Dagur - 09.12.1999, Síða 13
FIMMTUDAG 11R 9 . DESEKRER 19 9 9 - 13
, ÍÞRÓTTIR
Víkmgur í toppsætið
Úr leik Víkings og Stjörnunnar fyrr í vetur.
Fi m iii leiMr fóru frani í
11. umferd lírvals-
deildar kvenna í haud-
knattleik í fyrrakvöld.
Víkingar komust í
toppsæti deildarinnar
með fjögurra marka
sigri á Gróttu/KR og
sendu Seltjamameslið-
ið niður í fjórða sæti
deildarinnar.
Víkingur komst í toppsæti úrvals-
deildar kvenna í handknattleik
þegar þær unnu Gróttu/KR með
fjögurra marka mun, 21-17, í Vík-
inni í fyrrakvöld. Grótta/KR sem
vermt hefur toppsætið að undan-
förnu, tapaði þar sínum öðrum
leik í deildinni í röð og féll niður í
Qórða sætið á eftir Val og Haukum,
sem bæði unnu sína leiki í fyrra-
kvöld.
Víkingsstelpurnar byijuðu með
látum í fyrrakvöld og höfðu náð 3-
0 forystu áður en Grótta/KR komst
á blað. Það kom þó Gróttu/KR
ekki úr jafnvægi og þær skoruðu
næstu fimm mörk án þess að Vík-
ingur næði að svara fyrir sig. Það
sem eftir lifði fjTri hálfleiks leiddu
liðin svo til skiptis og höfðu gest-
irnir eins marks forskot, 11-12, í
hálfleik.
Helga varði tuttugu skot
í seinni hálfleik tók Grótta/KR það
til bragðs að taka Kristínu Guð-
mundsdóttur, leikstjórnanda Vík-
ings, úr umferð og við það gliðnaði
vörn þeirra, sem hafði verið mjög
sterk í fyrri hálfleiknum. Þetta
nýttu Víkingsstelpurnar sér og
náðu mest fjögurra marka forskoti,
þar sem þær Guðmunda Kristjáns-
dóttir og Heiðrún Guðmundsdótt-
ir fóru þá á kostum í sókninni. Þær
voru markahæstar Víkinga með 5
mörk hvor, eins og Kristín Guð-
mundsdóttir, sem átti mjög góðan
fyrri hálfleik. Best hjá Víkingum
var þó Helga Torfadóttir, mark-
vörður, sem varði alls 20 skot.
Skyttur Gróttu/KR komust lítið
áfVam gegn sterkri Víkingsvörninni
í seinni hálfleikóg sem dæmi skor-
aði Alla Gorkorian, helsti marka-
skorari liðsins, aðeins eitt mark
utan af velli. Hún var þó marka-
hæst með 5 mörk þar af 4 úr vít-
um.
Stórsigur Stjömuimar gegn
Fram
Stjarnan úr Garðabæ vann átta
marka sigur á Fram þegar liðin
mættust í Safamýrinni í fyrra-
kvöld. Lokatölur leiksins urðu 18-
26 eftir að staðan var 9-13 í hálf-
Ieik og áttu Framarar aldrei neitt
svar við sterkum leik gestanna.
Framliðið var ekki svipur hjá sjón
frá því í sigurleiknum gegn
Gróttu/KR í síðustu umferð og
virkuðu mjög þungar og þreyttar.
Stjömustelpurnar voru aftur á
móti í góðum gír og allt annað að
sjá til liðsins eh í síðasta leik, þeg-
ar þær steinlágu gegn Gróttu/KR á
Nesinu. Mest bar á Ragnheiði
Stephensen sem var markahæst
með 7 mörk og þeim Nínu Björns-
dóttur og Þóru Helgadóttur sem
skoruðu 5 mörk hvor. Best hjá
Stjörnunni var þó Sóley Halldórs-
dóttir, markvörður, sem varði alls
17 skot.
Hjá Fram bar að vanda mest á
Marinu Zouevu sem var marka-
hæst með 8/4 mörk og Björk Tóm-
asdóttur sem skoraði 5.
Basl í Breiðholti
FH-ingar lentu í mesta basli með
IR-inga þegar liðin mættust í
íþróttahúsinu Austurbergi í fyrra-
kvöld og var staðan jöfn 7-7 í hálf-
leik. Þeim gekk þó mun betur í
seinni hálfleiknum og náðu þá að
sigla fram úr Breiðholtsliðinu og
urðu lokatölurnar 15-19.
