteinn hefur þróað sitt myndmál í gegn um tíðina þannig að ljóðræn meðhöndlun Iitbrigða skapar hon- um sérstöðu og þau einkenni eru sterk á sýningunni." Málar íslenska hraimið Norski listamaðurinn Patrick Huse er með sýningu í vestursal Kjarvalsstaða, sem hann kallar Rifa. Hann hef- ur sótt mikið til Is- Iands í listsköpun sinni og einkum í óblíða náttúru. Is- lenska hraunið er honum sérstakt yrkis- efni. Eiríkur forstöðu- maður lýsir sýning- unni nánar: „Rifa birt- ir okkur myndir sem eru bæði heillandi og fráhrindandi. Mynd- irnar eru stórar og dimmar og sýna okkur landið rifið og tætt af eldgosum og ótrúleg- um mulningi mégin- lands-flekanna. Pat- rick gerir nefnilega ekki nokkra tilraun til að fegra landið eða sveipa það einhverjum töfraljóma og hraunið hans er mjög ólíkt því sem meistari Kjarval sýndi okkur í sínum myndum. Samt er það geysilega magnað því það sýnir okkur hið villta og óviðráðanlega í I eðli landsins." Patrick Huse málar myndir úr óblíðri náttúru íslands. Borgarhluti verður til Þriðja sýningin er helguð þeim „úthverfum11 Reykjavíkur sem spruttu upp á 5. og 6. áratugnum, Vogum, Langholti, Laugarási og Laugarnesi. „Hugmyndin er einfald- Iega sú að setja upp sýningu með öðrum áherslum en áður hefur ver- ið gert,“ segir Eiríkur Þorláksson. Það gengu í gegn um þessi hverfi ýmsar skipulagshugmyndir. Það stóð t.d. ekki alltaf til að samgöngu- æðar yrðu eins og þær eru í dag. Það getur verið fróðlegt fyrir þá sem Hafstelnn Austmann listmálari er þekktur fyrir óhefta tjáningu eru a$ horfa á Laugardalinn að sjá ___________________myndmálsins.__________ hvaða hugmyndir menn gerðu sér í Ein mynda Patricks Huse á sýningunni. eina tíð og þarna er margt mjög forvitnilegt fyrir áhugamenn um skipulag. I þessu samhengi verða líka kynntir ýmsir gullmolar í arkítektúr á þessu svæði sem menn vita kannski ekki af en eru samt sem áður merkileg í okkar byggingarsögu." Mín aðferð til að vera sýnileg Anna Richardsdóttir dansari hefurþrijið í göngugötunni áAkur- eyri á hverjumföstu- degiíheilt ár. Með þremurundantekning- um þó, en þá varhún er- lendis. Hún dansarþar í síðasta skiptið í dag klukkan 16.30. „í tilefni af því að þetta er í síð- asta skiptið sem ég þríf göngugöt- una ætla ég að bjóða öllum þeim sem áhuga hafa, körlum jafnt sem konum að koma og aðstoða mig. Fólk á ekkert að vera feimið að koma með uppáhalds þrifá- haldið sitt með sér. Tusku í vasan- um eða sóp undir hendinni. Allir sem vilja geta verið með. Konan í Brekkunni sem hefur alltaf mætt arfólk sem spilar undir spunadansinn. Anna segir að hver sem er geti mætt með hljóðfæri með sér og tekið þátt, þar sem að þetta sé spuni. Hún segir að alltaf hafi talsvert af fólki mætt til þess að horfa á sig spinna. „Það er einhver tjáning í þessu, einhver kraftur sem skilar sér til fólksins. Mér finnst mikilvægt að fólk hafi mismunandi skoðun á þessu. Það er rætt um þetta. Mér fannst markmiðið með dansinum nást alveg full- komnlega." „Þessi dansröð gengur útá að ég þrífí þar sem ég er stödd á föstudegi klukkan fímm. I dag ætla ég að hafa þetta með sérstöku