Dagur - 23.10.1999, Síða 10
« ^ * r» «v .
* V
10 - LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999
i. FRÉTTTR
Skólaskrifstofa Vestfjarða lögð niður
Fjórðungsþing Vestfirðinga,
haldið á Tálknafirði 8. og 9.
október 1999, samþykkti að
leggja niður Skólaskrifstofu
Vestfjarða í lok skólaársins
1999/2000. Við taki skrifstofur
á byggðasvæðunum þremur er
veiti samhæfða þjónustu á sviði
skólamála, félagsþjónustu og
málefna fatlaðra. Samþykkt er
gerð með fyrirvara um sam-
þykkt aðildarsveitarfélaga að
Skólaskrifstofu Vestfjarða.
Fjórðungsþingið samþykkti yf-
irfærslu málefna fatlaðra frá
ríki til sveitarfélaga og í því
skini skipaði stjórn Fjórðungs-
sambandsins (FV) fimm manna nefnd sem undirbúa á flutning mál-
efna fatlaðra á Vestfjörðum til sveitarfélaga. Ahersla verður lögð á að
tekjustofnar verði tryggðir áður en sveitarfélög taka við verkefninu.
Samgönguleysi á leiðinni miiii Bíidu-
dais og Þingeyrar veidur mikium erfið-
leikum við að halda uppi samstarfi á
miiii þessara svæða. Myndin er frá
Þingeyri.
Rekstur vestfirskra sveitarfélaga síst
lakari
Stjórn FV hefur látið gera skýrslu um skuldastöðu sveitarfélaga á
Vestljörðum. í skýrslunni kemur fram að skuldir sveitarfélaganna eru
mikar. I skýrslunni kemur fram að rekstur bæjarsjóða vestfirskra
sveitarfélaga á árunum 1990 til 1997 hefur verið síst lakari en hjá
öðrum sveitarfélögum og framlegð þeirra til vaxtagreiðslna, afborg-
ana lána og framkvæmda stenst vel samanburð við önnur sveitarfé-
lög á landsbyggðinni. A sama tímabili eru framkvæmdir sveitarfélaga
á Vestíjörðum þær lægstu á landinu sé tekið meðaltal þessa tímabils.
Stjórn FV er falið að skoða orsök skuldastöðu vestfirskra sveitarfé-
laga.
Úttekt gerð á veginimi mllli Þingeyr-
ar og Bíldiidals
Samgönguleysi á leiðinni milli Bíldudals og Þingeyrar yfir vetrarmán-
uðina, sem m.a. liggur um Hrafnseyrarheiði, veldur miklum erfið-
leikum við að halda uppi samstarfi á milli þessara svæða. Forsenda
samstarfs sveitarfélaga, fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga eru
tryggar samgöngur innan fjórðungsins. Með breyttri kjördæmaskipan
verður þörfin fyrir góðar og öruggar samgöngur enn meiri, en slíkt er
forsendan fyrir því að breytingin skili tilætluðum árangri. Fjórðungs-
þingið fól Atvinnuþróunarfélagi Vestljarða að Ieita leiða til að fjár-
magna úttekt á gildi vegar milli Þingeyrar og Bíldudals. Fjórðungs-
þingið fagnar einnig auknum Ij'árveitingum sem Alþingi samþykkti á
liðnu vori til vegagerðar til að rjúfa einangrun jaðarbyggða. Þingið
lýsir þeirri von að sem fyrst verði gert stórátak til að ljúka allri vega-
gerð á Vestfjörðum sem tengi byggðirnar varanlega innbyrðis og við
þjóðvegakerfi landsins.
