Dagur - 30.10.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 30.10.1999, Blaðsíða 7
Xfc^iir LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 - 23 persónan virkaði vel á mig. Það var oft tekist hressilega á í samræðum um pólitík og dægurmál. Ekki endilega þessir menn, skáldin, en ýmsir sem komu í heimsókn og voru ekki sammála pabba í pólitík. Það var meira um það þá en nú að menn iðkuðu samræðulist. Menn höfðu gaman af þvf að vegast á í orðum, en þegar þeir gátu ekki meira hlógu þeir og slöppuðu af og skildu sem bestu vinir.“ Pólitík og ættjarðarást - Nú var faðir þinn sósíalisti, varstu alinn upp við mikla- verka lýðspó litík? „Nei, ekkert sérstaklega. Eg man eftir að hafa gengið með föður mínum í kröfugöngu ungur drengur og seinna rædd- um við stundum um pólitík og heimsmál. A þessum tíma voru menn að velta því fyrir sér hvort heimurinn yrði á valdi nasista eða bandamanna. Eg man eftir því að menn fylgdust með því á landakorti hvar herir bandamanna voru og nældu oft prjónum í landakortið við stað- setningu þeirra." - Breyttust stjórnmálaskoðanir föður þíns með árunum? „Ekki svo mikið. Hann missti trúna á Stalín, en stóð fast við hugsjónir sfnar. Hann var áfram sami sósíalistinn og jafn- aðarmaðurinn. Hann var mikill þjóðernissinni og varð fyrir miklum vonbrigðum þegar her- verndarsamningurinn var gerð- ur, sem er ekkert óeðlilegt, þvf tveimur árum áður hafði hann staðið á Þingvöllum og flutt hátíðarkvæði sitt „Land míns föður". Hersetan var líka reið- arslag fyrir mann sem var að upplagi ungmennafélagsmaður og ættjarðarvinur. Eg er viss um að ef Rússar eða einhverjir aðrir hefðu komið hingað í stað Randaríkjamanna og Breta þá hefði hann sömuleiðis barist gegn þeim af oddi og egg. Hann unni landi sínu mjög og var einarður lýðveldissinni." - Nú orti hann það fræga Ijóð Sovét Island. Heldurðu að hann hafi séð eftir því? „Nei, það held ég ekki. Hins vegar held ég að þcir sem eru sífellt að klifa á þessum upp- hafsorðum Ijóðsins og hafa ekki lesið lengra, hafi ekki þekkt föður minn nógu vel og ekki þá tíma semvoru þegar hann orti þetta ljóð. Það er ort á kreppuárunum þegar örbirgð blasti alls staðar við. Hann batt miklar vonir við þær þjóðfé- Iagslegu breytingar sem höfðu orðið í Sovétríkjunum og trúði að þær gætu orðið fyrirmynd að meiri jöfnuði á milli manna. En tfmarnir eru breyttir og ég veit fullvel að það eru einhverj- ir sem vildu gjarnan kalla föður minn upp úr gröf sinni til að benda honum á hvað varð um drauminn. En þcssari spurn- ingu er best að láta hann sjálf- an svara og það gerði hann oft- sinnis í lifanda lífi, meðal ann- ars í sjónvarpsviðtali við Matthías Johannescn stuttu fyrir andlát sitt. Það verður sýnt á myndhandi í Þjóðarhók- hlöðunni í nóvembermánuði á sýningu í tilefni af 100 ára af- mæli hans.“ - Var eitthvert eitt Ijóð sem faðir þinn var ánægðari með en annað af þeim seth lutnn orti? „Mér er ekki kunnugt um það, en móðir mín hcfur sagt mér, að hann hafi haft sérstakt dálæti á kvæðinu Island. „Is- Iand er hjarta mitt, rautt eins og blessað blóð. Það brennur eitt kveld í geislum og verður þá ljóð“.“ - Hvað einkenndi föður þinn öðru fremur sem mann? „Hann var ákaflega sterkur og magnaður persónuleiki. Hann var mikill náttúruunn- andi og hugsjónamaður. Hann hafði ríka réttlætiskennd og samúð með lítilmagnanum. Hann gat verið hrókur alls fagnaðar þegar menn komu saman og var mjög skemmtileg- ur í samræðum. Þannig eru bestu minningar mínar um hann.