Alþýðublaðið - 15.02.1967, Side 13
ÁEMKBiP
--"= Slml som,
Leðurblakan
Blaðaummæli:
Leðurblakan í Bæjarbíó er kvik-
mynd sem óhætt er óð ’.næla
>mcð.
Mbl. Ó. Sigurðsson.
PALLADIUM pfasenleier:
- árets festligste farvefilm
Sýnd kl. 7 og 9.
Mynd fyrir alla fjölskyldnna.
Allra síðasta sin'n.
IVieð ástarkveðju
frá Hússlandi
Heimsfræg, ensk sakamála-
mynd í litum.
SEAN CONNERY
Sýnd kl. 6,45 og 9.
SMURI BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25.
Sími 16012.
Opiö frá kl. 9-23.30.
SERVIETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
GJAFABREF
FRA SUKDLAUQARSjðSl
SKÍUIÚnSHEiniUSIHS
t>ETTA BRÉF ER KVITTUN, EN SÓ MlKtU
FREMUR VIDURKENNING FYRIR SIUDN-
ING VIÐ GOTI MÁIEFNI.
KtYKlAVlX.K »•
r.k SundlovgartJiOt Skítal
KR._ ..
fannst hann aðlaðandi.
Þegar þau voru búin að borða
settust þau við arininn.
— Ég skal þvo upp með yður
þegar við höfum fengið okkur
sígarettu, sagði Keith oig tók upp
sígarettuveski.
Hann virti hana fyrir sér með
an haiin kveikti á kveikjaranum.
Hann þráði svo ákaft að taka
hana í faðm sér. Hún leit í augu
hans og varir hennar opnuðust
lítið eitt eins og hana langaði til
að segja eitthvað en í því hringdi
dyrabjall^n.
— Kannslce það sé — Johnson
vinur yðar.
Hún hristi höfuðið. — Nei, það
er ekki Alan. Hann kemur ekki
fyrr en á morgun.
Keith barðist við afbrýðissem
ina sem gagntók hann
— Ég fer og opna, saigði Sara,
þegar hringt var ákaft og lengi.
Hann heyrði hana hlaupa létti
lega niður tröppurnar og slökkti
í sígarettunni. Hann langaði ekki
til að reykja. Hann leit upp þeg-
ar Sara kom inn aftur og hóst-
aði lágt þegar Laurie og Bill
komu á hæla ihennar.
— Við litum inn af því að við
sáum bílinn þinn, sagði Laurie
skrækt.
— Þú varst ekki búinn að
segja mér að konan þín væri
kvenlögregluþjónn, sagði Kelth
við Bill.
Bill hló bjálfalega. Hann neit-
aði boði Söru um kaffi. — Við
erum að fara. Laurie vildi bara
tala við þig um eitthvað sem
hún sagði að væri mjög þýðing-
armikið, Keith, sagði hann ró-
lega.
| — Éfc er mtfðguð við þig
Keith, sagði Laurie fýlulega. —
Þú sagðir mér þegar ég íhringdi
í kvöld að þú þyrftir að fara í
áriðandi boð.
— Éig þurfti þess líka, sagði
Keith. — Ég var boðinn hingað
til að líta á húsgögn.
Laurie leit á Söru og hún
herpti aftur augun, þegar hún sá
kertaljósin á horðinu.
— Ég varð að gefa Keith eitt-
hvað að borða. Hann er bezti
viðskiptavinur sem eg hef feng-
ið í fleiri mánuði, sagði Sara og
undraðist svo yfir að hún skyldi
vera að koma með útskýriwgar,
þegar það var ætlun hennar að
losa Laurie úr klóm Keiths.
Laurie leitáði ákaft í vösum
sínum og tösku.
— Ertu að leita að sígarett-
um? spurði Keith og rétti fram
sígarettuveski sitt og bauð henni
eina. Hann kveikti í henni og
virti fyrir sér töfrandi bros henn
ar.
Sara logaði af reiði j'fir því
hvernig Laurie daðraði við
Keith, en lét sem hún sæi ekki
manninn sinn. Henni fannst hún
ekki geta haldizt lengur við inni
í herberginu og hún tók kaffi-
bollana og bar þá fram í eldhús-
ið. Þeigar hún kom inn, heyrði
hún að Keith var að hafna enn
einu heimboði Laurie.
— Nei, ég kemst ekki á morg-
un, sagði hann ákveðinn. — Sara
lofaði að fara með mig til vin-
ar síns, teppasala.
— Til Ludovic gamla, sagði
Sara rólega.
— Einmitt! Sara reyndi að
dylja reiði sína en til einskis.
Hún leit óþolinmóð á eiginmann
sinn. — Nú höfum við ónáðað
þau svo lengi, að við skulum
koma okkur héðan.
— Góða nótt, Sara, sagði Bili.
— Góða nótt, Keith. Síðan eiti
hann auðmjúklegast eiginkonu
sína niður stigann.
4
Það ríkti spenna í herberginu
eftir að þau voru farin.
— Éig vona, að þér hafið ekki
orðið fyrir neinum óþægindum
vegna komu minnar hingað í
kvöld, sagði Keith feimnislega.
un er verzlun, hvenær sem er.
— Því skyldi svo vera? Verzl-
— Af hverju eruð þér svoná
reiðar?
— Ég er ekki reið — ég er
leið. Hún andvarpaði. — Ég held
að Bill væri svo heimskur að
segja já, ef Laurie bæði hann um
að deyja fyrir sig.
— Hann er alltof eftirlátur,
sagði Keifch. — Mér finnst öll
þessi heimskulegu boð bæði
tíma- og peningaeyðsla.
— Bill fer í þau til að skemmta
Haurie, sagði Sara.
