Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 18

Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 18
ae - ccö^ sv3rn\'3'jóv\ .a huq^qrkquka 34 - LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 SÍGILDAR sögur Bubba Staðreynd: Mest áberandi og vinsælasti tónlistarmaður þjóð- arinnar í tvo áratugi heitir As- björn Kristinsson Morthens, allajafna kallaður Bubbi Morthens. Hreifir einhver and- mælum við því?? Nei, auðvitað ekki, því hvernig sem menn líta nú á, þá er þetta bláköld stað- reynd og gildir þá einu hversu góður eða vondur, falskur eða sannur, vitlaus eða vandur, full- ur eða edrú Bubbi hefur verið þessa tvo áratugi, einn síns liðs eða með öðrum. Hann hefur einfaldlega staðið upp úr, verið spámaður í sínu föðurlandi. Það þarf því ekki að segja neinum hvernig og fyrir hvað maðurinn stendur, fyrst og síðast hefur hann verið syngjandi sagnaþulur og fetað þar í fótspor innlendra og erlendra hetja sinna, Dylans, Morrisons, Megasar og margra fleiri. Nú er svo komið að sögur og söngvar Bubba eru nánast orðnar sígildar þó ekki séu þær orðnar beinlínis gamlar, hvað þá að þulurinn sjálfur teljist aldrað- ur. En þannig blasir það nú við er safnútgáfa með lögum frá íyrstu tíu árunum kemur nú út undir nafninu Sögur 1980- 1990. Þar er að finna yfir 30 Iög frá þessum tíma, allt frá Isbjarn- arblúsnum og Stál og hnífur af fyrstu plötunni til Sonettunnar og Sinedu á Sögum af landi er kom út rúmlega áratug sfðar. Vandi hefur vissulega fylgt því að velja þessi lög, jafnframt því sem reyndar umdeilanlegt hafi verið að standa í þessari útgáfu. En hvað sem því líður hefur þegar upp er staðið bara nokkuð vel tekist til þó auðvitað séu alltaf einhver lög sem saknað er á plötu sem þessari. Mikið meir þarf eiginlega ekki að segja. Allt er pottþétt hvað vinnsluna varð- ar og umbúnaðurinn hinn besti. En Bubhi er ekki bara í upp- skeruhugleiðingum þessa dag- ana, því með nýju safnplötunni fylgir fimm laga aukaplata með nýjum lögum sem hann hefur hljóðritað með tveimur af kraft- meiri ungherjarokksveitum landsins nú um stundir, Botn- Ieðju og Ensími. Þarf ekki að fara mörgum orðum um, að þar hefur sömuleiðis vel tekist til og gamli pönkarinn Bubbi endur- vakinn í sinni bestu mynd. Þessi aukaplata verður hins vegar ef rétt er vitað aðeins á boðstóln- um í stuttan tíma, upplagið þar sem hún fylgir er takmarkað. Fólk ætti því að hlaupa til og tryggja sér þetta sérstaka eintak í tíma. Húrra fyrir Herra rokk! Þegar aðrir eins menn og Rúnar Júlíusson eru annars vegar, hef- ur umsjónarmaður Popps haft á orði að erfitt, jafnvel ómögulegt sé að gera þeim skil svo vel sé. Þannig er það nú sem jafnan áður þegar Rúnar á í hlut. Manní verður eiginlega orðavant við að koma því frá sér sem til- hlýðilegt gelur talist. Nú, en eitthvað verður maður að segja nú sem cndranær, er kappinn hefur í sínu mikla veldi sent frá sér tvöfalda safnplötu, sem sýna á nokkurs konar þverskurð af ferlinum. Það er ekkert smáræði sem Rúnar hefur afrekað á þeim heilu 37 árum sem hann hefur verið í tónlistarbransanum. Þessar plötur gefa þó alveg ótrúglcga góða mynd af því, hreinlega alveg merkilcga góða. Þarna er nánast sýnishorn af flestu ef ekki öllu sem Herra rokk hefur komið nálægt, alla- vega