Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. A MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 Netföng augiýsingadeiidar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-geslur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV(K)563-1615 Amundi Amundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Gréta Björnsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAV(K) Sigtir jafnréttislaga í fyrsta lagi Sú rödd hefur jafnan verið hávær í umræðunni um jafnréttismál, að þrátt fyrir formlegt og lagalegt jafnrétti kynjanna sé raunveru- leikinn allur annar. Er í því sambandi réttilega bent á takmarkað- an framgang kvenna til valds og ábyrgðar í þjóðfélaginu og við- varandi launamun kynjanna. Þetta hefur aftur orðið til þess að tiltrú á hið formlega eða lagalega jafnrétti - jafnréttislögin og stofnanir tengdar þeim - hefur verið minni en hún gæti verið. Jafnréttislögin hafa jafnvel verið afgreidd sem dauður bókstafur og Jafnréttisráð og Kærunefnd jafnréttismála sem valdalausar stofhanir. í besta falli geti þær beint tilmælum til þeirra sem telj- ast brotlegir, en engan varði um hvort farið sé eftir þeim. í öðru lagi Héraðsdómur Norðurlands jók hins vegar verulega á vægi hins formlega jafnréttis með dómi sínum í máli Ragnhildar Vigfús- dóttur gegn Akureyrarbæ í vikunni. Þar eru tekin af öll tvímæli um að jafnréttislögin eru síður en svo „dauður bókstafur“ og t.d. undirstrikar dómurinn að þau setji samningsfrelsi á vinnumark- aði verulegar skorður. Ljóst er að niðurstaða þess dóms byggir í öllum aðalatriðum á úrskurði Kærunefndar jafnréttismála og er tekið undir öll sjónarmið hennar og styrkir það mjög stöðu henn- ar almennt x samfélaginu. í þriðja lagi Skilaboðin eru skýr: Opinberir aðilar verða alltaf að taka ákvæði jafnréttislaga inn í myndina við mannaráðingar. Það verður ein- faldlega best gert með því að ríki og sveitarfélög festi í sessi hjá sér kynhlutlaust launakerfi. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir í Degi í gær að tilgangurinn með því að láta reyna á málið fyrir dómi hafi verið að fá hlutlægan úrskurð um grundvallarregl- ur. Sá úrskurður liggur nú fyrir frá Héraðsdómi og í ljósi útkom- unnar er kannski ekki óeðlilegt að bæjarstjóri vilji bíða niðurstöðu Hæstaréttar líka. En í huga almennings er einsýnt að pólitísk, sið- ferðileg og lagaleg staða bæjarins hefur versnað á meðan staða kærunefndar og jafnréttislaganna sem slíkra hefur styrkst. Birgir Guðmundsson. Fnunkvæði í Hafnarfirði!! Arðsemishugsjónin hefur bless- unarlega verið að ryðja sér til rúms í íslenskum atvinnurekstri síðustu misserin eftir áratuga taprekstur á öllum sviðum. Og er nú svo komið, góðu heilli, að nánast allt atvinnulífið er undir- lagt af hámarksarðsemiskröf- unni. Aðeins örfáar eftir- legukindur draga lappirnar í þessari hugsjónavæðingu, sér- staklega hafa heilbrigðiskerfið og menntakerfið verið treg til að svara sjálfsögðu kalli tímans. En allt þokast þó í rétta átt og einhvexjar gleði- legustu fréttir þessa veru nýverið eru hugmyndir Hafnfirðinga um að bjóða út rekstur grunnskóla þar í bæ. Þessi framsýni kemur auðvit- að út óvæntri átt því Hafnfirð- ingar hafa eiginlega ekki haft neitt nýtt til málanna að leggja frá því að Hallsteinn heitinn færði Islendingum handbolt- ann. Lofsverð jjróðafíkn Garrri, sem er gamall Gaflari, gleðst auðvitað manna mest yfir því að hans gamli heimabær