Hjá ÍR-ingum komust aðeins
fjórir Ieikmenn á markalistann og
skoraði Ingibjörg Jóhannsdóttir
mest, eða 6 mörk og þær Inga
lngimundardóttir og Heiða Guð-
mundsdóttir 4 hvor.
Hjá FH-ingum voru þær Björk
Ægisdóttir, Guðrún Hólmgeirs-
dóttir, Hildur Pálsdóttir og Hafdís
Hinriksdóttir markahæstar, allar
með 4 mörk.
Harpa skoraði tíu mörk
Haukastelpumar gerðu góða ferð
til Akureyrar og unnu tíu marka
sigur á KA, 17-27, eftir að staðan í
hálfleik var 8-16. Harpa Melsted
var best Haukanna og gerði 10
mörk, en Asdís Sigurðardóttir
skoraði mest fyrir KA, eða 7 mörk.
Átján marka Valssigur
A Hlíðarenda fór fram leikur Vals
og Aftureldingar þar sem heimalið-
ið vann sextán marka stórsigur á
gestunum, 28-12, eftir að staðan
var 11-5 í hálfleik.
Þær Helga Ormsdóttir og Sigur-
laug Rúnarsdóttir voru marka-
hæstar hjá Val með 6 mörk hvor og
Arna Grímsdóttir með 4.
Hjá Aftureldingu skoruðu þær
Edda Eggertsdóttir og Vigdís
Brandsdóttir mest, eða 3 mörk
hvor og Jolanta Limboite 2.
Nú verður gert hlé á keppni í úr-
valsdeild kvenna til 8. janúar, en
um helgina verður leikið í 8-liða
úrslitum bikarkeppninnar.
Staðan:
Víkingur 11 6 5 0 233:196 17
Valur 11 7 2 2 258:184 16
Haukar 11 6 3 2 263:210 15
Grótta/KR 11 7 1 3 251:210 15
FH 11 5 3 3 255:215 13
ÍBV 10 5 3 2 243:208 13
Stjarnan 11 6 0 5 280:246 12
Frani 11 5 0 6 253:258 10
ÍR 11 3 0 8 185:239 6
KA 11 1 1 9 203:258 3
UMFA 11 0 0 11 178:378 0
Handbolti - Úrvalsdeild kvenna - Úrslit leikja
Gr/KR 1 Vík. Valur Hauk. ÍBV Stjarn. FH Fram ÍR KA Aftureld.
Grótta/KR 15:15 15.1. 21:18 24:21 20:14 2.2. 29.2. 8.1. 23:18 26.1.
Víkingur 21:17 15:15 26.2. 2.2. 26:22 21:21 12.1. 17:15 26.1. 39:20
Valur 19:21 29.1. 18:19 18:18 21.1. 12.1. 30:17 28:7 11.2. 28:12
Haukar 30.1. 18:18 9.1. 23:23 27:22 17:17 13.2. 1.3. 32:16 16.1.
ÍBV 21.1. 22:22 29.2. 12.1. 32:26 25:24 28.1. 12.2. 26:20 33:10
Stjarnan 26.2. 8.1. 23:26 2.2. 26.1. 22:20 27:21 28:19 15.1. 40:18
FH 23:21 29.2. 19:22 26.1. 15.1. 12.2. 31:23 25:17 8.1. 40:16
Fram 28:26 19:21 26.1. 23:21 28:23 18:26 26.2. 15.1. 26:17 2.2.
ÍR 14:29 19.1. 2.2. 16:26 13:20 12.1. 15:19 19:17 22:16 26.2.
KA 12.1. 13:18 18:19 17:20 26.2. 19:30 16:16 19.1. 29.1. 33:19
Afturelding 19:34 12.2. 15:35 19:35 8.1. 29.1. 19.1. 17:33 14:28 3.3.
ÍÞR ÓTTA VIÐTALIÐ
Aðalatriðið er að komast
upp um styrMeikaflokk
tyrkleikastöðunni og árangri liðs-
Atli Edvaldsson
laitdsliðsþjálfari í knattspynm
ífyrradag vardregiðí
riffla í undankeppni HM-
2002 og lenti ísland þar í
riðtt meff Tékkum, Dönum,
Búlgörum, Norður-írum og
Möltubúum. AtliEðvalds-
son, Jandsliðsþjálfarí, seg-
istánægðurmeð dráttinn
og að takmarkið sé að kom-
ast upp um styrkleiJia-
fJokk.
- Hveming líst þér d riðilinn?
