Dagur - 30.10.1999, Page 13

Dagur - 30.10.1999, Page 13
 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 - 29 Spúði eldi „Núna var mjög mikið af sjón- hverfingum. Eg hellti til dæmis úr tveimur Beefeater-flöskum í glas, það var glært í smá tíma og varð svo blátt því að ég var bú- inn að setja efni í flöskurnar. Síðan bjó ég til drykk sem var Dry Martini en hann hljóp þeg- ar ég hellti í glasið því að ég var búinn að setja efni í það sem var eins og matarlím. Svo þóttist ég missa það á gest en þá hékk það í glasinu,“ segir Ingólfur sem ekki lét þar við sitja heldur kveikti á inniblysum, drakk olíu úr Beefeater-flösku og spúði eldi. Kokkteilamenningin er fátæk- leg á Islandi en barþjónarnir hafa áhuga á að tileinka sér allar nýjungarnar í bransanum og sem betur fer eru tældfærin ekki ófá því að eriendis er alltaf hald- in keppni öðru hvoru. A hverju ári er haldin heimsmeistara- keppni í kokkteilblöndun og á næsta ári verður „flair“-keppni samhliða þeirri keppni þannig að barþjónarnir hafa nóg tæki- færi til að fara út að keppa og kynna sér nýjungarnar í faginu. Kúnnarnir eru líka frekar óvanir að panta sér kokkteila en Ingólf- ur vonast til að öll skemmtilegu bartrixin komi hingað fljótlega og þá ætti það að ýta undir áhuga viðskiptavinanna. Sætir kokkteilar seljast best Ingólfur segir að eftirspurnin hafi helst verið eftir sætum kokkteilum eða skotum sem heita nöfnum á borð við „Sex on the Beach“ og „Fullnæging", annars seljast Jiessir drykkir hreinlega ekki. A balli er long drinks vel við hæfi en þegar um kvöldverð er að ræða mælir lngólfur með þurrum ginkokk- teil fyrir mat og sætum kokkteil eða long drink eftir matinn. Is- lendingar hafa hins vegar til- hneigingu til að drekka sæta kokkteila hvort sem það er fyrir mat eða eftir. Ingólfur gefur hér uppskriftir að þremur kokkteilum, Djúsa, Cosmopolitan og Chelsea Sidecar. Djúsi „Drykkur sem ég á sjálfur og sel mikið hér á barnum. Flestum finnst hann mjög góður. Ég lenti í öðru sæti með hann á síðasta Is- landsmeistaramóti. “ Ræma af berki, skorin af appelsínu Börkur af sítrónu, skorin 1 Iöng ræma lime-sneið ís 3 cl Bacardi limon 1 1/2 cl Blue Curacao de Kuyper 1 1/2 cl Apricot Brandy de Kuyper 12 cl appelsínusafi „Dass“ Magic Efniviðurinn er allur hristur saman nema Magic-ið, hellt í long drink-glas og toppað upp (“dass") með Magic. Skreytt og rörum stungið ofan í. Cosmopolitan „Þurr drykkur og góður fyrir mat. “ 3 cl Beefeater gin 1/2 cl lime safi 1 cl Cointreau 3 cl Cranberry safi (trönuberja- safi, fæst í matvöruverslun) ís Allt er hrist saman og hellt í Alartini glas. Flís af appelsínu- berki er sett í glasið til skreyt- ingar. Chelsea Sidecar „Þessi drykkur er fínnfyrir matinn." 2 cl Beefeater gin 2 cl Cointreau 2 cl sítrónusafi Strjúkið yfir barminn á Mart- ini-glasi með sítrónusneið, setj- ið sykur á disk og dýfið glasinu í sykurinn. Afenginu, safanum og ís er hrist saman og hellt í glasið án þess að fara á sykur- brúnina. Þegar kokkteillinn er drukkinn á að snúa glasinu smám saman og fá þannig allan sykurinn upp í sig. - GHS „Vera lifandi og hafa gaman afþessu, “ kallar Ingólfur Haraldsson starf barþjónsins sem nú til dags gengur stöðugt meira út á það að skemmta gestunum. Ingólfur keppti nýlega f barþjónakeppni í Bandaríkjunum þar sem keppendur voru í gervum og sýndu sjónhverfingar. Sjálfur var hann í trúðsgervi og sýndi töfrabrögð. Ingólfur með verðlaunagripina úr keppninni. myndir: e. úl. RÖIMNING - RAFINNKAUP Föstudaginn 29. október 1999 opnum vió nýja sölu- og afgreiósludeild aó Óseyri 6 á Akureyri. Auk vöruúrvals Rafinnkaupa veróa til sölu á Akureyri allar helstu raflagnavörur frá Rönning. Meó sameiningunni eykst þjónusta og vöruúrval til hagræóis fyrir vióskiptavini. hager (elko) ABS wibe RONNING - RAFINNKAUP Óseyri 6 - 603 Akureyri s. 462 21 10-f. 462 2144 jr JOHAN RÖNNING

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.