Dagur - 30.10.1999, Qupperneq 8

Dagur - 30.10.1999, Qupperneq 8
24 - LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 Tfc^iir Innan skamms kemur út hjá Vöku-Helgafelli annað bindi ævisögu Steingríms Hermanns- sonar, fýrrverandi for- sætisráðherra, sem Dagur Eggertsson skrá- ir. í viðtali segir Stein- grímur meðal annars frá tilurð ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens og ræðir um afstöðu sína til umhverfis- og Evrópumála. Af hverju ákvaðstu að veita leyfi til að ævi- saga þín yrði skráð? „Eg neitaði lengi að láta skrifa ævisögu mína en komst Ioks að þeirri niðurstöðu að skárra væri að slíkt yrði gert meðan ég væri á lífi en þegar ég væri dauður. Eg mat þetta ekki síst svo vegna ævisögu föður míns sem mér líkaði ekki nógu vel. Ætlunin var að ævisaga mín yrði einungis í einu bindi en það teygðist úr efninu og alls verða þau þrjú. Það bindi sem nú er að koma út, nær til ársins 1983. Þar eru stjórnmálin í fyrirrúmi en minna fer fyrir einkalífi." - Er erfitt að gera upp ævi sína með fessum hætti? „Nokkuð erfitt var í fyrsta bindinu að rifja upp viðkvæm einkamál. Börn mín af fyrra hjónabandi hefðu kannski ekki viljað vita það allt, en ég ákvað að segja söguna eins og hún horfði við mér. Annað hefði ekki verið heiðarlegt.“ - I lvað heldurðu að komi fólk „Og ég hef aldrei áður kynnst stjórnmálamanni sem tekur fram fýrir hendur samstarfs- manna sinna eins og Davíð hefur gert. Það hef ég aldrei gert, mér hefði aldrei dottið það í hug. En hann kemst upp með það.“ helst á óvarl i þessu bindi? „Það er erfitt að segja en þarna er skýrt frá ýmsu sem ekki hefur áður komið fram. Þarna segi ég til dæmis frá því hvernig ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sens varð til, en aldrei hefur ver- ið rétt skýrt frá því áður.“ - Viltu segja mér réttu útgáf- una í þessu viðtali? „í lok janúar 1980 höfðu ítrekaðar tilraunir verið gerðar tilstjórnarmyndunar. Forseti til- kynnti okkur að við fengjum viku til viðbótar til að mynda þingræðisstjórn og við vissum að eftir það yrði mynduð utan- þingsstjórn. Miklar viðræður áttu sér stað milli manna enda var útlitið ekki gott. Þriðjudag- inn 29. janúar fór ég af fundi í sameinuðu þingi. Þegar ég kom út á bifrciðastæðið fyrir framan Þórshamar kom Gunnar Thoroddsen út af skrifstofu sinni. Við ræddum erfiðleikana í stjórnarmyndun. Hann sagðist telja að ekki væri allt reynt og spurði hvort ég vildi ekki ræða við sig á skrifstofu sinni. Við fór- um þangað og þar Iýsti hann því yfir að hann teldi sig hafa nægi- lega marga þingmenn sjálfstæð- ismanna meí> sér ti! að geta

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.