— Þegar ég gifti mig, á tím-
inn ekki að fara í að skemmta
Pétri og Páli.
— Hvað múnduð þér gera, ef
konan yðar færi að bjóða Pétri
og Páli heim? spurði Sara hæðn-
islega.
Hann greip um axlir hennar
og augu hans leiftruðu. — Þetta,
sagði hann og dró hana að sér.
Varir hans þrýstust að hálfopn-
um vörum hennar og hafi koss-
inn hafizt af reiði breyttist hann
fljótlega í ástríðu. Hann sleppti
henni og Sara sneri sér undan.
— Ég ætla ekki að biðjast af-
sökunar, Sara, sagði hann lágt
og rödd hans titraði. — Því
skyldi nokkur biðjast afsökunar
á að kyssa fagra konu?
Hún sagði við sjálfa sig að
þetta væru afleiðingamar af
ráðagerð hennar til að draga
hann á tálar en hún hafði
aldrei búizt við að koss^ hans
myndi gera æðaslátt hennar svo
hraðan.
— Sara, hvíslaði hann, en
hún svaraði engu Hann nefndi
nafn hennar aftur og tók var-
lega utan um hana.
— Ég haga mér eins og fífl
elskan. Ég hafði ekki leyfi til
að notfæra mér gestrisni þína
svona.
— Góða nótt, sofðu vel, hvísl
aði hann um leið og hún opn_
aði dyrnar. Hann hélt um hönd
hennar og hún gerði enga til-
raun til að slita sig lausa.
Hann leit alvarlega í augu
hennar en hún leit undan til
að dylja óróleika sinn.
— Þakka þér fyrir dásam-
legt kvöld, sagði hann og fór
út í myrkrið.
íbúðin var undarlega tóm eft
ir að hann var farinn og hún
tæmdi öskubakkana og hristi
púðana.
Seinna reyndi hún að hugsa.
Aðdráttaraflið sem Keith hefur
á mig hlýtur að stafa af ein-
manaleik mínum ákvað hún.
Það var bara gott ef henni
héldi áfram að líða svona vel
í návist hans. Þá yrði mun auð
veldara f.vrir hana að taka hann
frá Laurie.
Hún lá lengi andvaka og þeg
ar hún vaknaði næsta morgun
var koddinn ralair af tárum.
Hún var í baði iþegar siminn
hringdi. Hún vafði handklæði
um sig og trítlaði fram á gang
inn.
— Vakti ég þig? spurði
Keith við eyra hennar.
— Nei ég var komin á fæt
ur. Hún leit á klukkuna og sá
sér til mikillar undrunar að
hún var aðeins sjö.
— Við ákváðum ekki hvenær
við ætluðum til vinar þíns,
teppasalans, minnti Keith hana
á.
— Nú, sagði hún og svo kom
henni ekki meira í hng til að
segja
— Þú sagðist ætla með mig
í kvöld, sagði Keith.
— Ég veit það. Hún strauk
rakt hárið frá enninu.
— Hvenær er heppilegast
fyrir hann? Hefur hann ekki
ákveðið lokunartíma?
— Hann lokar klukkan fimm,
en hann héfur lengur opið ef
ég bið hann um það. Hann á
heima fyrir ofan verzlunina.
— Gott. Þá sæki ég þig klukk
an átta.
— Æ, ég gleymdi alveg, s$gði
Sara, — að Alan kemur í
kvöld.
—• Geturðu ekki hringt t og
beðið hann um að koma
seinna.
— Ég get það vel, en ég
hugsa að hann verði ékki á-
nægður með það
Þegar Keith svaraði engu
héit hún áfram: — Ég gæti
beðið hann um að koma heldur
annað kvöld.
— Gott! sagði hann sigri hrós-
andi. — Þá hittumst við í
kvöld. Hann lagði á.
Sara skalf og vafði hand-
klæðinu fasta um sig meðan
hún gekk inn á herbergi sitt.
Meðan hún klæddi sig var hún
að hugsa um að enn væri ©f
snemmt að hringja til Lodovics
en hún yrði að gera það áður
en hann opnaði.
Dagurinn leið seint og klukk
an var rúmlega átta þegar
Keith loksins kom. Sara hljóp
niður stigann til að opna og
ávítaði jafnframt sjálfa sig fyr
ir hrifninguna sem hún tók á
móti honum með.
Hann tók undir handlegg
hennar meðan þau gengu yfir
að bílnum hans. Þau óku sam
an í vingjarnlegri þögn og henni
varð hugsað til Laurie mág-
konu sinnar Án aðstoðar Söru
myndi Laurie án efa hafa gef-
ist upp fyrir aðdráttarafli Keiths
og hjónband hennar farið út
um þúfur.
' -Keith varð strax hrifinn af
Ludovics þó hann væri allsend
is ólíkur þjií sem hann hafði
liugsað sér hann. Gamli kropp
inbakurinn talaði með miðev-
rópuhreim. Silfurgrá augu hans
vöru kuldaleg en fölt andlit
hans ljómaði af innri glóð ojg
eldi þegar hann sýndi teppin.
sín. Þegar hann teygði sig eft
ir teppabók í efstu hillu sá
Keith merkið sem var húð-
flúrað á handlegg hans — núm
er, sem minmti á grimmd nazist
anna.
Massey
Ferguson
DRÁTTARVÉLA
og GRÖFUEIGENDUR
Nú er rétti tíminn til að
láta yijirfara og gera við
vélamar fyrir vorið.
Massey Ferguson-við-
gerðaþjónustu annast
Vélsmiðja
Eysteins Leifssonar
hf.
Síðumúla 17.
sími 30662.
15. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |_3