Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 4
4-LAUGARDAGVR 6. NÓVEMBER 1999 ♦'T EB Meirihluti vill banna með lögum Mikil þátttaka var í atkvæða- greiðslu um spurningu Dags á Vfsi.is um afstöðuna til hóp- uppsagna. Meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði voru fylgj- andi því að sett yrðu lög til að banna slíkar uppsagnir. Spurt var: A að hanna hóp- uppsagnir með lögum? 58 pró- sent þeirra sem greiddu at- kvæði sögðu já, en 42 nei. Vel á annað þúsund manns tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Nú er hægt að greiða atkvæði um nýja spurningu Dags á vefnum. Hún er svohljóðandi: Er málverkamarkaðinum treystandi í kjölfar fölsunarmálsins? Slóðin er sem fyrr: visir.is 1 wísir-Í3 Miuni 2000-hræðsla fyrirtækja Samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir Skýrslutæknifólagið telja for- ráðamenn um 2% fyrirtækja í landinu að ártalið 2000 muni skapa mikil vandamál. í könnuninni voru 600 fyrirtæki í úrtakinu en eftir að hafa dregið frá þau fyrirtæki sem eru gjaldþrota eða eru með færri en 4 starfsmenn þá er endanlegt úrtak 522 íyrirtæki. Athugun er hafin í rúmlega 38% þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni, athugun er lokið í nærri 58% þeirra en um 4% höfðu ekki hafið athugun. Hlutfall þeirra sem sögðu athugun ekki vera hafna hefur lækkað úr nærri 7% frá könnuninni í mars síðastliðnum í um 4% nú. Meirihluti svarenda í þeim fyrirtækjum þar sem athug- un á 2000 vandanum var hafin eða henni lokið (um 69%) taldi að fyrirtækið væri búið að leysa meira en 75% þeirra vandamála sem tengjast honum. Langflest fy'rirtæki áætla að Ijúka endurbótum og aðgerðum vegna 2000 vandans á árinu 1999 eða rúmlega 98% svarenda. Stór meiri- hluti, eða tæplega 86%, áætlar að Ijúka endurbótum fyrir 1. desem- ber 1999. Geir hættir hjá Marel Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Marel, hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að fá að láta af störfum eftir 12 ára setu í forstjórastóli. Stjórnin hefur orðið við þeirri ósk. Stjórn Marel hefur ráðið l lörð Arnarson, framkvæmdastjóra vöruþróun- ar og framleiðslusviðs Marel, sem for- stjóra félagsins. Hörður er 38 ára raf- magnsverkfræðingur að mennt og hefur starfað hjá Marel frá árinu 1985. „Manuna, pahhi, hvaö er að?6t Krabbameinsfélag Reykjavíkur heldur athyglisverða námstefnu í Fé- lagsheimili Vals að Hlíðarenda í dag er ber yfirskriftina „Mamma, pabhi, hvað er að?“ Vísað er þar til útkomu samnefnds bæklings á vegum félagsins í tilefni af 50 ára afmæli þess. I bæklingnum er fjall- að um þau áhrif sem börn verða fyrir þegar foreldrar þeirra veikjast alvarlega. Námstefnan er fyrst og fremst ætluð starfsfólki leikskóla og grunnskóla. Tilgangur hennar er að fjalla um þær aðstæður sem skapast við alvarleg veikindi, andlát eða önnur áföll sem starfsfólk skóla og leikskóla geta þurft að standa frammi fyrir í starfi. Fyrirlestr- ar verða m.a. fluttir af félagsráðgjöfum, sálfræðingum, leikskóla- kennuruum, hjúkrunarfræðingum, skólastjórum og prestum. Homfirðingar vilja köraiim Bæjarstjórn Horna- fjarðar samþykkti á fundi sínum í fyrra- kvöld að Iáta fara fram skoðanakönn- un um nýja kjör- dæmaskipan og þá hvort Austur-Skaft- fellingar vílji tilheyra Norðausturkjör- dæminu eða Suður- kjördæminu. Niður- stöður könnunarinn- ar á svo að senda nefnd forsætisráð- Svo er að heyra sem Hornfirðingar viiji frekar tilheyra herra, sem vinnur að Sunnlendingum, þó bæjarstjórnin viiji vera hlutlaus lokatillögum um kjör- __________sem stendur._______ dæmamörk í landinu. Bæjarstjórnin telur ekki ástæðu til að álykta með eða á móti þessum kostum. Lögin um nýja kjördæmaskipun hafi verið sett og ef framkvæmd þeirra reynist erfið muni Alþingi eflaust endurskoða ákvörðunina. Jafnframt samþykkti hæjarstjórnin að vinna að sameiginulegu átald er miði að því að efla héraðið. Styrkja þurfti stöðu sveitarfélagsins Hornatjarðar í breyttri kjördæmaskipan og í Ijósi aðstæðna á lands- byggðinni. - WPw , FRÉTTIR Magnús Oddsson, framkvæmdastjóri Ferðamáiaráðs, og Tómas Ingi Olrich, þingmaður og formaður ráðsins, telja mikinn ávinning fyrir alla hagsmunaðila að gististaðir séu flokkaðir með stjörnugjöf. mynd: hilmar þór. Flokkun gististaða með stjömugjöf Hámark fímm stjöm- ur. Dönsk fyrirmynd. Tekur gildi næsta haust. Engin skylda. Ferðamálaráð Islands hefur gert samning við Rekstur og Ráðgjöf á Norðurlandi að sjá um úttektir á gististöðum. Tilgangurinn með því er að flokka gististaði og gefa þeim stjörnur, eina til fimm eftir