Dagur - 30.10.1999, Qupperneq 17

Dagur - 30.10.1999, Qupperneq 17
Xfc^iir; LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 - 33 r Hlaðhamar Söguleg skáldsaga Björns Th. Björnssonar, Hlaðhamar, sem er ný- komin út byggir á þjóð- sögunni um Árna frá Hlaðhamri, sem myrti tengdason sinn með því að stinga hann átján sinnum mað hnífi í kvið- inn. Hér er gripið niður snemma í sögunni þar sem Árna er afhent barn sem honum er eignað: Bam í götu Hann var orðinn argur út af þess- ari bjálfareið. Ymist kippti hann í tauminn á fremsta klyfberaldám- um eða sá rauði reigði sig snögg- lega með illskulegu snörli og var nærri búinn að taka af honum ráðin. A balanum undir Laugar- holti gat hann loks stillt hestinn, fór af baki, dró út tauminn og festi hann við sig, svo þessi óstýr- isskepna rásaði ekki út í buskann. Hann losaði klárana hvern úr taglinu á öðrum, herti nokkuð á gjörðum og ætlaði að reka þá undan sér norðureftir. Þegar hann fór aftur á bak og sveigði aftur íyrir klárana sefaðist hann og allt varð skárra. Nú reið hann sama og einhesta og hafði vald á þessum darragandi sem vildi þó hvað eftir annað hlaupa upp. A sléttum melunum norður undir Borðeyrarbæ lét hann hestinn spora, hélt honum uppi við skoprugang eða gaf honum eftir á harðaskeið, svo ldyfberahrossin áttu nóg um að forða sér. Framundan sér sýndist honum einhver mannskepna híma við götuna, en þegar nær dró stóð þessi mannvera upp og þá þekkti hann að þetta var Borga. Hún var með einhvern böggul í fanginu, og meðan sá rauði hringsnerist með hann í sömu sporum hróp- aði Arni til hennar, allt að því hressilega: Jæja, kerlingin! Þú hefur þá náð reipunum mínum! Síðan fór hann af baki og ætlaði að seilast í reipapokann, en hún sneri sér frá og svaraði hálf reiði- lega en þó með klökkva: - Þú með þín andskotans reipi! - Sona nú Borga mín. Réttu mér skjattann! - Eg rétti þér ekkert og tala ekki við þig meðan þú ert eins og gal- inn maður! - Réttu mér pokann Borga, svo ég geti haldið áfram. Ég vil ekki missa hestana of langt fram úr mér! - Ég hefði mátt segja mér sjálf að það væri til einskis að hlaupa þetta í veg fyrir þig, hrópaði hún með gráti og var að því komin að taka á rás heim á bæ. Það hafði sjaldan gerzt að Arna Kárssyni brygði við, en nú varð hann skyndilega sem höggdofa, því upp úr gráti stúlkunnar skarst annar grátur, sár og veinandi, í barni. - Hvað, ertu með manneskja, spurði hann hranalega þegar hann jafnaði sig eftir viðhrigðin. Hvern Ijandann ertu með? - Æ, æ, ég mátti vita að þetta væri ekki til neins! Þú ert soddan sálarlaus skepna! En þó að ég gráti núna, þá gat ég ekki annað en hlegið þegar ég horfði á þig staulast um Ijöruna svínvafinn í þín eigin reipi! Hann Rasmus hjálpaði til að reyra þig í reipin. Eftir að þú flattir út á honum andlitið. A eftir varð hann brjál- aðri en þú sjálfur, píndi það upp úr mér með píski og slögum að þú ættir barnið með mér. Þá hljóp hann með telpuna niður í bát og reri með hana út á fjörð. Var búinn að útbúa sér þungan stjóra og vildi drekkja henni. - Og hvað? - Það voru menn sem reru eftir honum og náðu af honum barn- inu. Þá tók ég á rás f veg fyrir þig. Til þess að bjarga henni. - Og er þetta hún sem grætur þama innan í dúðunum? - Æ, guð minn góður! Þetta er allt til einskis! Ef þú værir maður en ekki djöfull! - Ég má þó víst sjá hana, er það ekki? Þá var eins og móðurstoltið næði yfirhöndinni á harmi stúlkunnar um stund. Hún valdi sér grösugan blett milli þúfna, lagði böggulinn í hann og tók til við að losa utan af honum. Loks lá bamið þar á ullarslitri og horfði stórum augum upp í guðs bláan himin. Það var klætt í einhverskonar prjónaðan bol og brók, en með bera leggi og fætur. - Mikil ósköp er þetta lítið kríli, sagði Ami og teygði