hefur tekið við forystuhlutverki í menntamálum á Islandi. Og hann er staðráðinn í því að sækja um inngöngu fyrir börnin sín í nýja útboðsskólann í Hafn- arfirði, jafnvel þó á milli sveitar- félaga sé að fara. Börn Garra hafa einfaldan smekk og velja aðeins hið besta. Ráðdeildarsamir skólastjórar, haldnir lofsverðri gróðafíkn, munu örugglega margir bjóða í rekstur útboðsmenntasetursins sem væntanlega verður sleginn lægstbjóðanda. Sá mun auðvit- að verða sér úti um undirverk- taka í hinum ýmsu kennslu- V greinum og þar verður einnig boðið út. Og ekki að efa að út- sjónarsamir kennarar munu standa í röðum og bjóða í landa- fræði, trúarbragðafræði og önn- ur fræði við Aslandsskóla, en svo heitir þessi menntastofnun nýrrar aldar. Burt með fuUnægingu kveirna! Megintilgangur útboðsskólans er, að sögn hafn- firskra að „auka frjálsræði og mög- leika á breytingum og áherslum í kennslunni." Þessa á örugglega eftir að sjá stað í þeim hag- ræðingar- og spam- aðartilboðum sem berast í kennsluna. Þannig má gera því skóna að mjög hagstætt tilboð berist í landafræðikennsluna, þar sem tilboðsgjafi hefur ákveðið að sleppa allri kennslu um þriðja heiminn, enda hvort sem er allir að drepast þar úr hungri og hvurgi feitan gölt að flá. Kostnað við kynfræðslu má örugglega lækka með því t.d. að sleppa að fjalla um fuílnægingu kvenna, sem þæ ku enda upp- lifa svo sjaldan að það tekur því varla að minnst á það. Og að sjálfsögðu er eins víst að í trúarbragðakennslu verði tilboð bundin við einstök trúar- brögð og ef lægra tilboð berst um kennslu í Nýaldarfræðum en kristinfræðikennslu, þá verð- ur því fyrnefnda auðvitað tekið. Já, Garri er ákveðinn í því að senda börnin sín í Aslandsskóla. Þar fá þau í það minnsta að læra eitthvað allt annað en nauðgað var upp á hann í gamla ríkisrekna skólahjallinum í denn. — GARRI ELIAS SNÆLAND JONSSON SKRIFAR Téténía og Víetnam Merkilegt hefur verið að fylgjast undanfarið með frásögnum af stríði rússneska hersins gegn Téténum. Framsetning frétta og orðalag er oft á tíðum með þeim hætti að minnir einna helst á fréttaflutning af fyrstu árum strfðsins í Víetnam. Hér er átt við að nánast í hvert sinn sem sagt er frá stríðsaðgerð- um Rússa, sem skemmta sér við að sprengja almenna borgara, þar með talin konur og börn, í loft upp, er sífellt tönglast á þeirri af- sökun Rússa að þeir séu bara að herja á hryðjuverkamenn. Alræmt varð í Víetnamstríðinu að handarískir talsmenn gáfu á hverjum degi upp tölu þeirra óvinahermanna sem þeir töldu sig hafa drepið. Fréttamenn á staðnum áttuðu sig fljótlega á því að þessar tölur voru tómt rugl, og einnig að við talninguna var enginn munur gerður á al- mennum borgurum og her- mönnum. Samt var haldið áfram að flytja þessar tölur í fjölmiðl- um eins og heilagan sannleika. Það var ekki fyrr en andstaða gegn stríðsrekstrinum fór að gera vart við sig í Ameríku að fjölmiðlarnir hófu að sýna al- menningi hvað í raun og veru var að gerast í þorp- um og sveitum Víetnams. Núna fara margir fjölmiðlar gagnrýnislaust með rússnesku rulluna þótt öll- um sé Ijóst að hún er tómt bull, enda samin af gömlum KGB-foringjum sem Vesturlandabúar hafa nú ekki hingað til talið trúverðuga leit- endur sannleikans. Eymdarlegt hlutverk Það er gamalkunnug reynsla að sannleikurinn er fyrsta fórnar- lambið í stríði. Rússar hafa frá upphafi logið til um markmið hernaðarins gegn Téténíu. Fyrst var yfirlýstur