Alþýðublaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 7
Bandálag starfsmanna ríkis og bæja var stofnað 14. febrúar 1942, og voru stofnendur 14 fé- lög opinberra stai-fsmanna með samtals 1545 félagsmönnum. í íyrstu stjórn áttu sæti: Sig- Urður Thorlaeius skólastjóri, for- maður, Lárus Sig.urbjörnsson Skjalavörður, varaformaður, Guð- jón B. Baldvinsson deildarstjóri, ritari, Þorvaldur Árnason bæjar- gjaldkeri, gjaldkeri dr. Ásmund- ur Guðmundsson biskup, Guð- mundur Pétursson símritari og Sigurður Guðmundsson skóla- meistari. Varamenn: Ingimar Jó- hannesson kennari, Kristinn Ár- mannsson rektor, Nikulás Frið- riksson umsjónarmaður og Sveinn G. Björnsson skrifstofustjóri. Þessir menn hafa verið for- menn Bandalagsins: Sigurður Thorlaeius skóla- Stjóri, Lárus Sigurbjörnsson skjalavörður, Guðjón B. Baldvins- son deildarstjóri, Ólafur Björns- son prófessor, Sigurður Ingimund- arson alþingismaður, Kristján Thorlacius deildarstjói'i. Höfuðviðfangsefni samta.kanna hafa verið launa- og kjaramál op- inberra starfsmanna, og hafa stjórnarvöldin frá upphafi viður- kennt BSRB sem viðræðuaðila um kjaramál starfsmanna ríkis og bæja. Frá stofnun BSRB hefur það verið eitt af baráttumálum þess, að opinberir starfsmenn öðluðust samningsrétt til jafns við aðrar launastéttir, og að afnumin verði lög frá 1915, er banna verkfall opinberra starfsmanna, að við- lagðri refsingu. Af hálfu samtakanna hefur ver- ið unnið að margvíslegum kjara- bótum til lianda opinberum starfsmönnum auk beinna launa- bóta og hefur árangurinn m. a. orðið þessi: Lífeyrissjóðslög fyrir rikisstarfsmcnn voru sett 1943 og síðan endurskoðuð 1955 og 1963. Bæjarstarfsmannafélögin hafa og fengið viðurkennda lífeyrissjóði. Ný launalög voru sett á árinu 1945 og aftur 1955.. í launalögin 1945 fékkst á- kvæði um, að við samning reglu- gerða samkvæmt lögunum og við endurskoðun þeirra skuli jafnan gefa BSRB kost á að fjalla um Kjararáð B.S.R.B. og samninganefnd ríkisins á samningafundi í jan, sl. Frá vinstri: Haraldur Stein- þórsson, Páll Bergþórsson, Kristján Halldórsson, Baldvin Jóhannesson, Guðjón B. Baldvinsson, KriStján Thorlacius, Guðlaugur Þorvaldsson, form. sainninga nefndar, Ilöskuldur Jónsson, Gunnlaugur E. Briem, Brynjólfur íngólfsson, Baldur MöIIer og Jón E. Þorláksson. < berra starfsmanna, og var BSRB viðurkennt sem samningsaðili fyr- ir alla ríkisstarfsmenn og bæjar- starfsmannafélögin fyrir sína meðlimi. Starfkemi bandalagsins óx mjög mikið við kjarasamningalögin og hefur það síðan starfrækt skrif- stofu með föstu starfsliði. Samkomulag náðist í fyrstu samningum um fjölgun launa- floklca og skipan starfsheita í launaflokka, en Kjaradómur dæmdi um launaupphæðir, vinnu tíma, kaup fyrir yfirvinnu o. fl. og gilti sá dómur frá 1. júlí 1963. Bæjarstarfsmannafélögin gerðu öll samninga, sem giltu frá sama tíma. Skipun einstaklinga í launa- fiokka samkvæmt hinu nýja launa kerfi var umfangsmikið vcrk og fjallaði sérst.akur dómstóll, Kjara- nefnd, um ágreiningsmál, sém upp komu í