hvað hljómsveitir varðar, Lög með Hljómum, Trúbrot, de lónli blú bojs, Geimsteini, áhöfninni á Halastjörnunni og Rúnari sjálfum í einni eða ann- ari mynd, m.a. með vinunum Bubba í GCD og Larry Otis, er þarna að finna auk Iaga sem hann hefur verið fengin lil að syngja með öðrum s.s. með Unun, Dr. Gunna o.fl. Þetta gerist eiginlega ekki hetra þegar svona safnplötur eru annars veg- ar. Nafnið, Dulbúin gæfa í tuga- tali, er svo skemmtilegt en jafn- framt táknrænt, en þegar á allt er litið er Rúnar mikill gæfu- maður. Samtals eru lögin sem spanna ferilinn 48, en auk þeirra eru svo fjögur ný í kaup- bæti, Astin lifir eða deyr, Eg er engill, Oll þessi andlit og Sá eini sem klappar. Eru þessi nýju í kántrípoppstíl og er t.d. Oll þessi andlit enn eitt dæmið um hvað Rúnar er flinkur að setja saman grípandi laglínur. Það er eignlega skilda allra rokkunn- enda sem Rúnar hefur skemmt í öll þessi ár, að kaupa þessa plötu. Hann á það einfaldlega skilið. Húrra fyrir Herra rokk! Rúnni Júll. Gæfumaður á glæstum ferli. Poppfegnir • Islenskar plötur koma nú út í kippum og þar eru marg- ir að gefa út sína fyrstu plötu. Stella Hauks er ein af þessum einstaklingum. Hún var um 1980 og fyrr nokkuð áberandi í trúbadorsöng, en hvarf svo af sjónarsviðinu. Platan hennar nú heitir ein- faldlega Stella. • Ein af bestu íslensku rokk- skífum þessa áratugar er tví- mælaluast Lof mér að falla að þínu eyra með piltunum í Maus, er kom út fyrir jólin 1997. Þar fór frábært verk og nú tveimur árum síðar freista þeir þess að fylgja henni eftir með nýrri plötu. Heiti henn- ar er skemmtilegt sem áður, I þessi sekúndubrot sem ég flýt, væntanlega komið úr smiðju söngvarans, gítarleik- arans og skáldsins, Birgis Arnar Steinarssonar. • Gleðisveitin Eirfuglarnir slógu í gegn með sínu polka- poppi fyrir um einu og hálfu ári á sinni fyrstu plötu. Nú er að koma frá þeim ný plata sem þeir kalla, Byrjaðu að elska í dag, það er aldrei of seint. Titillagið er tekið að hljóma á öldum ljósvakans og er bara hið þokkalegasta. • Birgir Henningsson heitir maður sem kann að rokka. Frá honum er að koma plata sem heitir Hulin andlit. Neal Young. Lætur ekki deigann siga. • Gamla rokkhetjan Neal Young lætur sér það ekki eitt nægja að vera með sínum gömlu félögum í Crosby, Stills, Nash and Young þessa dagana, en frá þeim er að koma platan Looking forward, hcldur er kappinn tilbúinn með nýja sjálfur. Mun hún bera heitið Silver and gold. • Rokkpeyjarnir galvösku í Buttercup, sem slógu vel í geng með fyrstu plötunni sinni og þá einkum og sér í lagi mcð laginu Meira dót (ekki dóp) eru nú að senda frá sér á vegum Rafns Jóns- sonar nýja plötu, sem kallast því skemmtilega nafni, Allt á útsölu. • Undanfarið eitt ár eða svo hafa drengir sem komið hafa við sögu í Gildrunni og Mezzoforte, stillt saman strengi sína sem GiIdruMezz við miklar vindældir. Hafa þeir farið sigurför um landið með efnisskrá tileinkaða Creetence clearwater revival, John Fogerty og co. Nú hafa þeir Johann, Karl, Birgir og Sigurgeir svo ráðist í að taka upp plötu þar sem mörg af þessurn lögum verða á efnis- skránni. Er platan væntanleg innan tíðar og mun líklegast nefnast einfaldlega CCR. V ....t. v ;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.