sniði, “ segirAnna Richardsdóttir spunadansari. til þess að horfa á mig getur kom- ið og þurrkað burtu ryk með mér,“ segir Anna. I göngugötunni verður tónlist- Hreingemingar ganga nærri mér „Eg vildi ná til þeirra sem ekld fara á auglýstar sýning- ar. Það er einhver eh'ta eða listagengi sem fer að sjá allt. Eg vildi dansa fýrir alla hina sem geta valið úti á götu hvort þeir sjá þetta eða ekki. Það er einhver pólitík eða heimspeki í þessu. Það er eitt- hvað kvenlægt við þetta. Þetta er skúringakona en hrein- gemingar hverju nafni sem þær nefnast ganga mjög nærri mér persónulega. Eg fer oftast úr sloppnum og það er tákn um það hversu nærri mér þetta gengur. Ég er komin inn að húð en væri komin inn að kjöti ef ég gæti. Þannig fer ég oft að einhveijum mörkum. Þetta er leikur að frelsi og mörkum, hvenær fer ég yfír þessi mörk.“ Anna er menntuð í spunadansi frá Þýskalandi og hefur kennt spunadans í grunnskólum, menntaskólum, háskólum og víð- ar. Hún hefur þrifið í nokkrum borgum Evrópu og segir að ekki veiti af að gera meira af þ\ í. Hún var í Reykjavík á menningamótt höfuðborgarinnar og segir alveg vera þörf á því að hún fari aftur suður og þrífi. „Þetta er minn miðill til þess að tjá mig. Það er mikilvægt fyrir listakonu að vera sýnileg. Það þýðir ekkert að vera Iistakona og paufast svo eitthvað inní einhverju stúdíói og sýna einu sinni á ári. Stundum langar mig til þess að vera meira sýnileg en þetta er mfn leið til þess.“ -PJESTA ■UMHELGINA Þorvaldur á Sjónþmgi Listamaðurinn fjölhæfi Þor- valdur Þorsteinsson (mynd- listarmaður og rithöfundur) verður spurður spjörunum úr á Sjónþinginu í Gerðu- bergi á morgun kl. 13.30. Þorvaldur nam myndlist á Akureyri, í Reykjavík og Hollandi þar sem hann lauk prófi 1989. Síðan hefur hann haldið á þriðja tug einkasýninga, tekið þátt í fjölda samsýninga, samið fjölmörg leikrit og þætti fyrir sjónvarp og útvarp, skrifað hátt í tug sviðsverka og nokkrar bækur. Er þetta dá- góður afrakstur á ekki lengri tíma. Sigmundur Ernir Rún- arsson stjórnar Sjónþinginu á morgun en spyrlar verða Þórhildur Þorleifsdóttir og Jón Proppé. Á sama tíma verður opnuð sýning á verk- urn eftir Þorvald í Gerðu- bergi og stendur hún til 17. október en sýningin í Galler- íi Sævars Karls stendur til 24. september. Aðgangur að sýningunni er ókeypis en á Sjónþingið kostar 500 kr. Þorvaldur Þorsteinsson. Textílfélagió aldarfjórðimgsgamalt I tilefni af 25 ára afmæli Textílfélagsins standa með- limir þess fyrir viðamikilli sýningu í öllum sölum Gerð- arsafns í Kópavogi sem verð- ur opnuð á morgun kl. 15. Félagið var stofnað árið 1974 af 11 konum í því augnamiði að kynna list- greinina og efla hag iðkenda með samheldninni. Félaga- talan hefur vaxið því nú eru félagsmenn fimmtíu og taka 29 þeirra þátt í afmælissýn- ingunni. Einnig hafa verið gefin út kynningarkort með myndum af öllum Iistaverk- um sýningarinnar og er hægt að skoða þau á korta- stöndum víða um borgina, á kaffihúsum og í verslunum. Sýningin stendur til 19. september. V__________________________)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.