Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 17

Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 17
Xk^nr: Annað bindið í ævisögu Einars Benediktssonar skálds eftir Guðjón Frið- riksson sagnfræðing er komið út en þar er fýlgst með framkvæmdum og ferðum ævintýramanns- ins á um 10 ára tímabili í lífi hans, því tímabili sem minnst hefur verið vitað um fram að þessu. Við birtum hér tvö kaflabrot úr ævisögunni sem sýna glöggt hve sannfæring- arkraftur Einars var sterkur - og útsjónar- semina við að framfleyta sér og fjölskyldunni. Hér grípum við niður þegar Einar reynir að sannfæra Norðmenn um að fossar Islands séu vænlegir fjár- festingarkostir. Eva von Ehrenheim Helliesen, frúin á heimilinu, opnar borð- stofudyrnar og biður herramenn- ina að gjöra svo vel að setjast til borðs. Þeir leggja frá sér glösin og er vísað til sætis. Þar verða strax fjörugar umræður og mikið um skálaræður. Undir borðum stend- ur Einar Benediktsson upp, held- ur langa ræðu og Iýsir ótæmandi orkulindum og auðlegð Islands með slíkum frásagnartöfrum að menn setur hljóða. Er nú ekki að orðlengja það að hinir virðulegu gestir í kvöldverðarboði Hellies- enhjónanna sjá enn frekar í hendi sér að Island er land tækifær- anna, nánast ónumið rétt eins og á dögum Haralds hárfagra, og strengja þess heit að nýta þessi tækifæri til heilla Islandi og Nor- egi. Akveðið er að halda funda- höldum áfram næsta dag á skrif- stofu Fredriks Hiorths í húsi hans að Josefinegate 19. Einar Bene- diktsson og Guðmundur J. Hlíð- dal eru beðnir um að koma þang- að með öll tiltæk gögn um hæð og kraft fossa á Islandi. [...] Fjölskyldan í Josefinegate 19 tekur hjartanlega á móti Einari. Frúin, Thekla Pauline, fædd Dahlström, er sænsk að uppruna, dóttir skipakóngs í Gautaborg. Þarna eru líka synirnir tveir, Al- bert og Erling, og Frida, systir Fredriks, og hennar maður, Fred- rik Christensen, stofnandi og for- stjóri sælgætisgerðarinnar Freia. Flestir herramennimir frá kvöld- inu áður eru líka mættir. Aður en gengið er til stofu fara karlmenn- irnir inn á skrifstofu Hiorths og Einar Benediktsson leggur fram gögn sem honum hefur tekist að afla í Kristjaníu með stuttum íyr- irvara um fossa Islands. Hann er með 2. bindi af nýrri ferðabók Þjóðveijans Pauls Herrmanns, Is- land in Vergangenheit und Gegenwart. Þar eru nokkrar fossamyndir sem Einar sýnir, meðal annars góð mynd af Goða- fossi. „Er fossinn hár?“ spyija Norð- mennirnir.. „Já, hann er mjög hár,“ svarar Einar. „Hvað skyldi hann vera hár?“ „Hann er afar hár.“ „En hve hár hér um bil?“ „Hann er gríðarlega hár.“ „En hversu margir metrar?" „Hann er feiknamargir metrar.“ „Getur hann verið 70 metra hár?“ „Hann getur vel verið 70 metra hár.“ Síðan berst talið að Dettifossi sem Einar hefur mært í kvæði. Þann foss kveður Einar vera rúm- lega 100 metra háan og er í góðri trú því að þar hefur hann fyrir sér umsögn Þorvalds Thoroddsens náttúrufræðings er sagt hafði í ferðaþætti sínum frá Odáða- hrauni í Andvara 1885 að Detti- foss væri 340 fet á hæð. Paul Herrmann segir einnig fallhæð- ina vera 107 metra í fyrrnefndri bók. Ekki draga þessar upplýsing- ar úr bjartsýni og ákafa Norð- mannanna. Að loknum fundi á skrifstofunni er gengið til við- hafnarstofu og síðan borðstofu þar sem sest er að dýrlegum kvöldverði þar sem allt flýtur í veglegum vínum. En Einar Bene- diktsson snertir vart á víninu. Nú liggur mikið \dð og hann er í bindindi. A heiðursstað í stofunni hangir stórt málverk sem sýnir á táknrænan hátt hvernig örsmáar manneskjur færa fossjötun í Qötra. Um kvöldið stendur Fred- rik Hiorth upp, gengur að mál- verkinu og heldur ræðu um þá miklu orku sem fólgin er í fossun- um. Hann bendir brosandi á litlu manneskjurnar á málverkinu og segir: „Lífsverk mitt er að vera með í þessum hópi.