Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUfí 6. NÓVEMBEfí 1999- 23 LÍFÍÐ í LANDINU „Þriðja atriðið er fiskveiðistefn- an og sú nýtingarstefna sem mótuð var og hefur skilað alveg- ótrúlegum árangri í uppbygg- ingu þorskstofnsins - og með því að framfylgt hefur verið mark- vissum stjórnunarreglum, sem hafa skotið traustum stoðum undir rekstur sjávarútvegsfyrir- tækja og verið ein megin for- sendan fyrir stöðugleikanum, sem hefur tekist að halda síð- asta áratug," segir Þorsteinn. Stefnan er skýr og ábyrgðin klár Þorsteinn Pálsson segir að áhugavert sé að fylgjast með breskum stjórnmálum, enda geti almenningur í tveggja flokka kerfinu, sem er við lýði í Bret- landi, fengið afar skýra mynd af öllum þeim málum sem til um- fjöllunar eru á hverjum tíma. „Almenningur fær glögga mynd af þeim málum sem eru efst á baugi þegar einn flokkur hefur hreinan meirihluta. Stefnan er skýr og ábyrgðin er hrein og klár. Hér í landi er mikil um- ræða um þessar mundir um það hvort Bretar eigi að gerast aðilar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu þótt engan veginn sé skýrt hvort af því verður og þá hvenær." Um stjómmálamenn í Bret- landi segir Þorsteinn að margir þeirra séu býsna snjallir á sínu sviði, svo sem leiðtogar íhalds- flokksins og Verkamannaflokks- ins. „Af mörgum góðum stjórn- málamönnum hefur mér þótt gaman að fylgjast með Ijármála- ráðhcrranum, Gordon Brown, sem hefur föst og ákveðin tök á stjórn efnahags- og ríkisfjármála. Brown er trúr aðhaldssamri stefnu í ríldsbúskapnum og hefur nýlega fært vaxtaákvarðanir yfir til Seðlabankans. Það hefur að mínu mati haft jákvæð áhrif, meðal annars til þess að halda verðbólgu hér í Iandi jafn Iágri og raun ber vitni." Nýr kafli að hefjast Þorsteinn og kona hans, Ingi- björg Rafnar, hafa búið sér hlý- legt heimili í sendiherrabústaðn- um í London. Börn þeirra hjóna, sem eru á aldrinum 20 til 25 ára, eru heima á Islandi og verða það. „Nei, ég er enn ekki búinn að fara á fótboltaleik hér í Bretlandi eins og svo margir gera. Einhverju sinni var ég spurður að því af blaðamanni hvaða Iiði ég héldi með í ensku knattspyrnunni og ég - sem kvaðst ekki þekkja neitt lið - sagði sem svo að ég héldi með Grimsby Town. Þegar ég var svo ári síðar úti í Vestmannaeyjum að safna atkvæðum sagði við mig sjómaður að hann myndi aldrei kjósa mig vegna rangra skoðana minna á enska fótbolt- anum. Eftir þetta hef ég síðan passað mig á því að hafa ekki miklar skoðanir á þessu þó ég hallist raunar áað því að halda með Arsenal til að vega upp á nióti stuðningi annarra í fjöl- skyldunni við Man. United. Svo má ekki gleyma því að Kjartan Björnsson, rakari á Selfossi, hef- ur gert Arsenal að hálfgerðu kjördæmafélagi á Suðurlandi." „Með sendiherrastarfinu er nýr kafli í lífi mínu að heljast,“ segir Þorsteinn Pálsson að síð- ustu. „A mínum stjórnmálaferli mætti ég bæði mikilli velgengni og eins miklum mótbyr. Þetta var ánægjulegur kafli en það var líka ágætt að hætta áður en ég sjálfur yrði leiður eða aðrir mjög leiðir á mér. I dag horfi ég hins- vegar fram á veginn og í starfi sendiherra Islands í London bíða mörg afar spennandi verk- eími ‘ „Ungfrúin góða og húsið" íleikstjórn Guðnýjar FHalldórsdóttur fær fimm tilnefningar og þar á meðal sem besta bíómynd ársins... Magnús Tómas- son myndlistar- maður er höfund- ur verðlaunagrips- ins sem heitir Eddan. ■ B Ungfrúin góða hennar Guðnýjar og Dansinn hans Agústs eru topp- urínn á íslenskri kvikmyndagerð síðasta árs ef marka má fýrstu til- nefningar íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar til Eddu- verðlaunanna, Ungfrúin er með 5 tilnefningar en Dansinn fjórar... Það voru fjögur fagfélög kvikmyndagerðar- manna sem ákváðu fyrir nokkru að efna til upplyftingar og verðlauna innan