Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR6. NÓVEMBER 1999 - S FRÉTTIR „Öfgasjónarmið VG rauo en ekki græn66 Formaður Framsókn- arflokksius réðst harkalega að Vmstri- grænum við setningu miðstjómarfunds í gær. Hann vill breyt- ingar á RÚV. „Vinstri græna kalla þeir sig og enginn efast um vinstrimennsku þeirra. Hins vegar sjá allir sem vilja sjá, að það sem þessir vinstri- menn segja að sé grænt er rautt, eins og þeir fánar og þær hugsjón- ir sem liðsmenn þessa flokks hafa barist fyrir undanfarin ár og ára- tugi, á móti tímans straumi." Þetta var meðal þess sem Hall- dór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sagði við setn- ingu miðstjórnarfundar flokksins í gærkvöld á Hótel Loftleiðum. I ræðu sinni réðist Halldór harka- Iega að Vinstri-grænum og telur hann þann flokk greinilega höf- uðandstæðing Framsóknarflokks- ins. Hann gagnrýndi einkum mál- flutning Vinstri-grænna í um- hverfis- og virkjunarmálum á Austurlandi. Hann sagði flokkinn ekki telja það byggðamál að 500 ný störf sköpuðust vegna álvers á Austurlandi og 300 störf annars staðar á Iandinu. „Er það byggðamál að vera á móti allri framþróun, öllum um- bótum og öllum aðgerðum sem hníga að bætturn Iífsskilyrðum fólksins í landinu? Flokkast ekki slíkur hugsunarháttur fremur undir þröngsýni, afturhald og öfg- ar? Eða eigum við alltaf að gera eitthvað annað?! Þessi öfgasjón- armið eru ekki græn. Þau eru rauð,“ sagði Halldór. Hann sagði einnig að virkjunarmálin væru eitthvert erfiðasta mál sem Fram- sóknarflokkurinn hefði staðið frammi fyrir um Ianga hríð. Það yrði í verkahring Alþingis að taka ákvarðanir í málinu og Ijóst væri að skiptar skoðanir væru á Iand- inu öllu. Stjómarandstaðan hefnr sldpt um nótnablöð Stjórnarandstaðan í heild sinni fékk einnig föst skot eins og eftir- farandi orð bera með sér: „Við munum öll hvernig stjórnarand- staðan réðist að okkur í kjölfar kosninganna 1995. Við vorum gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi og svikin loforð í atvinnumáium. Við vorum úthrópuð sem svikarar og dugleysingjar. I dag er þessi söng- ur þagnaður. Þeir sem þá höfðu hæst hafa skipt um nótnablöð og syngja nú um svikin loforð okkar vegna fíkniefnavandans." Um Iausn fíkniefnavandans sagði Halldór að síðan í sumar hefði verið unnið að gerð áætlun- ar um baráttuna gegn þeirri vá. Fyrstu tillögur yrðu lagðar fyrir ríkisstjórn á næstunni. Hann sagði að nú þegar hefðu verið teknar ákvarðanir um aukið fjár- magn til baráttunnar. Þannig væri gert ráð fyrir 300 milljóna króna hærri framlögum til málaflokks- ins í Ijáraukalögum en áður var. „Eg er þannig sannfærður um að fyrirheit okkar um milljarð í bar- áttuna gegn fíkniefnum verður uppfyllt og vel það,“ sagði Hall- dór. RÚV losni undan pólitísku stjómvaldi Eitt af því sem vakti athygli í ræðu Halldórs voru orð hans um RÚV. Hann sagði ekki koma til greina að selja RÚV en gera þurfi kröfur um vönduð vinnubrögð og óhlutdrægni í fréttaflutningi. En til þess að svo geti orðið þurfi að gera ákveðnar grundvallarbreyt- ingar á stjórnskipulaginu og Iosa RÚV undan „því flokkspólitíska stjórnvaldi scm því hefur til þessa verið stýrt af.