ákveðum stöðlum að danskri fyr- irmynd. Stefnt er að því að flokk- unin taki gildi frá og með 1. sept- ember á næsta ári og gildir í eitt ár í senn. Engin skylda Á blaðamannafundi sem Ferða- málaráð efndi til í gær kom fram að það sé engin skylda að taka þátt í þessari Hokkun og úttekt til að fá stjörnur. Þá sé ólíklegt að nokkur gististaður hérlendis sé það vel búinn að hann fái fimm stjörnur í byrjun. Jafnframt var Iögð áhersla á að til grundvallar stjörnugjöfinni séu fyrst og fremst „naglfastir" hlutir og aðrir nytjahlutir en ekki huglægir eins og t.d. útsýni, umhverfi eða vin- gjarnlegt viðmót. Allt í allt tekur úttektin á yfir 100 mismunandi atriðum. Stjörnugjöfin sé enn- fremur hugsuð sem frjálst mark- aðstæki til gæðaeftirlits með gististöðum, sem yrði öllum til mikills framdráttar þegar fram í sækir. I því sambandi sé bent á að um allan heim séu gestir van- ir því að hafa stjörnugjöf til við- miðunar þegar þeir velja sér gististaði. Þessutan séu erlendar ferðaþjónustuaðilar þegar farnir að stjörnumerkja íslenska gisti- staði að eigin geðþótta, sem ýms- um þykir miður. Þá sé stjörnu- gjöfin mikilvægt hjálpartæki fyrir þá gististaði sem vilja bæta þjón- ustu sína. I því sambandi var bent á að ferðaþjónustan og við- skiptavinir hafa lengi beðið eftir því að þetta skref yrði stigið, enda talið að það mundi auð- velda innlendum aðilum til að standa sig betur á alþjóðlegum markaði. Úrskurðamefnd Yfirumsjón með Ilokkun gisti- staða verður í höndum Ferða- málaráðs, sem hefur skipað sér- staka úrskurðarnefnd vegna verkefnisins. I nefndinni eiga sæti þrír fulltrúar skipaðir af Ferðamálaráði og þrír frá Sam- tökum ferðaþjónustunnar. Starf- svið nefndarinnar sé m.a. við- halda þeim staðli sem unnið sé eftir og fylgjast með þróun og breytingum erlendis á gæðakröf- um gististaða. Nefndin veitir ein- nig undanþágur frá rcglum ef ástæða þykir til og leysir úr ágreiningsefnum. - GRH Sjá ekki spamað í útboði Líkur á viðbótar- kostnaði fyrir bæjar- sjóð Hafnarfjarðar. Óformlegar viðræður við menntamálaráðu- neyti. TiUögur í næsta mánuði. Magnús Baldursson hjá skóla- skrifstofu Hafnarfjarðarbæjar segir að menn muni ekki sjá það alveg strax hvernig útboð á kennslu getur orðið ódýrara fyrir bæinn en núverandi fyrirkomu- lag. Hann segir að áhugi bæjar- búa og annarra hagsmunaðila á þessari áformaðri nýjung hafi aukist á síðustu dögum. Hinsveg- ar sé málið ekki komið svo Iangt að kennarar né aðrir séu farnir að lýsa yfir áhuga sínum að taka þátt í kennsluútboðinu. Þá sé viðbúið að sá eða þeir sem munu taka þetta að sér vilji fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það sé því líklegt að einhver viðbótarkostnaður sé samfara þessu rekstrarformi. Hann telur einsýnt að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár Kostnaður Hafnfirðinga afeinka- væddri kennslu er óljós. verði áætlað hvað bærinn sé til- búinn að leggja mikið í þessa til- raun. Óformlegar viðræður Fulltrúar Hafnarfjaðarbæjar og skólanefndar hafa átt óformlegar viðræður við fulltrúa mennta- málaráöuneytisins í tengslum við hugmyndir bæjaryfirvalda að bjóða út kennslu í nýjum grunn- skóla í Áslandi. Áætlað sé að skól- inn taki til starfa næsta haust. Þeir hafa einnig viðrað málið óformlega við Kennarasamband Islands og fleiri. Magnús Bald- ursson segir að í næsta mánuði muni þeir að öllum líkindum Icg- gja fram tillögur um framhaldið. Hann gerir ráð fyrir að þá yerðý óskað eftir formlegum svörum frá ráðuneytinu. Aldrei einkaskóli Þeir sem vinna að þessu fyrir skólaskrifstofuna og bæjarstjórn eru þeir Björn Olafssson, fyrrver- andi skólastjóri, og Örn Sigurðs- son, lögfræðingur. Þeir vinna málið síðan í samráði við skóla- nefnd bæjarins. Magnús Baldurs- son segir að um þessar mundir séu þeir að vinna upp drög að Iýs- ingu á þessu verkefni. Af háífu skólanefndarinnar sé jafnframt ljóst að hún setur fram þær kröf- ur að skólinn í Áslandi uppfylli öll sömu skilyrði og viðmið og sé í öðrum grunnskólum bæjarins. Skólinn verður einnig undir eftir- liti skólanefndar og á ábyrgð sveitarfélagsins. Enda sé þarna um að ræða hverfisskóla sem get- ur aldrei orðið hefðbundinn einkaskóli. Hann telur einsýnt að það þurfi einhverjar lagabreyting- ar eða „frjálslega“ túlkun á grunn- skólalögum svo hægt sé að hcim- ila þessa nýjung sem lelst í því að geta boðið út kennsluna. Það á hinsvegar eftir að koma í ljós enda sé allt þetta mál á óformlegu stigþ.ppn sem korpið sé. . -,<5Rtl •** -» J /*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.