kvikmynda- og sjónvarpsgeirans og var því ofannefnd aka- demía stofnuð en henni er ætlað að standa fyrir kosningu og veitingu íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsverðlaunanna. Þá mun akademían einnig standa fyrir kosningu á framlagi Islands til óskarsverðlaunanna og voru nú útnefndar „Ungfrúin góða og húsið" í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur, mynd sem kemur reyndar oft við sögu í þessum fyrstu til- nefningum akademíunnar, og „Oeðli“ eftir Hauk Margeir Hrafnsson. Edduverðlaunaafhendingin fer svo fram með viðhöfn í Borgarleikhúsinu mánudaginn LEIKKONA ÁRSINS: Nanna Kristin Magnúsdóttir fyrir „Spor- laust". María Ellingsen fyrir „Dómsdag". Tinna Gunnlaugsdóttir fyrir„Ungfrúna góðu og húsið". BÍÓMYND ÁRSINS: „Dansinn", sem Ágúst Guðmundsson leikstýrði og skrifaði handrit að ásamt Kristínu Atladóttur, kemur fast á hæla Ungfrúarinnar með fjórar til- nefningar og m.a. sem besta bíómynd ársins... Spennumyndin „Sporlaust" í leikstjórn Hilmars Oddssonar, eftir handriti Sveinbjörns /. Baldvins- sonar, er tilnefnd sem besta bíómyndln og hlýtur eina tilnefningu að auki. 15. nóvember og verður hún send út í beinni dagskrá á Stöð 2. Þú mátt kjósa á mbl.is Tilnefndar myndir þurfa að hafa verið frum- sýndar opinberlega á tímabilinu 1. ágúst 1998 til 31. október 1999 en verðlaun verða veitt f 8 flokkum og eru 3 verk/einstaklingar til- nefndir í hvern eftirtalinna flokka: - Bíómynd ársins - Leikstjóri ársins - Leikari ársins - Leikkona ársins - Heimildamynd ársins - Sjónvarpsþáttur ársins - Leikið sjónvarpsefni ársins - Þrenn fagverðlaun I valnefnd IKSA að þessu sinni sitja Ragnar Arnalds, rithöfundur, Edda Þórarinsdóttir, leikkona, Hulda Hákon, myndlistarmaður, Kristín Jóhannesdóttir, kvikmyndaleikstjóri, Jónas Knútsson, kvikmyndafræðingur, Svan- hildur Konráðsdóttir, blaðamaður og Mikael Torfason, rithöfundur. Fagfólk kýs svo milli til- nefndra mynda en auk þess fáum við, þ.e. al- menningur, að kjósa og geta menn smellt sig inn á mbl.is til þess að greiða atkvæði frá og með morgundeginum og fram til ld.19 laugar- daginn 13. nóvember. Til að rifja upp verk og einstaklinga sem tilnefndir eru mun Stöð 2 sýna stutta þætti daglega um hvern flokk fram að kosningum. Almenningsatkvæðin vega 30% en atkvæði fagfólks 70%. Heimildamyndir, sjónvarpsefni og fagverðlaun I flokki Leikins sjónvarpsefnis voru eftirfar- andi myndir tilnefndar: „Slurpinn" og co. eftir Katrínu Olafsdóttur, „Heimsókn" eftir Friðrik Erlingsson í Ieikstjórn Ásgríms Sverrissonar og „Fóstbræður" eftir Tvíhöfða, Helgu Brögu Jónsdóttur og Þorstein Guðmundsson en í leikstjórn Óskars Jónassonar. Þrjár heimildamyndir voru tilnefndar, „Corpus Camera" eftir Sigurjón B. Hafsteins- son og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, „SÍS, ris, veldi og fall“ eftir Viðar Víkingsson og „Sönn íslensk sakamál" eftir Sigurstein Másson og Björn Brynjúlf Björnsson. Þá voru einnig þrír almennir sjónvarpsþætt- ir tilnefndir, „Stutt í spunann" í umsjón Evu Maríu Jónsdóttur og Hjálmars Hjálmarssonar, „Þetta helst" í umsjón Hildar Helgu Sigurðar- dóttur og „Stundin okkar“ í umsjón Astu H. Garðarsdóttur. Til fagverðlaunanna voru eftir- farandi tilnefndir: Ragna Fossberg fyrir förðun í „Dómsdegi" og „Ungfrúnni góðu og húsið“, Hilmar Orn Hilmarsson fyrir tónlist í „Ung- l'rúnni góðu og húsið“ og Þórunn María Jóns- dóttir fyrir búninga í „Dansinum". LEIKARIÁRSINS: Hjalti Rögnvaldsson tilnefndur fyrir hlut- verk í „Heimsókn". Ingvar E Sigurðsson fyrir „Slurpinn og co.' Dofri Hermannsson fyrir„Dansinn". LEIKSTJÓRIÁRSINS: Ágúst Guðmundsson fyrir „ Dansinn “ Guðný Halldórsdóttir fyrir „Ungfrúna góðu og húsið". Viðar Víkingsson fyrir „SÍS, ris veldi og fall".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.