Dagur - 08.09.1999, Blaðsíða 1
70-80 þúsiuid
í aukin útgj öld
Tekjur ríkisins af bíl-
um og umferð um 30
milljarðar á ári.
Skattar í sögulegu há-
marki. Kosta bíleig-
auda um 200 þúsuud
á ári. Breytingar á
vörugjaldi. Spáð bens-
ínlækkun.
Talið er að skattar ríkisins af bíl-
um og umferð séu að nálgast
sögulegt hámark. Þá lætur nærri
að tekjur ríkissjóðs af bílum og
umferð séu hátt í 30 milljarðar
króna ári. Það er um 4,5% af
vergri landsframleiðslu, eða 1%
meira en gengur og gerist í
helstu nágrannalöndum okkar.
Jafnframt má ætla að sérhver bí-
leigandi þurfi að greiða til ríkis-
ins um 200 þúsund krónur á ári
í skatta og gjöld. Bensínhækkan-
ir á árinu og hækkun iðgjalda
tryggingafélaganna hafa aukið
útgjöld almennings um 70-80
þúsund krónur. Til að mæta
þeirri aukningu þyrfti að hækka
launin um rúmar 100 þúsund
krónur.
Áfangasigui
í gær fögnuðu
menn áfanga-
sigri í glí-
munni við rík-
ið þegar ríkis-
stjórnin heim-
ilaði fjármála-
ráðherra að
leggja fram
frumvarp til
laga um breyt-
ingar á vöru-
gjaldi á bensíni
við upphaf
þings í haust. I
stað 97% vöru-
gjalds á að
koma föst krónutala, eða 10,50
krónur. Þessi breyting á að geta
lækkað verð á bensíni um allt að
2,50 krónur. Aætlað er að þessi
breyting muni kosta ríkissjóð um
500 milljónir króna. A móti hef-
ur ríkið hagnast um 590 milljón-
ir króna vegna síðustu bensín-
verðhækkunar. Runólfur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri Félags ís-
Ienskra bifreiðaeigenda, segir að
þessi áformaða breyting á vöru-
gjaldinu sé áfangasigur. Hann
býst hins vegar við því að frum-
varpið muni
taka einhveij-
um breyting-
um í meðför-
um þingsins
og þá helst til
lækkunar á
þessari föstu
krónutölu.
Rýrir kaup-
máttúrn
Björn Grétar
Sveinsson, for-
maður Verka-
mannasam-
bands Islands,
fagnar þessum áformuðu breyt-
ingum á vörugjaldinu. Hann seg-
ir að með þessari ákvörðun sinni
hafi ríkisvaldið tekið rökum þeir-
ra sem barist hafa fyrir þessum
breytingum. Hann segir það
jafnframt ljóst að olíufélögin hafi
hagnast meira á liðnum bensín-
verðhækkunum en sem hemur
hækkun á heimsmarkaði. Það sé
á skjön við heilbrigða viðskipta-
hætti svo ekki sé minnst á þau
áhrif sem þessar hækkanir hafa
haft á afkomu og skuldastöðu
heimilanna. Hann segir að þetta
hafi haft í för með sér rýrnandi
kaupmátt launafólks og einsýnt
að tillit verði tekið til þess við
gerð komandi kjarasamninga.
Skuldir aukast um 4 iuillj
arða
Ögmundur Jónasson, formaður
þingflokks Vinstri hreyfingarinn-
ar - græns framboðs og formaður
BSRB, segir að undangengnar
hækkanir olíufélaganna og trygg-
ingafélaga geti ekki verið rök-
studdar út frá afkomu þeirra.
Enda hefur komið fram að olíu-
félögin hafa hagnast um 100
milljónir króna í hverjum mán-
uði á fyrri hluta ársins. Hann tel-
ur að bensínverðhækkanir hafi
þyngt skuldabyrði heimila um 4
milljarða króna á ársgrundvelli.
Þá sé nauðsynlegt að endur-
skoða álagningu olíufélaganna
sem sé um 100%. - GRH
Bifreidakostnaður heimilanna hefur
aukist um 70-80 þúsund krónur á
árinu.