“ Næstu daga eru tíð fundahöld og kvöldverðir í Kristjaníu og verður það fastmælum bundið að stofna hlutafélög um fossa á Is- landi með virkjanir og stóriðju að markmiði. Einar Benediktsson hafði, eins og áður sagði, tryggt sér um haustið nokkur vatnsrétt- indi í Jökulsá á Fjöllum með kaupum á jörðunum Asi og Byrgi. Og nú upplýsir hann norska fé- laga sina um að maður að nafni Oddur V. Sigurðsson hafi á árun- um 1897 til 1898 keypt upp stór- an hluta af vatnsréttindum í Jök- ulsá, Skjálfandafljóti og víðar. Oddur býr í New York og segir Einar að gera verði út mann á fund hans þangað til þess að kaupa af honum réttindin. Norðmennirnir, sem áhuga hafa á fossakaupum á Islandi, skipta liði um tvö vatnsföll á Norðurlandi. Annar hópurinn undir forystu Samuels Johnsons lögmanns hefur hug á að einbeita sér að fossum í Skjálíándafljóti og eru lögð drög að hlutafélagi í þeim tilgangi að virkja fljótið með saltpétursverksmiðju í huga. Hinn hópurinn með þá Fredrik Hiorth, Hendrik Mikael Helliesen og Thor Lútken í broddi fylkingar ætlar að snúa sér að Jökulsá á Fjöllum með virkjun Dettifoss í huga. Einar er með í báðum hópunum. I framhaldi af þessurn funda- höldum verður það úr að Einari er útvegað fé til Ameríkufarar til að kaupa fyrrnefnd vatnsréttindi af Oddi V. Sigurðssyni í New York. Rafmagnsverkfræðingnum unga, Guðmundi J. Hlíðdal, er hins vegar falið að fara heim til Islands og gera nákvæmar hæðar- mælingar á helstu fossum í Skjálfandafljóti ogjiikulsá á Fjöll- um. Raunar hafði Guðmundur einnig í sumar fengið dálítinn styrk (500 krónur) frá Alþingi ís- lendinga til að mæla fossa íslands þannig að hann hefur ferðafé úr tveimur áttum. Þá útvegar lög- fræðingurinn Samuel Johnson Einari persónulegt lán, 10 þús- und krónu.r, til þess að standa undir ýmsum kostnaði. Þegar peir Einar og Guðmundur J. Hlíðdal halda með féijunni út Kristjaníu- Ijörðinn áleiðis til Kaupmanna- hafnar þykjast þeir hafa gert góða ferð. Guðmundur verður eftir í Kaupmannahöfn og tekur þaðan fyrstu ferð sem fellur til Islands. Hann er kominn norður að Grímsstöðum á Fjöllum 31. októ- ber og byijaður að mæla vatns- magn í Jökulsá. Einar heldur rak- leiðis til fjölskyldu sinnar í Porto- bello í Edinborg og bíður þar fars til Bandaríkjanna. Vala hefur séð lítið af bónda sínum undanfarið og henni hálfleiðist, fátt er við að vera í litlum baðstrandarbæ að vetrarlagi, veitingahús lokuð og mörg íbúðarhúsanna auð. Það verða fagnaðarfundir þegar Einar kemur en hann stoppar ekki Iengi vettlingatökum þegar hann kem- ur til Kaupmannahafnar, þetta er bara spurning um hvar bera á niður. Skotspónn hans verður herra Meyer, auðmaður sem býr í villu eða höli í Klampenborg norður með strönd Sjálands. Og herra Meyer Iætur heillast af íburðarmikilli ræðu skáldsins. Hann er bókstaflega kominn með gull-stjömur í augun þegar fundi þeirra lýkur, og segir það einsýnt að leggja beri stórfé í svo rakið gróðafyrirtæki sem nýfundnar gullnámur á Islandi séu. Einar sendir svo skeyti heim til Tryggva með nafni og heimilisfangi Meyers og eftirfárandi skilaboð- um: „Millionerne til rede.“ Og nú hefjast skeytasendingar milli Meyers og Tryggva. En herra Valgerður Zoéga Benedikts- ið 1909 og þar bjó fjölskyldan í tvö árþóað Einar son, eiginkona Einars þótti by99i sjálfur á Hotel Métropole I London mestallan glæsileg kona. timann. Myndin er tekin 1998. við, aðeins hálfan mánuð. Þá er hann rokinn til Glasgow og kom- inn um borð í eitt af hinum stóru Ameríkuskipum frá Anchorlín- unni á leið til heimsborgarinnar miklu, New York, þar sem Oddur V. Sigurðsson býr og gerir við prentvélar og fæst við uppfinn- ingar. Eftir situr Vala í fásinninu í Portobello en reynir þó eins oft og hún getur að fara upp til Edin- borgar og blanda geði við ungar hefðarkonur. Oft gengiö erfiðar Hér er Einar í Danmörku og þarf aðeins örfáar mínútur til að sann- færa bláókunnugan mann um að reiða fram dágóða summu t skot- silfur handa sér. En fyrst er litið á brot þar sem fram kemur að ekki allir