Dagur - 06.11.1999, Page 1

Dagur - 06.11.1999, Page 1
Gengi hótaði að ganga frá piltmiun Kerfid brást, segja að- standendur hníf- stungupiltsms. 15 mauna geugi hugðist ráðast á piltinn. For- stöðumaður Bama- vemdarstofu segir 20 unglinga vera á brýn- um bráðabiðlista. „Kerfið hefur gjörsamlega brugð- ist. Eg er ekhi í nokkrum vafa um að hnífstungan hefur á sinn hátt verið ákall um að fá þá hjálp frá samfélaginu sem hann og við að- standendur hans höfum ítrekað reynt að fá fyrir hann. Einu við- brögð kerfisins hafa verið þau, að segja að því miður sé ekkert meðferðarpláss fyrir hendi," seg- ir móðursystir 16 ára piltsins sem nú hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald eftir að hafa stungið tvítugan pilt í magann í Hafnarstræti í vik- unni. Eins og fram kom í Degi í gær hafa aðstandendur drengsins um langa hríð reynt að fá samfélags- aðstoð fyrir piltinn, sem sagður er eiga við erfið geðræn vanda- mál að etja. Móðursystir piltsins segir hann ekki hald- inn vfmu- efnafíkn, heldur sé fyrst og fremst um alvarleg þunglyndisein- kenni að ræða frá unga aldri, frá þeim tíma að for- eldrar hans skil- du og faðir hans lést voveiflega. Kerfið hafi átt að bregðast við þegar pilturinn varð uppvís að þátttöku f tveimur vopnuðum ránum á skömmum tfma. Hugðnst jafna um hann Hnífstungan í Hafnarstræti átti sér stað þegar þrír ungir menn tóku piltinn tali og töldu sig eiga eitthvað sökótt við hann. 18 ára félagi piltsins varð vitni að at- burðinum, en er nú í felum og er hans leitað af lögreglu. Kvöldið eftir atburðinn, áður en pilturinn var handtekinn fyrir hnífstung- una, mættu um 15 ungmenni, fé- lagar í vinagengi fórnarlambsins, að bráðabirgða- heimili drengs- ins, þar sem föð- urbróðir hans býr. Kröfðust þeir þess að pilturinn yrði sóttur og við- höfðu líflátshót- anir, en hurfu frá þegar þeim var greint frá því að pilturinn væri ekki á staðnum. Samkvæmt heimildum Dags var búið að ákveða að veita pilt- inum forgang og taka frá með- ferðarpláss fyrir hann síðar í nóvembermánuði. Bragi Guð- brandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir í sam- tali við Dag að hann geti ekki rætt einstök mál. 20 imglingar á bráðalista „Biðtíminn hjá okkur hefur verið að rokka á milli 8 og 12 mánaða, en er nú 6-7 mánuðir. Það eru ríflega 20 unglingar á lista og þar er í öllum tilvikum um mjög brýn tilvik að ræða. Við förum að jafn- aði eftir aldri umsókna, en for- gangsröðum þó ef upplýsingar knýja á um það. Það breytir því ekki að þótt einstakt mál fái al- geran forgang þá er biðtíminn samt nokkrar vikur upp í mánuð. Það eru einfaldlega svo fá rými í pottinum," segir Bragi. Hann segir undirbúning á fullu við að hrinda í framkvæmd samþykkt félags- og heilbrigðis- ráðherra frá í júnf um nýja bráðamóttöku og langtímameð- ferðarheimili úti á landi. Nánar verður vikið að þeim ráðagerðum í Degi eftir helgina. - FÞG Bragi Guðbrandsson: Fá rými í pottinum. MllljanYur í Byggðastofniui Nefnd sem falið var að vinna frumvarp um flutning Byggða- stofnunar yfir til iðnaðarráðu- neytis hefur lagt til við ráðherra að stofnuninni verði breytt úr sjálfstæðri ríkisstofnun f stofn- un sem lúti forræði iðnaðarráð- herra. Þessi tilflutningur er í samræmi við ákvæði í stjórnar- sáttmála og miðað við að hann fari fram um áramót. Samhliða er gert ráð fyrir að stofnunin verði gerð fjárhagslega öflugri. Milljarður er það sem talað er um að hún fái í „vöggugjöf*, en á miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins í gærkvöld upplýsti Halldór Asgrímsson að ríkis- stjórnin hafi ákveðið að verja hluta af söluhagnaði ríkisins af ijármálastofnunum til þess að styrkja byggðir í landinu. ítarlega erfjallað um þetta mál í fréttaskýringu á bls. 8-9 og frétt um miðstjórnarfund framsóknar- manna má finna á bls. 5. Lækn Barnaspítaii Hringsins fékk góða gjöf í gær frá Lionshreyfingunni. Um er að ræða tæki sem mælir sýrustig í vélinda barna. Eftir að Lionsmenn höfðu afhent tækið slógu læknarnir á deildinni á létta strengi og prófuðu tækið. Farið er með þráð niður í vélindað um nefið og niður öndunarveginn og getur það kitlað hláturtaugarnar eins og sjá má. mynd: E.ÓL. Frjálshyggjan að verðafjar- lægmmning „Það hafa þegjandi og hljóða- laust orðið algjör umskipti í ís- lenskum stjórnmálum. Það er enginn lengur að hrópa báknið burt. Það er engin eftirspurn eft- ir niðurskurði, einkavæðingu og þjónustugjaldasköttum. Kröf- urnar í samfélaginu eru um betri Ieikskóla, grunnskóla og fram- haldsskóla. Þær eru um styttri biðlista, betri heilbrigðisþjón- ustu, tónlistarhús, náttúruvernd og sameign á auðlindum. Félags- hyggjan er allsráðandi í samfé- laginu og frjálshyggjan er að verða Ijarlæg minning." Þetta segir Helgi Hjörvar, forseti borg- arstjórnar Reykjavíkur, í helgar- viðtali Dags, en þar segir hann tæpitungulaust skoðanir sfnar á stjórnmálamönnum og flokkum, ekki síst á Samfylkingunni og Vinstrihreyfíngunni. Þorsteinn Pálsson dró sig út úr stjórnmálunum fyrr á árinu og gerðist sendi- herra í London. „Eg held að ég geti sagt með nokkuð góðri samvisku að það eina sem ég bein- línis sakna að heiman sé að komast ekki um helgar f sumarhús fjölskyldunnar austur á Flúðum,“ segir hann í viðtali við helgarblað Dags. Þeir eru ótrúlega líkir tví- burarnir og húmoristarnir Ás- mundur og Gunnar Helgasynir. Þeir ákváðu þó að velja sér ólíkar brautir. Ásmundur fór í viðskipti og Gunnar í leiklist. Þegar til kom urðu viðfangsefnin ekki svo ólík. Frá þessu segja þeir í helg- arblaði Dags. Margt annað skemmtilegt er í helgarblaði Dags, svo sem bíórýni, bókahilla, Ieikdómur, mataruppskriftir, poppsíða, veiðiþáttur, sönn dómsmál, spurningaþáttur og fleira og fleira. Þorsteinn Pálsson. Góða helgi! namnsHH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.