“ I öðru lagi þurfi að tryggja RÚV þær tekjur að það geti rækt lögbundnar skyldur sín- ar með sóma. Halldór sagði að RÚV mætti taka breska ríkisút- varpið, BRC, sér til fyrirmyndar. „BBC er sannkallað þjóðarútvarp og það þarf Ríkisútvarpið að verða í ríkara mæli, - útvarp þjóð- arinnar." - BJB Margeir Pétursson. Margeir í Sæplasti MP Verðbréf hf., sem er í eigu Margeirs Péturssonar verðbréfa- miðlara og stórmeistara í skák, hefur keypt ríflega 18% hlut í Sæplasti hf. á Dalvík. Margeir keypti bréfin af Dulvin ehf., sem seldi öll sín 11,83% í Sæplasti, og Samvinnulífeyrissjóðnum, sem átti 6,2% í fyrirtækinu. Nafnvirði þessa hlutar MP Verð- bréfa er alls 16,9 milljónir króna. Miðað við gengi Sæplastsbréfanna á Verðbréfa- þingi ætti kaupverðið að vera í kringum 150 milljónir króna. MP Verðbréf er nú stærsti hlut- hafinn í Sæplasti og næst stærsti er Lífeyrissjóður Norður- lands með 6,5% hlut. Þess má geta að Dulvin ehf. er í eigu eig- enda Borgarplasts hf. Ekki náðist í Margeir í gær vegna þessara viðskipta en hann hefur verið að færa út kvíarnar í fjárfestingum sínum á hluta- bréfamarkaði. Hann á m.a. stóra hluti í Jarðborunum, Þróunarfé- lagi Islands og Lyljaverslun Is- lands. - BJB Virkjun óhagkvæm Sigurður Jóhannesson hagfræð- ingur heldur því fram í nýju hefti tímaritsins Frjálsrar verslunar, að miðað við hefðbundin arð- semissjónarmið fyrirtækja verði 13 milljarða króna tap af því að reisa og reka Fljótsdalsvirkjun. Þetta stangast á við útreikninga sem ættaðir eru frá Landsvirkj- un, en munurinn felst í því hvaða arðsemiskröfur eru gerðar og hvaða þættir eru teknir inn í útreikninginn. Sigurður miðar við að gera eigi sömu arðsemiskröfur til virkjana og til fyrirtækja. I arðsemismati sem dr. Páll Harðarson hagfræð- ingur gerði fyrir Landsvirkjun, og sýndi hagnað, var þannig tek- ið tillit til ávinnings af bættu at- vinnuástandi, skattgreiðslna og fleira, auk þess sem gerð er lág arðsemiskrafa eða „aðeins“ 3,5 til 4 prósent. Þannig útreiknað fæst sú niðurstaða að stóriðja hafi fært Landsvirkjun drjúgan ávinning. Sigurður bendir hins vegar á að við hefðbundið arð- semismat sé miðað við 6-7 pró- senta arðsemi og þá fáist 10 til 13 milljarða tap á Fljótsdalsvirkj- un einni og þannig megi áfram fá út að í heild tapi Landsvirkjun milli 15 og 26 milljörðun á virkj- unum sínum og orkusölu til stór- iðju. - FÞG Sýknuð af „lyfjaakstri66 Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað konu sem ákærð var fyrir að aka undir áhrifum \yfja í nóvember 1998. Konan, sem tók að jafnaði inn allmörg lyf við ýmsum sjúkdóm- um sem htjáðu hana, var í nóv- ember 1998 handtekin vegna ábendingar um akstur undir áhrifum Iyljanna. Konan bar við skýrslutöku og fyrir rétti að hún hafi ekki fundið fyrir áhrifum Iyfjanna fyrr en eftir að hún stöðvaði bifreiðina. Samkvæmt vitnisburði lögreglumanna var konan óstöðug í hreyfingu, rugl- ingsleg í tali, þvoglumælt og drafandi við handtöku. I greinar- gerð Þorkels Jóhannessonar pró- fessors um áhrif þeirra Iyfja sem fundust við blóðrannsókn á kon- unni segir að að öllu samanlögðu verði að teljast mjög líklegt að konan hafi verið ófær um að stjórna vélknúnu ökutæki. Meðal annars með tilliti til þess að ekkert var athugavert að sjá við aksturslag konunnar skömmu fyrir handtöku hennar og þess að ekki sé einhlýtt hvenær áhrifa lyfsins klordia- zepoxid fer að gæta eftir inntöku er það niðurstaða dómsins að ákæruvaldinu hafi ekki tekist, gegn neitun konunnar, að