Alþýðublaðið - 15.02.1967, Page 14
Stúdentar
Framhald af 1. síðu.
lokið störfum. Ætlunin hefði ver
ið, að nefndin lyki störfum fyrir
nýár, en vegna anna Alþingis
hefði það ekki tekizt. Þar sem
sýnt hefði þótt, að þetta mundi
iiafa í för með sér nokkurn drátt
■á úthlutun lána og styrkja í ár,
t>á kvaðst hann með samþykki fé
lagssamtaka stúdenta hér heima
og. erlendis gert ráðstafanir til
þess að í meginatriðum yrði farið
€ftir reglum frumvarpsins sem
hér um ræddr, við úthlutun'ina í
ár, en hins vegar yrði úthlut-
unin í höndum sömu aðila og
áður. eins og gildandi lög mæltu
íyrir um
Vék menntamálaráðherra síð-
an að þvi, hve aðstoðin við stúd
enta hefur verið aukin sl. ár
fengu stúdentar við H.í. náms-
lán að upphæð 7,4 milljónir, en
samkvæmt frumvarpinu, sem hér
um ræðir munu þeir í ár fá 12.1
milljón. íslenkir stúdentar erlend
is hefðu fengið 10,1 milijón kr.
lán sl. ár og 2,6 milljónir kr.
í styrki eða samtals 12.7 milljón
ir, en samkvæmt frumvarpinu
fengju þeir 13.2 milljónir í lán
og 3,5 milljónir í styrki og auk
þess yrði ein milljón króna veitt
í kandidatastyrki.
Heildaraðstoðin við ísienzka
námsmenn sagði menntamálaráð-
herra, hækkar því úr 20 milljón-
um króna í 29,8 milljónir 1 ár, og
■er þar af bein aukning á ríkis-
framlaginu 8 milljónir króna, en
1.7 milljónir er apkning á eigin
fé lánas.jóðsins.
Bjarni Benediktsson forsætis-
ráðherra, sagði að athuga þyr-fti
betur ákvæðið um að menn
-skyldu einnig hljóta lán og styrki
til að nema greinar erlendis, sem
V.enndar væru hér og benti hann
á í því sambandi, ákvæði sem í
gildi er um forgangsrétt kandi-
data frá Háskóla íslands tiL em-
bætta hér á landi. Hann lýsti
fþeirri skoðun sinni að varJa væri
ástæða til að styrkja menn til
náitis erlendis í greinum, sem
hægt væri að nema hér.
Ragnar Arnalds fK) mælti fyrir
breytingartillögu við frumvarpið
■og kvað breytingartillögur nefnd
arinnar við það til bóta. en í
lieild gengi frumvarpið of
skammt.
Benedikt Gröndal vék að at-
hugasemdum forsætisráðlierra og
taldi rétt að nefndin athugaði mál
ið nánar milli 2. og 3. umræðu,
en hann taldi þó að hér væri
ekki um neinn verulegan efnisá-
greining að ræða.
Ingvar Gíslason (F) kvað frum-
varpið gott, en ganga alltof
skammt Vildi hann láta ~færa
námsaðstoð og styrki út mjög, og
ná til fleiri skólastiga en nú
væri.
um Peking í dag eftir sex mán-
aða hlé og mátti heyra nemend
urna syngja hermannasöngva.
Það lag sem oftast heyrðist var
vinsælasta dægurlagið í Kína um
þessar mundir, en það er tileink
að mikilleika Mao Tse-tungs.
Námsefnið eru tilvitnanir í rit
Maos og byltingarsöngvar Skóla
stjórar og kennarar hafa sézt við
gólfþvott og hreingreningar á sal-
ernum í skólum og æðri skólum,
og allt er á huldu um framtíðar-
rekstur skólanna.
Veggblöð í Peking hafa sakaö
landstjórann } Lhasa fyrir að
skipuleggja blóðuga kúgun á
stuðningsmönnum Maos í Tíbet.
Einn rauður varðliði beið bana
og margir „byltingarsinnaöir upp
reisnarmenn" særðust þegar land
stjórinn, Cang Kut-hua, sem einn
ig er yfirmaður hersins í Tíbet,
lét umkringja lióp Maosinna og
fyrirskipaði neyðarástand í Lhasa.
Vegatálmum liefur verið komið
fyrir umhverfis borgina og eftirlit
er haft með ferðun allra sem
koma til eða frá Lhasa.
Fyrirsögnin á veggblöðunum
sem birtu þessa frétt í dag var
„Neyðaróp frá Tíbet“. Sagt er,
að Maosinnar hafi tekið stjórn
flokksins í Tíbet í sínar bendur
3. febrúar en orðið að lúta í
lægra haldi fyrir hernum sem
hafi tekið völdin í flokknum, lög
reglunni og ríkisstofnunum
framboðsfundum. Þó liefur einn
ig verið ráðizt á stjórnarandstöðu
leiðtoga eins og einn af foringj_
um sósíalista, Madru Limaye.