KÞ vill eini
framlengja
I gær var haldinn á Húsavík
fundur með lánadrottnum og
kröfuhöfum Kaupfélags Þingey-
inga þar sem kynnt var beiðni
um framlengingu á greiðslu-
stöðvun KÞ. Greiðslustöðvun
rennur út nk. föstudag og þá
verður beiðni um framlengingu
tekin fyrir í dómþingi á Akureyri.
Fáist framlenging kemur það illa
við marga bændur.
Ragnar Þorsteinsson, form.
Búnaðarsambands Suður-Þing-
eyinga, er óánægður með seina-
gang í málinu. Bændur hefðu
trúað því sem sagt var sl. vor að
greiðslustöðvun stæði 2-3 mán-
uði og töldu sig því eiga von á
peningum á næstu dögum. En
þeir þyrftu enn að bíða og væri
hugsanlegt að enn ein greiðslu-
stöðvun tæki við af þessari ef
ekki tækist að selja þær eignir
sem eftir væru?
Sjá frétt í Víkurhlaðinu.
Hraukbæjarbúanum, sem kom upp við skurðgröft að Hraukbæ norðan Akureyrar á dögunum, var í gær púslað
saman af beinasérfræðingi frá FSA. Það var Þorvaldur Ingvarsson, bæklunarsérfræðingur og framkvæmdastjóri
lækninga, sem raðaði þessum þúsund ára gömlu beinum saman á Minjasafni Akureyrar í gær, en um helgina
munu þau verða almenningi til sýnis áður en þau fara á Þjóðminjasafnið. mynd: brink
Enginn hjá Verðbréfaþingi vildi tjá
sig um ummæli Finns Ingólfssonar
varðandi sölu FBA.
„Skítalykt
af inálinu“
Ummæli Finns Ingólfssonar við-
skiptaráðherra í Degi í gær hafa
vakið athygli. Þar sagði hann að
samkvæmt reglum Verðbréfa-
þings íslands ættu málefni FBA
ekki að vera í umræðu meðan
ríkisstjórn væri með sölumálið
til umfjöllunar. Tilefni ummæl-
anna voru orð Davíðs Oddsson-
ar forsætisráðherra um að selja
51% hlut ríkisins í FBA í einu
lagi í Iokuðu forvali til dreifðs
hóps Ijárfesta. Þessi misvísandi
orð hafa valdið óvissu meðal
fjárfesta og verðbréfamiðlarar
sem Dagur leitaði til í gær vildu
ekki tjá sig undir nafni. Einum
fannst „skítalykt" af málinu og
undraðist hversvegna Verðbréfa-
þing stöðvaði ekki viðskipti með
FBA-bréfin í gær sökum óvissu.
Þingið nær yfir FBA, ekki
eigenduma
Enginn hjá Verðbréfaþingi vildi
tjá sig um ummæli Finns. Eftir
því sem Dagur kemst næst ná
reglur þingsins hinsvegar ekki
yfir eigendur hlutabréfa, þ.e.
ríkisins í þessu tilfelli, heldur
yfir útgefenda þeirra, þ.e. FBA.
Viðmælendur blaðsins töldu
frekar að Finnur hefði verið að
visa til almennra reglna um
verðbréfaviðskipti. Þar segir að
trúnaðarupplýsingar, sem geta
skipt máli fyrir verðmat á bréf-
um, megi ekki leka út. Þeir sem
búi yfir slíkum upplýsingum
megi ekki opinbera þær nema að
gæta jafnræðis meðal hluthafa
og Qárfesta. FBA-málið kom til
umræðu á fundi ríkisstjórnar-
innar í gær. Finnur og Davíð
sátu eftir en vildu að því loknu
ekki tjá sig við fjölmiðla. Þykir
þetta sanna ágreininginn sem
enn ríkir innan stjórnarflokk-
anna um málefni FBA.
Óvissan hafði ekki meiri áhrif
á gengi FBA-bréfanna en þau að
þau hækkuðu um 1,4% frá
mánudegi. Eftir viðskipti í gær
upp á 34,6 milljónir að nafnvirði
endaði gengið í 2,84. Frá sl.
helgi hefur gengi bréfanna
hækkað um tæp 3%. - bjb
Afgreiddir samdægurs
Venjulegirog
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI • SÍMI 462 3524