einn fingur að nef- broddi telpunnar. - Hún er nú ekki nema átta mánaða. Það ættirðu sjálfur að geta reiknað út. - Og Guðrún? Var það það sem Staðarpresturinn skírði hana? -Já- - Er hún ekki bara snotur? - Snotur? Hún er falleg eins og perla, það segja konumar hér heima á Borðeyrarbæ. - Ég er nú heldur ekki ólögulegur maður. Það hafa líka konur sagt. Og þá ekki þú, Borga mín! Þá gerðist það sem eng- inn hafði nokkurntíma séð og enginn mundi nokkurntíma trúa, að Arni Kársson lagðist fram á annað hnéð, brosti og kjáði með tveim fingmm í hálsakotið á barninu. Sveinborg stóð yfir þeim og hlés út af móðurlegu stolti. Arni rétti sig upp og seildist eftir taumnum á þeim rauða sem hafði nú stillzt nokkuð og grip- ið niður. Arni horfði ýmist á barn- ið eða konuna, tvísté Iíkt og vand- ræðalega, spurði loks: - A hverju lifir svonana mann- kind Borga mín? - Fyrst stalst ég til að gefa henni brjóst, en sfðan hefur fólk- ið hér á Borðeyrarbæ gefið mér mjólkurdreitil handa henni. Þunnt skyrlap er líka gott, ef það er ekki súrt. Annað dugir ekki enn; hún er rétt að byija að taka tennur. - Tennur? - Já. Hefurðu aldrei verið ná- lægt bami? - Nei. Og aldrei svona lítilli mannveru. En ég þekki lömbin, litla undanvillinga sem gefa verð- ur mjólk með fjöðurstaf. - Ég má ekki Iáta henni kólna, að liggja til sona á jörðinni. Og með það tók Borga að vérja harn- ið að nýju í ullarslitrurnar, og yzt í mólitt og teinótt vaðmál sem sýndist helzt vera samfella af henni sjálfri. - Hvað heldurðu að kerlingin Gerða segi þegar þú kemur með barnið heim? Verður hún ekki öskuvitlaus? - Með bamið heim? Áttu við það, Borga mín, að ég eigi að taka bamið með mér? - Nú, er hún ekki þitt bam? - Þú segir það. - Til hvers heldurðu ég hafi hlaupið alla þessa leið í veg fyrir þig með barnið, nema til þess að bjarga lífi þess undan honum Rasmusi? - Treystirðu mér til þess? - Svei mér þá að ég viti það. En þó betur þér en kerlingunni. Hún væri vís til þess að drepa það. - Þó að ég ráði ekki alltaf yfir sjálfum mér, þá ræð ég þó yfir henni! - Þú segir það. En sjálf held ég að ekkert sé til grimmara í heim- inum en hatur svívirtrar konu. Af- brýðishatrið! - Svívirtrar? - Ertu ekki giftur henni, eða sama sem? Og svo kemurðu heim til hennar með barn sem þú hef- ur átt með annarri konu. Og hún sjálf óbyrja eða komin úr barn- eign! Þar er tundrið og þar eldur- inn! - Ég læt hana aldrei komast ná- lægt telpunni, dóttur minni, vildi ég segja. Sveinhorg hélt á stranganum, yfirkomin af gráti, og lét sig síga með barnið niður á þúfu. Nugg- aði augum og andliti að umhún- aðinum, reri með það í fanginu, ákallaði guð sinn og grét. - Mig aunta og fátæka óláns- manneskju! Og verð nú að fleygja augasteininum mínum úl í busk- ann! Hjálpi mér heilagir að hera þetta! Árni leiddi hestinn að og hjóst til að fara á bak. - Þú verður að rétta mér hana Borga mfn. Hann er svo óstilltur þessi rauði fjandi. Hún vafði stranganum að sér með annarri hendi, en signdi yfir með hinni, kyssti niður á kollinn á telpunni, og tárin runnu ofan báðar kinnar. - Vertu henni meinalaus Árni minn, sagði hún í grátinum. Nú á hún engan lengur að nema þig! Þegar hann kom upp á taglið á Tjaldhóli, rétt norðan við Borð- eyrarbæ, sá hann hvergi til hross- anna. Það var líka ágætt; þá espaðist sá rauði ekki upp. Hann sat aftarlega í hnakknum og stóð vel í ístöðin, gætti þess að fara eldú nema fetið. - Þarna framundan er Kerseyr- in krílið mitt, og þá fer að styttast. Hann lét strangann liggja í öðrum handarkrika sfnum, en skipti öðru hverju um, kyrr í sinni, aldrei þessu vant, og kveið ekki neinu. Nær var að hann hlakkaði ögn til að geta farið með telpuna af baki og lagt hana út af, hvar eða hvernig vissi hann ekki enn. Víst var hann