Kvöldflug um ísafjaxðarflugvöll
Fjórðungsþingið á Tálknafirðí beinir því til TS
samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, að
hraðað verði undirbúningsvinnu á vegum
Flugráðs og Flugmálastjórnar er miðar að því
að gera kvöldflug um Isafjarðarflugvöll mögu-
Iegt. Fjórðungsþing leggur til að samgöngu-
ráðherra skipi sérstaka nefnd, skipaða fulltrú-
um heimamanna og öðum sem að málinu
þurfa að koma. Þá er ítekuð þörf að tryggum
flugsamgöngum milli Vestur-Barðastrandar-
sýslu og Isaljarðar, þannig að samningar þar
að lútandi verði gerðir til lengri tíma, en þetta
eru einu samgöngurnar milli þessara svæða
yfir vetrarmánuðina. Aréttuð er nauðsyn þess
að flugvöllurinn á Þingeyri verði gerður að
fullgildum varaflugvelli. Bent er á mikilvægi
Reykjavíkurflugvallar fyrir ínnanlandsflug og
er fyrirhuguðum endurbótum á flugvellinum fagnað.
Sturla Böðvarsson er
hvattur tii að beita sér
fyrir kvöldflugi um ísa-
fjarðarflugvöll.
StóraiLkin framlög til eyöingar minks
Fjórðungsþingið skorar á landbúnaðarráðherra, Guðna Agústsson,
að heljast nú þegar handa við að eyða mink úr íslensku lífríki og stór-
aukin verði framlög til veíða- og þær stórauknar. Sérstaldega verði
leitað nýrra leiða á sviði líftækni og erfðafræði til að útrýma minki.
Bent er á mila ábyrgð ríkisins í þessu máli en minkur var fluttur inn
með sérstöku innflutningsleyfi gegn skilyrðum um einangrun. Arlega
veldur minkur miklum búsifjum hjá bændum og skaðar afkomu þeir-
ra ásamt því að hann veldur ómældu tjóni í lífríki Iandsins.
Félagslega íbúðakerflð
Fjórðungsþingio skorar á ríkisvaldið að hraða vinnu við raunhæfa
lausn á vanda félagslega íbúðakerfisins og Ijúka sem fyrst samning-
um við sveitarfélögin um afskriftarhlutfall eigna á stöku markaðs-
svæðum og ganga frá reglum um sölu einga á almennan markað.
— GG
HpF ^ ’^'035****^
;
Hríseyingar munu fá tii sín 11 ný störf með starfsstöðinni nýju en betur má ef duga skal. Myndin er úr Hrísey.
Starísstöovar í
Hrísey og Ólafsfirði
Islensk miðlun ætlar
að setja upp starfs-
stöðvar í Hrísey og
Ólafsfirði. Gert er ráð
fyrir að stofnað verði
sameiginlegt hlutafé-
lag uin stöðvamar
tvær og verður heildar-
hlutafé 20 milljómr.
Alls munu verða 22 störf í boði á
stöðvunum, tíu til ellefu á hvor-
um stað, sem fer eftir því hvaðan
forstöðumaður og tæknimaður
koma. Hrísejángar þurfa samt
sem áður að halda áfram leit
sinni að nýjum atvinnutækifær-
um. „Þetta er bara einn hlutur-
inn og mjög jákvætt og þarft að
fá þetta í annars mjög einhæfu
atvinnulífi. Þetta er hið besta
mál en dugir ekki til,“ segir Pét-
ur Bolli Jóhannesson sveitar-
stjóri.
Tilkoma starfsstöðvarinnar f
Hrísey kemur hinsvegar ekki til
með að koma algjörlega í stað
Pökkunarstöðvar Snæfells á
staðnum. „Það er nú bara fals
hjá þeim að segja að þeir séu að
fara með einhver þrettán störf.
Það er ekki rekstrargrundvöllur
fyrir því sem eftir er þannig að
við erum að tala um að Ieggja
þetta niður. Þar erum við að tala
um 33 stöðugildi þar sem 45
manns vinna,“ segir Pétur Bolli.
Hríseyingar munu því áfram
leita að atvinnutækifærum og
hafa verið að vinna í ýmsum
málum, meðal annars í sjávarút-
vegi og framtíðarnýtingu á
Hlein, sem eru íbúðir aldraðra
og gætu nýst sem sambýli fatl-
aðra til dæmis. Þá hefur verið í
skoðun að kaupa verksmiðju frá
Danmörku til lífrænnar fram-
leiðslu á súkkulaði.