því sambandi. " Var skotið til Kjaranefndar 420 ‘mál- um á fyrsta samningstímabilinu. Þessum fyrsta kjarasamningi var sagt upp með allsherjarat- kvæðagreiðslu 1965 en eklti tókst neitt samkomulag um væntanleg- an kjarasamning og .kom því til kasta Kjaradóms að dæma um sömu atriði og áður og auk þess um röðun starfsheita í launa- flokka. Kjaradómur dæmdi einn- ig um mál flestra bæjarstarfs- manna. Þeir dómar tóku gildi l. janúar 1966 og eru til næstu áramóla. Tillaga stjórnar BSRB á stjórn- arfundi 7. jan. 1967 með lilvísun til 3. og 22. gr. laga nr. 55, 1962, að segja upp núgildandi kjara- samningi ríkisstarfsmanna, sem ákveðinn var með dómi Kjaia- dóms frá 30. nóv. 1965, var sam- þykkt með öllum atkvæðum. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hcfur gefið út sitt ^igiS málgagn síðan á árinu 1944j, og kemur út sérstakt afmælisbláð af Ásgarði í tilefni 25 ára afmælis samtakanna. BSRB hefur verið aðili að sam- tökum norrænna bæjarstarfs- manna frá 1950 og samtökum nor- rænna ríkisstarfsmanna frá 1966. Nú eru bandalagsfélögin 23 með samtals 5800 félagsmönnum. Fram undan eru mörg verkefni á vegum samtakanna og má þar m. a. nefna áframhaldandi starf að því, að samtökin fái fullan samningsrétt og jafnframt þarf að veita opinberum stai'fsmönn- um verulegar kjarabætur. Núverandi stjórn B.S.R.B. ásamt varastjórn. Talió' frá vinstri: Siguröur Ingason, deildarstjóri, Sigurð'ur Sigurðsson, frétlamaður, Ágúst Geirsson, yfirsímvirkjaverkstjóri, Bjarni Sigurðsson, sóknarprestur, Guðjón B. Baldvinsson, deildarstjóri, Haraldur Steinþórsson, kennari, 2. varaform., Sigfinnur Sigurð'sson, hagfræðingur, 1. varaform., Kristján Thorlacius, deildarstjóri, formaður, Magnús Eggertsson, lögreglu- varðstjóri, ritari, Einar Ólafsson, útsölustjóri, gjaldkeri, Sigrún Jónatansdóttir, lijúkrunarkona, Karl Guðjónsson, fræðslufulltrúi, Þorsteinn Óskarsson, símvirki, Ingibergur Sæmundsson, yfirlögregluþjónn, og Valdúnar Ólafsson, flugumferðarstjóri_ Á myndina vantar Sigurð Hauk Guðjónsson, sóknarprest. Meðal einstakra verkefna, sem stefnt er að má t. d. geta um frpeðslustarf í stéttarmálum, bygg- ingu orlofsheimila fyrir opinbera starfsmenn, að reisa sameiginlegt félagheimili fjTir bandalagið og bandalagsfélögin og koma upp* hagstofnun fyrir launþegasamtökin í landinu. Sigurður Thorlacius, skólastjóri, fyrsti formaður B.S.R.B. ágreiningsatriði, sem upp kunna að koma. Sams konar ákvæði er í lög- um um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, sem samþykkt voru á AÍþingi 1954. Alþingi samþykkti 1958 skipun nefndar til þess að fylgjast með launabreytingum á frjálsum vinnumarkaði og gera tillögur um launabreytingar hjá opinberum starfsmönnum, þegar nefndinni þætti ástæða til. 1961 var skipuð samstarfsnefnd ríkisins og BSRB um launa- og kjaramál, með tveimur fulltrúum frá hvorum aðila, og geta báðir aðilar skotið til hennar málum. Árið 1962 voru samþykkt á Al- þingi lög um kjarasamninga opin- J4. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.