Dagur - 03.09.1999, Síða 9
FÖSTUDÁGVR 3. SEPTEMBKR 1999 - 25
Ð^ur.
LÍFIÐ t LANDINU
Tvö áreru liðinfrá
dauda Díönii, dáð-
ustu prinsessu 20.
aldar. Fjölmargar
bækurhafa verið
skrifaðarum
prinsessuna og í bók sem
væntanleg erá markað seinna
í mánuðinum ernýju Ijósi
varpað á síðasta árið í lífi
hennar.
Bókin heitir Diana in Search of Herself
(Díana í leit að sjálfri sér) og er eftir Sally
Bedell Smith sem áður hefur skrifað róm-
aða ævisögu hinnar litríku Pamelu Harrim-
an, sem var um tíma tengdadóttir Winston
Churchill og síðar sendiherra Bandaríkj-
anna í París. Við samningu bókarinnar um
Díönu ræddi Smith við um 150 einstak-
linga sem kynni höfðu af prinsessunni, þar
á meðal nána vini, starfsmenn og ráðgjafa
hennar. Margir í þeim hópi ræddu nú í
fyrsta sinn opinberlega um samskipti sín
við Díönu.
„Þetta er dapurlegasta verkefni sem ég
hef unnið að,“ segir Smith um samningu
bókar sinnar. „Díana hafði mikla þörf fyrir
hjálp en vegna stöðu sinnar fékk hún hana
aldrei.“ Smith segir Díönu hafa vera
haldna persónuleikatruflunum sem lýstu
sér í hvatvísi, höfnunarkennd og öryggis-
leysi. Díana var semsagt haldin mörgum
þeim algengu veikleikum sem fylgja því að
vera manneskja. Smith segir Karl prins
hvorki hafa haft næga þekkingu né rétt
skapferli til að geta hjálpað Díönu.
Allt frá því Qölmiðlar komust á snoður
um samband Díönu og Karls Bretaprins
var hún hundelt af blaðamönnum en í bók
Smith segir frá því að Díana hafi lært þá
list að fela sig í Ijöldanum og margoft farið
ferða sinn óáreitt. Kunningjakona hennar
æfði hana í því að þykjast vera kona sem
væri afar lík prinsessunni. Blekkingin fólst
í því að taka þátt í hversdagslegu athæfi
sem fólk ímyndaði sér ekki að prinsessa
myndi gera, til dæmis að veifa leigubíl eða
taka peninga út úr hraðbanka. Ef einhver
starði á Díönu á þeim stundum brosti hún
og veifaði eins og hún væri að gefa til
kynna að viðkomandi hefði farið manna-
villt.
Díana var ákaflega viðkvæm fyrir öllu
sem um hana var skrifað og til að forða
henni frá sársauka tók Paul Burrell, þjónn
hennar, að fela svæsnustu skrifin fyrir
henni. „Hún sendi mér ætíð einkennilegt
augnaráð þegar viss blöð voru ekki meðal
þeirra sem ég rétti henni á morgnana,"
sagði hann. „Hún spurði eftir þeim en ég
Iét hana ekki fá þau.“
Stóra ástin
I bókinni er varpað nýju ljósi á ástarlíf
Díönu. Þar er fullyrt að stóra ástin í Iífi
Díönu eftir skilnað hennar \4ð Karl hafi
verið pakistanskur hjartaskurðlæknir,
Hasnat Khan, sem hún hitti árið 1995 þeg-
ar hún heimsótti einn sjúklinga hans á
sjúkrahúsi. Þau hófu ástarsamband sem
fór mjög Ieynt enda var Khan fjölmiðlafæl-
inn. Díana brá sér í dulargervi, setti upp
hárkollur og sólgleraugu, þegar hún fór
með lækninum út í jazzklúbba og á veit-
ingastaði. En oftast dvöldust þau í Kens-
ington höll. Díana leit á Khan sem akkeri í
lífi sínu. „Hún var í tilfinningalegu jafn-
vægi þegar hún var með honum," sagði
vinur Díönu. „Eg fann frið. Hann hefur
gefið mér allt sem ég þarfnast," sagði
Díana við vinkonu sína.
Díana þótti oft stjórnsöm í samskiptum
sínum en sú stjórnsemi spratt af ótta við að
verða hafnað. Hún reyndist nokkuð ráðrík í
samskiptum þeirra Khan og bað til dæmis
heimsækja fjölskyldu Khan og sannfæra
þau um að hún væri þess verð að verða eig-
inkona hans. Þegar hún sneri aftur til
London nokkrum dögum síðar sagði hún
vinum sínum að fundurinn hefði verið
ánægjulegur og hjónaband þeirra væri nú
raunhæfur möguleiki. Khan \issi ekki af
ferð hennar fyrr en henni var lokið og
fannst Díana hafa gengið of langt. Tímarit-
ið Hello hafði síðan eftir föður Khan að
hjónaband væri ólíldegt.