“ - Ideldurðu að hann hafi dáið sáttur við lífsstarfið? „Eg held það, já. A tímabili átti hann í erfiðleikum með ljóðagerðina og átti erfitt með að finna sig. Honum fannst rímaði skáldskapurinn kominn í þrot en hann yfir- vann þessa erfiðleika með Sjödægru og hann fékk líka mjög góða dóma fyrir Ný og nið. Eftir það held ég að hann hafi verið orðinn mjög sáttur við sína ljóðagerð." - Er eitthvað sem þú vildir segja mér að lokum um skáldskap hans? „Já, það er ein bók- menntagrein sem hann stundaði mikið, en hefur ekki mikið verið sinnt um að koma á framfæri. Það eru lausavísur hans. Ég hef ákveðið að safna eins miklu sam- an af þeim og ég get og bið þess vegna fólk sem kann ein- hverjar að senda mér þær.“ Svanur Jóhannesson, sonur Jóhannesar úr Kötlum, vinnur nú að söfnun á lausavísum föður síns. „íIjóðum sinum erJó- hannes sjaldan einn. Hann er með fólkinu og fólkið er með honum, “ segir Silja Aðalsteins- dóttir um Ijóð Jóhann- esar úr Kötlum. Skáld sem þróaðist með tímanum 'aíiz, ns& gis <tsaatt\ nm n I, X; |j| * OafcnKtttt ” «»»******% r 'wmtm-■ ww Ipm' rtnmannmkttum9M»ti»i ;S08S8afiBnBII98aBH' ; u s u u sriíxti ma «§ *M* f ttstnfu iili#«)lÍMtll»8r tiautsB&umuuammaf 'iuusnzuuíisKiiUtt’ vl.u II* j : f: : * í ; 1 - . 1« ■ *- ■ Æ 1 SstíS Jóhannes með Silfurhestinn, sem hann hlaut fyrir Ijóðabók sína Ný og nið. „Það sem mér finnst einkenna Jóhannes hvað mest sem skáld er að hann lifir alltaf í sínum tíma,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, þegar hún er spurð hvað einkenni ljóðagerð Jóhannesar úr Kötlum. Silja er vel kunnug Ijóðagerð Jóhann- esar og það kom í hennar hlut að skrifa um skáldið í fjórða bindi Bókmenntasögu Máls og menningar sem væntanlega kemur út á næsta ári. „Jóhannes er yfirleitt ekki frumlegt skáld, kemur ekki með glannalegar nýjungar heldur er aðalsmerki hans hvernig hann þróast með tímanum í hugmyndum og formi,“ segir Silja. „En alveg frá fjórða áratugnum var hann rót- tækur í skoöunum og trúði á að sósíalisminn myndi sigra. Jóhannes varð alltaf að trúa á framtíðina, annars gat hann ekki ort.“ Silja segir að sér finnist Jóhannes að mörgu leyti vera hliðstæða Davíðs Stefánssonar. „Báðir lifðu þeir Iengi og ortu lengi, voru mik- ilvirkir og fundu til í stormum sinnar tíðar. En tíminn fór að ýmsu leyti betur mcð Jóhannes. Hann lifði lcngur en Davíð og slapp að mestu við beiskjuskeiðið vegna þess að á síðustu árum sínum varð hann vitni að uppsveiflu í þjóðfélagslegri róttækni. Ég held að það hljóti að hafa glatt hann. Það var ákaflega gott því hann var góður maður og átti skilið að deyja glaður.“ Silja segir að það verk Jóhannesar sem sér þyki best sé einnig verkið sem hún þekki best, Sóleyjarkvæði. „Ég er tiltölulega nýbúin að lesa öll verk Jóhannesar og Sóleyjarkvæði kom mér þægilegast á óvart. Þar finnst mér hann hafa gert hlut sem er sjaldgæfur, ef ekki rót- tækt frumlegur, að yrkja langan ljóðabálk und- ir mörgum háttum með markvissum vísunum í bókmenntir og sögu þjóðarinnar. Ljóðið er hart og róttækt en líka undurfallegt og ljóðrænt. Þetta er ótrúlega magnaður bálkur og vel gerð- ur án þess að maður verði nokkurn tímann var við rembing eða tilgerð. Eitt af því sem gerir verkið lffvænlegt er að Jóhannes stillir sig um að gera verkamanninn að hetju. Verkamaður- inn bregst, rétt eins og bóndinn og sjómaður- inn. Jóhannes stillir sig líka um að láta bálkinn enda vel, hann endar á beiðni eða spurn. Auðvitað er margt fleira sem Jóhannes hefur gert vel og í nær öllum bókum hans eru ljóð sem eru manni minnisstæð. Jóhannes er skáld sem á auðvelt með að virkja tilfinningar les- andans, enda er hann laginn við að sviðsetja atburöi. Hann er hæfilega dramatískur í sínum bestu Ijóðum og dregur mann inn í frásögnina. Ljóð 20. aldar einkennast mjög af einsemd mannsins, en í ljóðum sínum er Jóhannes sjaldan einn. Ilann er með fólkinu og fólkið er með honum.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.