Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 11
Xfc^ur LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 - 27 Megrandi máltíðir Ýmsirtelja að meðþví að "skófla" í sig nógu mikið af fitusnauðum mat þá hljóti maður að grennast þar með en málið er ekki svo einfalt Fitulaust fæði getur verið mjög orkuríkt - hins vegar geta þeir sem sneyða hjá fitu borðað hlutfallslega meira en hinir sem borða fituríkt.. Þær íregnir hafa varla farið fram- hjá neinum að íslensk þjóð er að þyngjast hægt og bítandi þrátt fyrir allar hoppstöðvamar, lík- amsræktarnýjungamar og fitu- skertu matvörurnar. Nýleg sam- antekt á þyngd Islendinga sýnir að tæplega fimmtungur 9 ára barna er of þungur (19,7% stelpna en 17,9% stráka) og um helmingur fólks á aldrinum 45- 64 ára, þ.e. 42% kvenna og 53% karla. Þetta kemur fram í nýút- komnu blaði Matvæla- og nær- ingarfræðafélags Islands „Matur er mannsins megin“. I þessu blaði er einnig að finna matseðil sem næringarráðgjafarnir Kol- brún Einarsdóttir og Bryndís Eva Birgisdóttir tóku saman fyrir fólk sem hefur áhuga á að léttast. Ekki er ætlast til að matseðlinum sé fylgt eftir með þrælslund held- ur eingöngu að fólk átti sig á hversu mikill matur er á bak við 1500-1800 hitaeiningar og geti haft til hliðsjónar við eigin mat- argerð - vilji það léttast. Fita, kolvetni, prótín, alkóhól En hver er eiginlega munurinn á megrandi mat og fitulitlum, gæti sá spurt sem hel’ur mánuð- um saman samviskusamlega sneytt hjá feitu kjöti og ein- göngu Iagt sér til munns mat- vörur sem hafa „Iétt“ á áberandi stað í nafni sínu - en ekki misst svo mikið sem gramm af þyngd sinni. Jú, eins og Bryndís Eva bendir á, þá getur fitulítill mat- ur verið orkumikill sé hans neytt í óhóflega miklu magni enda fáum við orku frá fjórum næringarefnum í matnum: -fitu (smjör, smjörlíki, mat- arolía, súkkulaði, kökur, kex, feitar mjólkur- og kjötvörur) - kolvetnum (einkum í kom- mat, pasta, ávöxtum og græn- meti) - próteini (mögru kjöti, fiski eða fituskertar mjólkurvörur, t.d. skyr) - alkóhóli (þarf kannski ekki að taka fram hvar það fyrirfinnst...) Fita og alkóhól gefa um helmingi fleiri hitaeiningar en kolvetni og prótein og því er mikilvægt að borða fituminna til að léttast en einnig skiptir máli að borða ekki yfir sig í hverri máltíð. Bannsóknir hafa sýnt að þeir sem draga úr fituneyslu og horða kolvetna- og próteinríkari mat léttast að meðaltali 3 kg meira en viðmiðunarhópar sem horða fituríkt. Brýndís tekur fram að þeir sem borða fitulítið geta í raun borðað meira magn af mat þar sem hitaciningarnar eru færri í hverju grammi. Þeir sem borða meira af ávöxtum og Bryndís leggur ríka áherslu á að fólk taki ekki matseðlunumsem töfralausnum. Eðlilegast sé að breyta mataræðinu I litlum skrefum, byrja t.d. á þvi að fá sér einn ávöxt I staðinn fyrír kex eða köku og auka svo hollustuna stig afstigi. íslendingar eru veisluglatt fólk og engin þörfsé á að mæna hunguraugum á krásirnar, nammi og góm- sætar krásir eru I lagi - í hófi, segir Bryndís. Aðalatríðið er að hafa fæðuna fjölbreytta, minnka orkuskammtinn um ca. 500 hitaeiningar á dag og auka hreyfingu til að ná árangri í megrun. grænmeti og velja fituminni matvörur cins og brauð með mögru áleggi, fisk, magrar mjólkur- og kjötvörur eiga auð- veldar með að verða saddir og þar með stjórna betur því magni sem þeirborða í máltíð. Einnig gefur kolvetna- og próteinríkur matur mikið af- mikilvægum næringarefnum. 