Góður fj árfestingarkostur
„Það eru komin verkefni en það
þarf alltaf fleiri verkefni," segir
Pétur Bolli. Hann segir að ekk-
ert muni því til fyrirstöðu að Is-
lensk miðlun setji stöðvarnar
upp á hálfum mánuði þannig að
stöðvarnar ættu að geta hafið
rekstur um miðjan næsta mánuð
ef allt gengur upp. Nú liggi fyrir
að ráða fólk til starfa og safna
hlutafé, sjö milljónum á hvorum
stað en til viðbótar Ieggur Is-
lensk miðlun fram þrjár milljón-
ir í hvora stöð þannig að í heild
verður hlutafé tuttugu milljónir.
Pétur Bolli segist ekki kvíða því
að erfitt verði að fá hlutafé í fé-
lagið. „Þetta hefur mikla vaxtar-
möguleika og gæti orðið mjög
góð fjárfesting fyrir almenning,"
segir hann. Olafsljarðarbær mun
ekki leggja fram hlutafé en ekki
er ákveðið hvort Hríseyjarhrepp-
ur leggur fram hlutafé. „Það er
stefna hjá okkur að eiga ekki f
fyrirtækjunum, heldur að leyfa
þeim að blómstra sjálfstætt,"
segir Pétur Bolli og spurður um
hvort Hríseyingar muni leita til
KEA segist hann efast um það.
- Hi
Fordæma rógburð
Stjórn Sambands ungra jafnað-
armanna hefur samþykkt álykt-
un þar sem hún „fordæmir aðför
forystu Sjálfstæðisflokksins og
rógburð um nafngreinda ein-
staklinga og fyrirtæki í íslensku
viðskiptalífi."
I samþykktinni segir: „Það er
sérstakt áhyggjuefni að prófessor
í stjórnmálafræði við Háskóla Is-
lands, sem hefur það hlutverk að
kenna nemendum sínum
akademísk vinnubrögð og hug-
festa með þeim sannleiksleit
fræðimannsins, skuli manna
helst breiða út ærumeiðandi
dylgjur eins og sannar séu, í
flokkspólitískum tilgangi. Nem-
endur og skattgreiðendur eiga
heimtingu á að vita hvort Há-
skóli Islands telur þetta eðlilega
framkomu prófessors við æðstu
menntastofnun þjóðarinnar eða
hvort umræddur prófessor nýtur
sérstaks svigrúms til rógburðar
vegna sérstöðu sinnar."
í niðurlagi samþykktarinnar
segir: „Aðför Sjálfstæðisflokks-
ins að einstökum fyrirtækjum f
viðskiptalífinu sýnir enn einu
sinni, að þar á bæ eru frjáls sam-
keppni og lögmál markaðarins
því aðeins einhvers virt að þau
nýtist stórfyrirtækjum sem njóta
sérstakrar verndar flokksins."
Samfylkmg á Norðurlaitdi eystra
Stofnfundur Samfylkingarfélags
á Norðurlandi eystra verður
haldinn í dag ld. 14 á Pollinum á
Akureyri. Þingmennirnir Mar-
grét Frímannsdóttir, Rannveig
Guðmundsdóttir, Einar Már Sig-
urðarson, Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir og Svanfríður Jónasdóttir
sitja fundinn og taka þátt í störf-
um hans. Þá mun Aðalsteinn
Baldursson, formaður Alþýðu-
Svanfríður Jónasdóttir.
sambands Norðurlands, reifa
stöðu kjaramála og svara spurn-
ingum fundarmanna.
Kjördæmafélagið sem stofnað
verður á Akureyri í dag er hið
sjötta sem Samfylkingarfólk
stofnar og er þá aðeins eftir að
stofna slík félög í R-kjördæm-
unum svokölluðu, Reykjavík og á
Reykjanesi.