Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 2
18 - LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 HELGARPOTTURINN Gunnar Salvarsson. Hinn geðþekki Gunnar Salvarsson sem til skamms tíma sagði landsmönnum erlendar fréttir í Sjónvarpinu er nú farinn til annarra starfa. Hann hefur þó ekki yfirgefið fjölmiðla- mennskuna alveg, því hann er orðinn kynn- ingarstjóri hjá Áma Sigfússyni og fé- lögum hjá Tæknivali. Hann er ekki fyrsti fréttamaður Sjón- varpsins sem fer til starfa af þessum toga, og má í því sambandi nefna Hrannar Pétursson, sem er orðinn blaðafulltrúi Álversins, Helga Már Artúrs- son hjá heilbrigðisráðuneytinu og Gunnar E. Kvaran hjá Skeljungi svo einhverjir séu nefndir. Helgi Már Artúrsson. Menn eru farnir að skvetta vígðu vatni á allar vélar og krossa sig í bak og fyrir áður en haf- ist er handa við nokkurt verk í eftirvinnslunni á Myrkrahöfðingjanum hans Hrafns Gunn- laugssonar svo dramatísk er hrakfallasagan orðin að menn standa agndofa frammi fyrir tiktúrum náttúrunnar (í einni tökunni lyftist jörð undir myndavélinni sem tafði tökur dög- um saman) og ólógískri hegðan tölva sem haga sér skikkanlega að öllu jöfnu - þ.e. þeg- ar ekki er við sjálfan Satan að eiga. Tvær frum- sýningar hafa runnið út í sandinn vegna hinnar andsetnu tölvutækni og til að allt verði ekki þegar þrennt er hafa menn tekið viku frá undir „vesen" og stefna ekki að frumsýningu fyrr en 25. eða 26. nóv. (þótt myndin verði sennilega tilbúin viku fyrr) ef hin myrku öfl skyldu enn vera ósátt við handbragð Hrafns. Hrafn Gunnlaugsson. Söngstjarnan skæra hún Emilíana Torrini er um þessar mundir á tónleikaferðalagi ( Frakklandi til þess að fylgja eftir nýju plötunni sinni Love in the time of science og gengur ábyggilega vel, að minnsta kosti ef marka má hennar frábæru tónleika í fslensku Óperunni um daginn þar sem trommuleikar- inn Sigryggur Baldurson Qá sjálfur Bogomil Font) fór á kostum. (Hann hlýtur að koma til greina sem besti trommari íslands.) Þá eru félagarnir Kristján Kristjánsson, KK, og Magnús Eiríksson ný- komnir úr hljóðveri og að sjálfsögðu farnir að túra um landið. Umboðsmaður Krist- jáns er Pétur bróðir hans sem býr á Seyðisfirði, er myndlistamaður og rekur þar plötuverslun undir nafninu Turninn. Óbyggðirnar kalla..., já það má nú segja. Emilíana Torrini. ...Margt verður sér til gamans gert á því herrans ári tvö þúsund. Meðal viðburða sem í undirbúningi eru er vindhátíð sem er hugsuð sem óður til næðingsins og steytunnar sem við höfum búið við frá því sögur hófust. Aðal hátíðasvæðið verður þak Faxaskála og þar verða ótal lista- atriði flutt, Guðni Franzson mun flytja frumsamið tónverk tileinkað vindinum og sérstakt dansverk samið af Láru Stefánsdóttur listdans- ara verður flutt. Hannes Lárusson mun stjórna vindgerningi og svið- ið allt verður skreytt vindskúlptúrum og vindhönum. Fleiri þjóðir leggja okkur lið. Til dæmis kemur færeyski myndlistarmaðurinn Trándur Pat- urson með vindhörpu tileinkaða Heinesen og hópur arkitekta og dans- ara frá Brussel sýnir listir þar á meðal Erna Ómarsdóttir. Eins gott hann bresti ekki á með logni og blíðviðri... Loks rifjum við hér upp sögu af þjóðhetjunni og íþróttaafreksmanninum Hauki Clausen, sem gerður var að heiðursfélaga Tannlækna- félagsins í vikunni. Auk tannlækninganna er Haukur þekktur fyrir iþróttaafrek sín, íslands- met, Norðurlandamet og Evrópumet í 200 metra hlaupi, svo og málaralistina en myndir hans skreyta fjölmörg heimili um allt land. Þá er Haukur orðinn goðsögn (lifandi lífi því að enn eru rifjaðar upp skemmtilegar sögur úr framhaldsnámi hans við tannlæknaháskólann í Minneapolis í byrjun sjötta áratugarins þar sem margir héldu