7000 kaloríur fýrír hvert kfló Matseðlarnir hér að neðan eru auðvitað aðeins viðmiðun og þeir eru t.a.m. of naumt skammtaðir fyrir gilda full- orðna karlmenn sem eru í lík- amlegri útivinnu. Kona sem borðar sem nemur orkuþörf sinni en bætir við sig, þó ekki væri nema einu prins pólói á dag eða einni bollu með smjöri og osti, segir Bryndís Eva, færi þar með upp fyrir sína orku- þörf og þyngdist smám saman. Vilji umrædd kona léttast þarf hún að minnka sína neyslu um 500 hitaeiningar á dag miðað við orkuþörf og ætti hún þá að missa um hálft kíló á viku - enda er miðað við að tapa þurfi um 7000 hitaeiningum fyrir hvert kíló af fituvef. Hún gæti því haft matseðilinn hér á síðunni til hliðsjónar en hann inniheldur 1500-1800 hitaein- ingar á dag. Allar morgunverðartillögur eru 3-400 hitaeiningar, hádeg- isverðirnir eru 4-500 hitaein- ingar, sfðdegishressingar eru 2-300 hitaeiningar, kvöldverðir 4-500 hitaeiningar en næring- arfræðingar mæla með einum ávexti eða grænmeti í kvöld- hressingu. Mánudagur (eða annar hvunndagur) MORGUNMATUR: 1 diskur hafragrautur (2 dl) með léttmjójk 1 brauðsneið með reyktum silungi og hlaðsalati 1 ávöxtur í HÁDEGINU: 1 dós bláberjaskyr með létt- mjólk 1 brauðsneið með mögru hangikjöti (15 gr) 1 rúgbrauðsneið með þremur bitum af maríneraðri síld Grænmeti að vild MEÐ KAFFINU: 2 sneiðar hrökkbrauð með marmelaði og smurosti 1 ávöxtur KVÖLDMATURINN: 2 stk. ofnbakaðir ýsubitar með grænmeti og osti 1 50 g soðin hrísgrjón 1/2 dl súrmjólkursósa (súr- mjólk, sinnep, vínedik, pipar) 60 g soðið brokkál Hrásalat með 1 tsk. af olíu- edikssósu Miðvikudagur MORGUNMATURINN: I diskur af morgunkorni (30 g) með léttmjólk eða sýrðri létt- mjólk 1 brauðsneið með skinku I ávöxtur í HÁDEGINU: 1 50 g ostabaka I partur snittubrauð (30 g) Grænmeti að vild 1 ávöxtur í KAFFITÍMANUM: I brauðsneið með kotasælu 1 ávöxtur KVÖLDVERÐURINN: 1 stk. hamborgarabrauð 1 stk. hamborgari (120 g) Jöklasalat, tómatar, sveppir, súrar gúrkur Sinnep/tómatsósa eða kok- teilsósa (tómatsósa, 10% sýrður rjómi, sojasósa) Grænmeti Föstudagur MORGUNMATURINN: 1 diskur af morgunkorni (30 g) með léttmjólk eða sýrðri létt- mjólk 1 brauðsneið skinku 1 ávöxtur HÁDEGISMATUR: 1 píta með skinku (30 g), jöklasalati, tómötum, gúrku og papriku 1/2 dl sósa (jógúrt, steinselja, pipar) 1 léttjógúrt 1 ávöxtur í KAFFINU: 2 hafrakex með smurosti 1 ávöxtur KVÖLDVERÐUR: Grillaður kjúklingur, þ.e. 1 bringa eða læri og Ieggur 1 50 g soðin hrísgrjón 1/2 dl sveppasósa (úr pakka, blönduð með léttmjólk og vatni) I dl maís Hrásalat með ávaxtasafa Viðmiðunarlisti Fyrir þá sem hafa ákveðið að leggja sér ekki annað til munns en það sem reikna má til hitaeininga er hér listi yfir kaloriuinnihaíd ýmislegs óþarfa, sem menn freist- ast þó stundum til að grípa í þegar sykur- og fituþörfin hellist yfir. Matvara kkal 50 g súkkulaði 270 1 stórt prins póló 300 50 g lakkrís 150 50 g hlaup 160 50 g karamellur 230 Laugardagur MORGUNMATURINN: 1 brauðbolla með 17% osti (15 g), tómötum og gúrku 1/2 rúgbrauösneið með lifrar- kæfu og paprildtu 1 ávöxtur í HÁDEGINU: 1 bolli sveppasúpa (2 dl) 1 Iangloka með 4 msk af tún- fisksalati (túnfiskur í vatni, 10% sýrður rjómi, egg, aromat) Grænmeti að vild 1 ávöxtur SÍÐDEGISHRESSING: 1/4 bakaríssnúður 1 ávöxtur KVÖLDVERÐUR: 100 g Iambasteik 2 stórar kartöflur (I 50 g) 3/4 dl brún sósa 2 msk. grænar baunir 2 msk. rauðkál Hrásalat með súrmjólkursósu 1 poki snakk 1 poki örbylgjupopp 1/2 1 gosdrykkur Lítil ferna svaladrykkur eða 500 460 210 ávaxtasafi 110 1 pylsa með öllu 300 100 g franskar kartöflur 300 1/2 dl kokteilsósa 320 1 lítill ís í formi 150 1 sneið pítsa (100 g) 240 Þessi lakkrísrúlla er ca. 50 g

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.