búinn að slá blett áður en hann fór í kaupstaðinn, og ef Gcrða hefði þurrkað töðuna var til gott hey undir litla krílið. - Þetta hér heitir nú Kerseyrar- tangi; þar er margt um fuglinn hnáta mín. Og þá fer nú að stytt- ast. En áin er samt eftir. Ætli við förum ekki niður fyrir. Þá gerist það þegar hann ríður niður með árgilinu og ætlar að finna grunnt vað á fitjunum, að bamið fer að góla. Niðri á eyrun- um cr gijótdreif, en sandgróður á milli með fjörubrúskum og geld- ingahnappi. Hann fer varlega af baki og heldur þétt að sér strang- anum, leggur hann á gróinn blett milli steina og tekur að losa vað- málið og síðan dulurnar utan af barninu. Spölkorni ofar þar sem gilið þrýtur er klettarið, dökkt’og nærri svart undan sólinni. Þegar hann hefur losað allar rýjurnar frá, þarf hann ekki að taka á til þess að vita að tröfin utan um nárann og lærin á barninu eru rennandi blaut; það er meira en auðsætt. Hann leggst niður á hnén og losar rennblautar tusk- urnar af, kastar þeim á næsta stein og stendur upp. Já, þetta er kvenkyn! Undir mjúkum ávala er örlítil hvilft, en fínleg skora niður frá. Hann stendur og horfir á þetta heimsins und- ur. Já, ekki tvíl: þetta er kven- kyn! Þá fljúga honum í hug orðin sem maddaman á Prestbakka sagði stundum: Skipta á barn- inu. Hann tekur upp blautar rýj- urnar og man líka að maddaman lét skola úr þeim, gengur í áttina að ánni. En þá bregður honum við. Skipta á börnum! Hann leggur frá sér bleytuna og sveigir spölkorn í áttina að hömrunum, steytir hnefann og hrópar: - Það skiptir enginn á mínu barni! Heyrið þið það álfahyski, sem þykist alltaf vera fínna en annað fólk! Það skiptir enginn á mínu barni! Samt verður hann hálf hræddur, hleypur spölkorn til baka og sér að telpan er enn á sínum stað og hætt að góla. Samt gengur hann nær til þess að sjá fyrir víst að þetta sé rétta barnið, steytir enn hnefann og hrópar: - Þið skulið hara vara ykkur, hulduhyski! Andskotans barnaræningjar! Hann dýfir tuskunuin í heim- ustu lænuna, vindur úr þeim og skolar aftur, vindur þétt og geng- ur nú rórri til baka. Þar breiðir hann úr dulunum yfir geldinga- brúska og smásteina, svo loftið fari undir þær. Engin von er þó til þess að þær þorni á svo stuttri stund. Þá sér hann að hesturinn er kominn að ánni og farinn að drekka. Ef hann færi nú norður yfir og tæki á rás! Hann bregður í snatri vaðmálinu utan um harnið og hleypur með það í fanginu í áttina til hestsins, nær taumnum og leiðir hann með sér til baka. En hvernig kæmist hann nú á bak, einhendis með barnið? Fyrst tínir hann upp dulurnar, enn blautar, og treður þeim saman- kuðluðum inn á barm sér. Ef hann hefði bakþúfu eða sæmileg- an stein kæmist hann leikandi í hnakkinn með telpuna, en hann sá ekkert slíkt nálægt sér. Þá er ekki nema eitt fyrir: Hann hcldur telpunni betur að sér og Ieiðir hestinn með sér að ánni, veður út í og yfir fyrstu lænuna, síðan þá næstu, sem er skreip í botninn og steinarnir ávalir, svo hann þarf stundum að leita fyrir sér með fætinum til þess að fá örugga festu. Með hægð og hvíldum kemst hann samt yfir alla álana, og handan við er Ioks hálfhrunið garðshorn sem hann vegur sig upp á og reynir að fá hestinn að. En hann er hvumpinn og streitist við. Loks tekst þetta samt eins og annað, en mátti þó ekki tæpara vera, að hann missti barnið þegar hann stökk fremur cn settist á bak. - Jæja, krílið mitt! Hér efra er nú Laxárdalur og þá ckki nema stutt bæjarleið eftir. Þarna efra, sjáðu, og hann losaði frá andliti barnsins, þar er Seltindurinn og Nónhorgin og Eldborgin hæst. Og kletturinn hér fyrir neðan okkur hcitir Hlaðhamarshorg. Þar er ekkert andskotans hulduhyski! Það er hrætt við að hlotna í sjó- veðrum!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.