Dagur - 21.12.1999, Page 8
í
I
I
I
I
1
i
I
i
I
I
I
I
I
I
l
I
\
I
I
1
\
\
i
1
l
I
!
i
I
i
l
I
Vigdís Finnbogadóttir er í
hópifrægðarfólks sem Sam-
einuðu þjóðimarhafa útnefnt
velvildarsendiherra. Má þar
nefna fyrmm Kryddpíuna,
Geri Halliwell, James Bond
leikarann RogerMoore, sjón-
varpskónginn Ted Tumer,
hjartaknúsarann Julio Iglesi-
as og knattspymugoðið Pele.
Eins og Dagur greindi frá nýlega hefur
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóð-
anna útnefnt Vigdísi Finnbogadóttur,
fyrrum forseta Islands, velvildarsendi-
herra í baráttunni gegn kynþáttafordóm-
um og kynjamisrétti. Formaður nefndar-
innar, Mary Robinson, tilkynnti þetta
með viðhöfn f Genf. Aður hafði
UNESCO, Menningar- og framfarastofn-
un Sameinuðu þjóðanna, útnefnt Vigdísi
sem velvildarsendiherra tungumála. Hún
er eini íslendingurinn sem hefur hlotið
þennan heiður hjá Sameinuðu þjóðunum
og ein af fáum Norðurlandabúum.
Norska leikkonan Liv Ullmann og finnski
söngvarinn Mikko Kuustonen höfðu áður
verið valdir velvildarsendiherrar.
Vigdís var í hópi sjö einstaklinga sem
Mannréttindanefndin tilnefndi. Þeim er
ætlað að aðstoða Sameinuðu þjóðirnar í
baráttunni gegn kynþáttafordómum og
kynjamisrétti en ráðstefna um sama mál-
efni fer fram árið 2001. Hinir einstak-
lingarnir eru írska nóbelskáldið Seamus
Heaney, indverski rithöfundurinn Ravi
Shankar, nígeríska nóbelskáldið Wole
Soyinka, Ruben Rlades, söngvari og leik-
ari frá Panama, Tahar Ben Jelloun, met-
söluhöfundur frá Marokkó, og Marian
Wright Edelman, forseti barnaverndar-
sjóðs f Bandaríkjunum.
Aðkallandi verkefni
Af þessu tilefni átti Dagur samtal við Vig-
dísi Finnbogadóttur á alþjóðadegi mann-
réttindabaráttunnar, daginn sem hún var
útnefnd. Hún var þá stödd í Kaupmanna-
höfn, þar sem hún dvelur lengstum um
þessar mundir.
„Eg er afskaplega fegin að ég er beðin
að gera gagn. Það er mitt lífstakmark, og
hefur lengi verið, að gera gagn. Ef að ég
get haldið því áfram þá er ég ætíð þakk-
lát. Það er ekki einasta að ég sé í góðum
hópi heldur er markmiðið og verkefnið
mjög aðkallandi. Þarna er ekki bara verið
að berjast gegn kynþáttafordómum held-
ur fordómum almennt. Inni í þessu er
einnig fordómar gagnvart konum sem eru
mjög víða viðloðandi,11 sagði Vigdís.
Aðspurð hvar ráðstefna Sameinuðu
þjóðanna yrði haldin sagðist Vigdís halda
að ákvörðun lægi ckki endanlega fyrir. Til
tals hefði komið að halda hana í Suður-
Afrfku. Utnefning hennar sem velvildar-
Vigdís Finnbogadóttir er störfum hlaðin og gegnir m.a. tveimur sendiherrastöðum hjá Sameinuðu þjóðunum.
Hún segist vera ánægð með að fá að gera gagn. Það sé aðkallandi verkefni að berjast gegn kynþáttafordóm-
um og kynjamisrétti.
sendiherra hefur í för með sér enn meiri
ferðalög fyrir hana. Vigdísi er ætlað að
kynna áætlun Mannréttindanefndar í
þessum málum og koma fram með öðrum
sendiherrum.
„Þetta verður á dagskrá á næsta ári,
ásamt öðru. Þetta er talsvert starf, líkt og
annað sem ég er að gera. Eg er í rauninni
í fullu starfi og hef bara flutt starfsvett-
vanginn til útlanda á alþjóðavettvang. Eg
er mjög ánægð yfir því ef ég get orðið að
Iiði. Eg vil taka það einatt fram að alltaf
kem ég fram sem ís-
lendingur og alltaf er
ég að vinna fyrir ís-
land um leið, og tals-
vert mikið," sagði Vig-
dís Finnbogadóttir.
Engir meðaljónar!
Þegar litið er yfir lista
frá Sameinuðu þjóð-
unum (SÞ), sem blaðið
fékk frá upplýsinga-
skrifstofu SÞ á Norð-
urlöndunum, yfir vel-
vildarsendiherra og
aðrar stöður sem
stofnunin hefur út-
hlutað kemur strax í
ljós að þar eru engir
meðaljónar. UNESCO
og UNICEF, Barna-
hjálp Sameinuðu þjóð-
anna, hafa verið dug-
legastar stofnana SÞ
að útnefna þessa
sendiherra.