færa fram alveg nægar sannanir um sekt hennar samkvæmt þeirri verknaðarlýsingu sem fram kem- ur í ákæruskjali. Forðinn rýmaði um 600 miUjónir Samkvæmt nýjum efnahags- reikningi Seðlabankans dróst gjaldeyrisforði bankans saman um 600 milljónir króna í október og nam í lok mánaðarins 34,1 milljarði króna. Frá ársbyrjun hafði forðinn styrkst um 4,4 milljarða króna. I september sl. styrktjst gjaldeyrisforðinn vegna tímabundinna crlendra lána- hreyfinga ríkissjóðs og gætti áhrifa þess í stöðu forðans í lok mánaðarins. Seðlabankinn átti engin viðskipti á innlendum millibankamarkaði með gjaldeyri í október. Gengi íslensku krón- unnar, mælt með vísitölu gengis- skráningar, hækkaði um 1,6% í mánuðinum. Erlend skammtímalán bank- ans hækkuðu um 1,1 milljarð króna í október en lækkuðu um 2,7 milljarða frá áramótum til Ioka október. I lok október námu erlend langtímalán bankans 1,1 milljarði króna og höfðu lækkað um 4 milljarða króna frá ársbyrj- un. BanW Kaupþings í Lúx Verðbréfafyrirtækið Kaupþing Luxemburg S.A. hef- ur sótt um leyfi til alhliða bankastarfsemi í Lúxem- borg. Ráðgert er að bankinn taki til starfa í byrjun næsta árs að fengnum tilskildum leyfum frá yfir- völdum bankamála f landinu. Auk Magnúsar Guð- mundssonar, núverandi framkvæmdastjóra Kaup- þing Luxemburg S.A., hefur Daninn Johnie Brögger verið ráðinn framkvæmdastjóri að bankanum. Verð- bréfafyrirtæki Kaupþings í Lúxemborg hefur starfað síðan 1998 og í beinu framhaldi af hröðum vexti þess var ákveðið að færa út kvíarnar. - Hl Sigurður Einars- son, forstjóri Kaupþings. Kona í varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær tæplega þrítuga konu í gæsluvarðhald til mánudags, vegna rannsóknar stóra fíkniefnamáls- ins. Konan var handtekin á fimmtudag og fór efnahagsbrotadeild Rík- islögreglustjóra fram á gæsluvarðhald yfir henni. Hún er grunuð um peningaþvætti, um að taka við illa fengnu fé eða verðmætum og koma því í umferð. Konan býr í Reykjavík en tengist rúmlega fertugum Suð- urnesjamanni sem úrskurðaður var í frekara gæsluvarðhald f fyrra- dag. Hún er einnig talin hafa tengsl við höfuðpaurana í málinu. SS selur í ísfugli Verðbréfaþingi barst sú tilkynning í gær að SS hefði selt 90% af sínum eignarhlut í ísfugli ehf. Isfugl keypti bréfin en fýrir átti SS 50% hlut í fyrirtækinu. Hluturinn nú er 5% af nafnverði hlutafjár. Slétt ár er síð- an hlutafé Isfugls var aukið um 50% og keypti SS það allt á þeim tíma. I samtali við Dag sagði Steinþór Skúlason, forstjóri SS, að í Ijós hefði komið að svo stór eignarhluti í Isfugli hefði ekki hentað Sláturfélaginu. Því hefði sú ákvörðun verið tekin að selja megnið af hlutanum en Steinþór vildi ekki nefna neinar tölur í þessum viðskiptum. - BJB SUS-arar skora á Biöm Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, hefur sent frá sér ályktun, þar sem skorað er á Björn Bjarnason menntamálaráðherra að samþykkja erindi bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og heimila þeim að gangast fyrir útboði á rekstri grunnskóla í bænum. Telja ungir sjálf- stæðismenn að rekstur grunnskóla, sem og flestra annarra stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga, sé betur kominn í höndum einkaaðila og því beri ráðherra að verða við erindi Hafnfirðinga. t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.