að „gradu- ate“ stúdentinn Haukur væri „Prince Hákon from lceland". Haukur Clausen. Ð^ur „Þetta er tilfinningamál fyrir marga. Þetta eru okkar flokkar, okkar hugsjónir. Þaö tekur tíma fyrir okkur tilfinningalega að leggja flokkana til hliðar. Það er gott fyrir sálina að fá tíma og tækifæri til þess, “ segir Elsa Guðmundsdóttir, framkvæmda- stýra Kvennalistans. mynd: ghs Tílfinningamál á landsfundi Framtíð Kvennalistans og Veru ræðst á landsfundi Kvennalistans um helgina. Allar líkur eru á að Kvennalistinn gerist félagi í Samfylkingunni og að Vera verði gerð að sjálfstæðu kvennatímariti. „Stefnt er að þvf að stofna nýtt stjórnmálaafl sem heitir Sam- fylkingin og lögð verður fram til- laga um að við fáum umboð til að ganga inn í þetta nýja stjórn- málaafl, það er að segja Samfylk- inguna á landsvísu. Samtökin og flokkarnir, sem standa að Sam- íylkingunni, eru með fulltrúa í sveitarstjórnum um allt land og þeir verða að styðja við sitt fólk meðan það er enn í bæjarstjórn- um. Eftir þrjú ár er gert ráð fyrir að Ieggja flokkana niður og fara í bæjarstjórnarsamkrull á þeim for- sendum,“ segir Elsa Guðmunds- dóttir, hagfræðingur og fram- kvæmdastýra Kvennalistans. Hvernig á að formsetja? Um helgina ætla kvennalistakonur að hittast á einum af sínum síðustu landsfundum til að ræða og taka ákvörðun um tvö mál, inngöngu í Samfylkinguna og einkahlutafé- lagavæðingu Veru. Elsa segir að bæði málin hafi verið til umræðu innan Kvennalistans um nokkurt skeið og nú sé komið að ákvarðana- töku. Ljóst sé að það sé mjög gott fyrir alla, jafnt konur Kvennalistans sem flokksbundna félaga í stjórn- málaflokkunum, að fá svigrúm til að ganga frá sínum málum og segja skilið við fortíðina, ekki síst sál- fræðilega séð. „Þetta er tilfinningamál fyrir marga. Þetta eru okkar flokkar, okkar hugsjónir. Það tekur tíma fyr- ir okkur tiifinningalega að leggja flokkana til hliðar. Það er gott fyrir sálina að fá tíma og tækifæri til þess,“ segir Elsa. A fundinum verður einnig rædd tillaga vinnuhóps um það hvernig eigi að formsetja hinn nýja flokk Samfylkingarinnar. Fá aðrar konur inn Annað mál, ekki síður mikilvægt, verður einnig tekið fyrir á lands- fundinum en það eru framtíðar- horfur málgagnsins Veru. Kvennalistinn hefur gefið út Veru í fjöldamörg ár en um næstu ára- mót má búast við að breytingar verði þar á. „Staðan er að breytast þannig að Kvennalistinn hefur ekki þingflokk lengur heldur erum við hluti af þingflokki Sam- fylkingarinnar. Um leið breytast fjármálin. Við höfum stutt útgáfu Veru fjárhagslega en nú höfum við ákveðið að nota tækifærið til að stofna sjálfstæða einingu og gera Veru að málgagni kvenna og kvenfrelsis í heild sinni og fá inn í útgáfuna aðrar kvennahreyfingar í landinu," segir Elsa. Engar viðræður hafa átt sér stað enn sem komið er en Elsa segir ljóst að Kvennalistinn hugsi sér að eiga áfram 30 prósenta hlut í Veru. Blaðinu verður hreytt í einkahluta- félag og verður öðrum boðið að leggja fram hlutafé og taka þátt í útgáfunni sem eigendur með allan rétt sem því tilheyrir. Konurnar hugsa sér að Vera verði framlag Kvennalistans með áskrifendum, viðskiptavild og öðrum eignum. Þetta eru því spennandi tímar í Kvennalistanum. -GHS MAÐUR VIKUNNAR ER SIGURVEGARI! Ragnhildur Vigfúsdóttir er maður vikunnar að þessu sinni, en í fýrradag vann hún frækinn sigur í jafnrétt- ismálum fyrir héraðsdómi sem skikkaði fýrrum vinnuveitenda hennar til að greiða henni miskabætur vegna brots á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Dómur sem fer á spjöld kvennasög- unnar, eins og Ragnhiidur sagði í viðtali við Dag í gær. Til hamingju! Ragnhildur Vigfúsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.