Hjá UNICEF eru
líklega þekktust leikar-
arnir Liv Ullmann,
Roger Moore, Vanessa
Redgrave, Peter
Ustinov og Audrey
Hepburn, sem gcgndi
starfinu þar til hún lést
árið 1993. Á þessum
Liv Ullmann.
Roger Moore.
Harry Belafonte.
Geri Halliwell, fyrrum
Kryddpía.
S/r Peter Ustinov.
lista eru einnig söngv-
ararnir Harry
Belafonte, Julio Iglesi-
as og Nana Mou-
skouri, leikstjórinn
Richard Attenborugh,
fjallagarpurinn Sir Ed-
mund Hillary og
leikkonurnar Judy
Collins og Jane
Seymour.
Mannfjöldasjóður
SÞ, UNFPA, hefur
einnig útnefnt nokkra
velvildarsendiherra.
Listamenn eru þar
fjölmennir og nægir að
nefna leikkonurnar
Jane Fonda og Lindu
Gray, Kryddpíuna fyrr-
verandi Geri Halliwell,
bresku fígúruna
Divine og sjónvarps-
kónginn Ted Turner,
eiginmann Jane
Fonda.
Vigdís var fyrir einu
og hálfu ári útnefnd
veldvildarsendiherra
hjá UNESCO. Þar er
hún einnig f fönguleg-
um hópi, eins og áður
sagði. Þar eru menn og
konur ýrnist útnefnd
velvildarsendiherrar
(Goodwill Ambassa-
dors) eða listamenn
friðar (Artist for
Peace). Á þessum lista
eru m.a. knattspyrnu-
goðið Pele, Ieikkonan
Catherine Deneuve,
tónskáldið Yehudi
Menuhin og tónlistar-
maðurinn Jean-Michel
Jarre.
-Bjn
SPJALL
Árni Sigurðsson: „Hann lætur ekki bíða eftir
sér sá guli. Hann bara syndir frá okkur.“
Sjómemiirnir
matbúa
skötuna
Togarinn Arnar kemur í dag eða næstu
daga til hafnar á Skagaströnd með
verðmætasta afla sem íslenskt skip
hefur nokkru sinni komið með að
landi. Árni Sigurðsson er skipstjóri á
Arnari. Hann segir að mórallinn sé
fi'nn um borð þegar svo vel gengur.
- Hvemig hefur yhkur tehist að nd
þessu?
„Það er mikill bolfiskkvóti hjá fyrir-
tækinu og svo hefur verið hátt verð á
afurðum allt árið. Þetta fylgist að. Svo
hefur þetta náttúrulega gengið vel. Við
höfum verið heppnir. Utgerðin er góð
og góður mannskapur. Þegar þetta
spilar allt saman þá er hægt að gera
svona hluti.“
- Hvað gera menn við peningana,
fara þeir beint í jeppa eða utanlands-
ferðir?
„Nei. Það hefur verið jákvætt hljóð í
fólki hér heima þetta árið. Ungt fólk er
að kaupa hér íbúðir. Það hefur ekki
skeð í fjöldamörg ár. Unga fólkið hef-
ur ekki þotið í burtu frá okkur svo að
velgengnin hjá fyrirtækinu skilar sér
vonandi inn í staðinn. Þetta hefur allt
gengið rosalega vel.“
- Hvaða tahmörh setja menn sér á
næsta ári?
„Það verður bara spilað af fingrum
fram, bara vonandi að við eigum góð-
an kvóta. Mér finnst vera mikill sam-
dráttur i þorskveiðum frá því sem ver-
ið hefur. Eg held að það sé ekki nánd-
ar nærri eins mikill fiskur í sjónum
eins og fiskifræðingar hafa haldið
fram. Fyrir 2-3 árum var svakalega
mikill fiskur en þeir hafa vanmetið
það. Topparnir sem hafa bjargað okk-
ur mikið. Maður þarf að hafa miklu
meira fyrir því að ná fiskinum en var
til dæmis í fýrra og hittifyrra. Við hefð-
um mátt fiska meira þá. Hann lætur
ekki bíða eftir sér sá guli. Hann bara
syndir frá okkur.“
- Menn verða hátir að koma inn til
að halda jól?
„Já. Svo höldum við árlega skötu-
vcislu þar sem nánast allir bæjarbúar
mæta. Við sjómennimir sjáum um
matreiðsluna. Það er svakaleg
stemmning. Þetta byrjaði um borð í
togurunum hjá okkur fyrir 20-25
árum síðan. Fjöldinn jókst alltaf
þannig að við fórum að halda þetta í
bragga. Undanfarin ár hefur ekki dug-
að minna en félagsheimilið því að það
kemur stór hluti af bæjarhúum. Þá
byrja jólin hjá okl<ur.“ -GHS