tilgang- ur einungis að loka landamær- um. Ekki stóð til að taka Grosní, höfuðborg lands- ins. Smám saman hefur hið sanna komið í ljós. Núna liggur fyrir að markmiðið er að hernema alla Téténíu og stýra henni með rúss- nesku hernámsliði. Vestrænir stjórnmálamenn hafa sýnt klíkunni sem nú ræður ríkjum í Kreml mikla linkind í Urí'lllJ /4,1 tliU . t U J .4 þessu máli. Ljóst virðist að eftir slaginn um Kosovo hafa leiðtog- ar Vesturlanda fengið sig full- sadda af harðvítugum átökum. Eins virðast þeir óttast áfhrif enn frekari upplausnar í Rússlandi. Þess vegna hafa peningarnir haldið áfram að streyma austur, þótt mikið af þeim fari í spillta stjórnmálamenn og mafíósa. Hernaður Rússa gegn Tétén- um kostar gífurlega fjármuni. Og þá verður væntanlegt hernám þeirra í landinu ekki síður dýrt. Þetta eru peningar sem rússnesk stjórnvökl eiga ekki. Ef vestræn rfki halda áfram stórfelldri efna- hagsaðstoð við Rússland þá er ljóst að það fjármagn mun að umtalsverðu leyti fara til þess að halda uppi stríðsrekstri gegn múslimum í Téténíu. Það yrði eymdarlegt hlutskipti Vestur- landa. íiíUtJlOl^lJ Jeijx (j'jin lil Pútín lætur berja á múslimum í Téténíu. Dm^ut snju&i svarad Hefur þú fylgst nuú morgiinsjónvarpi Stöðvar2? Þröstur Emilsson fréttamaðurá Sjónvarpinu. „Eg hef fylgst með þessu og þetta hentar mér ágætlega því ég fer snemma á fætur á morgnana, á litla lifandi vekjaraklukku sem dóttir mín á öðru ári er. Þetta er útvarpsþáttur í sjónvarpssal, einsog reyndar er Iagt upp með, og að því Ieyti klókt hjá stjórnendum á Lynghálsinum að fá áhorfendur strax að morgni dags til að stilla yfir á Stöðina. Eg vildi að mínir yfirmenn hér á bæ hefðu haft þann kjark og þor á sínum tíma til að stíga þetta skref á undan keppinautunum." Gréta Bjömsdóttir auglýsingadama áAliureyri. „Ég hef í vik- unni stundum kíkt á morgun- sjónvarpið þegar ég er að koma strákunum mín- um í skólann og fara sjálf í vinn- una. En einsog gefur að skilja fylgir því oft erill, þannig að það gefst ekki mikill tími til að horfa á sjónvarp á þessum tíma dags. Þetta Iitla sem ég hef séð finnst mér gott, efnistökin fjölbreytt og af umsjónarmönnum er Snorri Már Skúlason mjög góður enda öruggur með góða framkomu." Runólfur Ólafsson framltvæmdastjóri FÍB. „Aðeins sá ég morgunsjón- varpið fyrsta eða annan morgun- inn sem það var á dagskrá. Efnis- tökin voru fjöl- breytt og stjórn- endurnir öruggir. Morgunsjón- varp er nokkuð það sem maður þekkir erlendis frá og á sjálfsagt eftir að festa sig í sessi í íslensku fjölmiðlaflórunni. Annars er það nú svo að morgnarnir eru oft tími mikils erils hjá fólkinu í landinu; sjálfur þarf ég að koma strákun- um mínum í skólann og þó mað- ur sé með augun vel opin fyrir út- varpinu þá er ekki þar með sagt að maður hafi tíma til að hafa augun á skjánum." Þórhalla Þórhallsdóttir verslunarstjóri Hagltaups á Akureyri. „Mér finnst þetta gott fram- tak hjá Stöð 2, enda þó ég hafi enn ekki séð morgunsjón- varpið. A þess- um tíma er gjarnan asi á fólki við að koma börnum í skóla, fara sjálft til vinnu og því hefur það ekki tíma til að setjast niður við sjónvarpið. Hinsvegar er ég svolítið svekkt út í Stöðina að hafa vegna þessa fellt niður fréttatíma sinn kl. 22:30 og því þætti mér koma til greina hjá Sjónvarpinu vcgna þess að færa sinn fréttatíma fram til klukkan 22:00.“ ■ • I * - ' !> 'HH'I || >‘l

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.