Alþýðublaðið - 15.02.1967, Qupperneq 8
Nýr vaxta r brodd u r í íslenzkri verkmenningu
Ræða Sigurðar Ingimundarsonar,
alþingismanns á verkstjóranám-
skeiði Sambands ísl. sveitarfélaga
Þátttakendur í verkstjóranámskeiðinu.
VIÐ þessa setningarathöfn eru,
auk væntanlegra þátttakenda, við-
staddir fulltrúar þriggja aðila, sem
hver með sínum hætti hafa átt
mikilvægan þá’tt í því að unnt
reyndist: að stofna til þessa sér-
námskeiðs fyrir verkstjóra sveit-
arfélaganna og mun ég síðar víkja
að aðild þeirra að þessu námskeiði.
Þessir aðilar eru í fyrsta lagi
formaður Sambands íslenzkra
sveitarfélaga, Páll Líndal, og full-
trúi þeirra samtaka, Únnar Stef-
ánsson, í öðru lagi borgarverk-
fræðingur, Gústaf E. Pálsson, sem
reyndar er líka formaður stjórnar
verkstjóranámskeiðanna og full-
trúi hans, Guðlaugur Stefánsson
og þriðja lagi fulltrúar Iðnaðar-
málastofnunarinnar, Sveinn Björns
son, forstjóri hennar, og Jón
Bjarklind skrifstofustjóri.
Um leið og ég býð þátttakendur
velkomna til þessarar umtöldu at-
hafnar, vii ég þakka þessum aðil-
um fyrir það, að þeir heiðra okkur
hér með nærveru sinní og undir-
strika með því mikilvægi þess
starfs, sem hér er að hefjast og
sýna því velvilja og skilning. Það
kann að vera álitamál, hvort hér
er að hefjast skólahald eða ráð-
stefna reyndra manna á tilteknu
verksviði, með sömu verkefni og
sömu vandamál. Ég hygg að hvort
tveggja megi til sanns vegar færa.
Allavega er hér um nokkra ný-
lundu að ræða, nýja hugun og
nýjan framfaravilja, ef til vill
er hér um að ræða nýjan vaxtar
brodd í íslenzkri verkmenningu.
Mér þykir hlýða að hefja þetta
starf með nokkru ávarpi.
Verkaskipting, sérþjálfun og
sérnám til starfa er meðal ein-
kenna menningarþjóðfélaga. —
Þetta á rót sína að rekja til
þeirrar vissu, að góð lífskjör séu
fyrst og fremst ávöxtur háþróaðr-
ar verkmenningar.
Flestar stéttir hafa um langt
árabil haft aðgang að sérskólum
eða annarri sérþjálfun við hæfi
sinnar starfsgreinar. Verkstjórar
liafa orðið með seinni skipunum
í þeirri þróun.
Það er ekki nema eðlilegt, þó
að nokkrar spurningar vakni í
þessu sambandi. Eru störf þeirra
kannski svo einföld og vandalaus,
að þar þurfi ekki þjálfunar eða
skólunar við? Eða hafa þeir kann-
ski svo lítil verðmæti með liönd-
um í daglegri stjórn, að ekki
skipti verulegu máli fyrir verk-
stofnunina eða þjóðfélagið,
hvernig til texst um nýtingu
þeirrí' verðmæta?
Báðum þessum spurningum
verður að svara afdráttarlaust
neitandi. Verkstjórn er vandasöm
og til þess að inna af hendi góða
verkstjórn, þarf eins og nú liáttar
í félagslegu tilliti, ekki aðeins
góða verkstjórnarhæfileika, held-
ur einnig mikla kunnáttu á mörg-
um sviðum. Og því er varla vafi
á því, að stjórn verkstjórans hef-
ur mikil áhrif á daglega nýtingu
framleiðsluþáttanna og mun ég
víkja að því síðar.
Tómlætið um sérhæfða mennt-
/tin verkstjórnenda á sér sínar
eðlilegu skýringar, en ekki er
tækifæri til þess að gera þvi nán-
ari skil hér, enda mun það skýr-
ast þegar kennslan hefst á þcssu
námskeiði. Ég vil aðeins taka það
fram, að hin síðustu ár hefur
orðið mikil breyting á afstöðunni
til þessara mála og að skapast
hafa fræðilegar aðstæður til þess
að ráða nokkra bót á vanræksl-
unni.
Fyrir eins og tveimur áratug-
um varð t,il úti í heimi slagorðið
„Hin yfirgefna stétt”, og var þar
átt. við verkstjórana með tilliti til
þess, hve háskalega sérfræðileg
þjálfun þeirra hafði verið van-
rækt.
Hinar tæknilega þróuðu þjóðir
í Evrópu og Norður-Ameríku, þar
sem lífskjör almennings eru ein-
mitt bezt og vinnuaflið dýrast,
hafa um npkkurt skeið gert sér
þetta fyllilega ljóst.
í þessum löndum hafa menn
því í vaxandi mæli, og a.m.k. frá
stríðslokum, gert sér far um að
vanda sérstaklega til vals á verk-
stjórum. Hefur m. a. verið beitt
við það vísindalegum aðferðum,
og reynt hefur verið að veita
þeim síðan sérhæfða menntun og
þjálfun, sem miðast við úrlausn-
arefnin, eins og þau eru í dag.
Ekki bara á hinu tæknilega og
faglega sviði, heldur miklu frek-
ar á því sviðinu, sem menn höfðu
sannfrærzt um, að hafi verið mest
vanrækt, nefnilega hin eiginlega
stjórnun vinnuhópsins á sérfræði-
legum grundvelli.
Þéssa síðustu áratugi hafa ver-
ið staðsettir verkstjórnarskólar og
verkstjórnarnámskeið í þessum
löndum og orðin er til ný kennslu
grein „verkstjórn,” sem byggir á
viðurkenndum niðurstöðum í
vinnusálfræði og annarri praktískri
stjórnunar og verkstjórnafr. hafa
sannreynt á vinnustað og orðið
og orðið sammála um.
Hér á landi hófst skipulögð
vcrkstjórnarfræðsla fyrir rúmum
fjórum árum síðan.
Til þess að skilja rétt og meta
fræðslu- og þjálfunarþörf verk-
stjóra, verður maður fyrst að gera
sér grein fyrir verksviði þeirra
og valdsviði.
Það má formúlera markmið
verkstjórnar í mjög stuttu máli.
Markmiðið er, að fá innta af hendi
sem mesta og bezta framleiðslu
eða þjónustu, með sem minnstum
t.ilkostnaði. Markmiðið er m. ö. o.
há framleiðni, en í því eina orði
felst mikið og þarf margs að
gæta til þess að ná því markmiði.
Ég vék aðeins að því áðan og
vil undanstrika það enn, að nær
öll íramleiðsla þjóðanna, fjárfest-
ing og þjónusta, lýtur hinni dag
legu umsjón þessara manna. —
Verkstjórarnir eru í raun og veru
sú stétt manna, sem í daglegum
störfum hefur eftirlit með og get-
ur haft mikil áhrif á nýtingu fram
leiðsluþáttanna og hagkvæma
framleiðni. Það er því mikið und-
Framhald á 10. síðu.