Slúðurblöð komust á snoður um sam-
band Díönu og Khan og tóku að velta sér
upp úr sambandi þeirra. Khan treysti sér
ekki til að búa við sífelldan fréttaflutning af
sambandinu og sleit því eftir að það hafði
staðið í tæp tvö ár. Það sem fyllti mælin var
ffétt í Sunday Mirror þar sem sagt var að
Díana og Khan væru leynilega trúlofuð eft-
ir óvænta ferð Díönu til Pakistan. Khan
sakaði Díönu um að hafa lekið fréttinni en
hún neitaði þ\ í gr ítandi. Díana var niður-
brotin þegar ástarsambandi þeirra lauk.
„Eg held að hann hafi elskað hana og ég
held að hann hafi verið stóra ástin í lífi
hennar eftir að hún skildi við Karl,“ sagði
einn vina Díönu.
Díana. Hún þjáðist af einmanakennd, öryggisleysi og skorti á sjálfstrausti. „Það undraverða er að
henni skyldi takast að koma jafn miklu í verk og hún gerði,“ segir Sally Bedell Smith höfundur
nýrrar bókar um Díönu.
—i
Hasnat Khan var stóra ástin í lífi Díönu eftir skilnað
þeirra Karis. Hann var fjölmiðlafælinn og lagði ríka
áherslu á að halda sambandi þeirra Diönu leyndu.
„Hann hefur gefið mér allt sem ég þarfnast, “ sagði
Díana við vinkonu sína.
Christian Bemard að útvega
Khan vinnu í Suður Afríku.
Hún sagði Bemard að hún
vildi giftast Khan, flytjast með
honum til Suður Afríku og
,, ,, , _ eignast með honum dætur. I
Diana tok upp samband við hmn treggafaða glaumgosa Dodi mafmánuði 1997 fór Díana f
Fayed til að gera Hasnat Khan afbiyðisaman. óyænta (erð ti, Pakistan til að
Dodi var cLegrastytting
Daginn eftir að sambandinu lauk hélt
Díana, fullkomlega miður sín, £ frí til Suð-
ur Frakklands ásamt sonum sínum þar
sem þau dvöldust á heimili hins alræmda
AI Fayed. Þar hitti Díana son Fayeds, Dodi,
og fór að sjást í fylgd hans. Að sögn vin-
konu Díönu tók hún upp samband við
Dodi í því skyni að gera Khan afbrýðisam-
an. Dodi, sem var tilfinningalega van-
þroska og enginn gáfumaður, mátti ekki sjá
af Díönu, hlóð á hana gjöfum og veitti
henni alla athygli sína. Fjölmiðlar komust
fljótlega á snoðir um samband þeirra sem
Díana gerði enga tilraun til að fela, líldega
til að vekja viðbrögð hjá Khan. Þótt Díana
segði vinum sínum að hún hefði aldrei ver-
ið hamingjusamari efuðust margir vina
hennar um að tilfinningar hennar til Dodi
ristu djúpt. Hún ákvað þó að eyða með
honum rómantískri helgi í París á síðustu
dögum ágústmánaðar. Það var Dodi sem
gerði alls kyns ráðstafanir til að skýla
prinsessunni frá íjölmiðlamönnum, meðal
annars með því að breyta áætlun þeirra og
ferðast með öðrum bíl og bflstjóra en ráð-
gert hafði verið. Að sögn Smith var það
þörf Dodi fyrir að ofvemda prinsessuna
sem innsigldi örlög þeirra. Þau Iétust í
hörmulegu bílslysi 31. ágúst.
Skömmu eftir lát
þeirra sagði faðir Dodis,
AI Fayed, að Díana og
Dodi hefðu ætlað að gift-
ast. Díana hafði hins veg-
ar hvorki rætt slíkar áætl-
anir við nána \'ini eða
fjölskyldu og þótt hún
ætti til að halda ýmsu í
einkalífi sínu Ieyndu þá
er ástæða til að ætla að
hún hefði rætt málið við
einhverja nána sér og þá
sérstaklega syni sína. Að
sögn vina hennar hélt
hún engu leyndu fyrir
Vilhjálmi syni sínum og
var í stöðugu símasam-
bandi við hann þegar þau
voru aðskilin.
Þegar Díana og Dodi
létust höfðu þau þekkst í
sex vikur. Á þeim tíma
höfðu þau verið saman í
einungis 25 daga. Þeir
sem best þekktu til töldu
útilokað að samband
þeirra hefði leitt til
hjónabands.
Þremur mánuðum
áður en Díana lést sagði
hún blaðamanni Le Monde að hún færi
ætíð eftir eðlisávísun sinni. „Hún er besti
ráðgjafi minn.“ En eðlisávísun Díönu gerði
henni aldrei kleift að sættast við sjálfa sig.
„Díana lét stjórnast af mótsagnakenndum
tilfinningum," segir Smith. „Það undra-
verða er að henni skyldi takast að koma
jafn miklu í verk og hún gerði.“