létu glepjast af ævintýra- mennskunni, ...Og Einar tekur málið engum Meyer hefur líklega fljótlega fengið bakþanka eftir að Einar var kominn úr augsýn og töframir runnir af honum. Astandið lýsir sér kannski best í orðum Tryggva Gunnarssonar í bréfi sem hann sendir Einari Benediktssyni: „Ekki veit ég hvar í veröld þér eruð eða hvort þessi miði nokkurn tíma nær yður. En ég hef verið að símskeyta mig við þennan Meyer sem þér vísuðuð á inig. Fyrst segið þér „Millionerne til rede“ en svo þegar ég síma til hans að ég ætli að koma með Lauru þá símar hann: „Hidreise unodigt, urealisabel." Eg á nú bágt með að kyngja þessum graut þar sem engin upplýsing kemur á hverju þetta strandaði. Nær að síma lil mfn á hverju stóð þá hefði ég máski getað eitthvað lempað til. Ég vona að þér skrifið mér og segið inér hvar þcssar „milljónir' voru, hver þessi Meyer er, hver það var sem ætlaði að lána eða kaupa bréfin, hvort pen- inga vantaði, þegar á átti að herða, eða verð á bréfunum of hátt eða hvað, annars álít ég að ég sé hafður fyrir narra. Er þessi maður eða menn alveg hættir? Eða er til nokkurs að ég hugsi um að fara utan í vetur seinna?“ Tryggvi er greinilega orðinn öskuillur út í Einar. Hann klykkir út með því að hreyta út úr sér að hann hafi ekki fengið neinar upp- lýsingar um hvort búið sé að borga árgjaldið af líftryggingu Einars í Englandi, Landsbankinn hefur Iíklcga haft veð í henni, og getur þess jafnframt að „einn eða tveir víxlar liggi prótesteraðir'. Einar er snillingur í að vefja mönnum um fingur sér og dá- leiða þá. Tíðarandinn er honum Iíka í hag. Oldin, sem er að líða, hefur verið kölluð öld uppfinn- inganna. Náttúruvísindin, eðlis- fræði og efnafræði, hafa þróast hratt og þess sjást hvarvetna merki í því sem kallað er nútfma- tækni, allt frá gufuafli og raf- magni til tilbúins áburðar og ani- línlita. Snillingar og sjení eru á hverju strái - svo stórkostlegar uppfinningar hafa orðið í heimin- um - og menn halda að allt sé hægt. [.••] Eitt sinn sitja nokkrir Islend- ingar utarlega við borð í veitinga- sal á hóteli í Kaupmannahöfn, en innarlega í salnum situr ókunnur maður einn sér, fyrirmannlegur en fremur súr á svip og drekkur úr púnsglasi. Skyndilega kemur Einar Benediktsson aðvífandi og tekur sér sæti hjá löndum sínum. Ekki líður á löngu þar til hann kemur auga á manninn með púnsglasið og fer að gefa honum gætur. Loks spyr hann íslending- ana í Iágum hljóðum: „Þekkið þið þennan mann?“ Þeir hafa heyrt hver hann er, segja að hann sé stórríkur Eng- lendingur, sem sé á spekúlasjóns- ferð í Kaupmannahöfn, en meira viti þeir ekki. „Jafngott er þó að maður heilsi upp á náungann," segir Einar. Hann stendur upp, gengur til hans, heilsar honum og kynnir sig. Englendingurinn tekur dræmt kveðju hans og lítur varla upp frá púnsglasinu. Islending- amir frammi í salnum fylgjast spenntir með. Þeir sjá að ein- hveijar samræður eiga sér stað en heyra ekki hvernig orð falla. Smátt og smátt er þó eins og meira líf færist í Bretann. Hann fer að veita Einari æ meiri athygli og brátt er greinilegt að tal Einars hefur snúist upp í ræðu. Andlitið á Englendingnum lengist og Ieng- ist og hann er farinn að geisla af áhuga. Svo tekur hann upp hjá sér vasabók og skrifar eitthvað í hana. Eftir alllangar viðræður kveður Einar Bretann og snýr til móts við landa sína. En þegar hann er kominn hálfa leið stingur hann skyndilega við fæti, snýr aft- ur til Bretans og segir: „Eftir á að hyggja! Það væri betra að ég hefði svolítið af pen- ingum til að byrja með áður en ég fer að hefja viðræður um þetta. Ég verð að fá svona 50 pund.“ „Well!“ svarar Englendingurinn og skrifar ávísun upp á 50 pund á banka í Kaupmannahöfn. Einar tekur við ávísuninni og þakkar fvrir. Síðan kveðjast þeir. Einar gengur aftur til Íslcndinganna og segir:„Það hefur oft gengið erfiðar en í þetta sinn.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.