Dagur - 23.10.1999, Page 11

Dagur - 23.10.1999, Page 11
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 - 11 L A Gífurlegt blóð- bað í Grosní Á annað hundrað manns fórust þegar sprengjuárás vax gerð á markaðstorg í mið- horg Grosní í fyrri- nótt. Rússnesk stjórnvöld þvertaka íyrir að bera ábyrgð á sprengju- árás sem gerð var á miðborg Grosní, höfuðborgar Téténíu, í fyrrinótt. Hátt á annað hundrað manns fórust og fjölmargir særð- ust þegar sprengjur sprungu á markaðstorgi í miðborginni. Rússneski herinn viðurkenndi að hafa gert sprengjuárás á Grosní, en eingöngu í þeim til- gangi að eyðileggja vopnabúr ís- lamskra skæruliða. Þeir sögðu hins vegar enga sprengju hafa fallið á markaðstorg í miðborg- inni. Haft var eftir rússneskum hershöfðingja að þeir sem fórust hafi verið skæruliðar sem voru að stunda vopnaviðskipti, en ekki óbreyttir borgarar sem hvort eð er væru ekki staddir á vopna- markaði skæruliða um miðja nótt. Valdimir Putin, forsætisráð- herra Rússlands, var staddur í Finnlandi og sagði hann að ef sprenging hafi orðið á markaðs- torgi í miðborg Grosní þá hljóti það að stafa af því að andstæð- um fylkingum téténskra skæru- Iiða hefði lent saman. Rússar hefðu þar hvergi komið nærri. Þýskur fréttamaður, sem staddur var í Grosní þegar sprengjuárásin á markaðstorgið var gerð, sagðist hafa heyrt þijár sprengingar. Hann sagði ekkert benda til þess að þetta hefði ver- ið vopnamarkaður skæruliða né að neitt vopnabúr væri þar í grenndinni, en sprengjugígar hefðu myndast á götum og sprengjubrot væru um allt. Vitni sögðu að eitt flugskeyti hefði hæft strætisvagn fullan af fólki, og fjölmargir hafi verið staddir á markaðstorginu, ýmist til að kaupa mat eða setið í mak- indum á útikaffihúsum. Einnig var fullyrt að eitt flug- skeyti hefði hæft mæðradeild sjúkrahúss og þar hefðu um þrjátíu manns farist, m.a. ný- fædd börn og mæður þeirra. Astandið í Grosní kom mjög til umræðu á fundi í Helsinki í Finnlandi í gær, þar sem Putin hitti stjórnmálamenn frá aðild- arríkjum Evrópusambandsins, en meginefni þess fundar átti að vera umfjöllun um samvinnu Rússa og Evrópusambandsins næsta áratuginn. A þessum fundi sagðist meðal annars Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, vera harmi sleginn vegna atburðanna í Grosní og hvatti Rússa til þess að hætta þegar í stað árásum sem verða óbreyttum borgurum að bana. Rússneski herinn hefur um- kringt Grosní og náð á vald sitt um þriðjungi Téténíu. Innrás rússneska hersins í Téténíu hófst í lok september, en þá höfðu Rússar um nokkurra vikna skeið stundað loftárásir á landið. Rússar hafa jafnan hald- ið því fram að árásirnar beinist eingöngu að íslömskum skæru- liðum, sem gerðu innrás í Dagestan í ágúst og Rússar telja einnig að þessir sömu skærulið- ar beri ábyrgð á sprengjutilræð- um í fjölbýlishúsum í Rússlandi, sem urðu um 300 manns að bana. Fagnað sem þjóðhetju Xanana Gusmao, sem flestir búast við að verði forseti Austur- Tímors, var fagnað sem sigurvegara í Dili í gær. Xanana Gusmao, helsta leiðtoga aðskilnaðarsinna á Austur- Tímor, var fagnað sem þjóðhetju þegar hann kom til höfuðborgar- innar Dili í gær. Grfðarleg stemmning var meðal eyjar- skeggja og þúsundir manna söfnuðust saman til að taka á móti Gusmao, sem kom með leynd til eyjarinnar í fyrrinótt frá Astralíu. Gusmao, sem er 53 ára, nýtur mikilla vinsælda og er talið nán- ast fullvíst að hann verði fyrsti forseti Austur-Tímors þegar sjálfstæði verður að veruleika Xanana Gusmao kominn til Dili. cftir langa baráttu gegn hernámi Indónesíu, eða allt frá 1975. Gusmao var handtekinn árið 1992 og dæmdur í lífstíðarfang- elsi, en eftir að þjóðaratkvæða- greiðsla fór fram um framtíð Austur-d’ímors í ágústlok var honum sleppt og fór hann fljót- lega eftir það úr landi. Indónesíuþing staðfesti fyrr í vikunni niðurstöðu þjóðarat- kvæðagreiðslunnar. Urslit