Það gerðist á framboðsfundi í
Binarhéraði í gær, og segir Lim
aye að andstæðingar hans hafi
ætlað að ráða hann af dögum.
Lögreglan hefur gripið til víð-
tækra öryggisráðstafana til að
komá í veg fyrir óeirðir í kosn-
ingunum.
Fram van o
Framhald af bls. 11
★ Liðin:
Fram sýndi góða kafla í gær-
kvöldi, en langbeztir í liði Fram
voru Gunnlaugur og Þorsteinn í
markinu. Sigurður gætti Fenyö vel
og aörir leikmenn voru sæmileg
ir. Honvéd lék nú mun lakar en
á sunnudaginn, en mesta athygli
vöktu Kovacs og Varga. Markvörð
urinn var einnig góður. Magnús V
Pétursson dæmdi vel.
Loftárásir
Framhald af 2. síðu.
samningasvindl Bandaríkjanna og
enn ein staðfesting á stuðningi
Kínverja við Norður-Vietnam er
fram kom í boðskap er Lin Piao
landvarnaráðherra hefur sent her
málafulltrúa Vietcong í Peking.
★ KENNARAR SKÚRA GÓLF.
*Kennsla hófst á ný í barnaskól
Mætti...
Framhald af 1. síðu.
sendu aö hér væri hvorki um
bazar né tízkusýningu að ræða.
Að lijónavígslunni lokinni um
kringdu ljósmyndarar leikkon
una og eltu hana um göturnar
til hótels hjónanna. Raauel
Welch varð fyrst fræg fyrir leik
sinn í myndinni „Milljón ár fyr
ir Kristsburð *, þar sem hún
hafði ekki eina einustu spjör á
kroppnum.
Mannfjöldi
Framhald af 3. síðu
er nákvæmlega sama talan og í
fyrra. Af öðrum fámennum byggð
arlögum mætti nefna Fjallahrepp
í N-Þingeyjars. með 30 og Klofn
ingshrepp með 35 íbúa.
Indland
Framhald af 2. síðu.
mjög úr sigurlíkum þeirra og
komið í veg fyrir samvinnu
þeirra á milli. Kommúnistum er
j þó spáð sigri í suðurfylkinu Ker
] ala„ sem þeir réðu í lok síðasta
j áratugs.
Það eru aðallega leiðtogar
j Kongressflokksins sem orðið hafa
Ifyrir llkamlegum mciðingum á
Expo
Framhald af 3. síðu.
stjóri íslenzku deildarinnar er
Gunriar Friðriksson.
í norræna skálanum verður veit
ingahús sem tekur 400 gesti í
sæti. Þarna verða á boðstólum
réttir frá öllum Norðurlöndum og
verður þar á meðal annars kalt
borð þar sem gestir geta valið rétti
frá hverju landi sem vill. Meðal
■starfsliðsins verður íslenzkur mat
sveinn einnig mun annar íslend
ingur starfa við veitingahúsið, 2
starfa hjá norræna skálanum og
og fimm munu vinna við íslenzku
deildina meðan á sýningunni stend
ur. Svo alls verða þarna níu ís
lendingar. Fyrir íslenzku deildinni
verður Elín Pálmadóttir blaða-
kona. Þá mun Gunnar Friðriksson
veita norræna sýningarskálanum
forstöðu um tveggja mánaða skeið,
en framkvæmdastjórar norrænu
deildanna munu skipta með sér og
vera álíka langan tíma hver.
8. júní verður haldinn sérstak
ur norrænn dagur á heimssýnirig
unni. Ætlunin er að hver sýningar
þjóð hafi sinn þjóðardag en nor
rænu löndin munu sameinast um
sinn dag á svipaðan hátt og sam
vinna er með þeim um sýningar
skála. í sambandi við norræna dag
inn munu hin Norðurlöndin senda
herskip til Montreal, en í því til
felli eru íslendingar löglega af-
sakaðir. Sitthvað verður til hátíða
brigða þennan dag. Meðal annars
munu Finnar senda flokk íþrótta
stúlkna en héðan sýna tíu glímu
menn. Munu þessir flokkar sýna
sameiginlega. Þá verða norrænir
sinfóníutónleikar og mun Sinfón
íuhljómsveit Montrealborgar leika.
verk eftir norræn tónskáld.
Ákveðið hefur verið að Karla-
kór Reykjavíkur haldi tvenna tón
leika á heimssýningunni 23. og
24. júní Verða þeir haldnir í kon
sertsal sem tekur 1200 manns í
sæti. \
Allar líkur eru til þess að forseti
íslands komi í opinbera heimsókn
á sýninguna 13. júlí, en hann er
boðinn til Kanada í tilefni þess
að 100 ár eru liðin frá því landið
hlaut sjálfstæði.