„Ég er nokkuð ánægjur með
riðilinn og sérstaklega með það að
þurfa ekki að þvælast langan veg í
leikina, eins og við höfum þurft að
gera að undanförnu. Eins og til
dæmis í undankeppni Evrópu-
mótsins þegar við þurftum að ferð-
ast alla leið til Armeníu, Rússlands
og Úkraínu, sem eru mjög löng og
þreytandi ferðalög. Nú eru það
hins vegar Búlgaría sem er lengst í
hurtu, en mun þægilegri og opnari
ferðlög í alla hina leikina."
- Hvemig meturðu styrk cmd-
stæðinganna?
„Þó Tékkarnir hafi verið að gera
það gott að undanförnu og séu
ofar Dönum á styrkleikalistanum,
þá held ég að Danirnir séu jafnvel
sterkari. Báðar þessar þjóðir hafa
mikla hefð á stórmótum, eins og
reyndar Búlgarar hafa líka og hafa
náð mjög góðum árangri bæði á
HM og á Evrópumótunum. Tékk-
arnir fóru inn í úrslilakeppni
Evópumótsins með miklum stæl
og höfðu reyndar tryggt sig þar inn
löngu áður en riðlákeppninni lauk.
Danirnir þurf'tu aftur á móti að
spila aukaleiki gegn ísraelum um
sætið, en höfðu stuttu áður unnið
glæsilegan útisigur á ítölum. Það
sýnir að þeir eru geysisterkir, ckki
síður en Tékkarnir, sem komust
alla ieið í úrslitaleik síðustu Evr-
ópukeppni. Danirnir hafa líka
hefðina með sér og ekki er svo
langt síðan þeir unnu Evrópu-
meistaratitilinn. Búlgarar eru aftur
á móti óþekkt stærð og eru að mér
skilst að byggja upp nýtt lið og ný
kynslóð að taka við af Stoichkov og
félögum úr gamla HM-liðinu. Þeir
eru því stórt spurningarmerki.
Norður-Irarana þekkjum við frá
fyrri leikjum og .'itum að þeir geta
verið erfiðir. Þrir spila þennan
típíska enska bolta og það er heil-
mikil vinna að spila gegn þeim. Við
eigum þó að mæta þeim óragir og
sama er að segja um Möltubúana.
Við erum ofar þessum tveimur
þjóðum á styrkleikalistanum og
þangað eigum við að sækja stigin."
- Hverjct telur þú möguleika
lslands?
„Ef ég met möguleikana út frá
ins að undanförnu, þá sýnist mér
að við séum í góðum málum. Við
verðum samt að passa okkur og
vera við öllu búnir, því við erum að
fara inn í keppni, þar sern hart
verður barist. Styrkleiki sterkari
liðanna í þessum riðli, er í raun
meiri en í riðlakeppni Evrópu-
mótsins, ef Frakkar eru þar undan-
skildir og bæði Tékkar og Danir
eru ofar á Iistanum en bæði Rúss-
ar og Úkraínumenn, sem hafa
frekar verið á niðurleið. Tékkar og
Danir eru aftur á móti á mikilli
siglingu og hafa sannað það ræki-
Iega. Það væri því óraunhæft fyrir
hvern sem er að ætla að við ættum
mikla möguleika gegn þeim, en
eins og dæmin sanna þá er allt
hægt.“
- Hvciða taknuirk selurðu þér
með liðiö?
„Við vitum hvað við ætlum og
gera og vitum hvað við þurfuni að
gera. Síðast tókst okkur ekki að
komast upp um slyrkleikallokk og
það er því mikilvægt að það takist
núna. Það er aðal takmarkið og ef
það tekst þá getur það skilað okk-
ur góðu sæti í riðlinum. Það er
okkur mjög mikilvægt til lengri
tíma litið, þar sem það myndi færa
okkur upp á listanum lýrir þar
næstu keppni og þá höfum við
þrjár þjóðir fyrir neðan okkur í riðli
í staðinn fyrir tvær núna. Við verð-
um að horfa til framtíðarinnar og
megum ekki klúðra því góða upp-
bygginarstarfi sem unnið hefur
verið og þess vegna þurfum við að
halda okkur á jörðinni og vanda
okkur virkilega.“
- Eigum við von á breytingum á
landsliðshópnum?
„Ég á ekki von á miklum breyt-
ingum. Það verða þó alltaf ein-
hverjar breytingar milli ára, sama
hver þjálfarinn er. Takmarkið er þó
að halda áfram á sömu braut og
auðvitað verður byggt á þeim
sterka og góða kjarna, sem að und-
anförnu hefur verið að spila.
Breytingar verða ekki gerðar breyt-
inganna vegna heldur aðeins til að
bæta. Eg verð auðvitað að vinna
með opnum huga og skoða þá leik
mcnn sem banka á dvmar."