þeirra kosninga voru þau að takmark- aðri sjálfstjórn A-Tímors innan Indónesíu var hafnað með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða, sem þýðir að landsmenn vildu heldur algert sjálfstæði án nokk- urra tengsla við Indónesíu. Með staðfestingu þingsins er nánast öruggt að af sjálfstæði verði. Nærri tíu þúsund flóttamenn frá Austur-Tímor hafa snúið aft- ur og er von á þeim í stórum hópum næstu daga og vikur, en nærri þriðjungur allra íbúanna ýmist flúði eða var fluttur nauð- ugur á brott meðan vígamenn andvígir sjálfstæði fóru um allt með ofbeldi vikurnar eftir að at- kvæðagreiðslan fór fram. Skaut á útlendiuga GRIKKLAND - Rúmlega tvítugur maður hóf skothríð á útlendinga á götu í Aþenu í fyrrinótt og létust tveir menn og þrír aðrir særðust. Gaf maðurinn þá skýringu á athæfi sfnu að útlendingar taki atvinnu frá Grikkjum. Hinir Iátnu voru Nígeríumenn, og sömuleiðis tveir hinna særðu, en sá þriðji var frá Pakistan. Grunur leikur á að sami maður hafi verið að verki þegar Kúrdi var skotinn í Aþenu fyrr í vik- unni, en þá var hann ekki einn að verki. Jeltsín mættur aftur til starfa RÚSSLAND - Boris Jeltsín, forseti Rússlands, mætti aftur til starfa á skrifstofu sinni í Kreml í gær, en hann hefur verið í veikindafríi sem stóð í tvær vikur. Hann veiktist illa af kvefi þann 9. október síðastlið-. inn og var í tvo daga á sjúkrahúsi en hefur síðan dvalið heima hjá sér meðan hann var að jafna sig. Jeltsín hefur hvað eftir annað þurft að taka sér veikindaleyfi frá því hann gekkst undir hjartaað- gerð haustið 1996. Boris Jeltsín. Huudruð slösuðust í jaxðskjálfta á Taívan TAIVAN - I gær varð jarðskjálfti á Taívan, sem talinn var hafa mælst 6,4 stig á Richterkvarða. Meira en 300 manns slösuðust og fjölmörg hús hrundu til grunna eða urðu fyrir miklum skemmdum. Einn mán- uður er liðinn frá því mikill jarðskjálfti varð á Taívan sem kostaði meira en 2.400 manns lífið. Lögfræðiugar Piuodiets áfrýja BRETLAND - Lögfræðingar Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, áfrýjuðu í gær til hæstaréttar Bretlands úr- skurði dómstóls frá því 8. þessa mánaðar um að heimilt sé að framselja hann til Spánar, þar sem hann hefur verið ákærður vegna pyntinga. Afrýjunin þýðir það að málaferlin yfir Pinochet í London dragast enn á Ianginn, og jafn- framt gerir áfrýjunin það að verk- um að Pinochet verður ekki sleppt um stundarsakir úr haldi af mann- úðarástæðum. Pinochet var hand- tekinn í London í október fyrir ári. Tveir Serbar haudteknir JÚGOSLAVIA - Friðargæsluliðar í Kosovo handtóku í gær tvo Serba sem grunaðir eru um stríðsglæpi. Serbarnir höfðu reynt að komast huldu höfði til Albaníu í bílalest flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þeir voru hafðir í haldi í Pizren í Kosovo, en verða vænt- anlega fljótlega fluttir til Haag þar sem stríðsglæpadómstóll SÞ hef- ur aðsetur. Papon á sjúkra- húsi í Sviss SVISS - Maurice Papon, sem hlaut tíu ára fangelsi vegna þátt- töku sinnar í nauðungarflutning- um gyðinga á stríðsárunum, var handtekinn í gær í Sviss en þang- að hafði hann flúið til að koma sér undan afplánun dómsins. Framsal hans til Frakklands gæti þó dregist nokkuð því hann var fluttur á sjúkrahús í Bern skömmu eftir handtökuna vegna hjartsláttar- truflana. Papon er 89 ára, en hann var um skeið lögreglustjóri í París og síðar ráðherra í frönsku ríkis- stjórninni. Slanga í haðherherginu ÞYSKALAND - Ungri konu í Ludwigshafen í Þýskalandi brá heldur betur í brún þegar hún opnaði skáp inni á baðherbergi í íbúöinni, sem hún var nýflutt inn í. I skápnum var fjögurra metra löng slanga, sem fyrri leigjandi íbúðarinnar hafði gleymt þegar hann flutti. Lög- reglan komst að því, þegar málið var rannsakað, að slangan væri ekki hættuleg og sagði að eigandi hennar gæti sótt hana.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.