Meðal kvikmynda sem sýndar
verða öðru hvoru meðan á sýn-
ingunni stendur verður Surtseyj
arkvikmynd Ósvalds Knudsens. Er
höfundui-inn nú að leggja síðustu
hönd á viðbót við myndinu sem
sýnir gosið allt fram á þetta ár. Þá
verður sýnd önnur mynd eftir Ós
vald sem hann hefur tekið af
i helztu hverasvæðum landsins. Einn
j ig verða sýndar íslenzkar land
kynningarkvikmyndir' í kanadíska
sjónvarpinu.
Póststjórnin hefur 'ákveðið að
gefa út sérstakt frírnerki í tilefni
heimssýningarinnar. Á því er mynd
af gamla Skálholtskortinu af ís-
landi óg mynd af nýju korti fellt
14 15. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
inn í það. Inn í þetta er fléttað
landafundum ísiendinga m.a,
fundi Vinlands. í sýningarskálan
um er ekki leyfð sala á neinu nema
boicum, hijómplötum og málverka
eftirprentunum. Mun hvert Norð
urlandanna hafa á boðstólum um
20—25 bókatitla. Flestar bókanna
eru á ensku eða frönsku.
Sagt hefur verið frá að í ís-
lenzku deildinni verður einkum
lögð áherzla á að kynna varma á
íslandi og hagnýtingu hans. Einn
ig verða sýnd nokkur atriði úr sögu
þjóðarinnar og bókmenntastarfi.
Sýningin samanstendur a/Jallega
af Ijósmyndum, sem unnar hafa ver
ið á sérstakan hátt og líkjast ekki
síður teikningum. íslenzka deildin
verður að mestu í svörtu og hvítu
og er það með ráðum gert þar sem
finnska og danska deildin sem eru
sitt lrvoru megin eru mjög litskrúð
ugar og því fremur von til að tek
ið verði eftir íslenzku deildinni
þar sem hún sker sig úr hinum.
Til stóð að Gullfoss færi eina
ferð með Islendinga á sýninguna
en úr því getur ekki orðið. En Loft
leiðir eru að leita fyrir sér um lend
ingarleyfi í Montreal nokkrum sinn
um meðan á sýningunni stendur
og fáist næg þátttaka verður mögu
legt að fara beint frá íslandi með
sýningargesti. Að öðrum kosti verð
ur að fara- héðan til Nevv York og
þaðan nreð þotum til Montreal.
Tekur það ferðalag um 45 mín.
Áætlað er að um 10 milljónir
manna sæki heimssýninguna í
Montreal, og er gert ráð fyrir að
hver gestur sem þangað fer komi
þrisvar á sýninguna, þvi ógjörn
ingur er að skoða nema hluta af
henni á einum degi, þannig að alls
verður 30 milljónir igestakomur á
sýninguna, þá sex mánuði sem hún
stendur yfir.
Geta nrá þess að Norðurlöndin
|t<afa látið búa Ú1J laameiginleg
upplýsingarit sem dreift verður.
Stálvír
Framhald af 3. síðu.
er að stúlkan, sem við pylsu
gerð hefur unnið, hefur ekki
verið með skýlu yfir hárinu.
Hún hefur kannski tyllt hvít
um kappa ofan á blákollinn og
haldið að það væri nóg.
Það er skylda þeirra, sem
vinna að framleiðslu matvæla
að sjá unr að gætt sé fyllsta
hreinlætis, en ofangreind dæmi
sanna, að ekki sé allt með
felldu um þá hluti. Að vísu er
aldrei hægt að útiloka slíkt al
veg, en dæmin sem sýna skort á
hreinlæti virðast of möng.
Hér á myndinni að ofan sjást
vírbútarinr. Til að sýna stærð
arhlutföllin er eldspýta með á
myndinni.
Fra3nb©Ö
Framhald af 1. síðu.
4. Stefán Jónsson, rithöfund-
ur, Hafnarfirði.
5. Karl Steinar Guðnason,
kennari, Keflavík. ,
6. Óskar Halldórsson, bólstr-
ari, Garðahreppi.
7. Svavar Árnason, oddviti,
Grindavík.
8. Haraldur Guð jónsson, bíl-
stjóri, Hlíðartúni Mosf.
9. Guðmundur Illugason,
hreppsstjóri, Seltj.
10. Þórður Þórðarson, fulltrúl,
Hafnarfirði.
Koparpípur og
Rennilokar.
Fittings.
Ofnkranar,
Tengikranar,
Slöngukranar,
Blöndunartæki.
Burstafell
byggingavöruverzlun
Réttarholtsvcgi 3.
Sími 3 88 40.
EINAR ÁSGEIRSSON,
Borgarholtsbraut 56,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. þ. m,
kl. 3 e. li.
GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR OG BÖRN.
Hugheilar þakkir til allra, fjær og nær, sem auðsýndu okkur
hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför sonar okkar og
bróður.
GUÐBJARTS ÓLAFSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Borgar-
sjúkrahússins.
DÓRA GUÐBJARTSDÓTTIR, ÓLAFUR JÓHANNESON,
KRÍSTRÚN ÓLAFSDÓTTIR, DÓRA ÓLAFSDÓTTIR.